Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 52
OKKUR FINNST ALLRI
UMRÆÐUNNI UM
OFBELDI OG KYNJAMISRÉTTI
HAFA VERIÐ STJÓRNAÐ AF
FORRÉTTINDAFÓLKI OG
VILDUM ÞANNIG HLEYPA FLEIRI
HÓPUM AÐ.
Ný tvöföld virkni sem
veitir hraða og langvarandi
vörn gegn tannkuli.
Alltaf nóg til af humri hjá Norðanfiski...
STÓRUM HUMRI!!
Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu á
úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa.
Einnig má finna vörur Norðanfisks í
neytendapakkningum í verslunum
Bónus um land allt.
Hafið samband á nordanfiskur@nordanfiskur.is eða í síma 430 1700
Druslugöngunni í ár verður ekki af lýst vegna smithættu, heldur verður hún haldin með nýju sn iði á ve f síðu
feminíska veftímaritsins Flóru.
Í tilefni af tíu ára afmæli Druslu-
göngunnar hefur verið boðað til
rafrænnar göngu. Segja má að ræðu-
höld Druslugöngunnar færist yfir á
tímaritið Flóru, þar sem jaðarsettar
raddir fá pláss til að lýsa sinni upp-
lifun.
„Vegna núverandi aðstæðna í
þjóðfélaginu aðlaga Druslur sig að
breyttum aðstæðum með því að
birta greinar, ljóð og list,“ segir Eva
Sigurðardóttir, einn skipuleggjandi
göngunnar. Unnið var að því að
finna nýja leið til að vekja athygli
á málstað göngunnar, þrátt fyrir að
ekki væri hægt að sýna samstöðu
með því að safnast saman á götum
bæjarins.
Valdefla jaðarhópa
„Markmið átaksins í ár er að fá fólk
með forréttindi til að átta sig á því
að það hafa ekki allir sömu réttindi
og að við verðum að nýta forréttindi
okkar til að stíga til hliðar og leyfa
öðrum að njóta sín.“
Brugðið var á það ráð að fá fjöl-
breyttan hóp einstaklinga til að
deila reynslu sinni á veftímaritinu
Flóru. „Boðskapur Druslugöng-
unnar er að standa með brotaþolum
og í ár vildum við fá að heyra í ein-
staklingum sem fá oft ekki pláss í
sviðsljósinu,“ segir Eva
„Okkur finnst allri umræðunni
um of beldi og kynjamisrétti hafa
verið stjórnað af forréttindafólki og
vildum þannig hleypa fleiri hópum
að.“ Auglýst var eftir þátttakendum
í rafrænu gönguna og létu svörin
ekki á sér standa.
„Við fengum til liðs við okkur
konur af erlendum uppruna, litað
fólk og fólk sem glímir við fíkn, svo
nokkur dæmi séu tekin.“ Greinahöf-
undar ákváðu síðan sjálfir hverju
þeir vildu deila.
Kröfuganga á vefnum
Í stað þess að fylkja liði í miðbæn-
um er fólk hvatt til að deila áfram
greinum sem innihalda fræðslu um
ofbeldismenningu og fordóma gegn
hópum sem hefur verið þrýst út á
jaðarinn. „Því f leiri sem áframdeila
greinunum, því lengri kröfuganga
myndast á vefnum.“
Rafræna Druslugangan fer fram á
morgun og er hægt að taka þátt án
þess að brjóta gegn sóttvarnalögum
með því að heimsækja heimasíðu
Flóru. „Sýnum öllum brotaþolum
of beldis stuðning óháð kyni, kyn-
þætti, fötlun, útliti, litarhætti,
kyntjáningu, kynhneigð, kyngervi,
heimilisaðstæðum, heilsufari, líf-
erni og öðrum stöðlum samfélags-
ins. Dreifum boðskapnum.“
Öllum er velkomið að taka þátt
í rafrænni Druslugöngu á https://
flora-utgafa.is/.
kristlin@frettabladid.is
Rafræn Drusluganga
Í ár er Druslugangan með breyttu sniði vegna heimsfaraldurs CO-
VID-19. Rafræn Drusluganga fer fram á veftímaritinu Flóru í dag.
Fyrsta Druslugangan var farin hér á Íslandi árið 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
Eva Sigurðardóttir er ein af skipuleggjendum Druslugöngunnar síðustu árin, sem og í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ÞÓRSTEINN
1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R36 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð