Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 22
Ég lít ekki beint á mig sem hljóðfæraleikara en hef verið í tónlist síðan upp úr 1990. Þá var ég í þungarokki og pönki. Á tímabili var ég til dæmis í hljóm- sveit sem hét Punk Harmony Park og við gáfum út smáskífu, sem var jafnframt það fyrsta sem ég gaf út. Ég keypti líka notaðar græjur og byrjaði að fikta í „samplörum“ og prófa mig áfram að búa til eigin hljóðheim. Ég hef alltaf verið mjög virk og tilraunakennd og fann mig knúna til að finna eigið „sánd“,“ segir Skaði. Lífið í Hollandi Á árunum 2009-15 voru Skaði Þórðardóttir og María Magnús- dóttir, eða Minra, par og unnu saman í tónlist. Þær gáfu út undir nöfnunum Cult and the Secret Samurai og Early Twenties en í upphafi tímabilsins var Skaði enn í skápnum. „Við bjuggum báðar í Hollandi. Ég var í námi í Konung- lega listaháskólanum í gagnvirkri miðlahönnun sem er eins konar fjöltæknideild. Ég lærði ótrúlega margt í ýmsum geirum listarinnar. Lokaverkefnið mitt var teikni- mynd sem var sýnd í hollenska ríkissjónvarpinu 2015, ári eftir að ég útskrifaðist. Svo hættum við María saman.“ Tímabilið 2014-2017 var strembið tímabil í lífi Skaða. „Ég var að ganga í gegnum skilnað, f lutti heim 2015 og var að takast á við það að ég væri transmann- eskja. Meðal annars glímdi ég við tabú og ótta við þær staðalímyndir sem fylgdu því að vera trans.“ Skaði segist hafa fundið það frá 12 ára aldri að hún væri ekki strákur. Það var ekki fyrr en árið 2016 sem hún kom fram í fyrsta sinn undir nafninu Skaði á Dragsúgs- kvöldi á Gauknum. „Þetta var í upphafi sviðslistanafn en er nú orðið mitt eiginnafn. Nafnið er úr norrænni goðafræði og tengist þannig gamla nafninu mínu, en Skaði var af kyni jötna og bjó í Þrymheimi. Hún giftist guðinum Nirði og varð að gyðju. Fyrst bjuggu þau í Þrymheimi, en vegna svefnörðugleika Njarðar komust þau að samkomulagi um að búa níu nætur í Þrymheimi og níu í Nóatúni í goðheimum. Skaði er bæði jötunn og gyðja og því fannst Það er smá bleikur bondage Sollu stirðu-fílingur í þessum hælum. Bolurinn sem Skaði fann við tiltekt í geymslunni og endurbætti. Skaði er heillandi og hæfileikarík listakona sem er óhrædd við að tjá innra líf með listsköpun sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ef Solla stirða myndi kaupa sér korsilett þá myndi það líklega líta einhvern veginn svona út. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Framhald af forsíðu ➛ margt sem tengist því að vera manneskja, persóna og performer. Ég hugsa mikið um það í sköpun minni hvaða hlutverki per- formansinn gegnir í lífinu. Þetta kemur inn á klæðaburð og tísku. Við klæðum okkur mismunandi eftir því hvort við erum að fara í vinnu, jarðarför eða brúðkaup. Við tjáum mismunandi tilfinningar og strúktúrinn sem okkur er gefinn í kringum athafnirnar auðveldar okkur að takast á við tilfinning- arnar og hlutverkin sem við tjáum. Þó að við tökumst á við ósvikn- ar tilfinningar göngumst við alltaf undir ákveðinn strúktúr. Við notum strúktúrinn og perform- ansinn til þess að komast í gegnum viss tímabil í lífinu.“ Drifkraftur Skaði segist eiga erfitt með að vera kyrr. „Það er drifkraftur í mér sem ég get ekki stöðvað. Mér var farið að leiðast að vinna tónlist í tölv- unni og langaði í skítuga putta. Ég var að taka til í geymslunni heima og fann bol sem ég hafði byrjað að mála á fyrir tónlistarmyndband með Minru, en kláraði aldrei. Ég sá strax að þarna leyndust mögu- leikar.“ Skaði hefur vakið athygli fyrir djarfan og áhugaverðan klæðaburð þegar kemur að sviðs- framkomu. „Síðan þá hef ég verið að skapa eigin föt fyrir myndbönd og svið. Ég vil að tónleikar mínir séu gjörningur þar sem allt í kring; fötin, skórnir og allt hið sjónræna er mitt eigið sköpunarverk. Ég hef framleitt um tíu tónlistar- myndbönd og er alltaf að toppa sjálfa mig. Þótt ég sé alltaf stolt af útkomunni sé ég alltaf hvað mætti betur fara. Það er fín jafnvægislína á milli uppbyggjandi sjálfsgagn- rýni og niðurrífandi gagnrýni. Ég þarf að vera óánægð með sjálfa mig, innan ákveðinna marka, til þess gera betur næst.“ Óþekkur undirtónn Skaði vinnur að framleiðslu á nýju tónlistarmyndbandi með nýju lagi. „Ég held ég sé haldin sam- skynjun. Þegar ég hlusta á tónlist sé ég liti, arkitektúr og landslag. Ég hef lært að það þarf ekki allt að „meika fullkominn sens“ því stundum mega hlutirnir bara vera tilfinning. Nýja lagið finnst mér vera hvítt, bleikt og fjólublátt, með smá svona óþekkum undirtón. Eins og ef Solla stirða yxi úr grasi og spryngi út sem kynvera, en héldi í litapall- ettuna og yfirlýst sakleysið. Þetta verður bleikur fílingur með korsi- letti, pin up og glimmeri. Ég hlakka mikið til þess að fá að koma fram aftur og að koma þessum hluta sköpunarkraftsins upp á svið fyrir áhorfendur.“ Það þarf bara að gera Skaði segist þrífast á viðbrögðum við list sinni. „Að berjast við að fá hlustun, spilun og athygli felst í því að vera jaðarlistamanneskja og í 90% tilfella fæ ég neikvætt svar þegar ég sæki um að koma fram. Það er mjög auðvelt að detta inn í þá ranghugmynd að listin manns sé ömurleg, og þá kemur að því að það þarf að framkvæma og velja. Þetta er pínu eins og að fara á djammið. Þú getur mátað hverja flík í skápnum þínum hundrað sinnum en það kemur svo að því að það þarf að velja, fara út og skemmta sér. Ég á orðið tryggan aðdáendahóp og það er ekkert betra en að vita til þess að listin manns framkalli tilfinningaleg viðbrögð.“ Trúir ekki á sjálfa sig Skaði á í erfiðu sambandi við orðið trú, og sjálfstrú. „Ég trúi ekki á neitt, hvað þá á sjálfa mig. Fólk segist öfunda mig af drifkraftinum og þorið, en allt sem ég geri hefur ekkert með trú að gera. Trú er blekking: að hver sem er geti orðið það sem hann eða hana langar til, bara ef hann eða hún trúir. Raunveruleikinn er ekki þannig. Það eina sem hægt er að gera er að framkvæma. Síðan kemur niður- staðan í ljós. Það þarf ekki að hafa trú á sjálfa sig til þess að gera það sem mann langar til að gera.“ Loðið flæði og kassar „Það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég heyri orðið „tíska“ er „hverful- leiki“. Tíska er f læði eða á, hún er síbreytileg en samt alltaf þarna. Hún fer í hringi og líkist því sem var áður en er alltaf endurbætt og breytt. Tíska er að mörgu leyti sjálfstjáning og leyfi til þess að vera maður sjálfur. Hversu margir ætli hafi valið sér vini út frá klæða- burði? Þú hittir einhvern í hljóm- sveitarbol sem þú fílar sjálf og þar með er kominn grundvöllur fyrir vinskap. Tíska getur líka verið þröngv- andi. Sama á við um strúktúra samfélagsins. Þeir geta verið mjög heftandi. Ég eyddi til dæmis allt of löngum tíma í lífi mínu í skápnum því ég var hrædd við að koma út. Ég óttaðist steríótýpuna af því sem ég var og vildi ekki vera föst í þeim kassa. Við megum ekki gleyma því að samfélagið og tískan býður ekki bara upp á kassa heldur líka val. Það má nefnilega alltaf stíga út úr kassanum og taka með sér það sem maður vill. Mér leið ekki vel í eigin skinni fyrr en ég kom sjálf út úr skápnum og fór að gera það sem ég vildi gera, án þess að spá í hvort það passaði inn í kynnormin eða kassana sem voru til staðar í samfélaginu. Ég þurfti aldrei að hafa trú á mér. Ég þurfti bara að leyfa mér að vera til í augnablikinu og vera á þeim stað sem ég var stödd á hverju sinni. Það þarf enginn að finna sig, þetta er allt spurning um að gera sig að þeirri manneskju sem maður er á hverri stundu fyrir sig, því sjálfið er f læði, alveg eins og tískan. Það er svo margt í samfélaginu okkar og menningu þar sem eitt- hvað rennur saman við annað og mörkin verða óljós. Hvar eru til dæmis landamæri tísku og tónlistar í pönki? Pönktískan er jafnstór partur af pönkinu og tón- listin eða stælarnir. Hvenær verður svo pönkið að nýbylgju? Tíska, tónlist, sjálfstjáning. Þetta rennur allt saman í eina stóra gómsæta kássu.“ og finnst mér nafnið eiginlega fullkomið fyrir transkonu eins og mig sjálfa.“ Innra líf, betra líf „Ég spila á gítar, bassa og hljóm- borð. Einnig teikna ég og mála og bý til mín eigin tónlistarmynd- bönd. En ég er fyrst og fremst listakona og tónlist er eitt af tjáningarformum mínum. Með allri listsköpun minni kafa ég inn á við og tjái mig með tónum, tali og myndum. Listin mín er spegill á mitt innra líf. Þetta er allt mjög loðið og margþætt því það er svo Svona eins og ef Solla stirða yxi úr grasi og spryngi út sem kynvera, en héldi samt í litapallettuna og yfirlýst sakleysið. LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.