Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
595 1000 . heimsferdir.is
60+
Tenerife vorið 2020
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a.
Frá kr.
239.995
Fararstjóri: Gunnar Svanlaugsso
Komið í sölu!
18. apríl í 18 nætur
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Hægt verður að hefja hleðslu raf-
geyma Herjólfs upp úr miðjun mán-
uði, ef allt gengur að óskum. Þá verða
sjö mánuðir liðnir frá því skipið kom
til landsins, með megnið af búnaði til
rafhleðslu, og nærri hálft ár frá því
skipið hóf áætlanasiglingar. Þennan
tíma hefur skipið verið knúið með
dísilvél.
Rafhleðsluturnarnir sem notaðir
eru til að hlaða rafgeyma Herjólfs
voru settir upp í Vestmannaeyjahöfn
og Landeyjahöfn í haust og þá höfðu
rafstrengir verið lagðir að þeim.
Ekki tókst að fá búnaðinn í Vest-
mannaeyjum til að virka þótt skipið
væri tekið úr rekstri á meðan verið
var að stilla búnaðinn.
Tölva með þrívíddarauga stýrir
klónni í hleðsluarminum í innstung-
una í skipinu. Tæknimenn frá fram-
leiðendum búnaðarins urðu frá að
hverfa í nóvember, töldu að galli væri
í stýribúnaðinum. Guðbjartur Ellert
Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs
ohf., segir að búið sé að finna út úr
þessu og tæknimenn frá framleið-
anda búnaðarins, þýska fyrirtækinu
Stemmann, séu væntanlegir um
miðja vikuna til að koma hleðsluturn-
inum í lag. Í byrjun næstu viku sé síð-
an von á tæknimönnum frá framleið-
anda rafbúnaðar skipsins, sænska
fyrirtækinu ABB, til að stýra hleðslu
á rafgeyma skipsins. Samskonar
búnaður í Landeyjahöfn er nánast
frágenginn.
Guðbjartur segir að reynt verði að
skipuleggja vinnuna þannig að áætl-
un Herjólfs raskist ekki.
Vistvænni og ódýrari rekstur
Herjólfur er svokallað tvíorkuskip.
Það getur siglt fyrir raforku af raf-
hlöðum sem hlaðnar eru með raf-
magni frá landi og orku frá skrúfu,
fyrir afli dísilvélar eða notað báða
orkugjafa. Guðbjartur segir að hver
hleðsla eigi að duga fyrir siglingu á
milli Vestmannaeyja og Landeyja-
hafnar og skipið fái síðan hleðslu í
höfn fyrir næstu ferð. Hann segir
viðbúið að skipið verði einnig knúið
með dísilvél, til dæmis þegar því er
lagt að bryggju. Þá dugar rafmagnið
skammt þegar Landeyjahöfn er lok-
uð vegna veðurs og sigla þarf til Þor-
lákshafnar. Þar er heldur ekki að-
staða til hleðslu skipsins.
„Við erum orðin spennt að fá þenn-
an búnað. Reksturinn verður vist-
vænni og ódýrari og hljóðvist skips-
ins enn betri en með dísilvélum,“
segir Guðbjartur.
Hann segir að eftir sé að meta
hversu mikill kostnaður við olíukaup
sparist þegar rafhleðslubúnaðurinn
kemst í notkun. Framleiðandinn gefi
upp að 40-45% olíukaupa sparist en
sjálfur segist hann vera varkárari og
miða við 35-40% sparnað. Hann segir
að margir óvissuþættir séu í þessu,
meðal annars hversu oft þurfi að
sigla til Þorlákshafnar. Þá sé hægt að
hafa stjórn á kostnaðinum með stýr-
ingu á hraða skipsins. Allt komi þetta
í ljós á næstu vikum og mánuðum.
Ekki valdið erfiðleikum
„Það er leiðinlegt að við skulum
ekki vera byrjuð að hlaða skipið úr
landi. Ég held að menn hafi gert allt
sem þeir hafa getað til koma því á.
Þetta er vonandi að koma,“ segir Íris
Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum. Hún segir að það valdi
ekki erfiðleikum fyrir Eyjamenn þótt
skipið noti dísilvélar og ekki hafi orð-
ið þjónusturof vegna vinnu við
hleðsluturnana vegna þess að gamli
Herjólfur hafi getað hlaupið í skarð-
ið. Erfiðara sé fyrir rekstraraðilann
að þurfa oft að gera nýjar áætlanir.
„Við skiljum það vel í sjávarútvegs-
byggðum að ýmislegt getur komið
upp þegar nýtt skip er tekið í notk-
un.“
Búið að leysa vandamálið
Tæknimenn væntanlegir til Eyja til að koma rafhleðslubúnaði Herjólfs í gang
Skipið hefur siglt fyrir dísilolíu frá því það kom til landsins fyrir sjö mánuðum
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Sigling Herjólfur sigldi sína fyrstu áætlunarferð á milli lands og Eyja undir
lok júlímánaðar. Hann fær enn orku sína frá dísilvél.
Íris
Róbertsdóttir
Guðbjartur Ellert
Jónsson
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Ég er búinn að vera búsettur í
Ástralíu í ein 30 ár og þetta er
versta sumar sem ég hef upplifað
hér. Ástandið er
hræðilegt,“ segir
Þorvaldur
Hreinsson, sem
býr í bænum
Eden á austur-
strönd Ástralíu,
skammt frá
verstu hamfara-
svæðum kjar-
reldanna í Nýju
Suður-Wales.
Sökum vinnu
sinnar á dráttarbáti hefur Þorvald-
ur ekki verið í Eden undanfarna
daga. Var hann staddur í Melbo-
urne þegar Morgunblaðið náði tali
af honum í gær. Hann hafði þá
verið í daglegu sambandi við ástr-
alska eiginkonu sína í Eden og vini
sem þar búa. Í bænum búa um
3.500 manns.
Eldar allt í kringum bæinn
Þykkur reykjarmökkur liggur
yfir Eden og að sögn Þorvaldar
voru eldarnir aðeins í 2-3 kíló-
metra fjarlægð frá bæjarmörkun-
um. Var íbúum skipað að yfirgefa
heimili sín og koma sér á öruggan
stað. Hefur eiginkona Þorvaldar,
ásamt vinafólki, dvalið um borð í
dráttarbáti við höfnina í Eden síð-
ustu tvo daga. Þorvaldur segir að
um varúðarráðstöfun hafi verið að
ræða, í gær hafi ástandið eitthvað
lagast þar sem vindáttin breyttist
úr suðvestri í norðaustur. Hitinn
er eftir sem áður gríðarlegur,
þannig komst hann í 49,6 gráður í
Sydney.
„Eldurinn kom ekki inn í Eden
og það hefur ekkert brunnið í
bænum sjálfum, en það hafa orðið
miklar skemmdir í sveitunum í
kring. Það er of snemmt að segja
til um eyðilegginguna því það er
svo mikill svartur og þykkur reyk-
ur alls staðar,“ sagði Þorvaldur við
Morgunblaðið.
„Versta sumar sem
ég hef upplifað hér“
Íslendingur í Ástralíu segir ástandið vegna elda hræðilegt
Þorvaldur
Hreinsson
AFP
Brennur Kjarreldar brenna víða í suðausturhluta Ástralíu. Hér í bænum
Moruya, suður af Batemans-flóa í Nýju Suður-Wales, í fyrradag.
Enginn Íslendingur í Ástralíu hafði
leitað til borgaraþjónustu utanrík-
isráðuneytisins í gær þegar Morg-
unblaðið hafði samband.
Sveinn H. Guðmarsson, fjöl-
miðlafulltrúi utanríkisráðuneyt-
isins, sagði jafnframt að utanrík-
isráðuneytið hefði ekki gefið út
ferðaviðvörun vegna kjarreldanna í
Ástralíu en sagði að slíkt væri
sjaldan gert. Hann benti þó á við-
varanir utanríkisráðuneyta Norð-
urlandanna og Bretlands, en þau
ríki gætu í flestum tilfellum gefið
mun ítarlegri og betri viðvaranir,
enda með meiri starfsemi í Ástr-
alíu.
Hann sagði utanríkisráðuneytið
þó vitanlega fylgjast grannt með
málum.
Enginn leitað til borgaraþjónustu
ÍSLENDINGAR Í ÁSTRALÍU
Margra jarðskjálfta varð vart um
helgina, t.d. varð stór skjálfti við
Bárðarbungu í Vatnajökli um klukk-
an hálffimm í fyrrinótt. Mælingar
gefa til kynna að skjálftinn hafi verið
af stærðinni 4,8. Samkvæmt upplýs-
ingum á vef Veðurstofu Íslands
fylgdi að minnsta kosti einn stór eft-
irskjálfti í kjölfarið, rétt fyrir klukk-
an fimm í fyrrinótt, 4,0 að stærð.
Fyrri skjálftinn, að stærð 4,8, er
með þeim stærri sem orðið hafa við
Bárðarbungu frá því að gosi lauk í
henni í febrúar 2015.
Síðast voru fluttar fréttir af
skjálftum í Bárðarbungu í nóv-
ember, en stærsti skjálftinn í þeirri
hrinu var 4,0 að stærð.
Þá hófst töluverð jarðskjálfta-
hrina á Reykjaneshrygg á níunda
tímanum í gærmorgun, og voru
skjálftarnir á bilinu 2,1 til 3,6 að
stærð. Á vef Veðurstofunnar kemur
fram að jarðskjálftar séu algengir á
þessu svæði og að síðasta jarð-
skjálftahrina hafi átt sér stað í nóv-
ember á síðasta ári.
Morgunblaðið/RAX
Skjálftar Bárðarbunga fönguð á
flugi. Hún skalf um helgina.
Bárðar-
bunga skalf
um helgina