Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
ÚTSALA
afsláttur af völdum
ljósum.
Allt að
70%
6. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 122.69 123.27 122.98
Sterlingspund 160.4 161.18 160.79
Kanadadalur 94.43 94.99 94.71
Dönsk króna 18.266 18.372 18.319
Norsk króna 13.855 13.937 13.896
Sænsk króna 12.976 13.052 13.014
Svissn. franki 125.94 126.64 126.29
Japanskt jen 1.1346 1.1412 1.1379
SDR 169.39 170.39 169.89
Evra 136.52 137.28 136.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.0053
Hrávöruverð
Gull 1520.55 ($/únsa)
Ál 1799.5 ($/tonn) LME
Hráolía 66.28 ($/fatið) Brent
● Vaxandi spenna á milli Bandaríkj-
anna og Íraks hafði mikil áhrif á
hlutabréfaverð víða í Mið-Aust-
urlöndum á sunnudag. Við lokun
markaða hafði aðalvísitala hluta-
bréfamarkaðarins í Kúveit lækkað
um 4% og vísitala Tadawul-
kauphallarinnar í Sádi-Arabíu lækkað
um 2,4%.
Þá hefur olíuverð hækkað, eins og
oft vill verða þegar aukin hætta þykir
á átökum og röskun á hvort heldur
framleiðslu eða flutningum á olíu í
þessum heimshluta. Nam hækkunin
fyrir helgi nærri 4%. ai@mbl.is
Hlutabréf lækka í
Mið-Austurlöndum
á borð við astaxanthín sem hefur
mikla andoxunarvirkni og gerir
hinum ýmsu vefjum líkamans gott
á marga vegu. „Uppbyggingin hjá
KeyNatura hefur gengið vel og er
nú svo komið að þörungafram-
leiðslan rauf 90.000 lítra markið á
síðasta ári, en þörungaræktunin
fer fram með nýjum og mjög skil-
virkum aðferðum sem við höfum
þróað sjálf og eru í einkaleyfisum-
sóknaferli,“ útskýrir Sjöfn.
SagaNatura framleiðir hráefni
og fæðubótarefni undir merkjum
samstarfsfyrirtækja og framleiðir
að auki eigin neytendavörur sem
seldar eru undir merkjum Key-
Natura. Spannar framleiðslan allt
frá hráefnum sem notuð eru í
snyrtivörur, yfir í fæðubótarefni
og gæludýrafóður, og segir Sjöfn
jafnvel mögulegt að íslenskt astax-
anthín verði notað sem fóðurbætir
í fiskeldi þegar fram í sækir.
Starfsmenn fyrirtækisins eru í dag
sautján talsins og má finna Sag-
aNatura-vörur til sölu í löndum
eins og Bandaríkjunum og Kína,
Frakklandi, Þýskalandi, Kanada
og Nýja-Sjálandi auk Íslands.
Rækta þörunga með
mjög skilvirkum hætti
Heyra má á Sjöfn að vöxturinn
er hvað mestur í astaxanthtín-
tengdri framleiðslu en undanfarin
misseri og ár hefur reglulega mátt
lesa um kosti astaxanthíns í
heilsu- og læknaritum og eftir-
spurnin í samræmi við það.
Hvannar-vörurnar þarf aftur á
móti að kynna fyrir nýjum neyt-
endum enda heilsubætandi eigin-
leikar íslenskrar hvannar ekki á
allra vitorði. Astaxanthínið er
dregið úr þörungum sem SagaNat-
ura ræktar í stýrðu umhverfi sem
tryggir hreinleika vörunnar en
Sjöfn segir aðferðir fyrirtækisins
bæði hámarka nýtingu á raforku,
mannafli og plássi. „Það eru fleiri
um hituna á astaxanthín-markað-
inum og er það ekki bara fram-
leiðslutæknin okkar sem veitir
okkur sérstöðu heldur líka sú vís-
indalega þekking sem hefur tekist
að skapa innan fyrirtækisins og
þær vörur og blöndur sem við höf-
um þróað og framleitt.“
Þegar hún er spurð hvaða
áskoranir fyrirtækið þarf að glíma
við segir Sjöfn að það hafi m.a.
komið á óvart hve hægt hlutirnir
ganga fyrir sig þegar gerðir eru
samningar við stóra framleiðend-
ur. Hún segir samningaviðræðurn-
ar sjálfar ekki taka svo langan
tíma heldur öll þau skref sem
koma í kjölfarið. „Samstarfsaðilar
okkar þurfa tíma til að fínpússa
sínar vörur og markaðsmál og
stilla saman strengi með ýmsum
milliliðum, og getur hæglega tekið
nokkra mánuði frá því samningar
eru gerðir þar til hráefni frá okkur
er notað í framleiðslu á vöru,“ út-
skýrir hún. „Stærsta áskorunin í
dag felst þó í því að ráðast þarf í
verulega stækkun og eftirspurnin
hefur verið svo mikil að við höfum
þurft að vinna á sólarhringsvökt-
um til að framleiða upp í stóra
samninga, t.d. fyrir Bandaríkja-
markað.“
Sjöfn segir brýnt að SagaNat-
ura nái að vaxa hratt og mögulegt
að leitað verði að viðbótarfjár-
magni frekar en að byggja vöxtinn
á tekjum fyrirtækisins. „Í upp-
byggingunni fram að þessu höfum
við notið góðs af því að hafa öfl-
ugan hóp fjárfesta á bak við okkur
og mjög sterka stjórn, að ekki sé
talað um þann stuðning sem við
höfum fengið frá stofnunum eins
og Rannís og Tækniþróunarsjóði,
og nú síðast að við hlutum Evr-
ópustyrk. Allt hefur þetta áhrif.“
Að mati Sjafnar er vöxturinn
rétt að byrja og margir áhuga-
verðir möguleikar fólgnir í frekari
nýtingu þörunga. Er astaxanthtín
aðeins eitt af mörgum dýrmætum
næringarefnum sem framleiða má
með þörungaræktun: „Ég sé fyrir
mér að þetta verði ein af stærstu
byltingunum í matvælaframleiðslu
og m.a. dýrmæt uppspretta pró-
teins og ómega-3 fitusýra.“
Vinna á sólarhringsvöktum
Ljósmynd/SagaNatura
Verðmæti Þörungarnir sem SagaNatura ræktar innihalda andoxunarefnið astaxanthín sem gerir líkamanum gott.
Mikil eftirspurn er eftir vörum SagaNatura Spennandi möguleikar framundan í vinnslu næring-
arefna úr þörungum Sækja um einkaleyfi á ræktunartækni sem er hvorki orku- né vinnuaflsfrek
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Starfsemi líftæknifyrirtækisins
SagaNatura hefur verið í örum
vexti undanfarin ár. Fyrirtækið
varð til árið 2018 við samruna
KeyNatura, stofnað 2014 og Saga
Medica, stofnað
2000. Velta
SagaNatura
nam um 400
milljónum króna
á liðnu ári og
reiknar Sjöfn
Sigurgísladóttir
með að veltan
nái um 600 millj-
ónum á þessu
ári.
Sjöfn er fram-
kvæmdastjóri SagaNatura og seg-
ir hún stofnendur Saga Medica og
KeyNatura hafa komið auga á að
verðmæt tækifæri væru fólgin í
sameiningu. „Saga Medica var bú-
ið að vera starfandi nokkuð lengi,
með mjög góðar vörur byggðar á
vönduðum vísindalegum grunni,
og með fótfestu á bitastæðum
markaðssvæðum. Fyrirtækið var
þó enn mjög smátt og tækifæri til
að láta bæði félögin stækka örar
með því að snúa bökum saman,“
segir Sjöfn.
Saga Medica varð til í kringum
þróun heilsvara sem nota virk efni
úr íslenskri hvönn og hefur náð
hvað mestum árangri með Saga
Pro-töflunum og Voxis-hálsbrjóst-
sykrinum. Saga Pro hjálpar þeim
sem glíma við að þurfa að vakna
oft á nóttu til að hafa þvaglát en
Voxis mýkir hálsinn. Hjá KeyNat-
ura hafa aftur á móti verið þróað-
ar aðferðir til að rækta þörunga
og vinna úr þeim heilsueflandi efni
Sjöfn
Sigurgísladóttir
● Bandaríska rafbílaframleiðandanum
Tesla hefur oft gengið illa að anna eft-
irspurn, og örðugleikar í smíðaferlinu
orðið þess valdandi að fjöldi afhentra
bíla hefur ekki verið í samræmi við spár.
Nú hefur fyrirtækið upplýst að afhend-
ingar á árinu 2019 hafi verið í samræmi
við áætlanir, fjárfestum til mikillar gleði.
Afhenti Tesla u.þ.b. 367.500 bifreiðar
á liðnu ári en markið hafði verið sett á
360-400.000 eintök. Þökk sé góðri eftir-
spurn eftir Model 3 og ágætri sölu utan
Bandaríkjanna tókst Tesla að afhenda
112.000 bifreiðar á fjórða ársfjórðungi
sem er töluvert umfram spár markaðs-
greinenda.
Að sögn Reuters rauk hlutabréfaverð
Tesla upp um 5,5% við þessi tíðindi og
hefur aldrei verið hærra. Er markaðsvirði
Tesla nú um meira en 80 milljarðar dala
og fyrirtækið langtum verðmætara en
rótgrónir bandarískir bílaframleiðendur á
borð við Ford og General Motors.
Árið 2019 fór hlutabréfaverð Tesla
lægst niður í tæplega 179 dali í júní en á
föstudag var verðið hársbreidd frá 450
dölum á hlut. ai@mbl.is
AFP
Forvitni Áhugasamir gestir skoða Tesla
Model X á vörusýningu í Sjanghaí.
Tesla á áætlun og fyrirtækið aldrei verðmætara