Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR 14. ÁGÚST 2020 DV A uddi, eins og hann er kallaður, er fæddur á Sauðárkróki en fjöl- skyldan staldraði þó stutt við og fluttu þau í Breiðholtið þegar Auddi var tveggja ára. Því næst bjuggu þau eitt ár á Selfossi og fóru svo til Banda- ríkjanna, þar sem faðir hans stundaði nám, og loks til Sví- þjóðar. Auddi á tvær systur, Maríu Blöndal, sem er fjórum árum eldri en hann, og Dagbjörtu Blöndal, sem er fimm árum yngri. „Við fluttum mikið. Pabbi fór að læra flugvirkjann í Bandaríkjunum og ég held að ég hafi orðið mun betri vinur systra minna því við vorum alltaf saman á ferðalögum. Við spiluðum mikið heima og fjölskyldan var mjög sam- rýnd,“ segir Auddi sem flutti svo aftur á Krókinn ellefu ára gamall þar sem foreldrar hans tóku við rekstri flugvallarins. „Ég þekkti engan á Krókn- um þegar við fluttum aftur til baka en það var fljótt að koma. Sauðárkrókur er mik- ill íþróttabær og ég fór beint í að æfa fótbolta og körfu og eignaðist fljótt vini sem eru enn mínir bestu vinir.“ Auddi þótti efnilegur í íþróttum og á nokkur mörk í fyrstu deild í fótbolta og varð Íslandsmeistari í körfubolta með Tindastól. Í dag heldur hann sig við ræktina og svo- kallaðan bumbubolta þar sem nokkrir vinir hittast og spila. Auddi er þó í hörkuformi og segist sakna þess að spila af alvöru. „Það er þessi klefa stemming sem maður saknar. Allir að vinna saman að einhverju. Ég öfunda íþróttafólk af því. Að vinna saman og tapa saman,“ segir Auddi sem hefur löngum gengist við því að vera mjög tapsár og á köflum lasinn þeg- ar það kemur að Manchester United og Tindastól í körfu- bolta. Húmorinn fyrir slæmu gengi liðanna er í lágmarki sem gerir þó lítið til því hann gerir grín að flestu öðru. Auddi segist þó komast í annars konar klefastemmingu í starfi sínu í dag. Vissulega sé sigrum fagnað. „Það er mikið gert grín að okkur Steinda því við fögnum öllu sem við ger- um. Fyrsta þættinum, síðasta þættinum, besta þættinum, þannig að það er klefastemm- ing í því þó hún sé öðruvísi, minni sviti og minna grátið.“ Leiðinlegt barn „Ég launaði foreldrum mínum hvað ég var leiðinlegur krakki með því að vera góður ungl- ingur. Ég launaði þeim þessi 15 ár af viðbjóði með því að byrja að drekka seint og vera bara fínn unglingur,“ segir Auddi sem var það erfiður að um tíma var haldin hegðunar- dagbók fyrir hann í grunn- skólanum í Breiðholti þar sem hann stundaði nám. Á Sauðárkróki fann hann sig í íþróttunum og var almennt nokkuð slakur, foreldrum sínum til mikillar gleði. „Við vinirnir byrjuðum ekki að drekka fyrr en kannski um 18 ára. Það var aðallega verið að hugsa um íþróttir þó það hafi verið unglingadrykkja á Sauðárkróki eins og annars staðar.“ Auddi segist hafa verið stoltur sveitalúði alla sína tíð og aldrei upplifað Sauðárkrók sem eitthvert hallærisbæli. „Það var alveg gert grín að mér eftir að ég flutti í bæinn, ég var reglulega minntur á að ég væri frá Sauðárkróki, en mér finnst það geggjaður bær og mér finnst alltaf frábært að fara út á land.“ Sauðárkrókur hefur vissu- lega sinn sjarma en það verður að taka það fram að þar búa aðeins um 2.500 manns og það þarf að keyra til Akureyrar til að finna hringtorg, umferðar- ljós og Bónus. Auddi segir það klárlega vera hluta af sjarm- anum frekar en mínus að sínu mati. Með skottið á milli lappanna Foreldrar Audda skildu þegar hann var 18 ára. Þrátt fyrir að hafa ekki verið barn segir hann skilnaðinn hafa verið mikið áfall. „Þetta kom bara eins og þruma úr heiðskíru lofti og mér fannst það mjög erfitt.“ Foreldrar hans og systur fluttu í bæinn en Auddi barð- ist í bökkum við að halda sér á Króknum innan um bestu vinina og stefndi á að klára fjölbrautaskólann. Tilvon- andi sjónvarpsstjarnan starf- aði á leikskóla með námi til að borga niður verstu fjár- festingu lífs síns eins og hann kallar það – rauðan Hyundai Coupé sem var einhvers konar vandræðaleg útfærsla á kór- eskum fólksbíl sem vildi svo innilega vera sportbíll. „Ég keypti bílinn á 100% láni. Þetta var komið í algert vesen. Bíllinn var skráður á ömmu greyið sem var alltaf að fá einhverjar rukkanir og ég var alltaf að reyna að græja þetta. Það var eiginlega allt komið í rugl hjá mér. Þá keyrði eldri systir mín bara norður og sótti mig. Pakkaði niður fyrir mig og sagði mér að ég væri að koma suður með henni, hún væri búin að redda mér vinnu. Ég fór því bara í bæinn með skottið á milli lappanna.“ Þessi slæma fjárfesting er hluti af ástæðunni fyrir því að Auddi fór aldrei í háskóla enda snerust næstu ár að miklu leyti um það að borga niður bílinn og fór svo að hann endaði með að borga hann upp tvisvar. „Þetta er versta fjár- festing lífs mín og um leið besta; ég lærði svo mikið af þessu.“ En var bíllinn ekkert að gera neitt fyrir hann félags- lega? Töffara á nýjum bíl? „Nei, það var misskilningur. Ég hélt það en það fylgdi þessu enginn status,“ segir Auddi og hlær. „Fólk gerði grín að mér. Ég var ennþá á þessum bíl þegar ég byrjaði í 70 mínútum og Sveppi, sem skammast sín aldrei, vildi lítið láta sjá sig á þessum bíl með mér.“ Sendi þvottinn með flugi Auðunn er mjög náinn Hafdísi mömmu sinni og viðurkennir að hafa verið latur sem ungur maður sem meðal annars kristallaðist í því að þegar hann bjó fyrir norðan skutl- aði hann óhreina þvottinum sínum í flug, sem mamma hans tók við á flugvellinum í Reykjavík þar sem hún starf- aði. „Mamma sendi hann svo bara hreinan til baka. Þetta var agalegt, ég skammast mín fyrir þetta í dag, ég var bara latur. Ég er mjög góður á þvottavélinni í dag.“ Þegar Auddi flutti í bæinn fór hann að vinna hjá Wurth en þar störfuðu þó nokkrir vinir hans frá Sauðárkróki. „Þegar ég var að fara með ein- hverjum af vinum mínum í há- skólapartí kom ekkert sérstak- lega vel út að segjast vinna hjá Wurth, það vissi enginn hvað það var. Ef ég reyndi að út- skýra að þar fengjust skrúfur og klósettpappír, þá dóu flest samtöl við stelpur, þannig að ég byrjaði bara að ljúga því að ég væri að fara að vinna í 70 mínútum af því að ég var alltaf að horfa á þættina með mömmu og langaði svo að vinna þar. Var alltaf að sækja um en ekkert gerðist.“ Vann frítt í fjóra mánuði Auddi er hreinskilinn með það að fram að þessu hafði hann verið nokkuð latur. Ekki sýnt Ég vona að ég hætti aldrei að fíflast Þorbjörg Marinósdóttir tobba@dv.is Ég vann frítt í fjóra mánuði til að sanna mig. Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal varð fertugur fyrir skemmstu og er kominn langt frá ógeðsdrykkjunum sem gerðu hann frægan. Hann hefur lært á sjálfan sig, sefað athyglissýkina og honum fylgir ró og sátt. Þessi eldri og einlægari útgáfa af einum frægasta sjónvarps- manni landsins sýnir mann sem hefur eflst í starfi og á nóg eftir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.