Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Innflutningur gripa af erlendum
mjólkurkúakynjum eða holdanauta-
kynjum á síðustu áratugum og öld-
um hefur nánast engin áhrif haft á ís-
lenska kúakynið.
Stofninn er nor-
rænn, líklegast
frá Noregi eins og
saga okkar gefur
til kynna. Stofn-
inn hefur erfða-
lega mikla sér-
stöðu og er
verndargildi hans
mikið.
Þetta er meðal
niðurstaðna úr doktorsverkefni
Egils Gautasonar sem snýst um
erfðamengjakynbætur íslenskra kúa
og smárra mjólkurkúastofna. Grein
hans og leiðbeinenda hans við Ár-
ósaháskóla var nýlega birt í Acta
Agriculturea Scandinavica, ritrýndu
vísindariti norrænna búvísinda-
manna. Greinin er um skyldleika ís-
lenskra kúa við önnur kyn og eru
fyrstu niðurstöður doktorsverkefnis
hans.
Norðurnorrænt kúakyn
„Íslenskar kýr eru norrænar að
uppruna. Tilheyra hópi norðurnor-
rænna kúakynja og má gera ráð fyrir
að þær séu norskar að uppruna eins
og saga okkar bendir til,“ segir Egill.
Hann segir ekki hægt að staðfesta
norska upprunann þar sem arfgrein-
ingar eru ekki til fyrir norsku land-
kynin. Í þeim hópi norðurnorrænna
kúakynja sem það íslenska tilheyrir
eru meðal annars sænskar fjallakýr,
finnsku landkynin og svartsíðóttar
Þrænda- og Norðlandskýr. Íslenski
stofninn er eini stóri og óblandaði
stofninn innan þessa hóps.
Egill rannsakaði sérstaklega
skyldleika við bresk kúakyn sem
ekki hafði verið gert áður. Hann fann
ekki skyldleika þar á milli.
Egill segir að niðurstöður sínar
um uppruna íslenska kúastofnsins
séu í samræmi við fyrri niðurstöður
en með betri gögnum og nýjum
rannsóknaraðferðum sé hægt að
fullyrða að þær séu óyggjandi.
Rannsóknin rennir stoðum undir
erfðafræðilega sérstöðu íslenskra
kúa. „Það kemur heldur ekki á óvart
enda hefur stofninn verið einangr-
aður hér nánast frá landnámi. Svo
löng einangrun gerir stofninn ólíkan
stofnum á meginlandinu. Mér vitan-
lega hefur aldrei verið sýnt fram á
þetta með óyggjandi hætti fyrr en
nú,“ segir Egill.
Út frá þessu er það niðurstaða Eg-
ils að verndargildi stofnsins sé ótví-
rætt mjög mikið.
Rannsókn á áhrifum innflutnings
erlendra gripa bendir til að þau séu
nánast engin. „Meginniðurstaðan er
að stofninn er mjög hreinn, nánast
alveg óblandaður,“ segir Egill en
bætir því við að erfitt sé að fullyrða
meira. Niðurstöðurnar geti bent til
innflutnings á gripum sem ekki séu
heimildir til um en að það hafi nánast
engin áhrif haft á stofninn. Það kom
honum á óvart að innflutningur á
dönskum rauðum kúm er varla finn-
anlegur þrátt fyrir að nokkrar heim-
ildir séu um innflutning slíkra gripa.
Hann hefur allavega ekki haft var-
anleg áhrif. Þá kemur fram í grein
hans að holdakynin Galloway, Limo-
usin og Aberdeen Angus hafa haft
hverfandi áhrif á íslenska kúastofn-
inn.
Ný aðferð við kynbætur
Fyrirtæki íslenskra kúabænda
styrkja rannsókn Egils enda er verið
að undirbúa breytingar á kynbótum
mjólkurkúa. Taka upp erfðamengja-
kynbætur, eins og tíðkaðar eru í ná-
grannalöndunum. Ganga þær út á
það að kanna erfðamengi kálfa til að
spá fyrir um hversu góðir kynbóta-
gripir þeir muni verða sem reynd
naut í stað þess að meta kynbótagildi
þeirra á síðari stigum. Það mun flýta
mjög kynbótum stofnsins.
Egill mun rannsaka skyldleika-
rækt, áhrif úrvals og tengsl við ýmsa
eiginleika. Þá mun hann rannsaka
öryggi erfðamengiskynbótamats
fyrir íslenska stofninn með mismun-
andi aðferðum.
Engin áhrif af innflutningi kúa
Staðfest er með rannsókn að íslensku kýrnar eru upprunalega frá Noregi Engin áhrif frá Bret-
landi Stofninn er erfðafræðilega ólíkur öllum stofnum á meginlandinu Verndargildi hans ótvírætt
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Sveitin Kýrnar reknar í haga að loknum mjöltum. Breytingar eru í farvatninu á aðferðum við kynbótastarfið.
Egill Gautason
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Bara ágætlega. Ég kvarta ekki,
sérstaklega miðað við árstíma,“ seg-
ir glaðbeittur verslunarrekandinn
Björg Ragnarsdóttir, spurð um
gengi verslunarinnar Borgar í
Grímsnesi. Björg og maðurinn
hennar, Þórður Ingi Guðnason, end-
urvöktu rekstur verslunarinnar
Borgar um miðjan desember en
eins og Morgunblaðið greindi frá í
vor var versluninni lokað fyrir
páska í fyrra.
Þótti mikill missir að og segir
Björg að enduropnun verslunar-
innar hafi verið tekið vel. Segir hún
þó að það hafi vitanlega verið áskor-
un að byrja reksturinn á miðjum
vetri, en bætir við: „En það er
ágætt að vera aðeins búin að læra á
þetta áður en sumartörnin hefst.“
Hún segir að viðskiptavinir versl-
unarinnar séu blandaður hópur
heimamanna og erlendra ferða-
manna. Spurð um aðdraganda þess
að Björg og maðurinn hennar hófu
rekstur Borgar segir Björg að þau
sem keyptu húsið þar sem verslunin
er þekki Björgu, og hafi spurt hana
hvort hún vildi taka við rekstrinum.
„Þau virðast hafa borið slíkt traust
til mín að þau spurðu mig hvort ég
vildi taka við rekstrinum hérna,“
segir hún og að hún og maðurinn
hennar séu alveg ný þegar kemur
að rekstri verslana. „Þetta er algjör
jómfrúarferð fyrir okkur.“
„Heimamenn virðast vera mjög
glaðir,“ segir Björg um viðtökurnar.
Hjónin búa í Þorlákshöfn, en Þórð-
ur vinnur á Sólheimum og er þar
aðra hverja viku. Segir Björg því
mega segja að þau séu ný á svæð-
inu, en komu þeirra hafi verið tekið
vel. „Okkur finnst við aldrei hafa
verið eins velkomin neins staðar áð-
ur.“
Borg komin aftur á skrið
Áskorun að hefja verslunarrekstur um miðjan vetur
Ljósmynd/Aðsend
Verslunarrekendurnir Björg Ragn-
arsdóttir og Þórður Ingi Guðnason.
Kvika banki er
nýr styrktaraðili
Reykjavíkur-
skákmótsins
sem haldið er í
mars ár hvert í
Hörpu, að sögn
Gunnars Björns-
sonar, forseta
Skáksambands
Íslands. Segir
hann mótið ekki
standa höllum fæti í kjölfar falls
Gamma.
Gamma hefur á undanförnum
árum verið aðalstyrktaraðili
mótsins á og hefur því mótið bor-
ið heitið Gamma Reykjavik Open
síðastliðin 3 ár.
Fjöldi skákmanna leggur leið
sína á Reykjavíkurmótið á ári
hverju og voru keppendur í fyrr á
þriðja hundrað manns frá um 40
löndum. Í ár er búist við svip-
uðum fjölda keppenda, enda hefur
mótið fest sig í sessi meðal virt-
ustu opnu skákmóta heims.
Kvika styrkir Reykja-
víkurskákmótið
Gunnar
Björnsson