Fréttablaðið - 13.08.2020, Side 44
BÍLAR
105
KOFFÍNVATN
330 ML
149
KR/STK
452 KR/L
NÓA
EITT SETT
30 G
149
KR/STK
4967 KR/KG
SNICKERS
CLASSIC
80 G
99
KR/STK
1980 KR/KG
TOPPUR
DÓS - 330 ML
129
KR/STK
391 KR/L
KLAKI
BLÁR/GRÆNN
500 ML
149
KR/STK
298 KR/L
STJÖRNU
POPP/OSTAPOPP
90/100 G
249
KR/STK
2490/2767 KR/KG
1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28
BMW prófar búnað fyrir sjálfkeyrandi bíla á Íslandi
Þessi BMW X5 bifreið sást í
umferðinni í Reykjavík í vikunni,
en hún er rækilega merkt deild
BMW-framleiðandans sem sér
um prófun á sjálfkeyrandi öku-
tækjum.
Samkvæmt BMW Group er þetta
ökutæki eitt af fjölmörgum sem
eru á ferðinni um allan heim við
raunprófanir við ýmis veðurskil-
yrði, á búnaði sem tengist sjálf-
keyrandi bílum.
Nú þarf sérstakt leyfi til að
prófa sjálfkeyrandi ökutæki á
Íslandi en tekið skal fram að ekki
varð séð á akstri eða ökumanni
bílsins að slíkur akstur væri í
gangi.
Stigskipting ökuréttinda gæti
þýtt að yngsti aldurshópurinn
mætti ekki keyra á nóttunni,
eða að sett yrðu mörk á afl öku-
tækja hans.
Þingmenn í Bretlandi eru að skoða
möguleika á stigskiptingu bílprófs-
réttinda þar í landi, en samgöngu-
nefnd breska þingsins mun halda
fund 2. september næstkomandi
þar sem sérfræðingar í þessu munu
fara yfir málið.
Ef af stigskiptingu verður gætu
ungir bílstjórar ekki mátt aka á
nóttunni eða með fleiri en einn
í bílnum, auk þess sem sett yrðu
mörk á hversu öfluga bíla við-
komandi mega keyra. Einn af þeim
sem tala mun fyrir nefndinni er dr.
Neale Kinnear, deildarstjóri hegð-
unarvísindadeildar samgöngu-
rannsóknarstofunnar (TRL).
Sparar stórar upphæðir
Eins og fram kemur í breska blað-
inu Telegraph telur Kinnear að stig-
skipting réttinda geti komið í veg
fyrir, eða geti fækkað látnum eða
alvarlega slösuðum í bílslysum um
400 á ári. Það myndi einnig spara
þjóðfélaginu stórar upphæðir, eða
um 35 milljarða króna á ári.
Til viðbótar við stigskiptingu
myndu nýir ökumenn þurfa að
klára vissan fjölda ökutíma til að
geta tekið verklegt próf. Ökumenn
á aldrinum 17-24 ára eru í mestri
áhættu að lenda í alvarlegum
slysum. Þrátt fyrir að látnum í bíl-
slysum hafi fækkað frá árinu 2012
í Bretlandi, hefur látnum í yngsta
aldurshópnum ekki fækkað.
Tilraun á Norður-Írlandi
Ökumenn frá 17-19 ára eru 1,5
prósent ökumanna í Bretlandi,
en lenda í 10 prósentum alvar-
legra slysa. Fjórðungur yngsta
aldurshópsins lendir í slysi á fyrstu
tveimur árum réttinda sinn.
Stigskipting réttinda hefur þegar
verið reynd með góðum árangri í
löndum eins og Nýja-Sjálandi og
Ástralíu og því vilja breskir þing-
menn skoða möguleika á því, þó að
fyrirsjáanlegt sé að slíkar hug-
myndir yrðu ekki vinsælar.
Árið 2018 var ákveðið að koma á
stigskiptingu réttinda á Norður-
Írlandi til reynslu, en það mun
koma til framkvæmda á þessu
ári. Eflaust mun árangur þess þar
hafa áhrif á útkomuna í Bretlandi
á næstu árum, en stigskiptingin
yrði eflaust einskorðuð við Bret-
landseyjar. Þar sem Bretland er á
leiðinni út úr Evrópusambandinu
þýðir það að landið getur haft
meiri áhrif á hvernig málum sem
þessum er háttað. Ísland er aðili að
ökuréttindalöggjöf Evrópusam-
bandsins gegnum EES samninginn.
Íhuga stigskiptingu ökuréttinda
Hugsanleg stigskipting réttinda í Bretlandi þarf ekki að þýða sams konar kerfi hérlendis, enda Bretland á leiðinni
út úr Evrópusambandinu og getur því farið á svig við ökuréttindalöggjöfina. MYND/NJÁLL GUNNLAUGSSON
Prófunarbifreið BMW Group er vel merkt eins og sjá má á afturhlera og hliðum BMW X5 bifreiðarinnar.
Njáll
Gunnlaugsson
njall@frettabladid.is