Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Page 14
21. ÁGÚST 2020 DV
ÁSLAUG ARNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
dómsmálaráðherra þeysist nú um
landið í tveggja vikna hestaferð
með föður sínum, hestamanninum
Sigurbirni Magnússyni hæsta-
réttarlögmanni og stjórnarfor-
manni Morgunblaðsins. Riðu þau
meðal annars fram hjá Dyrhólaey
í vikunni og deildi Áslaug mynd
af útsýninu á Instagram-síðu
sinni. Áslaug hefur verið dugleg
að ferðast um landið í sumar og
stoppaði meðal annars í humar-
pítsu á Höfn í Hornafirði, synti í
Seljavallalaug og gisti á Fosshót-
eli Jökulsárlóni í júlí.
ÍS OG REIÐTÚRAR
Samfélagsmiðlar iðuðu af sólríkum sumarmyndum
frá íslensku stjórnmálafólki í sumar. Voru göngur
og hestaferðir vinsælar en aðrir létu sér duga ís.
KATRÍN JAKOBSDÓTTIR
Katrín Jakobsdóttir fór í fundaferð um Austurland.
Katrín fór á opinn og fjörugan fund á Seyðisfirði, opið
og skemmtilegt kaffispjall á Djúpavogi og í fróðlega
göngu um Höfn í Hornafirði.
BJARNI BENEDIKTSSON
Bjarni Benediktsson fjármála-
ráðherra virðist hafa farið nán-
ast út um allt land. Hann deildi
myndum frá Látrabjargi á Vest-
fjörðum, hann heimsótti Hellis-
fjörð og gekk upp á Lómagnúp á
Suðurlandinu.
SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON
Sigurður Ingi Jóhannsson, sam-
göngu- og landbúnaðarráðherra,
opnaði reiðbrú á Akureyri og fór
síðan suður yfir Kjöl. Á leiðinni
stoppaði hann í Kerlingarfjöllum
og tók þessa mynd í miðnætur-
sólinni.
ÞORGERÐUR KATRÍN
GUNNARSDÓTTIR
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
formaður Viðreisnar, skellti sér
í Hafnarfjörðinn og fór á hestbak
með systur sinni. Þá gerði hún
sér líka ferð til Vestfjarða með
fjölskyldunni þar sem meðal ann-
ars var komið við á Rauðasandi.
PÁLL MAGNÚSSON OG BRYNJAR NÍELSSON
Flokksbræðurnir og þingmenn-
irnir Páll Magnússon og Brynjar
Níelsson nutu sólarinnar saman
á höfuðborgarsvæðinu. Þeir voru
klæddir í stíl og fengu sér ís sam-
an á Austurvelli.
LOGI EINARSSON
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gerði
sér ferð að Hraunfossum á Vesturlandi. Veðrið
virðist hafa leikið við Loga en hann deildi þessari
fallegu mynd af fossunum á Instagram-síðu sinni.
MYND/INSTAGRAM MYND/FACEBOOK
MYND/FACEBOOK
MYND/INSTAGRAM
MYND/INSTAGRAM
MYND/INSTAGRAM
MYND/FACEBOOK
14 FRÉTTIR