Fréttablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 30
ÞETTA ERU SKÚLP- TÚRKENND VERK SEM BYGGJAST MÖRG Á FUNDNUM HLUTUM. Í ÖÐRU SAMHENGI MYNDU ÞESSIR HLUTIR JAFN- VEL FLOKKAST SEM RUSL. Sumarsýning Skaftfells á Seyðisfirði, er Mon ciel, mi cielo. Hvað ertu raunveru­lega að meina? Þar sýnir listamaðurinn Ingibjörg Sigurjónsdóttir ný verk sín og stillir þeim upp með verkum eftir Benedikt Guðmundsson. „Gavin Morrison, sem er listrænn stjórnandi í Skaftfelli, hefur undan­ farin ár haft þann hátt á í sumar­ sýningum að sýna saman verk núlif­ andi listamanns og verk listamanns sem er fallinn frá. Hann bað mig að sýna og ég mátti velja með mér lista­ mann,“ segir Ingibjörg. „Benedikt kom upp í hugann en dóttir hans bjó á hæðinni fyrir ofan fjölskyldu mína og litsterk og áræðin verk hans voru allt í kringum mig þegar ég var barn. Fjölskyldan ber afslappaða kærleiksríka virðingu fyrir verk­ unum hans sem er mjög hressandi og áhugaverð. Á heimilum þeirra hangir ævistarf listamanns sem skapaði af því hann trúði á það og það er enginn að ætlast til þess að það gerist neitt meira með það.“ Ástríðumaður í myndlist Benedikt fæddist árið 1907 og lést árið 1960. „Hann var menntaður kjötiðnaðarmaður sem hafði mikla ástríðu fyrir myndlist og eftir hann liggur mikið magn af verkum. Hann var eldheitur kommúnisti og hafði ríka trú á því að listin ætti að vera fyrir fólkið,“ segir Ingibjörg. Hún fer með tilvitnun í Bene­ dikt: „Þó hægt sé að þjálfa sig upp í þá fagurfræði að maður þurfi ekki annað en að mála einhverja hvíta f leti og bláa depla til að komast í eitthvað sæluástand, og þótt ein­ hverjir menn geti þjálfað sig upp í þetta, þá er ekki hægt að ætlast til þess að heilt þjóðfélag þjálfi sig upp í þessu. Fyrir allan fjöldann þarf fyrst og fremst raunsæi.“ Ingibjörg bætir við: „Við Benedikt gætum ekki verið ólíkari í okkar nálgun að þessu leyti. Ég er mjög sek um það að setja depla einhvers staðar og komast í sæluástand. En reyndar í ríkri trú á stærri mátt sæluástandsins.“ Fundnir hlutir Hún er beðin um að lýsa verkum sínum á sýningunni og segir: „Ég naut þess að vinna verkin, þau urðu þrefalt f leiri en þau sem ég sýni. Þetta eru skúlptúrkennd verk sem byggjast mörg á fundnum hlutum. Í öðru samhengi myndu þessir hlutir jafnvel f lokkast sem rusl. Með því að setja þá fram í ákveðnum sam­ setningum og á ákveðinn hátt er hægt að framkalla nýja merkingu. Gavin orðaði þetta fallega þegar hann sagði að verkin væru hluti af frásögn sem raðast saman úr brot­ um sem glittir í.“ Ingibjörg fann meðal annars hluti sem höfðu verið geymdir í skúffu í langan tíma og vann verk úr þeim. „Þarna er til dæmis verk sem saman­ stendur af tveimur hvítum flötum. Annar er samanbrotið bókaplast og hinn er samanbrotinn hvítur pappír. Á þessum hlutum var bleikt kám, tilkomið vegna þess að papp­ írinn lá við hliðina á minnislista sem skrifað hafði verið á með fjólu­ Ólík nálgun tveggja listamanna Á sumarsýningu Skaftfells sýnir Ingibjörg Sigurjónsdóttir ný verk sín og stillir þeim upp með verkum eftir Benedikt Guðmundsson. Svanur er lukkudýr sýningarinnar. Ingibjörg Sigurjónsdóttir við vinnu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Verk Ingibjargar og Benedikts hlið við hlið. MYND VIGFÚS BIRGISSON. Þessi svanur er lukkudýr sýningar- innar. MYND/VIGFÚS BIRGISSON Portrett eftir Benedikt af dóttur hans Zítu. MYND/ VIGFÚS BIRGISSON Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is bláu bleki. Blekið leystist upp, rann aðeins til og smitaðist yfir á pappír­ inn og plastið sem lá við hliðina á því í skúffunni. Þarna voru f letir sem tóku á móti lit. Þau gátu ekki verið með neina uppgerð því þeim datt aldrei til hugar að þau yrðu til sýnis. Algjörlega heiðarleg málverk. Þess vegna heita þau Hin einu sönnu málverk.“ Límmiðaspjald varð innblástur að öðru verki. „Ég hafði geymt lím­ miðaspjald með lituðum punktum ofan í skúffu í langan tíma. Með tím­ anum runnu punktarnir til þannig að til varð mynd sem mér fannst vera þess virði að sýna.“ Sýningin á sitt lukkudýr sem er svanur. „Benedikt gerði pastel­ myndir á sandpappír og ég prófaði að gera það líka, en öðruvísi en hann. Hann notaði ljósan fíngerðan sandpappír en ég notaði djúpsvart­ an grófan sandpappír sem stirnir á. Ein þessara mynda heitir Portrett af svanayddara og er portrett af þess­ um yddara sem ég á. Svanurinn er tignarlegur en um leið viðkvæmur, alltaf viðbúinn því að einhverju sé stungið aftan í hann og sullað yfir hann yddi. Hann tekur því af yfir­ vegun. Þessi svanur er nánast eins og lukkudýr sýningarinnar.“ Sýningunni lýkur 6. september. Á orgeltónleikum í Hallgríms­kirkju í dag, f immtudag, klukkan 12.30 leikur Lára Bryndís Eggertsdóttir eigin orgel­ umritanir á píanó­ og hljómsveitar­ verkum. Á efnisskrá eru kaflar úr hinum vel þekktu Rímnadanslögum Jóns Leifs, Rúmenskir þjóðdansar sem Béla Bartók útfærði bæði fyrir píanó og hljómsveit, og hið magnaða tónaljóð Moldá (Vltava) eftir tékk­ neska tónskáldið Bedřich Smetana. Frá því í september 2018 hefur Lára Bryndís verið organisti Hjalla­ kirkju í Kópavogi auk þess að kenna við Tónskóla Þjóðkirkjunnar. Lára hefur haldið fjölmarga ein­ leikstónleika á orgel, bæði hérlendis og á hinum Norðurlöndunum. Aðgangseyrir er 1.500 krónur fyrir fullorðna, ókeypis fyrir félaga í Listvinafélaginu og börn yngri en 16 ára. Miðasala er við innganginn. Lára Bryndís leikur orgelumritanir Lára Bryndís leikur í Hallgrímskirkju. Á hádegistónleikunum í Frí­kirkjunni í dag, 20. ágúst, klukkan 12.00, munu Þórhild­ ur Steinunn Kristinsdóttir mezzó­ sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanóleikari flytja ljóð og aríur eftir Grieg, Mozart, Händel og Schubert en aðalumfjöllunarefni tónleikanna er vorið og ástin. Tónleikarnir taka um hálfa klukkustund. Ekki er tekið við greiðslukortum við innganginn. Á efnisskránni verða meðal ann­ ars ljóð úr ljóðaflokkunum Haugt­ ussa eftir Grieg og Vetrarferðinni eftir Schubert auk aría úr La Clem­ enza di Tito og Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart Þórhildur Steinunn var sigurveg­ ari í framhaldsflokki Vox Domini 2019 og í verðlaun voru hádegistón­ leikar í Fríkirkjunni. Ástin í Fríkirkjunni Þórhildur Steinunn Kristinsdóttir verður í Fríkirkjunni í dag. 2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.