Fréttablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 4
Í mars og apríl fengu 564
einstaklingar og fjölskyldur
aðstoð samanborið við 356
á sama tíma í fyrra.
LEIÐRÉTTING
Eftirnafn Hjörvars, hönnuðar
bókarkápu, misritaðist á
Tímamótasíðu í blaði gærdagsins.
Hjörvar er Harðarson.
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
GOÐSÖGN KNÚIN RAFORKU
*Verð miðað við gengi USD 132, svartur Compass, hvítur Renegade, áætluð afhending í október 2020
JEEP PLUG-IN-HYBRID FORSALA - AFHENDING Í OKTÓBER 2020
ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
JEEP COMPASS LIMITED 4X4
5.999.000*
PLUG-IN-HYBRIDPLUG-IN-HYBRIDJEEP RENEGADE TRAILHAWK 4X4
5.499.000*
Atvinnuleysi mældist 7,9 prósent í lok júlí, aukning úr 7,5 prósentum í lok júní. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
V I N N U M A R K A Ð U R Beina þar f
sjónum að því hvernig skapa megi
störf við hæfi allra og það sem fyrst,
ekki hvernig framfleyta megi sem
f lestum á atvinnuleysisbótum
sem lengst. Þetta segir Agla Eir Vil-
hjálmsdóttir, lögfræðingur Við-
skiptaráðs.
Síðustu daga hefur verið rætt um
að hækka bæturnar, en í lok júlí
voru meira en 17 þúsund manns á
atvinnuleysisskrá. Grunnatvinnu-
leysisbætur eru í dag rúmar 289
þúsund krónur, að hámarki 456
þúsund miðað við þriggja mánaða
tekjutengingu.
Agla segir að á Íslandi séu
atvinnuleysisbætur háar í öllum
samanburði, þá sé munurinn
hérlendis á tekjum fyrir og eftir
atvinnumissi einhver sá lægsti í
samanburði við önnur OECD-ríki.
Það séu eðlileg fyrstu viðbrögð að
vilja hækka bæturnar. „Þegar betur
er að gáð verður ekki annað séð en
að málið sé margslungnara og að
hugmyndin sé einfaldlega til þess
fallin að gera fólk verra sett en ann-
ars,“ segir Agla.
Atvinnutryggingagjaldið, sem
leggst á atvinnurekendur, nemur nú
um 1,35 prósentum af útborguðum
launum. „Hækkun atvinnuleysis-
bóta sem nú er talað fyrir, myndi
leiða til aukinna útgjalda atvinnu-
leysistryggingasjóðs,“ segir Agla.
Takmarkað sé hægt að auka útflæði
úr sjóðnum án þess að hækka þurfi
atvinnutryggingagjaldið auk þess
sem ríkið eigi fullt í fangi við að
bregðast að öðru leyti við ástandinu,
til dæmis í mennta- og heilbrigðis-
málum.
K röf ur A lþýðusambandsins
varðandi atvinnuleysisbætur voru
teknar fyrir á miðstjórnarfundi í
gær. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir
áhyggjurnar snúa fyrst og fremst
að því að fólk geti ekki staðið við
sínar skuldbindingar. „Stærsta
verkefnið núna er að halda þessu
samfélagi gangandi þannig að fólk
hafi einhvern möguleika á að kaupa
sér í matinn, borga húsaleiguna og
standa skil á lánunum sínum,“ segir
Drífa. „Við teljum það ekki til hags-
bóta ef við missum stóra hópa í
fátækt. Þannig að við leggjum mikla
áherslu á að tekjutengdar atvinnu-
leysisbætur verði hækkaðar, tímabil
þeirra verði lengt. Við erum í þeirri
stöðu að það er ekki vinna fyrir alla
sem eru á atvinnuleysisbótum.“
Drífa segir að hún sé hissa á því að
atvinnurekendur sjái sér ekki hag í
því að það hrikti ekki í stoðum kerf-
isins þegar fólk hætti að geta staðið
við sínar skuldbindingar.
Agla segir að ekki megi missa
sjónar á endanlegu markmiði,
sem sé að vinna bug á atvinnuleysi
og þá sérstaklega til langs tíma.
„Sænsk rannsókn frá árinu 2017
sýnir að hækkun atvinnuleysis-
bóta leiðir til lengra atvinnuleysis
og þá sérstaklega hjá þeim sem eru
nýorðnir atvinnulausir, á meðan
það hefur lítil áhrif á þá sem hafa
verið atvinnulausir til lengri tíma,
þetta er mikilvæg staðreynd þar sem
ástandið í dag mun leiða til þess að
mjög margir munu lenda í þeirri
stöðu,“ segir Agla. Áherslan þurfi að
vera á sköpun starfa fyrst og fremst,
sem og skilyrði til slíkrar sköpunar.
„Það er engin mannvonska fólgin
í því að benda á það að fjöldi rann-
sókna sýni svart á hvítu að hækk-
un atvinnuleysisbóta, eða háar
atvinnuleysisbætur í samhengi
við laun á vinnumarkaði, viðhalda
atvinnuleysi í stað þess að draga úr
því.“ arib@frettabladid.is
Skapa þurfi störf í stað bóta
Lögfræðingur Viðskiptaráðs segir hækkun atvinnuleysisbóta leiða til lengra atvinnuleysis. Forseti ASÍ
segir ekki næga vinnu fyrir þá sem eru á atvinnuleysisbótum og að hætta sé á að missa stóran hóp í fátækt.
Við teljum það ekki
til hagsbóta ef við
missum stóra hópa í fátækt.
Drífa Snædal,
forseti ASÍ
SAMFÉLAG Hjálparstarf kirkjunnar
býr sig undir erfitt haust. Umsókn-
um um aðstoð hefur fjölgað um
41 prósent síðustu fimm mánuði
samanborið við sama tíma í fyrra.
Þá fjölgaði umsóknum um 58 pró-
sent í mars og apríl samanborið við
sömu mánuði í fyrra.
„Það sækja færri um hjá okkur
á sumrin, þannig hefur það verið
mörg undanfarin ár. Nú erum við
hins vegar að búa okkur undir að
þetta verði þungt haust miðað við
þær upplýsingar sem hafa komið
fram um að margir séu nú að klára
uppsagnarfrest og enn aðrir að fara
á ótekjutengdar atvinnuleysis-
bætur,“ segir Kristín Ólafsdóttir,
fræðslufulltrúi hjá Hjálparstarfi
kirkjunnar. Í mars og apríl fengu
564 einstaklingar og fjölskyldur
sem búa við fátækt aðstoð, saman-
borið við 356 á sama tímabili í fyrra.
Í gær hóf Hjálparstarf ið að
aðstoða foreldra sem búa við kröpp
kjör um ýmislegt sem vantar í
byrjun skólaársins. „Sem betur fer
þurfa foreldrar ekki lengur að leggja
út fyrir námsgögnum grunnskóla-
barna. En það þarf samt sem áður
að útvega skólatöskur, pennaveski,
tréliti og fleira smálegt sem börnin
nota við heimanámið,“ segir Kristín.
„Hjálparstarfið hefur aðstoðað for-
eldra vegna íþrótta- og frístunda-
starfs grunnskólabarna og hingað
hafa efnalítil ungmenni sótt stuðn-
ing til að greiða skólagjöld í fram-
haldsskóla. Þar fyrir utan aðstoðar
Hjálparstarfið fólk sem býr við
fátækt með því að það fær inneign-
arkort fyrir matvöru, eftir viðtal, og
faglegt mat félagsráðgjafa hér.“
Þrír félagsráðgjafar starfa hjá
Hjálparstarfi kirkjunnar. Þeir hafa
orðið varir við aukinn kvíða í tengsl-
um við óvissuna í kringum COVID-
19 faraldurinn. „Félagsráðgjafarnir
okkar tala um að fólkið sem leitar
til okkar nú sé kvíðið. Kóróna veiru-
faraldurinn eykur óvissuna um
framtíðina og gerir í raun slæma
stöðu enn verri,“ segir Kristín. – ab
Hjálparstarf kirkjunnar býr sig undir erfitt haust
Óvissa ríkir um framtíð álversins.
STÓRIÐJA Rio Tinto hefur sótt um
nýtt starfsleyfi til Umhverfisstofn-
unar fyrir álverið í Straumsvík.
Gildandi leyfi álversins rennur út
1. nóvember næstkomandi, en það
var gefið út í nóvember 2005.
Stofnunin vinnur úr umsókninni
og gerir tillögu um starfsleyfi. Sú
tillaga verður auglýst opinberlega
og gefst öllum tækifæri til að gera
athugasemdir áður en ákvörðun um
útgáfu leyfis verður tekin.
Töluverð óvissa ríkir um fram-
tíð álversins, en Rio Tinto hefur
sagt að náist ekki betri samningar
við Landsvirkjun um raforkuverð
verði álverinu lokað. Þá var greint
frá því í lok júlí að félagið hefði
afskrifað álverið í Straumsvík úr
bókum sínum, þar sem engin verð-
mætasköpun sé möguleg miðað við
núverandi aðstæður.
Í tilkynningu frá Umhverfis-
stofnun kemur fram að heimild er
í lögum til að framlengja gildistíma
starfsleyfis á meðan nýtt leyfi er
í vinnslu. Getur slík framlenging
mest gilt í eitt ár. – sar
Vilja endurnýja
starfsleyfi álvers
í Straumsvík
Gildandi starfsleyfi
álversins rennur út 1.
nóvember næstkomandi.
2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð