Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 4
REYKJAVÍK Sjálfstæðisf lokkurinn í Reykjavík leggur til í borgarráði í dag að teknar verði upp rafrænar undirskriftir í ráðum og nefndum. „Iðulega þurfa þeir sem sitja fundi í ráðum borgarinnar að bíða í klukkutíma eftir að fá að rita undir fundargerðir með penna. Og undanfarnar vikur hefur þurft að sótthreinsa pennana,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna. „Í nútímarekstri banka, fyrir- tækja og ríkisstofnana er boðið upp á rafrænar undirskriftir með símum. Það því kominn tími til að Reykjavíkurborg taki skref inn í nútímann hvað þetta varðar.“ – ab Vilja rafrænar undirskriftir MENNTAMÁL Starfsfólki við kennslu í grunnskólum með kennsluréttindi fækkaði um rúm sex prósentustig í landinu frá 2017 til 2019. Samkvæmt Hagstofunni fór hlutfallið úr rúmu 91 prósenti árið 2017 niður í rúm 85 prósent 2019. Á höfuðborgarsvæðinu fór hlut- fallið úr tæpum 94 prósentum í 87 prósent. Inni í tölunum eru kenn- arar, deildarstjórar og skólastjórar. Fjölgun starfsfólks án kennslu- réttinda var mest á Austurlandi og á Suðurnesjum, fór úr rúmum 18 pró- sentum upp í tæp 27 prósent. – ab Starfsfólki án réttinda fjölgar Í skólastofunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BJÓÐUM UPP Á 35” - 40” BREYTINGARPAKKA FRÁ ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ÍSBAND EIGUM FLESTAR GERÐIR TIL AFHENDINGAR STRAX ÍSBAND UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI RAM 3500 BÍLL Á MYND RAM 3500 LARAMIE SPORT MEGACAB MEÐ 35” BREYTINGU VERÐ FRÁ 7.547.906 KR. ÁN VSK. 9.359.403 KR. M/VSK. UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 GEIMVÍSINDI Tilraunaskot á Skylark Micro eldflaug skoska fyrirtækisins Skyrora frá Langanesi, gat ekki farið fram í gær vegna veðurs. Fyrsti skot- glugginn opnaðist í gær og mun standa fram á sunnudag. Staðan verður tekin aftur í dag. Katie Miller, verkefnastjóri hjá Skyrora, segir að mikill undirbún- ingur og prófanir liggi að baki eld- flauginni. „Þetta snýst allt um veðrið. Það eru mörk á því hvað vindurinn getur verið mikill, ekki bara á jörðu niðri heldur alveg upp í þá hæð sem eldflaugin fer,“ segir Miller. Hún segir að það megi heldur ekki vera of lágskýjað til að tilraunaskotið geti farið fram. „Við höfum nokkra daga sem við getum skotið eldflaug- inni á loft. Þannig að við erum von- góð um að finna hentugan glugga í veðrinu.“ Fari svo að ekki verði hægt að skjóta eldf lauginni upp í þessum skotglugga þarf að sækja um nýjan glugga. Tilraunaskotið er liður í áhættustýringu vegna fyrirhugaðra áætlunarskota Skyrora. Geimvísinda- og tækniskrifstofa Íslands hefur verið fyrirtækinu innan handar við undirbúning og framkvæmd verkefnisins hér á landi. „Það er auðvitað engin geimvís- indastofnun á Íslandi en það er hins vegar geimvísinda- og tæknigeiri. Hingað kemur mikið af vísinda- mönnum og það er fullt af fyrirtækj- um sem tengjast þessu,“ segir Atli Þór Fanndal, yfirmaður skrifstofunnar. Hann segir skrifstofuna aðstoða þá aðila sem vilji koma til Íslands. Til dæmis hafi fyrir um mánuði komið hingað vísindamenn frá Evrópsku geimvísindastofnuninni (ESA) sem vinni að þróun híbýla á Mars. „Það er okkar hlutverk að auka og þróa atvinnu- og verðmætasköpun tengda geimvísindum. Við vinnum þjónustuhlutverk sem margar geim- vísindastofnanir myndu kannski annars vinna,“ segir Atli Þór. – sar Fyrsti dagur gluggans gekk ekki fyrir eldflaugaskotið á Langanesi Eldflauginni verður skotið upp frá Sauðanesi á Langanesi. MYND/SKYRORA Sjálfstæðismenn vilja spara tíma með rafrænum undirskriftum fundargerða. VÍSINDI Fáar eða engar jurtir kljúfa íslensku þjóðina jafn mikið og lúpínan gerir. Sumir dást að fagur- bláum breiðum hennar og benda á að hún bindur jarðveginn og kemur í veg fyrir að Ísland fjúki út á Atlantshafið. Hjá öðrum springa æðar í enninu við tilhugsunina um þennan arfa sem hrindir öðrum jurtum úr vegi og vilja helst ráðast gegn honum með eitri og eldi. Nú hafa nokkrir kennarar og nemendur við Háskóla Íslands lagst í rannsóknir á nýtingu lúpínunnar og hafa þegar hannað vöru sem brátt verður gerð opinber. Braga Stefaný Mileris, leiðbein- andi og doktorsnemi í matvæla- fræði, segir að varan sé nú í próf- unum en þróun hennar var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Rannsóknir munu halda áfram og að verkefninu standa einnig Björn Viðar Aðalbjörnsson lektor og nemarnir Kristín Elísabet Halldórs- dóttir og Axel Sigurðsson. Braga segir að erlendar rann- sóknir bendi til þess að það sé mjög mikið af lífvirkum efnum í íslensku lúpínunni en hafa beri í huga að hún er af öðrum meiði og bitrari en hin sæta lúpína sem sést víða erlendis. Til þess að hægt sé að nota hana í matvæli verði að vera hægt að sigta bitruna frá. En lífvirku efnin benda til þess að hægt sé að nota hana í lyfjaiðnaði svo dæmi sé tekið. „Lúpínan er ekki nýtt hérna á Íslandi en úti á Spáni er hægt að kaupa lúpínubaunir í venju- legum stórmörkuðum rétt eins og til dæmis kjúklingabaunir,“ segir Braga. Hún segir að í upphafi hafi hugsunin verið að þróa dýrafóður úr íslensku lúpínunni, því það sé auðveldari verkun. En síðar hafi verið farið að líta til manneldis einnig. Möguleikarnir eru miklir og aðstæðurnar góðar. Lúpínan er harðgerð planta sem vex mjög auðveldlega í íslensku landslagi og loftslagi. „Lúpínan vex í jarðvegi sem ekkert annað þrífst í. Hérna sem ég bý sé ég hana vaxa í möl,“ segir Braga. Hún segist gera sér grein fyrir hversu umdeild lúpínan er en sjálf skipar hún sér í f lokk aðdáenda og finnst hún ljómandi falleg. Braga gerir ráð fyrir að efnagreina lúpínuna í þaula næstu tvö árin. Á mismunandi vaxtarskeiðum og vaxtarhæðum. Þó að Braga sé ekki orðin þrítug að aldri er þetta ekki í fyrsta sinn sem hún kemur að vöru- þróun en árið 2018 þróaði hún vöru- línu af loftpoppuðu byggi í samstarfi við Hildi Guðrúnu Baldursdóttur, þegar þær voru við matvælafræði- nám. kristinnhaukur@frettabladid.is Notkun lúpínu til mann- og dýraeldis rannsökuð hjá HÍ Hópur kennara og nema við matvælafræðideild Háskóla Íslands rannsakar nú hvort hægt sé að nota íslensku lúpínuna í manneldi, dýraeldi eða hugsanlega lyfjaiðnað. Þegar er ein vara í lokaprófunum. Lúpínan er fagurblá en sumir sjá þó rautt yfir hinni umdeildu jurt í íslenskri náttúru . FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Lúpínan vex í jarðvegi sem ekkert annað þrífst í. Hérna sem ég bý sé ég hana vaxa í möl. Braga Stefaný Mil­ eris, doktorsnemi og leiðbeinandi 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.