Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 13.08.2020, Blaðsíða 44
BÍLAR 105 KOFFÍNVATN 330 ML 149 KR/STK 452 KR/L NÓA EITT SETT 30 G 149 KR/STK 4967 KR/KG SNICKERS CLASSIC 80 G 99 KR/STK 1980 KR/KG TOPPUR DÓS - 330 ML 129 KR/STK 391 KR/L KLAKI BLÁR/GRÆNN 500 ML 149 KR/STK 298 KR/L STJÖRNU POPP/OSTAPOPP 90/100 G 249 KR/STK 2490/2767 KR/KG 1 3 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 BMW prófar búnað fyrir sjálfkeyrandi bíla á Íslandi Þessi BMW X5 bifreið sást í umferðinni í Reykjavík í vikunni, en hún er rækilega merkt deild BMW-framleiðandans sem sér um prófun á sjálfkeyrandi öku- tækjum. Samkvæmt BMW Group er þetta ökutæki eitt af fjölmörgum sem eru á ferðinni um allan heim við raunprófanir við ýmis veðurskil- yrði, á búnaði sem tengist sjálf- keyrandi bílum. Nú þarf sérstakt leyfi til að prófa sjálfkeyrandi ökutæki á Íslandi en tekið skal fram að ekki varð séð á akstri eða ökumanni bílsins að slíkur akstur væri í gangi. Stigskipting ökuréttinda gæti þýtt að yngsti aldurshópurinn mætti ekki keyra á nóttunni, eða að sett yrðu mörk á afl öku- tækja hans. Þingmenn í Bretlandi eru að skoða möguleika á stigskiptingu bílprófs- réttinda þar í landi, en samgöngu- nefnd breska þingsins mun halda fund 2. september næstkomandi þar sem sérfræðingar í þessu munu fara yfir málið. Ef af stigskiptingu verður gætu ungir bílstjórar ekki mátt aka á nóttunni eða með fleiri en einn í bílnum, auk þess sem sett yrðu mörk á hversu öfluga bíla við- komandi mega keyra. Einn af þeim sem tala mun fyrir nefndinni er dr. Neale Kinnear, deildarstjóri hegð- unarvísindadeildar samgöngu- rannsóknarstofunnar (TRL). Sparar stórar upphæðir Eins og fram kemur í breska blað- inu Telegraph telur Kinnear að stig- skipting réttinda geti komið í veg fyrir, eða geti fækkað látnum eða alvarlega slösuðum í bílslysum um 400 á ári. Það myndi einnig spara þjóðfélaginu stórar upphæðir, eða um 35 milljarða króna á ári. Til viðbótar við stigskiptingu myndu nýir ökumenn þurfa að klára vissan fjölda ökutíma til að geta tekið verklegt próf. Ökumenn á aldrinum 17-24 ára eru í mestri áhættu að lenda í alvarlegum slysum. Þrátt fyrir að látnum í bíl- slysum hafi fækkað frá árinu 2012 í Bretlandi, hefur látnum í yngsta aldurshópnum ekki fækkað. Tilraun á Norður-Írlandi Ökumenn frá 17-19 ára eru 1,5 prósent ökumanna í Bretlandi, en lenda í 10 prósentum alvar- legra slysa. Fjórðungur yngsta aldurshópsins lendir í slysi á fyrstu tveimur árum réttinda sinn. Stigskipting réttinda hefur þegar verið reynd með góðum árangri í löndum eins og Nýja-Sjálandi og Ástralíu og því vilja breskir þing- menn skoða möguleika á því, þó að fyrirsjáanlegt sé að slíkar hug- myndir yrðu ekki vinsælar. Árið 2018 var ákveðið að koma á stigskiptingu réttinda á Norður- Írlandi til reynslu, en það mun koma til framkvæmda á þessu ári. Eflaust mun árangur þess þar hafa áhrif á útkomuna í Bretlandi á næstu árum, en stigskiptingin yrði eflaust einskorðuð við Bret- landseyjar. Þar sem Bretland er á leiðinni út úr Evrópusambandinu þýðir það að landið getur haft meiri áhrif á hvernig málum sem þessum er háttað. Ísland er aðili að ökuréttindalöggjöf Evrópusam- bandsins gegnum EES samninginn. Íhuga stigskiptingu ökuréttinda Hugsanleg stigskipting réttinda í Bretlandi þarf ekki að þýða sams konar kerfi hérlendis, enda Bretland á leiðinni út úr Evrópusambandinu og getur því farið á svig við ökuréttindalöggjöfina. MYND/NJÁLL GUNNLAUGSSON Prófunarbifreið BMW Group er vel merkt eins og sjá má á afturhlera og hliðum BMW X5 bifreiðarinnar. Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.