Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 20
Það allra besta á Netflix Nú þegar hausta fer og margir dvelja meira innan- dyra er gott að eiga inni ábendingar um góða þætti. DV hafði samband við fjölbreyttan hóp fólks sem deilir hér sínu uppáhaldsefni á Netflix svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. DRAMAÞÆTTIR Þetta er nútíma Dallas-fjölskyldudrama. Get ekki hætt að horfa og mér finnst ég alltaf þurfa að sjá einn þátt í viðbót. Frábær leikur, spenna og ástir. Mig minnir að þetta séu þrjár seríur en ég var að klára fyrstu. Ég sé fram á mikla veislu hjá mér. Anna Svava Knútsdóttir Blo od lin e Fyrir mann sem hefur nákvæmlega engan áhuga á fótbolta komu þessir þættir mjög skemmtilega á óvart. Fáránlega spennandi og hádramatískir þættir. Þeir veita líka mjög áhugaverða innsýn í breskt samfélag og hvernig það hangir saman við fótbolta. Magnað að sjá tilfinningarnar sem boltaspark kallar fram í fólki á öllum aldri. Guðmundur Pálsson Su nd erl an d ’ til I d ie Raunveruleikaþáttur þar sem fólk er að leita að ástinni. Það er til alveg glás af þannig þáttum en þetta fólk er ekki einhverjir rugludallar eins og oft vill vera heldur miklu fallegra og gáfaðra fólk sem er á einhverfurófi. Alveg yndislegir þættir en það eina leiðinlega er að það er bara ein sería og ég þarf því að bíða eftir annarri. Anna Svava Knútsdóttir Akkúrat núna er ég að horfa á Love on the Spectrum sem eru mjög fallegir heimildarþættir um fólk á einhverfuróf- inu sem er að fóta sig í stefnumótalífinu. Þau eru öll svo yndislega hreinskilin og hjartahrein. Svo finnst mér mjög gott að það sé fjallað um konur og einhverfu sem hefur ekki verið mikið gert eða rannsakað fyrr en í seinni tíð. Arnór Pálmi Arnarson Lo ve on th e S pe ctr um Ég byrjaði nýlega að horfa á þættina Good Girls en það eru komnar þrjár seríur af þeim. Fjalla um þrjár húsmæður sem leiðast út í glæpi af sárri neyð. Dramaþættir með kómísku ívafi. Sóli Hólm Go od gi rls Ég hámglápi RuPaul’s Drag Race í öllum sínum útgáfum og er að spá í að taka Afterlife AFTUR því ég elska það svo mikið sem og Grace og Frankie – á sumrin er ég föst í „re-runs“ og kem svo fersk og mett inn í haustið, tilbúin í eitthvert brakandi ferskt sjón- varpsefni. Sigríður Dögg Arnardóttir Ru Pa ul’ s D rag R ac e 20 FÓKUS 14. ÁGÚST 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.