Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2020, Blaðsíða 37
E ftir umræður vikunnar fannst Lúnu Fírenzu spákonu tilvalið að draga spil fyrir blaðamanninn Helga Seljan og sjá hvað stjörnurnar segja. Helgi er er fæddur 18. janúar sem gerir hann að Steingeit. Steingeitin hefur verið þekkt fyrir sannleiksleit sína sem kemur kannski ekki á óvart í þessu samhengi. Þeir sem eru fæddir í þessu merki eru afar metn- aðarfullir og tilbúnir til að leggja ýmislegt á sig til þess að ná markmiðum sínum. Stríðsvagninn Lykilorð: Viljastyrkur, velgengni, aðgerðir, ákveðni „Já, herra, sendu nú gullvagninn að sækja mig…“ kemur spánni svo sem ekkert við en þetta lag kom upp í huga mér við að draga spilið. Hér er sterkur ein- staklingur kominn sem grípur til aðgerða og ætlar sér að halda ótrauður áfram. Hann gefst ekki auðveldlega upp og stýrir sínum vagni sjálfur. Fimm stafir Lykilorð: Átök, ágreiningur, samkeppni, spenna Það er augljós ágreiningur og ákveðið ferli í gangi. Þú ert í miðjum bardaga og þarft að hafa fyrir því að koma þínu til skila þótt aðrir muni berjast á móti því. Þetta er þó ekki ógæfuspil því það kemur hér til að láta þig vita að þessa vinna mun vera þess virði. Sumir munu reyna að taka hlutina úr samhengi, sem dregur úr áhrifum, en að lokum mun sannleikurinn skína í gegn. Hann gerir það alltaf að lokum, en þetta veistu. Spilið er aðeins áminning. Hamingjuhjólið Lykilorð: Velgengi, karma, lífsferill, örlög Lífshjólið minnir þig á að hjólið er alltaf að snúast og lífið er stöðugum breytingum háð. Ef þú ert að ganga í gegnum erfiða tíma, getur þú verið viss um að lífið mun verða betra héðan í frá. Þetta spil minnir þig einnig á að horfa á meira en það sem er í gangi akkúrat núna, við getum átt það til að festast í búbblu. Sjáðu fegurðina í litlu hlutunum og ekki gleyma þér í drama nútímans. Mikilvægt að treysta á að kosmósið sé að hlúa að þér og að „karma“ sjái um sig sjálft. Hugleiðsla er verkfærið sem þú ættir að nýta þér til þess að fá meira jafnvægi inn í líf þitt. Þú kemst ekki allt á hnefanum. Skilaboð frá spákonunni Viljastyrkur þinn mun skila sér í ríkulegri uppskeru. STJÖRNUSPÁLESIÐ Í TAROT Helgi Seljan Svona eiga þau saman Vikan 14.08. – 20.08. Leitin að sannleikanum Sambandið loksins opinberað MYND/ANDRI MARINÓ stjörnurnarSPÁÐ Í Fyrstu fregnir um samband Baltasars Kormáks, þekktasta leikstjóra landsins, og Sunnevu Ásu Weisshappel, listakonu og leikmyndahönnuðar, bárust í apríl í fyrra. Parið tók sinn tíma til að birta fyrstu myndina af sér saman en gerði það loks á dögunum. DV lék forvitni á að vita hvernig þau eiga saman ef litið er til stjörnumerkjanna. Baltasar er Fiskur en Sunneva er Steingeit. Það er örugglega ekki til betri leið fyrir Stein- geitina að slaka á en að fara í samband með Fiski. Steingeitin er ströng, skynsöm og jarð- bundin en Fiskurinn er sveigjanlegur, tilfinn- ingaríkur og sveimhugi. Þó að merkin séu ólík byggist samband þeirra á aðdáun. Steingeitin dáist að ljúflyndi Fisksins og Fiskurinn heillast af þrautseigju og kímni- gáfu Steingeitarinnar. Lykillinn að góðu sam- bandi á milli þessara merkja er hreinskilni. Þetta samband var lengi að þróast og þau hafa tekið sér langan tíma í að sjá hvert ástin leiðir þau. Ef parið ákveður að ganga í það heilaga getur hjónaband þeirra orðið firnasterkt. En til þess má Steingeitin ekki vera of stjórnsöm og Fiskurinn ekki of viðkvæmur. n Baltasar Kormákur 27. febrúar 1966 Fiskur n Listrænn n Gáfaður n Blíður n Tónelskur n Treystir of fljótt n Dagdreyminn MYND/DV MYND/HANNA Sunneva Ása Weisshappel 18. janúar 1989 Steingeit n Ábyrg n Öguð n Skipulögð n Með mikla sjálfsstjórn n Besservisser n Býst við hinu versta Hvað segja stjörnurnar um þig þessa vikuna? Hrútur 21.03. – 19.04. Ævintýrasækinn leiðtogi: Stund- um er best að vera sammála um að vera ósammála. Ólíkar skoðanir koma upp á yfirborðið sem þarf vissulega að ræða en niðurstaðan verður ekki endilega eftir þínu höfði. Hristu það af þér og haltu áfram að vera frábæra/i þú! Naut 20.04. – 20.05. Ákveðinn rólyndispési: Stjörn- urnar styðja þig í því að taka áhættu. Það eru jafn miklar líkur á að þú munir sigra í þessu máli og að þú gerir það ekki. Þú verður allavega reynslunni ríkari við að stökkva á tækifærið og prófa þig áfram. Ekkert spennandi gerist án smá áhættu. Tvíburar 21.05. – 21.06. Sniðugur listamaður: Þú getur ekki gert upp hug þinn varðandi ákveðið mál. Þú átt svo sem jafn erfitt með að ákveða hvað verður í kvöldmatinn. Stjörnurnar segja þér að ofhugsa ekki. Gefðu þér ró til að hlusta á innsæið, þar liggur svarið! Krabbi 22.06. – 22.07. Ástríkur verndarengill: Fleira en eitt atvinnutækifæri kemur til þín í vikunni og nú er valið þitt. Gefðu þér góðan tíma í að velja hvað starf muni veita þér bestu lífsgæðin því lífið er of stutt fyrir stress. Einnig er tækifæri til að gera kröfur, kortin eru þér hliðholl. Ljón 23.07. – 22.08. Tryggur bjartsýnismoli: Til ham- ingju með afmælismánuðinn þinn, kæra ljón. Í afmælisgjöf mun al- heimurinn losa þig við einn slæman ávana. Þú ert einnig hvatt til þess að vera hvatvísari þegar kemur að því að velja þér starf. Við finnum að þú þarft á breytingu að halda. Meyja 23.08. – 22.09. Duglegur snyrtipinni: Láttu það vaða! Segðu það sem þú þarft að segja svo þú getir svo haldið áfram þinn veg. Það verður mikill léttir að fá að opna þig um ákveðið málefni sem hefur verið að ergja þig og safnast upp síðustu vikurnar. Vog 23.09. – 22.10. Sjálfstæður fagurkeri: Þitt innra eðli kallar hátt á þig. Þú þarft meira jafnvægi í lífið og gerir þær ráðstafanir sem þú þarft til að ná því á strik. Rútína og góður „to do“ listi mun róa hug þinn. Sporðdreki 23.10. – 21.11. Orkudrifið gáfnaljós: Þú gefur öðrum svo mikla ást en nú máttu snúa þeirri ást að þér. Nýttu vikuna í sjálfsást og lækkaðu í sjálfsgagnrýnni röddinni sem er að taka yfir í hausnum á þér. Þú myndir aldrei segja það sama um aðra í sömu aðstæðum. Ekki vera þinn eigin óvinur. Bogmaður 22.11. – 21.12. Gjafmildur dugnaðarforkur: Anda inn, anda út… Já, þú gerir þér fulla grein fyrir því að lífið er að kenna þér eitthvað. Þú ert til í þessa áskorun og ert óvenju bjartsýn/n miðað við aðstæður. Hlutirnir gætu verið verri er móttó vikunnar. Áfram þú! Steingeit 22.12. – 19.01. Metnaðarfullur húmoristi: Þú þarft smá hugrekki til þess að vera fullkomlega og ófullkomlega þú. Þessa vikuna þarft þú aðeins meira pláss og það er allt í lagi! Sýndu á þér allar hliðar og hleyptu þessum tilfinningum í gegn, við elskum þig eins og þú ert! Vatnsberi 20.01. – 18.02. Heimspekilegt ljóðskáld: Óvenju mikið stress hefur verið að hrjá þig og þú veist ekki alveg hvaðan það kemur, bara einhver óróleiki. Góð leið til að hrista það af þér er matarboð með þínum nánustu. Dust aðu rykið af matreiðslu- bókinni og hringdu í vin! Fiskur 19.02. – 20.03. Óeigingjarnt sköpunarverk: Það les enginn hugsanir, elsku Fiskur. Þú verður að vera aðeins skýrari og nákvæmari um hvað þú þarft frá þínum nánustu. Þýðir ekkert að verða bara fúll á móti út af getu- leysi okkar í hugsanalestri. Æfðu raddböndin með söng! STJÖRNUFRÉTTIR 37DV 14. ÁGÚST 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.