Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Page 10
10 FRÉTTIR 21. ÁGÚST 2020 DV Ágústa er fædd árið 1963 og uppalin að mestu í Garðabænum. Móðir Ágústu, Hildigunnur Johnson, var mikið til heimavinnandi framan af enda í nógu að snú- ast með fjögur fjörug börn á heimilinu. Pabbi Ágústu, Rafn Johnson, var forstjóri Heimilistækja í hartnær fjóra áratugi eða frá stofnun fyrir- tækisins. Viðskiptavit hefur Ágústa því ekki langt að sækja en hún var á leið í nám í innanhúss- arkitektúr þegar pabbi hennar sá tækifæri í ástríðu Ágústu. „Á þeim tíma hafði ég tölu- verðan áhuga á líkamsrækt. Mamma hafði komið heim með bók með Jane Fonda-æf- ingum sem við vinkonurnar lærðum utan að.“ Árangur æfinganna varð fljótt sjáanlegur og streymdu fleiri skólasystur að svo að hópurinn varð geysivinsæll. „Þetta vatt upp á sig og endaði í því að við leigðum okkur sal og fórum að hittast reglulega og gera æfingar.“ Ætlaði að verða innanhússarkitekt Á þessum tíma var Ágústa í Verslunarskólanum og farin að huga að næstu skrefum. „Pabbi spurði, þegar ég var komin inn í skóla í innanhúss- arkitektúr í Þýskalandi, hvort ég hefði ekki velt því fyrir mér að læra eitthvað í tengsl- um við þessa leikfimi sem ég virtist hafa brennandi áhuga á. Á þessum tíma var bara hægt að læra að verða íþrótta- kennari en ekki eitthvað tengt almennri heilsurækt. Ég fór að grúska í þessum málum og fann loks upplýsingar um tóm- stundafræði sem sneri meðal annars að rekstri líkamsrækt- arstöðva.“ Úr varð að Ágústa lærði blandað fag í bandarískum háskóla sem tók bæði til við- skiptahliðar heilsuræktar og líkamlegrar hliðar hennar, svo sem íþróttafræði. „Ég hef aldrei séð eftir því og held að ég hefði ekki orðið góður innanhússarkitekt þegar á reyndi. Foreldrar þekkja mann jafnvel betur en maður sjálfur á þessum aldri og sjá því fleiri tækifæri út frá reyndara sjónarhorni,“ segir Ágústa og brosir. Hún segist sjálf þekkja þetta og lætur sig varða hvaða braut börnin hennar velja. „Maður finnur að maður hefur ákveðna inn- sýn í áhugasvið barna sinna og getur aðstoðað þau.“ Þessi líkamsræktaráhugi Ágústu vatt heldur betur upp á sig en á þessum tíma var eróbikk einna vinsælast og lítið um lyftingasali á Íslandi. Að námi loknu opnaði hún sína eigin stöð með Jónínu Bene- diktsdóttur íþróttafræðingi árið 1986. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að ég var heppin með hvernig hlutirnir æxluðust og að ég hafi stokkið á þetta tækifæri sem bauðst. Jónína kenndi mér mikið á þessum árum og þegar hún fór út úr fyrirtækinu hafði ég öðlast sjálfstraust til að taka sjálf við rekstrinum,“ segir Ágústa. Í kjölfarið var Ágústa með líkamsræktarþætti á RÚV. Hún var þá tiltölulega nýút- skrifuð frá Bandaríkjunum ÞETTA ER BOTNLAUS VINNA Líkamsræktarfrömuðurinn Ágústa Johnson lærði það snemma á viðskiptaferli sínum hve viðkvæm og lítt sjálfsögð velgengni er. Hún tileinkaði sér því rétt liðlega tvítug aðferða- fræði sem hún hefur byggt eitt farsælasta vörumerki landsins á. Þegar við Jónína stofnuð- um Stúdíó Jónínu og Ágústu áttum við engan pening. Við fengum bara hrátt húsnæði sem við innréttuðum sjálf- ar með góðri hjálp vina og vandamannna. Ágústa Johnson stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki rétt rúmlega tvítug. MYND/SIGTRYGGUR ARI Þorbjörg Marínósdóttir tobba@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.