Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 28
Góður leiðsögumaður getur gert gæfumuninn á upp-lifun ferðamanna á landinu okkar. Því skemmtilegri, fróðari og kraftmeiri sem leiðsögumaðurinn er, því eftirminnilegri verður heimsóknin,“ segir Kristín Hrönn Þráinsdóttir, fagstjóri Leiðsögu- skólans, sem er skóli undir hatti Menntaskólans í Kópavogi. Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir það að fylgja ferðamönnum um landið. Í nám- inu er fjallað um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi og íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. „Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Íslandi, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni,“ upplýsir Kristín Hrönn, en fyrir- lesarar, kennarar og leiðbeinendur í Leiðsöguskólanum eru allir sér- fróðir um einstaka málaflokka. Ferðalög hluti af náminu Nám í Leiðsöguskólanum tekur að öllu jöfnu eitt ár en hægt er að skipta náminu á tvö ár. Á haustönn læra nemendur kjarnafög sem eru sameiginleg fyrir alla, en á vorönn velja nemendur sér kjörsvið, annað hvort Almenna leiðsögn eða Gönguleiðsögn. „Þeir sem velja sér Almenna leiðsögn fá kennslu og þjálfun í að fara um landið með erlenda ferðamenn. Segja má að nemendur fari hringinn í kringum landið í kennslustofunni með kennurum. Æfingaferðir í rútu eru stór liður í þjálfun nemenda og fara nem- endur á helstu ferðamannastaði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins, en náminu lýkur með hringferð um landið þar sem nemendur skiptast á að leiðsegja,“ útskýrir Kristín Hrönn. Þeir sem velja kjörsviðið Göngu- leiðsögn fá kennslu og þjálfun í að fara með ferðamenn í lengri eða styttri gönguferðir, en einnig fá þeir þjálfun í leiðsögn í rútu. „Nemendur í gönguleiðsögn fara í sólarhrings rötunarferð, þeir sækja líka helgarnámskeið í vetrarfjallamennsku auk æfinga í að vaða straumvötn. Nem- endur fara í nokkrar gönguferðir á eigin vegum og náminu lýkur með fimm daga bakpokagöngu- ferð um óbyggðir þar sem gist er í tjöldum,“ upplýsir Kristín Hrönn, en þess má geta að nemendum í Gönguleiðsögn er eindregið ráðlagt að taka skyndihjálpar- námskeiðið Wilderness First Responder. „Þeir sem hyggjast stunda nám í Gönguleiðsögn þurfa að hafa mikla reynslu af gönguferðum um óbyggðir og vera í góðu líkamlegu formi,“ bætir Kristín Hrönn við. Verða að sýna gott fordæmi Útskrifaðir leiðsögumenn frá Leið- söguskólanum fá fulla félagsaðild að fagdeild Félags leiðsögumanna. „Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir skulu hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám að baki, ásamt því að hafa mjög gott vald á einu erlendu tungumáli, auk íslensku. Þá þurfa nemendur að standast munnlegt inntökupróf á því tungumáli sem þeir hyggjast leið- segja á,“ segir Kristín Hrönn. Kennt er þrjú kvöld í viku en auk þess fara nemendur í vettvangs- og æfingaferðir. „Námsmat byggir á skriflegum og munnlegum verkefnum og prófum og gert er ráð fyrir að nem- endur mæti í allar vettvangs- og æfingaferðir,“ segir Kristín Hrönn. „Í náminu eru nemendur undir- búnir fyrir hin ýmsu hlutverk leiðsögumanna, en auk þess að fræða og skemmta ferðamönnum er mikilvægt að leiðsögumaður geti brugðist við óvæntum uppá- komum í ferðum. Leiðsögumaður þarf að ganga á undan með góðu fordæmi um náttúru landsins og tryggja öryggi gestanna, meðal annars með því að upplýsa þá um hugsanlegar hættur á viðkomu- stöðum.“ Nánari upplýsingar gefur Kristín Hrönn í síma 594 4025 eða í tölvu- pósti: lsk@mk.is. Sjá nánar um Leiðsöguskólann á mk.is Kennslustofan er landið allt Í Leiðsöguskólanum læra nemendur að fylgja ferðamönnum um Ísland. Námið tekur eitt ár en getur tekið tvö ár. Útskrifaðir leiðsögumenn fá fulla aðild að fagdeild Félags leiðsögumanna. Kristín Hrönn Þráinsdóttir er fagstjóri Leiðsöguskólans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Hvernig fáum við almenning til að draga úr neyslu? Hvernig stuðlum við að sjálf- bærni í framleiðslu textíls? Hvernig fáum við almenning til að lengja líftíma eigin textíls? Hvernig tryggjum við betri og skil- virkari endurvinnslu svo verðmæti tapist ekki? Hvernig aukum við þátttöku almennings í endurvinnslu á textíl? Þetta og margt fleira spennandi verður allt skoðað á Spjaraþoninu sem haldið verður dagana 28.-29. ágúst næstkomandi hjá Umhverfis- stofnun, Suðurlandsbraut 24. Vertu með í að breyta heiminum Spjaraþonið er fyrir alla sem eru áhugasamir, hvort sem um er að ræða sérfræðinga, nemendur, hönnuði, fjárfesta, vísindamenn, kennara, félagsfræðinga, ömmur eða fólk af hvaða aldri sem er og hvaða kyni sem er. Spennandi fyrirlesarar úr atvinnugeiranum mæta á staðinn og fjalla um stöðu vandamálsins. Þá fáum við meðal annars sjónarhorn fatahönnuðar, álit Umhverfisstofn- unar sem og brakandi ferskan fyrir- lestur úr nýsköpunargeiranum. Þá eru meðal annars kynntar aðferðir við hönnunarferli og þegar kemur að því að þekkja góða hugmynd sem þróa má yfir í árangursríkar lausn ir sem eru bæði raunhæfar og gagnlegar. Spennandi áskoranir Þátttakendur velja úr þeim fimm spennandi spurningum, sem nefndar voru í upphafi greinar- innar. Verkefnin eru unnin í samstarfi við ráðgjafahópa og samstarfsaðila Spjaraþonsins. Teymin þróa hug- myndir, skila samantekt um þær og kynna svo fyrir dómnefnd að lokum. Veitt verða verðlaun fyrir bestu hugmyndina. Saman gegn sóun Spjaraþonið er haldið á vegum verk efnisins Saman gegn sóun, sem er almenn stefna umhverf- is- og auð lindaráðherra um úrgangsforvarn ir. Stefnan setur í forgang að draga úr myndun úrgangs og stuðla þannig að minni eftirspurn eftir náttúruauðlindum. Í stefnunni er lögð áhersla á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun, ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs. Textíliðnaðurinn er til dæmis einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur neikvæð áhrif á bæði umhverfi og samfélag. Þessi áhrif geta margfaldast samhliða því sem við kaupum umfram þarfir. Síðan árið 2000 hefur fram- leiðsla á fötum nær tvöfaldast á sama tíma og þau enda sífellt fyrr í ruslinu. Hver Íslend ingur losar sig til að mynda við um 20 kg á ári. Markmið stefnunnar eru: n að draga úr myndun úrgangs n að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda n að bæta nýtingu auðlinda, m.a. með áherslu á græna nýsköpun n að draga úr hráefnisnotkun sam- hliða minni umhverfisáhrifum n að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi Viðeigandi ráðstafanir verða í samræmi við sóttvarnarlög og við- burðurinn haldinn rafrænt ef þurfa þykir. Skráning fer fram á spjarathon.is Fyrir nánari upplýsingar hafið samband við ust@ust.is Hugsað í lausnum í Spjaraþoni Um 8-10% losun gróðurhúsa- lofttegunda í heiminum er frá textíliðnaði. Meðalfjöldi skipta sem hver flík er notuð á heimsvísu er 150 sinnum. 4 KYNNINGARBLAÐ 1 3 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U RSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.