Fréttablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 26
Móðir okkar, tengdamamma, amma og langamma, Ingibjörg Þorkelsdóttir Tröllakór 10, lést 6. ágúst á Landspítalanum við Hringbraut. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristín G. Jóhannsdóttir Bjarni J. Jóhannsson Carina Broman Þorbjörg Hjálmarsdóttir Sigríður Ósk Benediktsdóttir Haraldur Orri Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Jónasson fv. fræðslustjóri, lést miðvikudaginn 12. ágúst að Hrafnistu, Hafnarfirði. Hann verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 21. ágúst kl. 13. Erla Sigurjónsdóttir Guðbjörg Helgadóttir Einar Oddur Garðarsson Kristín Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær systir okkar, Edda Hrafnhildur Björnsdóttir lést á heimili sínu í Reykjavík, þriðjudaginn 11. ágúst. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu fer útförin fram með nánustu ættingjum og vinum. Þökkum auðsýnda samúð. Friðrik Björnsson Oddgeir Björnsson Skjöldur Vatnar Björnsson Björgólfur Björnsson Þorbjörg Björnsdóttir Arnheiður Björnsdóttir Aðalheiður Björnsdóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma Hjördís M. Magnúsdóttir kennari, andaðist 13. ágúst. Útför mun fara fram frá Lindakirkju föstudaginn 28. ágúst kl. 15. Vegna samkomutakmarkana er athöfnin einungis fyrir ættingja og vini. Hálfdán Helgason Kristín Anna Einarsdóttir Páll Árnason Guðmundur Einarsson Súsanna Schmidt Helga Einarsdóttir Sigurjón Eiríksson Áslaug Helga Hálfdánardóttir Matthías V. Baldursson barnabörn og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Hulda Vordís Aðalsteinsdóttir Húsfreyja á Syðri-Bægisá, Hörgársveit, lést 11. ágúst á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útför verður mánudaginn 24. ágúst frá Glerárkirkju klukkan 13.30. Vegna fjöldatakmarkana verður eingöngu nánustu ættingjum og vinum boðið í kirkjuna, jarðsett verður í Bægisá. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Sjúkrahúsið á Akureyri njóta þess. Katrín Steinsdóttir Jóhannes Sigfússon Helgi Bjarni Steinsson Ragnheiður Margrét Þorsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jakob Árnason húsasmíðameistari og loðdýrabóndi, Miðtúni 2, Keflavík, lést mánudaginn 17. ágúst á Hrafnistu, Hlévangi. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir útförina. Starfsfólki Hlévangs eru færðar innilegustu þakkir fyrir góða og hlýja umönnun. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvini Grensásdeildar. Ísleifur Árni Jakobsson Laufey Hrönn Þorsteinsdóttir Guðrún Sigríður Jakobsdóttir Gunnar I. Baldvinsson Kristinn Þór Jakobsson Ólöf Kristin Sveinsdóttir Ásdís Ýr Jakobsdóttir Valur B. Kristinsson Sigrún Björk Jakobsdóttir Jón Björnsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, Bjarki Jónsson Aðalgötu 32, Ólafsfirði, lést á sjúkrahúsinu á Siglufirði þriðjudaginn 11. ágúst sl. Útför fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju mánudaginn 24. ágúst og hefst kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á björgunarsveitina Tind Ólafsfirði. Þrúður Pálmadóttir Gönguhópur sem kallar sig Strandverði er 24 ára gamall að stofni til, hluti af honum byrjaði á að ganga Horn-strandir 1996 og þá varð nafnið til,“ segir Guðmunda Steingríms- dóttir sjúkraliði. Hún er sjálf einn Strand- varðanna og hóaði í hópinn nýlega til skrafs og ráðagerða, hann hafði skráð sig í Reykjavíkurmaraþonið í göngu til ágóða fyrir Alzheimersamtökin. „Hópmaraþoninu var aflýst en fólki er heimilt að hlaupa eða ganga þegar því hentar og við ætlum að halda okkar markmiði 22. ágúst,“ lýsir Guðmunda. „Leiðin liggur úr Laugardalnum inn í Ell- iðaárdal, þar hring og til baka aftur. Þó enginn verði að fylgjast með og klappa þegar við komum í mark þá getur fólk treyst því að við stöndum okkur,“ bætir hún við hlæjandi en verður alvarleg aftur og segir Alzheimersamtökin vera öllum Strandvörðunum hugleikin. „Ein í hópnum fór með móður sinni á stofn- fund samtakanna 1986 og gerðist strax félagi í þeim. Við eigum öll, eða höfum átt, einhvern nákominn með sjúk- dóminn, hann er nánast í öllum fjöl- skyldum,“ segir Guðmunda. Hún kveðst vona að fólk heiti á Alzheimersam- tökin gegnum síðuna hlaupastyrkur. is. „Reykjavíkurmaraþonið hefur alltaf verið stór tekjulind fyrir þessi samtök, eins og mörg önnur góðgerðafélög.“ Guðmunda starfar í Dagendurhæf- ingu Hrafnistu. Hún var ein þriggja kvenna sem stofnuðu fyrsta Alzheimer- kaffið á Íslandi árið 2012 í Hæðargarði 31. „Við sköpuðum vettvang fyrir fólk með Alzheimer og skylda sjúkdóma og aðstandendur þess til að koma saman og sáum sjálfar um reksturinn í fjögur og hálft ár. Þá tóku Alzheimersamtökin við og nú er slík starfsemi komin víða um land.“ gun@frettabladid.is Ætla að ganga til góðs Nú þegar fólk má ganga og hlaupa í þágu góðra málefna láta Strandverðir ekki sitt eftir liggja. Þeir ætla í 10 kílómetra göngu á laugardag og styrkja Alzheimersamtökin. Gönguhópurinn Strandverðir svo til klár í slaginn. Viðmælandinn Guðmunda er lengst til vinstri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Við eigum öll, eða höfum átt, einhvern nákominn með sjúk- dóminn, hann er nánast í öllum fjölskyldum. Komist var í fyrsta skipti á bíl um Sprengisand þennan dag árið 1933, eftir sex daga ferð úr Reykja- vík. Í för voru Einar Magnússon, Sigurður Jónsson frá Laug, sem var bílstjórinn, Jón Víðis og Valdi- mar Sveinbjörnsson. Þeir óku húslausum Ford frá 1927 sem var bara með sæti frammi í. Voru með viðleguútbúnað, kompás og kort, gert af Jóni Víðis, því ekki var til kort af miðhálendinu. Á fyrsta degi náðu félagarnir að slökkva eld í leiðslum, á öðrum degi komu þeir bílnum á ferjubát við Tungnaá og reru lífróður með hann yfir. Þeir lentu í byl við Tungnafellsjökul, veltu steinum af leið sinni og var tekið með fögnuði á Mýri í Bárðardal. Þ E T TA G E R Ð I S T 2 0 . ÁG Ú S T 1933 Fyrsta Sprengisandsferð á bíl varð að veruleika Planka var skotið undir eitt hjól sem stóð út af. MYND/JÓN VÍÐIS 2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.