Fréttablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 13
Þegar höftin voru allsráðandi á síðustu öld töluðu pólitískir andstæðingar Sjálfstæðisflokks
og Framsóknar gjarnan um helminga-
skiptaflokka. Atvinnulífið skiptist þá í
tvö hólf. Annars vegar var einkarekstur
og hins vegar samvinnurekstur.
Samkeppni réði litlu um hlutdeild
þessara hólfa í þjóðarbúskapnum.
Eftir lögmálum haftakerfisins var það
hlutverk stjórnmálanna að tryggja
framgang fyrirtækja. Óskrifað sam-
komulag sá svo um að raska ekki
jafnvæginu.
Pólitískur stöðugleiki
mikilvægari en framleiðni
Hugtök eins og framleiðni komu lítið
við sögu þegar mál voru til lykta leidd í
þessu kerfi. Pólitískur stöðugleiki skipti
meira máli.
Margir núlifandi menn og konur
muna síðasta kafla þessa tímabils. Í
huga annarra er þetta þó heldur ótrúleg
sagnfræði. Hólfaskiptingin byrjaði
að molna þegar fyrstu höftin voru
afnumin í tíð Viðreisnarstjórnarinnar.
Hún leið svo ekki endanlega undir lok
fyrr en með aðildinni að innri markaði
Evrópusambandsins.
Á allra síðustu árum hefur eignarhald
á atvinnufyrirtækjum verið að færast
aftur í tvö aðskilin hólf.
Einokunarfjármagn
og félagslegt fjármagn
Annars vegar er um að ræða einokunar-
fjármagn, sem hefur orðið til vegna
einkaréttar á ótímabundinni nýtingu
náttúruauðlinda í eigu almennings.
Hins vegar er félagslegt fjármagn
lífeyrissjóða. Það á nú ríflega helming
allra skráðra hlutabréfa.
Almennt einkafjármagn, utan
einokunaraðstöðu, er hlutfallslega lítið
miðað við önnur markaðshagkerfi.
Margt bendir svo til að pólitíkin sé
smám saman að laga sig að þessari nýju
hólfaskiptingu. Núverandi ríkisstjórn
hefur til að mynda sett dæmið þann-
ig upp að varðstaða um sérhagsmuni
núverandi handhafa einokunarfjár-
magnsins sé forsenda fyrir pólitískum
stöðugleika.
Gjaldeyrishöftin, sem nú eru við
lýði, sýna hvernig stjórnvöld mismuna
þessum tveimur hólfum á fjármála- og
fjárfestingamarkaði. Gjaldeyrisvið-
skipti Samherja og eigenda hans eru til
að mynda frjáls en lífeyrissparnaður
verkafólksins, sem hjá þeim vinnur, er
í höftum.
Frjálslynd
og félagsleg viðspyrna
Ekki er ólíklegt að fljótlega skapist
pólitískt mótvægi gegn þessari einhliða
hagsmunagæslu. Gerist það munu
stjórnvöld ekki komast upp með jafn
grófa mismunun gagnvart launafólki
og nú er.
Jafnvægi yrði að sjálfsögðu til bóta.
En hitt skiptir þó meira máli, að
atvinnulífið og pólitíkin festist ekki í
þessum tveimur hólfum þannig að til
verði nýtt helmingaskiptakerfi. Það
mun veikja dýrmætan frumkvæðis-
kraft og hamla nauðsynlegri sam-
keppni.
Hætt er við að það sem ríkisstjórnin
kallar pólitískan stöðugleika muni
leiða til þess að óheilbrigð hólfaskipt-
ing atvinnulífs og stjórnmála verði að
varanlegum veruleika á ný. Til þess að
koma í veg fyrir það þarf öfluga frjáls-
lynda og félagslega viðspyrnu.
Í þeim tilgangi eru tvenns konar
kerfisbreytingar nauðsynlegar:
Ný stefna í gjaldeyrismálum
Önnur breytingin snýr að lífeyris-
sjóðunum. Þeir hafa vaxið hagkerfinu
yfir höfuð og verða brátt tvöföld stærð
þess. Hagfræðingar hafa bent á að
dreifa þurfi meir en helmingi af eignum
lífeyrissjóða erlendis til þess að áhætta
þeirra, sem réttindi eiga í sjóðunum,
teljist ásættanleg.
Að öllu óbreyttu er einnig veruleg
hætta á því að söfnunarkerfið verði
smám saman að gegnumstreymiskerfi.
Á einhverjum tímapunkti verður of
seint að snúa við.
Klípan er sú að útilokað er að ná
eðlilegri áhættudreifingu og verja
söfnunarkerfið, nema krónan hrynji.
Ný stefna í gjaldmiðilsmálum er því
óumflýjanleg til að verja þessa mikil-
vægu stoð velferðarkerfisins.
Opnara aflahlutdeildarkerfi
Hin breytingin snýr að aflahlut-
deildarkerfinu. Það er þjóðhagslega
hagkvæmt. En hættan á óeðlilegri
samþjöppun blasir við. Möguleikar
nýrra aðila þrengjast jafnframt. Um leið
dvínar nauðsynleg samkeppni.
Mikilvægt er því að þróa aflahlut-
deildarkerfið. Í þeim tilgangi er brýnt er
að opna það og tryggja eðlilegt endur-
gjald. Þetta er unnt að gera með því að:
1 Tímabinda veiðiréttinn.
2 Selja hluta aflaheimildanna á
markaði ár hvert.
3 Skylda öll fyrirtæki, sem ráða yfir
einu prósenti heildaraflahlutdeildar,
til þess að vera á skráðum hluta-
bréfamarkaði.
4 Ákveða að öll fyrirtæki, sem ráða
yfir meiru en átta prósentum af
heildaraflahlutdeild, skuli vera í
dreifðri eign óskyldra aðila.
Nýtt helmingaskiptakerfi
AF KÖGUNARHÓLI
Þorsteinn
Pálsson
Í kjölfar þess að kynning hófst á vinnutillögum að nýju hverfis-skipulagi fyrir Breiðholt, höfum
við hjá umhverfis- og skipulagssviði
borgarinnar orðið vör við að örlað
hefur á misskilningi sem snýr að
bílastæðum og mögulegum nýbygg-
ingum í hverfinu, sem er mikilvægt
að leiðrétta.
Bílastæði og fjölgun íbúða
Samkvæmt tillögunum er ekki gert
ráð fyrir að fækka almennum bíla-
stæðum né bílastæðum á íbúðar-
húsalóðum. Þá eru ákvarðanir um
hvort nýjar byggingar verði reistar
eða byggt ofan á eldri hús, alfarið
í höndum lóðarhafa. Með öðrum
orðum, ráðstöfun á byggingarrétti,
ef slíkar hugmyndir fá brautargengi,
er á hendi lóðarhafa, sem eru húseig-
endur á hverjum stað. Í því samhengi
er gott að hafa í huga að talsverð
verðmæti geta falist í slíkum bygg-
ingarrétti.
Samkvæmt þeim tillögum sem eru
til kynningar er gert ráð fyrir að lóð-
arhöfum sé víða heimilað að fjölga
íbúðum, til dæmis með aukaíbúðum
í sérbýlishúsum, eða með því að
bæta við hæð ofan á fjölbýlishús.
Samkvæmt tillögunum verður ekki
heimilt að fjölga bílastæðum vegna
Kallað eftir skoðunum
íbúa Breiðholts
Ævar
Harðarson
arkitekt og
verkefnastjóri
hjá Reykja-
víkurborg
aukaíbúða og takmarkaðar heim-
ildir til fjölgunar á fjölbýlishúsa-
lóðum. Þannig getur fjöldi bílastæði
á hverja íbúð lækkað í Breiðholtinu
samkvæmt þessum tillögum, en það
er algjörlega í höndum lóðarhafa að
ákveða slíkt fyrir sína lóð.
Burt með ónæði
Hitt er svo annað mál að í tillögunum
er svarað kalli íbúa úr fyrra samráðs-
ferli um að leggja af tíu svokölluð
„stórbílastæði“ við Arnarbakka,
Suðurfell, Vesturhóla, Hólaberg og
Seljabraut. Þegar hverfin voru skipu-
lögð á sínum tíma var þessum stæð-
um komið fyrir vegna þrýstings frá
atvinnubílstjórum sem á þeim tíma
voru oftast einyrkjar með rekstur
stórra vinnuvéla. Nú hefur sá rekstur
að miklu leyti flust til fyrirtækja sem
hafa sín athafnasvæði.
Íbúar sem hafa tjáð sig um þetta
málefni finnst vera ónæði og loft- og
hljóðmengun af þessum stórbíla-
stæðum, en þau eru öll á borgar-
landi og hafa í seinni tíð verið notuð
af stórum fyrirtækjum en einnig til
að geyma meðal annars hjólhýsi,
tjaldvagna, kerrur og annan búnað. Í
kynningarferli vinnutillagna hverfis-
skipulagsins er gott að fá skoðun íbúa
á þessum hugmyndum, til þess er
leikurinn gerður.
Hægt er að kynna sér málið á slóð-
inni hverfisskipulag.is.
Hægt er að kynna sér málið á
slóðinni hverfisskipulag.is.
Samráðsfundur 20. ágúst kl. 9-13
Opið streymi á www.stjornarradid.is
Taktu þátt í umræðunni á Slido.
Sæktu appið eða farðu á vefsíðuna: app.sli.do
Kóði: #65760
Að lifa
með veirunni
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F I M M T U D A G U R 2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0