Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 32
Matseðill Margrétar Morgunmatur Þegar ég á grænan banana þá fæ ég mér hann. Annars borða ég mjög sjaldan morgunmat. Millimál Grænn sjeik eða hrein ABT með múslí, höfrum og rúsínum. Hádegismatur Fæ mér mjög of t mexíkóska ommelettu og avókadó. Svo fer ég stundum út að borða í hádeg­ inu og finnst þá gott að fá mér fisk dagsins eða eitthvað annað spennandi. Millimál Finnst gott að fá mér ávöxt, þá helst appelsínu eða epli. En Snick­ ers verður líka oft fyrir valinu… Kvöldmatur Í sumar hef ég mikið verið að grilla pitsu. Annars er ég mjög reglulega með penang karrí eða annan asískan rétt. Svo þegar ég hef lítinn tíma finnst mér gott að henda í fajitas. Naan-pitsa Naan-brauð 1 tsk. sykur ½ bolli volgt vatn 2 ¼ tsk. þurrger 2 ¼ bolli hveiti ½ bolli hreint jógúrt ½ tsk. salt 1 msk. olía Blandar í skál sykri, þurrgeri og vatni, pískar saman og geymir í 15 mínútur. Setur hveiti á borð og býrð til holu í miðjuna. Setur jógúrtið, olíu og salt í holuna. Bætir gerblöndunni við og blandar síðan öllu saman í höndunum. Setjið í skál og látið hefast í klukku- tíma með viskustykki yfir skálinni. Skerið í 6-8 bita og fletjið út í litlar kökur. Steikið í Cast Iron potti eða pönnu (til dæmis Le Cruiset) með smá olíu. Búið til hvítlaukssmjör og penslið naan-brauðin. Karrý 2–3 hvítlauksgeirar ½ rauðlaukur Kirsuberjatómatar eða 1 tómatur 1 dós kjúklingabaunir 1 dós tómat-púrra 1 ferna kókosrjómi (coconut cream, þessi fjólubláa frá Santa Maria) 1 kjúklingakraftsteningur Ferskur kóríander ¹∕³ tsk. cayenne 1 ½ tsk. túrmerik ½ tsk. cumin 1 ½ tsk. garam masala 2 tsk. marokkósk harissa chilli- blanda (Kryddhúsið) Pressið hvítlaukinn og skerið rauð- laukinn í þunnar sneiðar. Svitið hvítlaukinn og rauðlaukinn á pönnu ásamt smá olíu. Bætið tómat- púrru út á pönnuna og síðan kókos- rjómanum. Setjið síðan smá vatn í fernuna og bætið því einnig út á pönnuna ásamt kjúklingakrafti. Kryddið með túrmerik, garam ma- sala, marokkóskri harissu, cumin og cayenne. Smakkið til og kryddið svolítið eftir smekk. Skolið kjúklingabaunirnar með vatni og bætið síðan út á pönnuna. Saxið ferskan kóríander og skerið tómata í bita og bætið við blönduna. Að lokum Mangó Klettasalat (rucola) Mozzarellaostur eða kotasæla Ólífuolía Skerið mangó í þunnar sneiðar. Setj- ið blönduna á naan-brauðið og hyljið með þunnum mangósneiðum. Berið fram með klettasalati og ólífuolíu. MYND/A Ð S E N D 32 MATUR 14. ÁGÚST 2020 DV Bragðmikil og fersk naan- pitsa að hætti Margrétar Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Það er í raun enginn venju-legur dagur hjá mér þessa stundina og enginn dagur eins. Ég er matreiðslu- maður að mennt og vanalega fer mikill tími í vinnuna og dagarnir eru óreglulegir, en nú er ég í fæðingarorlofi,“ segir Margrét. „Ég vil helst hafa marga bolta á lofti og er alltaf með eitthvert verkefni fyrir dag- inn. Ég ver miklum tíma með fjölskyldunni minni og þá helst yngstu systur minni sem held- ur manni á tánum. Ég elska að hreyfa mig og er þá helst að lyfta og sækja tabata-tíma. Einnig hef ég mjög gaman af gönguferðum. Síðan fer seinni hluti dagsins oft í að ákveða kvöldmat, matreiða og verja tíma með fjölskyldu og vinum. Ég er mikil ugla og fer því mjög seint að sofa. Hef verið á leiðinni að hætta þeim slæma ávana síðustu 15 ár eða svo,“ segir Margrét. Jafnvægi er lykillinn Margrét fylgir engu sér- stöku mataræði heldur leggur áherslu á jafnvægi. „Mér finnst best að vera skynsöm og hafa gott jafnvægi. Ég hef margoft prófað að fylgja matarprógrammi en mér líður einfaldlega best að borða það sem mig langar í hverju sinni,“ segir Margrét. „Ég trúi því að ef líkaminn er í góðu jafnvægi þá leiti maður í hollan og góðan mat. Ég reyni að borða fjölbreytta fæðu og finnst gaman að smakka nýjan mat. Ég borða líka óhollt inn á milli eins flestir og á oftast súkkulaði og Haribo Clickmix heima,“ segir hún. Margrét ver töluverðum tíma í eldhúsinu og þykir lang- skemmtilegast að elda asískan mat og prófa nýjar uppskriftir. „Í samkomubanninu prófaði ég mig aðeins áfram í súrdeigs- bakstri og hafði mjög gaman af,“ segir Margrét. Uppáhaldsmáltíð „Það er mjög erfitt að velja eina máltíð. En sú máltíð sem ég hlakka alltaf til að borða eru rjúpur á jólunum með öllu tilheyrandi – finnst þá ómiss- andi að hafa Waldorfsalatið hennar ömmu með, með nóg af sérríi út í.“ n Margrét Bjarnadóttir, matreiðslumaður með meiru, trúir því að ef líkaminn er í góðu jafnvægi þá leiti hann í hollan og góðan mat. Hvað ætli hún borði á venjulegum degi? Margrét Bjarnadóttir vil helst alltaf hafa nóg fyrir stafni. MYND/ANTON BRINK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.