Morgunblaðið - 06.01.2020, Page 11

Morgunblaðið - 06.01.2020, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 BROTINN SKJÁR? Við gerum v allar tegun síma, spjaldtö og Apple t ið dir lva, ölva Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a Áramótahappdrætti Sjálfsbjargar Dregið var þann 31. desember 2019 1. Bifreið, Mitsubishi Outlander PHEV 2020 að verðmæti kr. 4.790.000 42405 2.-21. Ferðavinningur frá Icelandair, hver að verðmæti kr. 400.000 4715 5516 6133 9922 10431 13358 13563 15572 19470 22022 24063 30667 31151 32089 32522 37538 37762 40353 43955 45460 22.41. Ferðavinningur frá Icelandair, hver að verðmæti kr. 200.000 1049 1732 2155 2488 10676 13393 13950 18418 22524 25238 26524 30778 30797 34927 40092 42984 45634 47173 48735 48858 42.-51. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 400.000 1891 7461 11137 16156 16329 28973 39202 43046 45017 45381 52.-71. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 200.000 403 1709 2039 3309 5041 7367 7485 11421 21380 21388 21446 22366 23701 28675 29077 38064 38193 41157 43770 47449 72.-96. Vöruúttekt hjá Samsungsetrinu, hver að verðmæti kr. 100.000 940 2623 3185 5026 6880 7997 15387 18090 19457 20338 23494 25972 26848 26971 27814 30008 30284 33372 35801 37109 38510 39842 41907 46545 49407 Birt án ábyrgðar. Handhafar vinningsmiða eru vinsamlega beðnir um að framvísa þeim á skrifstofu Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra að Hátúni 12, 105 Reykjavík, 3ju hæð, opið milli kl. 10:00-12:00 og 12:30-15:00 virka daga, sími 5500 360. Byrjað verður að greiða út vinninga þann 13. janúar 2020. Vinningaskrá er einnig birt á vefsíðu samtakanna, www.sjalfsbjorg.is. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning. Vinningar og vinningsnúmer Þórshöfn | Grimmt var teflt um tit- ilinn skákmeistari Þórshafnar á gamlársdag og mættu þá harðsvír- aðir skákmenn til leiks. Tefldar voru tíu mínútna skákir og þriggja tíma viðureign lauk með því að Haukur Þórðarson hélt titlinum og bikarnum en það er þriðja ár hans sem skákmeistari Þórshafnar. Áhugi á skákíþróttinni er að glæðast á ný á Þórshöfn eftir nokkra lægð og í grunnskólanum er nú lögð rækt við þessa hugar- leikfimi og kom m.a. kennari frá Skáksambandi Íslands í skólann fyrir jól með fræðslu fyrir nem- endur og kennara. Fyrir tuttugu árum, árið 1999, var fyrst blásið til keppni um tit- ilinn skákmeistari Þórshafnar en þá var hér áhugasamur skákmaður og kennari sem reif upp skákmenn- ingu í plássinu. Það var Angantýr Einarsson og varð hann einnig fyrsti skákmeistari þess árs, eins og sjá má á farandbikar sem enn er í umferð. Angantýs var minnst með virðingu á skákmótinu núna á gamlársdag en þá var aðeins vika frá andláti hans en hann lést á að- fangadag. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Skákmenn Haukur Þórðarson fremstur með bikarinn og standandi f.v. eru Kristján Úlfarsson, Sigurður R. Kristinsson og Óli Þorsteinsson. Skákmeistari ver titilinn  Skákmenn á Þórshöfn kvöddu 2019 og kepptu á gamlársdegi Veronika S. Magnúsdóttir veronika@mbl.is Dórófónn er hljóðfæri sem sjaldan ber á góma. Þó fær ljós hans að skína í einni aðalsenu kvikmyndar- innar Jókersins, sem tónskáldið Hildur Guðnadóttir leikur undir og hefur hlotið mikið lof fyrir. Golden Globe- verðlaunahátíðin fór fram í gær- kvöld og var Hildur tilnefnd til verðlauna fyrir framlag sitt til myndarinnar. Ekki var orðið ljóst hvort Hildur hefði unnið til verðlauna þegar Morgunblaðið fór í prentun í gærkvöld. Í senu þar sem Jókerinn dansar á barmi taugaáfalls á almenningssal- erni er verk Hildar leikið undir, „Bathroom dance“, og í því notar hún dórófóninn, sem er smíð Hall- dórs Úlfarssonar, hönnuðar, mynd- listarmanns og gamals skólabróður hennar úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Dórófónn heitir í höfuðið á Halldóri og er hluti af doktors- rannsókn hans við Háskólann í Sus- sex í Bretlandi. Verkefnið hófst þó í myndlistarnámi hans í Finnlandi nokkru fyrr. Dórófónn er eins konar strengja- hljóðfæri með endurómi. Hljóðinu svipar til sellós, rafmagnsgítars og orgels. Halldór útskýrir að hljóðið sé svipað og það sem út kom þegar Jimi Hendrix tróð rafmagnsgítarnum sínum í magnara á Woodstock: „Þá myndast endurómur. Þess vegna er sérkennilega kunnugur og ókunnugur tónn í honum þar sem maður þekkir strengjahljóminn,“ segir hann. Áferðin er síðan eins og á rafmagnsgítar en loks kemur inn „orgelstemning“ þegar tónar verða útdregnir og þeim leyft að dreifast hægt og bítandi, eftir því hvernig endurómurinn vill haga sér, að sögn Halldórs. „Þegar ég fór að taka verkefnið al- varlegar og það varð að hönn- unarverkefni frekar en myndlist- arverkefni þá sýndi Hildur þessu strax áhuga. Þar sem hún er bæði flytjandi, tónskáld og sellóleikari að mennt fangaði þetta áhuga hennar á tilraunakenndri raftónlist og selló,“ sagði hann. Hún er ekki að nota dórófóninn í fyrsta skipti og gætir hans til að mynda í fyrri verkum hennar og Jóhanns Jóhannssonar heitins, til dæmis kvikmyndunum Arrival og Sicario. Hljóðfærið sem setti svip sinn á Jókerinn  Dórófónninn skapar drungalega stemningu í verki Hildar Ljósmynd/Sammi Drew Hljóðfærið Halldór Úlfarsson hefur um nokkurt skeið unnið að dórófón- inum. Hann hljómar í einni af aðalsenum kvikmyndarinnar Jókersins. Hildur Guðnadóttir Karlmaður sem stungið hafði annan með hnífi var í fyrrakvöld handtekinn í Garðabæ. Eftir að tilkynning barst lögreglu fór vopnuð sérsveit lögreglunnar á staðinn, hvar hún handtók árásar- manninn og færði hann í fangageymslur. Fórnarlambið er ekki í lífshættu, að því er fram kemur í frétt RÚV um málið. Lögreglan á Suðurnesjum handtók sömuleiðis tvo karlmenn vegna hníf- stunguárásar, að morgni nýársdags. Rannsókn þess máls er langt á veg komin. Mönnunum tveimur hefur ver- ið sleppt úr haldi og er fórnarlambið ekki í lífshættu. Þrír handteknir vegna hnífstunguárása Morgunblaðið/Eggert Við aðgerðir Vopnuð sérsveit handtók mann sem hafði stungið annan með hnífi. Ljósmynd úr safni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.