Fréttablaðið - 20.08.2020, Blaðsíða 6
Ég er nýlega giftur, á
konu og heimili og
bíð eftir því að fá að komast
heim.
Erling Smith, véltæknifræðingur
og öryrki
Hvað lærum við
af COVID-19? KENNARASAMBAND ÍSLANDS
Kennarasamband Íslands efnir til málþings þar sem fjallað verður
um lærdóminn sem draga má af skólahaldi í skugga COVID-19.
Málþingið verður í beinni útsendingu á vefnum í dag,
fimmtudaginn 20. ágúst klukkan 15 til 17.
Dagskrá
15:00 Setning
15:15 Anna María Gunnarsdóttir, varaformaður KÍ
15:30 Guðlaugur Viktorsson, skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar
15:45 Katla Ketilsdóttir, grunnskólakennari í Dalvíkurskóla
16:00 Ragnar Þór Pétursson, formaður KÍ
16:15 Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri Stakkaborgar
16:30 Unnar Þór Bachmann, framhaldsskólakennari,
Fjölbrautaskólanum við Ármúla
16:40 Huginn Freyr Þorsteinsson, heimspekingur
17:10 Áætluð fundarlok
Nánari upplýsingar og streymi á www.ki.is
FÉLAGSMÁL „Ég samþykkti aldrei
langtímavistun. Ég er nýlega giftur,
á konu og heimili og bíð eftir því
að fá að komast heim,“ segir Erling
Smith, 56 ára véltæknifræðingur,
sem hefur verið vistaður á hjúkrun-
arheimilinu Hömrum í Mosfellsbæ
í meira en tvö og hálft ár. Hann er í
hjólastól, lamaður eftir vélhjólaslys
árið 2001 og greindist með MS-sjúk-
dóminn nokkrum árum síðar.
Erling þarf sólarhringsþjónustu
og var með NPA-samning árin 2011
til 2016 en þá var samningnum rift
og Erling settur á hjúkrunarheim-
ilið þar sem aðallega er mjög gamalt
og veikt fólk, með heilabilun og aðra
öldrunarsjúkdóma. Erling kærði
ákvörðunina um riftun samnings-
ins til úrskurðarnefndar velferðar-
mála sem úrskurðaði honum í vil og
að uppsögn samningsins væri felld
úr gildi. Fór það samt svo að Erling
fékk ekki nýjan NPA-samning og
var þess í stað vistaður á Hömrum.
Erling var tjáð að um hvíldarinn-
lögn væri að ræða, sem er skamm-
tímalausn til nokkurra vikna eða
mánaða. Tíminn leið og loks áttaði
Erling sig á því að hann væri ekki í
hvíldarinnlögn heldur langtíma-
vistun, án nokkurs samráðs við
hann. „Ég var bjartsýnn á að þetta
myndi leysast en þetta er orðinn
langur tími,“ segir Erling. Hann
segist ekki ánægður með vistina.
Það næsta sem hann horfir til sé að
komast í jólafrí. Hann líkir vist sinni
við varðhald.
Þar sem Erling er vistaður á stofn-
un fellur stór hluti örorkulífeyris
hans niður. Þá er hann látinn greiða
fyrir vistunina, tæplega 61 þúsund
krónur á mánuði. Þá upphæð hefur
hann ekki getað greitt. Í gær, mið-
vikudaginn 19. ágúst, gerði Sýslu-
maðurinn á höfuðborgarsvæðinu
loks fjárnám hjá Erling.
Bára Brynjólfsdóttir, lögfræðing-
ur hjá Öryrkjabandalaginu, segir að
krafan standi nú í rúmri einni millj-
ón króna. „Síðan hefur safnast upp
meira því hann getur ekki greitt
þetta og á ekki að gera það,“ segir
hún. „Það er svo fjarstæðukennt að
maðurinn skuli vera neyddur til að
vera á stofnun, látinn greiða fyrir
það og svo sé gert fjarnám í húsinu
hans þegar hann getur ekki borgað.“
Í ljósi heimsfaraldursins komst
Erling ekki sjálfur til sýslumanns-
ins en biðlaði til æskufélaga síns
og skólafélaga að gera það, og jafn
framt að hlaupa undir bagga með
sér varðandi greiðslu skuldarinnar.
„Einhver læknir, sem Erling hitti
aldrei, gerði hæfnismat á honum og
sótti um hvíldarinnlögnina. Þetta
var allt gert á bak við hann,“ segir
Bára. „Hann var ekki látinn vita af
því að þetta yrði langtímadvöl og
samþykkti það aldrei.“
Aðspurður segir Haraldur Sverr-
isson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, að
honum sé ekki kunnugt um málið
að svo stöddu. Fyrirspurnum
Fréttablaðsins verði svarað síðar
skrif lega.
Bára segir bæinn hingað til hafa
skýlt sér bak við það að framlag
skorti frá ríkinu til að hægt sé að
gera NPA-samning. Samkvæmt
reglum greiðir ráðuneytið fjórðung
af kostnaði samninganna. Hún segir
ráðuneytið vissulega ekki undan-
skilið ábyrgð en að vel sé hægt að
gera samninga án fjármagns frá
ríkinu. kristinnhaukur@frettabladid.is
Líkir vistinni við varðhald
Erling líkir vist á hjúkrunarheimili sem varðhaldi. Þar hefur hann verið í rúm tvö ár en segist aldrei hafa
samþykkt langtímavistun. Nú sé gert fjárnám í eignum hans þar sem hann geti ekki greitt fyrir vistina.
Erling hefur dvalið á hjúkrunarheimilinu Hömrum síðan í desember árið 2017. MYND/ÖBÍ
Meira á frettabladid.is
R E Y K JAV Í K U R B O R G Fjölmenn-
ingarráð Reykjavíkurborgar telur
tímabært að Reykjavíkurborg ráði
sérstakan upplýsingafulltrúa til
þess að miðla efni til erlendra íbúa
borgarinnar. Þetta kemur fram í
bókun frá fundi ráðsins þann 17.
ágúst síðastliðinn.
Á fundinum var farið yfir upp-
lýsingagjöf borgarinnar á meðan
kóróna veiru faraldurinn hefur
staðið yfir, til þeirra íbúa sem ekki
skilja íslensku. Bjarni Brynjólfs-
son, upplýsingastjóri Reykjavíkur-
borgar, mætti á fundinn og fór yfir
stöðu mála.
Var það almenn niðurstaða að
borgin hefði staðið sig vel í þeirri
upplýsingagjöf, en að það væri ekki
síst því að þakka að starfsmenn
borgarinnar af erlendum uppruna
hefðu tekið að sér aukin verkefni
við að snara upplýsingum og frétt-
um yfir á sitt móðurmál.
Það sé ekki sjálf bært til lengdar
og því sé þörf á að sérstakur starfs-
maður verði ráðinn til þess að þýða
og frumvinna fréttir og tilkynn-
ingar á ensku og pólsku til að byrja
með. – bþ
Tímabærar
breytingar
STJÓRNMÁL Þingi Norðurlandaráðs
hefur verið aflýst í ár vegna COVID-
19, en fyrirhugað var að halda það
í Reykjavík í október. Var þessi
ákvörðun tekin á rafrænum fundi
forsætisnefndar Norðurlandaráðs
í gær.
„Ekkert kemur í stað þingsins,
sem slíks, en við munum halda
fjarfundi til að sinna hinu pólitíska
starfi,“ er haft eftir Silju Dögg Gunn-
arsdóttur, forseta Norðurlandaráðs,
í tilkynningu.
Er nánari útfærsla sögð óljós
á þessu stigi en skipulagning sé
komin á fullan skrið.
„Okkur þykir miður að þetta hafi
farið svona en við munum gera allt
sem í okkar valdi stendur til að
þetta hafi sem minnst áhrif á hina
pólitísku ferla í norrænu samstarfi,“
bætir Silja við. – eþá
Þingi NR aflýst
2 0 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð