Fréttablaðið - 13.08.2020, Side 10

Fréttablaðið - 13.08.2020, Side 10
Lögregla í Minsk í Hvíta-Rússlandi handtók mann sem hugðist setja blóm þar sem mótmælandi lést. Alexander Lu- kashenko var endurkjörinn forseti með 80 prósentum atkvæða, en stjórnarandstaðan telur brögð í tafli. MYND/EPA Jimmy Lai, eigandi Apple Daily News, var sleppt úr haldi í Hong Kong í gær. Lai var handtekinn á grundvelli um- deildra laga um þjóðaröryggi. Blaðið styður lýðræðisumbætur og hefur mál Lais vakið mikla athygli. MYND/EPA Mótmælendur köstuðu steinum nærri þinghúsinu í Beirút vegna sprengingarinnar þar sem 171 lést. Mikil reiði er í garð yfirvalda og lögregla hefur mætt mótmælunum af hörku. MYND/EPA Hitamet var sett í Japan í gær er 40,5 gráðu hiti mældist í Kiryu. Náði hitinn í 39 gráður í úthverfi Tókýó. Mikið er um að vera í vatnsleikjagörðum. Voru þessi ungmenni ánægð að baða sig í froðu í Toshimaen-garðinum. MYND/EPA Indverjar héldu trúarhátíðina Sri Krishna Janmashtami. Helgast hátíðin af bænahaldi, leikritum um ævi guðsins Krishna og föstu. Indverskt barn klætt sem guðinn Krishna var viðstatt bænahald í Nýju-Delhi. MYND/EPA ÁSTAND HEIMSINS 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.