Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.2020, Side 32
Súkkulaðisprengju-bollakökur 4 egg 100 g sæta sykurlaus t.d. Good good, eða Sukrin Gold 1 dl rjómi 1 dl sýrður rjómi 36% 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 50 g kókoshveiti Funksjonell 20 g kakó, Nói-Siríus 1/2 tsk. salt 30 ml heitt kaffi uppáhellt eða soðið vatn 1 tsk. vanilludropar Þeytið egg og sætu saman, því næst rjóma, sýrðan rjóma, og vanillu- dropana. Bætið að lokum þurrefnum saman við. Látið deigið standa í smá tíma. Deilið nú í 12 múffuform. Ágætt að pensla aðeins formin að innan með kókosolíu því kókoshveitið á það til að festast í bréfinu. Bakið í 20 mínútur á 170°C hita. Krem 80 g fínmöluð sæta t .d. Sukrin Melis 125 g rjómaostur 250 ml rjómi 1 tsk. skyndikaffiduft má sleppa 1 msk. kakó Þeytið saman sætu, kakó, kaffiduft og rjómaostinn. Bætið rjóma saman við og skafið vel úr hliðunum á skálinni. Hrærið var- lega fyrst svo rjóminn blandist því sem komið er í skálina. Setjið síðan allt á fullt og þeytið þar til toppar myndast í kreminu. Sprautið kreminu ofan á kökurnar með fallegum stút og skreytið með sykurlausum súkkulaðispæni. MYND/AÐSEN D Matseðill Maríu Kristu Morgunmatur Ég byrja alla daga á Bulletproof kakóbolla en hann samanstend- ur af kaffi, MCT-olíu, smjöri, heilögu kakói frá kako. is, stevíu og Vital Protein kollagen-dufti. Ég geng á þessu alveg langt fram yfir hádegi. Hádegismatur Ég geri oft svona ostavöfflur og fæ mér þá avókadó-salat ofan á eða léttsoðið egg. Ég á það til að henda í ketó „grjónagraut“ sem samanstendur af kotasælu, eggi og hörfræmjöli með rjóma og kanil, hitað í potti. Svo ef ég gríp mér eit thvað fljótlegt þá eru það salötin frá Local sem ég gerði í samstarfi með þeim og eru öll ketóvæn. Millimál Ef ég narta í eit thvað þá eru það stundum harðsoðin egg, pepperonistangir, hrökkkex, hnetur, ostur, einstöku sinnum fitubomba sem ég útbý og á í frysti. Kvöldmatur Við reynum að borða saman flest okkar þót t það sé ekki all taf á hefðbundnum tíma en við erum duglega að grilla langt fram yfir sumar og núna eru hamborgarar og steikur vinsælar. Ég geri mér sérstakt brauð undir minn borgara og uppáhalds er að bera fram með brie-osti og sykurlausum sult- uðum rauðlauk. Piparostasósa og steik með brokkolí steiktu upp úr nógu miklu smjöri er svo mjög vinsælt líka. 32 MATUR 21. ÁGÚST 2020 DV Lærði að elska brokkolí meira en góðu hófi gegnir María Krista Hreiðarsdóttir er grafískur hönnuður og einn helsti ketó-sérfræðingur Ís- lands. Hún segist hafa verið Íslandsmeistari í megrun en eftir að hún hafði kynnst ketó og lágkolvetnamataræði fann hún sína hillu. Hvað ætli hún borði á venjulegum degi? Guðrún Ósk Guðjónsdóttir gudrunosk@dv.is Ég vinn hjá sjálfri mér sem grafískur hönn­uður og matarbloggari en ég rek bloggsíðuna maria­ krista. com og held úti Insta­ gram­síðunni @kristaketo. Ég held líka námskeið og gaf út vefnámskeið núna í apríl þeg­ ar COVID mætti á svæðið,“ segir María Krista. „Ég fer eins oft og ég get á morgnana í leikfimi í Hress í Hafnarfirði sem er klárlega vinalegasta og besta stöðin á landinu, enda hef ég verið fastakúnni í rúm 15 ár held ég svei mér þá. Síðan taka við verkefni fyrir heildsölur og matvöruverslanir en ég vinn mikið í samstarfi við fyrir­ tæki, blogga og mynda upp­ skriftir. Ég hanna síðan mínar eigin gjafavörur ásamt eigin­ manninum, bý til uppskriftir og prenta á plöstuð spjöld sem seljast vel. Svo það er nóg að gera á heimilinu ásamt því að sinna barnabarni eins oft og mögulegt er og litla hundinum okkar Sólon.“ Ketó María Krista fylgir ketó og lágkolvetnamataræði til skipt­ is. „Það fer eftir hversu mikið ég er að baka og stússa fyrir bloggið. Baksturinn myndi flokkast meira undir lágkol­ vetnamataræðið og ég elska að baka og gera sykurlausar útgáfur af mínum uppáhalds­ mat. Það er hins vegar alltaf gott að grípa í ketó og kol­ vetnainntaka mín er oftast mjög lág.“ María Krista ver nánast öllum deginum í eldhúsinu „Ég elda mikið fyrir bloggið mitt og Instagram og er stöð­ ugt að þróa og prófa nýjar uppskriftir. Einhverjir kalla mig kannski góðan kokk og þá sérstaklega þeir sem eru á sama fæði og ég. Krakkarnir eru kannski ekki alltaf hrifnir þegar þeir heyra orðið „sykur­ laust“ en þeir hafa gott af því og borða nú allan mat sem ég set á borð fyrir þau,“ segir hún. Uppáhaldsmáltíð „Mér finnst steik mjög góð og hef lært að elska brokkolí meira en góðu hófi gegnir. Ég María Krista fylgir ketó og lágkolvetnamataræði til skiptis. MYND/ANTON BRINK reyndar lærði að borða græn­ meti þegar ég fór að fylgja ketó mataræðinu því það snýst svo sannarlega ekki ein­ göngu um beikon og egg. Ég er mikill kúrbítsaðdáandi, borða eggaldin, brokkolí og grasker sem meðlæti og nota hnúðkál í „kartöflusalatið.“ Ég hef lík­ lega sjaldan borðað eins mikið af fjölbreyttu grænmeti og nú. Ég elska einnig kalkún en ég passa mig á að hafa hann spari á jólunum og mögulega pásk­ um,“ segir María Krista. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.