Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 6

Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 Nú er tími til að etja mannbrodda á skóna þína Eigum mikið úrval Við erum hér til að aðstoða þig! - Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður - Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 ÚTSALAÁRSINSALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR AF YFIR 1000VÖRUM. ALLT AÐ 50.000 AFSLÁTTUR AFYFIR 300 FARTÖLVUM ÚTSALAN Á FULLU Í TÖLVUTEK Opið í dag 10-18 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Góðum árangri í íþróttum fylgja alltaf miklar væntingar um að gert sér enn betur. Íslendingar hafa sterkar skoðanir á fótbolt- anum sem er vel og staðfestir að hann skiptir okkur miklu máli,“ segir Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. „Þegar vel gengur, eins og í fót- boltanum síðustu ár, hefur það um margt jákvæð áhrif á samfélagið og iðkendum fjölgar. Í dag eru skráðir 28 þúsund iðkendur í skipulögðu knattspyrnustarfi að- ildarfélaga KSÍ og hafa aldrei ver- ið fleiri. Að börnin okkar hreyfi sig og séu þátttakendur í íþrótt- um, til dæmis fótbolta, er mik- ilvægt fyrir félagsþroska og lýð- heilsu almennt. Í þessu liggur hin dýpri merking fótboltans og íþrótta almennt.“ Við ætlum aftur á EM Íslendingar eru knattspyrnu- þjóð. Þátttakan er almenn, hvort sem fólk æfir, mætir á völlinn, fylgist með í sjónvarpinu eða ræð- ir málin í kaffitímanum í vinnunni. Nú horfa margir til þess að karla- landslið Íslands nái á EM í knatt- spyrnu í sumar. Hvort af því verði skýrist að hluta þann 26. mars næstkomandi, en þegar landslið Íslands og Rúmeníu mætast á Laugardalsvelli, ef aðstæður leyfa. Liðið sem þar vinnur mætir svo annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi á útivelli og þar ráðast úrslit. „Möguleikar Íslands á því að komast á EM í þessu umspili eru góðir þó liðin í umspilinu séu fjög- ur,“ segir Guðni. „Við áttum góða heimaleiki síðasta sumar bæði á móti Tyrklandi og Albaníu í riðli með sterkum liðum innanborðs. Í riðlakeppninni í fyrra var mikið um meiðsli lykilmanna í íslenska landsliðinu og í þeim 10 lands- leikjum sem við lékum voru í byrj- unarliði okkar alls 23 leikmenn, borið saman við 14 fyrir EM árið 2016. Árangurinn var því góður í því ljósi þó við kæmust ekki áfram í fyrstu lotu. Mestu skiptir samt nú að bæði leikmenn okkar og þjálf- arar eru einbeittir og ætla sér alla leið. Við ætlum okkur aftur á EM.“ Lengra Íslandsmót og bikarkeppni neðri deilda Á líðandi stund er unnið að margvíslegum umbótum í knatt- spyrnustarfinu á Íslandi. Á síðustu þremur árum hefur KSÍ greitt að- ildarfélögum sínum alls 650 millj- ónir króna af þeim fjármunum sem sambandið fékk eftir þátttöku í EM og HM. Á vettvangi sam- bandsins sjálfs er svo verið að end- urskoða hina ýmsu þætti starfsins. Í skoðun er meðal annars að lengja Íslandsmót karla í knatt- spyrnu þannig að Pepsi Max-deild karla verði mögulega leikin í þremur umferðum í stað tveggja nú. Einnig er verið að skoða um- spil í næst efstu deild og að efna til bikarkeppni neðri deilda, breyta fyrirkomulagi á starfi og mótum yngri flokka og svo mætti áfram telja. „Mér finnst gaman að heim- sækja aðildarfélög úti á landi og finna hvað fótboltinn skiptir oft miklu máli þar. Oft er knatt- spyrnan og gengi heimaliðsins stór þáttur í bæjarlífinu,“ segir Guðni og ítrekar í þessu sambandi mikilvægi þess að rekstrar- umhverfi knattspyrnufélaga sé heilbrigt. Víða sé barna- og ung- lingastarfið rekið sérstaklega með æfingagjöldum iðkenda ásamt frí- stundastyrkjum sveitarfélaga og utanaðkomandi stuðningi eftir at- vikum. „Starfsumhverfi afreks- íþróttanna er þungt sérstaklega nú þegar fyrirtækin eru að draga saman í stuðningi við íþróttir og launakostnaður leikmanna kannski hærri en æskilegt er. Við verðum að vinna saman að því að rekstur félaga verði sjálfbær og starfsumhverfið heilbrigt. Við megum heldur ekki gleyma því að fótboltinn skilar líka miklu til samfélagsins. Skattasporið er áætlað um tveir milljarðar, en á móti fær knattspyrnustarfið tæp- lega 100 milljónir kr. á ári frá rík- inu.“ Mikilvægir innviðir Byggjum nýja höll og nýjan völl, sagði Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, þegar val á íþróttamanni ársins var kynnt. Formaður KSÍ segist fagna þessum orðum nafna síns, sem sýni framsýni og góðan skilning hans á gildi íþrótta fyrir sam- félagið. Óumdeilt sé að nýjan þjóðarleikvang þurfi í Laugar- dalnum. Undirbúningsfélag á veg- um Reykjavíkurborgar, ríkisins og Knattspyrnusambands Íslands vinni nú að útboði vegna grein- ingar og áætlanagerðar á þeim valkostum sem er í stöðunni með Laugardalsvöll. Þeirri vinnu mun ljúka með vorinu. „Þetta er í þriðja sinn á 4-5 árum sem farið er þarfagreiningu og áætlanagerð vegna nýs leik- vangs. Vonandi verður síðar á þessu ári komið að því að stjórn- völd taki af skarið. Íþróttamann- virki eru á meðal mikilvægra inn- viða hvers samfélags og kominn er tími á framkvæmdir.“ Lýðheilsa, félagsþroski og dýpri merking fótboltans Morgunblaðið/Sigurður Bogi Knattspyrna Mér finnst gaman að heimsækja aðildarfélög úti á landi og finna hvað fótboltinn skiptir oft miklu máli þar, segir Guðni Bergsson. Ætla með einbeitni á EM  Guðni Bergsson er fæddur árið 1965, er lögfræðingur að mennt og starfaði um nokkurt skeið sem lögmaður í Reykja- vík. Atvinnumaður í knatt- spyrnu hjá Tottenham Hotspur FC 1989-1993 og Bolton 1995- 2003. Fyrr á árum leikmaður Vals og á að baki 80 leiki með A-landsliði Íslands.  Formaður Knattspyrnu- sambands Íslands frá árinu 2017. Hefur í tímans rás sinnt ýmsum félags- og trúnaðar- störfum tengdum fótbolt- anum, svo sem í tengslum við Val og erlendis. Einn af stofn- endum Knattspyrnuakademíu Íslands. Hver er hann? Guðni Einarsson gudni@mbl.is Almenn komugjöld sjúkratryggðra á heilsu- gæslustöð á dagvinnutíma lækkuðu úr 1.200 krónum í 700 krónur þann 1. janúar 2020. Lækkunin nær til þeirra sem skráðir eru á við- komandi heilsugæslustöð. Fari sjúkratryggður einstaklingur á heilsugæslustöð þar sem hann er ekki skráður er komugjaldið áfram 1.200 krónur. En hvað er að vera skráður á heilsu- gæslustöð? „Allir eru skylduskráðir á heilsugæslustöð. Þú getur valið þér heilsugæslustöð, en ef þú ger- ir það ekki þá ertu settur á tiltekna stöð,“ sagði Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins. Hann segir algengast að fólk sé skráð á heilsugæslustöð í hverfinu þar sem það býr. Sumir kjósi þó að skrá sig á aðra heilsugæslustöð, t.d. í hverfi þar sem þeir bjuggu áður og þar sem þeir þekkja starfsfólkið. „Tilgangurinn er sá að hvetja fólk til að skrá sig á þá heilsugæslustöð sem það notar mest,“ sagði Óskar. Hann segir að það að nota sömu heilsugæslustöð stuðli að betri heilbrigðisþjón- ustu en ef fólk fer alltaf á nýja og nýja stöð í hvert skipti sem það þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Auk þess að skrá sig á heilsugæslustöð getur fólk einnig valið sér og skráð tiltekinn heim- ilislækni. Um 70% notenda heilsugæslunnar hafa gert það, að sögn Óskars. Hægt er að leita upplýsinga um hvar maður er skráður á heilsugæslustöð á vef Sjúkratrygg- inga Íslands (sjukra.is) og á vefnum heilsuvera- .is. Aðgangur að þessum vefjum fæst með raf- rænum skilríkjum. Hægt er að breyta skráningu á heilsugæslustöð á vefnum hjá Sjúkratryggingum Íslands. Komugjöld falla niður 2021 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra greindi frá því 19. desember sl. að komugjöld í heilsugæslu yrðu felld niður í áföngum. Lækkun komugjalda nú kostar um 135 milljónir króna á árinu. Líkt og verið hefur greiða börn, aldraðir og öryrkjar ekki komugjöld í heilsugæslu. Áformað er að fella komugjöld í heilsugæslu á dagvinnutíma niður að fullu á næsta ári og er kostnaður vegna þess áætlaður um 350 milljónir króna. Lægra komugjald hjá þeim skráðu  Lækkun komugjalda nær til heilsugæslustöðva þar sem fólk er skráð  Fullt gjald annars staðar Morgunblaðið/Eggert Heilsugæsla Komugjöld hafa lækkað. Sjúkraflutningamenn tóku um klukkan þrjú á laugardag á móti dreng í sjúkrabíl á lóð Landspít- alans í Reykjavík. Í samtali við mbl.is á laugardag sagði slökkviliðsmaður að um klukkan hálfþrjú hefði slökkviliðinu borist tilkynning um konu sem komin væri með hríðir og stutt væri á milli þeirra. Var henni þó treyst til að fara í bílinn. „Við treystum henni þó til að fara inn í bíl og bárum hana því inn í sjúkrabílinn,“ sagði hann. Svo mikill asi var þó á drengnum að hann kom í heiminn á bílastæði fæðingardeildarinnar og tóku sjúkraflutningamenn á móti honum þar, sem fyrr segir. Að sögn slökkviliðsmannsins heilsaðist bæði móður og barni vel. Fæddi í sjúkrabíl fyrir utan fæðingardeild Morgunblaðið/Ófeigur Lýðsson Fæðing Tekið var á móti dreng í bílnum. Móður og barni heilsast vel.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.