Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Side 26
Spennandi
þættir á
skjánum í
vetur
RÁÐHERRANN RÚV
Leiknir þættir með Ólafi Darra Ólafssyni og Anitu Briem í aðalhlutverkum.
Þegar forsætisráðherra greinist með geðhvarfasýki þarf aðstoðarmaður
hans að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess
að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni. Leikstjórn: Nanna Kristín
Magnúsdóttir og Arnór Pálmi Arnarsson.
ÞAÐ ER KOMINN HELGI SJÓNVARP SÍMANS
Einn vinsælasti tónlistarmaður landsins, Helgi Björns, snýr aftur heim í
stofu landsmanna! Fylgstu með Helga Björns og Reiðmönnum vindanna
flytja nokkrar sívinsælar dægurperlur með aðstoð góðra gesta.
VENJULEGT FÓLK SJÓNVARP SÍMANS
Þriðja þáttaröðin af Venjulegu fólki fer í loftið í október.
Dramatískir þættir með gamansömu ívafi og fjalla þeir
um samband tveggja vinkvenna og þær hversdagslegu
áskoranir sem fylgja fullorðinsárunum. Með aðalhlut
verk fara Vala Kristín, Júlíana Sara, Hilmar Guðjónsson
og Arnmundur Ernst. Vala og Júlíana skrifa þættina
ásamt Dóra DNA og Fannari Sveinssyni úr Hraðfréttum
en hann leikstýrir einnig þáttunum.
ALLT ÚR ENGU STÖÐ 2
Matarsóun er eitur í eyrum Davíðs Arnar Hákonarson-
ar sem hefur á ferli sínum sem matreiðslumaður lagt
áherslu á nýtingu matvæla á sama tíma og hann töfrar
fram óvænta og skemmtilega rétti fyrir matargesti
sína. Davíð mun kenna áhorfendum góðar leiðir til að
koma í veg fyrir matarsóun og spjalla við skemmtilega
gesti í þáttunum.
SMÁBORGARASÝN FRÍMANNS RÚV
Heimsborgarinn Frímann Gunnarsson ferðast um
landið á húsbíl og rannsakar hvort í dreifbýlinu sé yfir
höfuð einhverja menningu að finna. Hann hefur engar
væntingar en mun auðvitað koma með menninguna
með sér í farteskinu.
GULLREGN RÚV
Sjónvarpsþættir sem byggja á samnefndu leikriti og
kvikmynd eftir Ragnar Bragason. Gullregn fjallar um
kerfisfræðinginn Indíönu Jónsdóttur sem býr í lítilli
blokkaríbúð umkringd innflytjendum sem hún hefur
ímugust á. Í litlum garðskika við íbúðina stendur gull-
regn, verðlaunatré sem Indíönu er sérstaklega kært.
Þegar sonur hennar kemur heim með kærustu af
erlendum uppruna snýst veröld hennar hins vegar á
hvolf.
NÁTTÚRAN KALLAR RÚV
Viðtalsþættir með Láru Ómarsdóttur þar sem hún
ræðir við fjölskyldur sem hafa valið að búa og starfa í
nálægð við náttúruna.
NÝJASTA TÆKNI OG VÍSINDI RÚV
Vísindin í nærumhverfi okkar skoðuð út frá fjölbreytt-
um og fróðlegum sjónarhornum. Umsjónarmenn: Sig
mar Guðmundsson, Sævar Helgi Bragason og Edda
Elísabet Magnúsdóttir.
EUROGARÐURINN STÖÐ 2
Eurogarðurinn er gamanþáttaröð
sem gerist í Húsdýragarðinum og
fjallar um drykkfelldan miðaldra
braskara með vafasaman við-
skiptaferil sem kaupir Húsdýra-
garðinn. Hann hefur stórkostlegar
hugmyndir um framtíð garðsins
sem hann kallar Eurogarðinn, sem
hann sér fyrir sér ná upp í sömu
stærðargráðu og Disney-World.
Helstu hlutverk: Jón Gnarr, Anna
Svava Knútsdóttir, Auðunn Blönd
al, Steindi Jr. og Dóri DNA.
Hefst 20. september
Hófst 16. ágúst
Hefst 14. september
Hefst 27. september
Hefst 28. október
Hefst 28. október
Hefst 28. október
Hefst 19. september
Hefst 24. ágúst
Innlend þáttagerð springur
út á næstu mánuðum og
virðist áherslan vera á grín og
drama. Enginn spennuþáttur
er á dagskrá en Ráðherrann,
Eurogarðurinn og Venjulegt fólk
lofa góðu svo ekki er ástæða til
þess að kvíða næstu lægð
26 FÓKUS 21. ÁGÚST 2020 DV