Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-350 Lariat Sport
Litur: Magnetic/ Svartur að innan.
6,7L Diesel ,450 Hö, 925 ft of torque
Lariat með Sport pakka, Ultimate pakka , up-
phituð/loftkæld sæti, heithúðaðan pall, fjarstart
og trappa í hlera, Driver alert og distronic,
Bang Olufssen hljómkerfi, 360 myndavél.
VERÐ
10.129.000 m.vsk
2019 Ram Limited 3500 35”
Nýtt útlit 2019! Litur: Granite Crystal
Nýr 6,7L Cummins Turbo Diesel, 400 hö,
togar 1000 pund! Aisin sjálfskipting, upphi-
tanleg og loftkæld sæti,
hiti í stýri, sóllúga, nýr towing technology
pakki. 35” dekk.
VERÐ
11.395.000 m.vsk
2019 Ford F-150 Lariat Sport
Litur: Svartur, svartur að innan.
FX4 offroad-pakki, Sport-pakki,Bakkmyn-
davél, Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í
öllum sætum, hiti í stýri, fjarstart, o. fl.
3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl
470 lb-ft of torque
VERÐ
12.770.000 m.vsk
2019 Ford F-150 Lariat
Litur: Platinumhvítur, svartur að innan.
FX4 offroad-pakki, Bakkmyndavél, Bang &
Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum sætum,
hiti í stýri, fjarstart, o. fl. 3,5 L Ecoboost (V6),
10-gíra, 375 hestöfl
470 lb-ft of torque
VERÐ
12.770.000 m.vsk
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Íranar tilkynntu í gærkvöldi að þeir
mundu hér eftir ekki virða takmark-
anir, sem settar voru í samkomulagi
um kjarnorkuáætlun Írans árið
2015, um fjölda þeirra skilvinda sem
notaðar eru við auðgun úrans.
Eru þetta viðbrögð við því,- að
herforinginn Qasem Soleimani var
drepinn í drónaárás Bandaríkja-
manna í Írak sl. föstudag.
Kjarnorkusamkomulagið var gert
milli Írans annars vegar, og Banda-
ríkjanna, Frakklands, Þýskalands,
Bretlands, Rússlands, Kína og Evr-
ópusambandsins hins vegar. Það fól
í sér að írönsk yfirvöld drógu veru-
lega úr auðgun úrans, sem hægt er
að nota til að smíða kjarnorkuvopn
og á móti afnámu hin ríkin ýmsar
efnahagsþvinganir sem höfðu verið í
gildi. Samkomulagið hefur hangið á
bláþræði frá því Bandaríkin sögðu
sig frá því árið 2018.
Lík Soleimanis var flutt til Írans í
gær. Fóru þúsundir manna út á göt-
ur Mashhad, næststærstu borg
landsins til að fylgjast með líkfylgd-
inni. Fólkið klæddist svörtu og kast-
aði slæðum upp á þak flutningabíls-
ins sem flutti kistu herforingjans.
„Íran er svartklætt, hefnd,
hefnd,“ hrópaði fólkið. Er almenn-
ingur hvattur til að sækja minning-
arathöfn í háskóla Teheran í dag.
Útför Soleimanis fer fram á morg-
un.
Mikil reiði ríkir í Írak yfir að
Bandaríkjamenn skuli hafa gert
loftárás á Soleimani þar í landi.
Samþykkt var ályktun á þingi
landsins þar sem hvatt er til þess að
erlendum hermönnum verði bannað
að dvelja á írösku landsvæði en um
5.200 bandarískir hermenn, aðallega
ráðgjafar, eru í Írak. Einnig kvört-
uðu stjórnvöld landsins formlega yf-
ir árásinni til öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna. Adel Abdel Mahdi,
sem gegnir embætti forsætisráð-
herra Íraks, sagði að um hefði verið
að ræða pólitískt morð.
Íranar ætla að auka auðgun úrans
Íraska þingið
krefst þess að er-
lendu herliði verði
vísað úr landinu
AFP
Fjölmenn líkfylgd Þúsundir Írana flykktust út á götur borgarinnar Mashhad þegar líki Qasems Soleimanis var ekið þar um í gær og kröfðust hefnda.
Réttarhöld hefjast í dag í hæstarétti
New York-ríkis í Bandaríkjunum yf-
ir kvikmyndaframleiðandanum Har-
vey Weinstein en hann er ákærður
fyrir að hafa nauðgað tveimur kon-
um í ríkinu.
Búist er við að réttarhöldin standi
yfir í einn og hálfan mánuð. Verði
Weinstein, sem er 67 ára, fundinn
sekur á hann yfir höfði sér ævilangt
fangelsi.
Yfir níutíu konur, þar á meðal
heimsfrægar kvikmyndastjörnur,
hafa sakað Weinstein um kynferð-
isbrot gegn þeim. Saksóknarar í
New York byggja ákæruna þó að-
eins á framburði tveggja kvenna.
Önnur, Mimi Haleyi, sem starfaði
fyrir Weinstein, segir að kvikmynda-
framleiðandinn hafi neytt sig til að
hafa við hann munnmök í íbúð sinni í
New York árið 2006. Hin konan hef-
ur ekki verið nafngreind en hún ber
að Weinstein hafi nauðgað sér í hót-
elherbergi í New York árið 2013.
Tvær aðrar konur munu bera vitni
um að Weinstein hafi brotið gegn
þeim á tíunda áratug síðustu aldar.
Ekki er þó ákært fyrir þau brot því
of langur tími er liðinn.
Ásakanirnar gegn Weinstein
komu fyrst fram opinberlega í októ-
ber 2017 í blöðunum New York Tim-
es og New Yorker. Weinstein hefur
neitað öllum ásökunum.
Réttað yfir Weinstein
Gæti átt yfir
höfði sér ævilangt
fangelsi
AFP
Sakborningur Harwey Weinstein kemur út úr dómhúsi í New York í desem-
ber sl. Hann styðst við göngugrind en hann lenti í bílslysi á síðasta ári.
Danski sjóherinn og björgunar-
sveitir hafa síðan á laugardag reynt
að koma í veg fyrir að olía, sem lak í
sjóinn í Aabenraafirði á suðaustur-
hluta Jótlands, breiðist út og valdi
skaða á fugla- og sjávarlífi.
Óhappið varð þegar verið var að
dæla olíu í land úr olíuskipi. Hvasst
var á svæðinu og landfestar skipsins
slitnuðu með þeim afleiðingum að 30
kúbikmetrar af dísilolíu runnu í sjó-
inn.
Notaðar voru þyrlur og skip og
ýmiskonar búnaður til að reyna að
veiða olíuna úr sjónum áður en hún
bærist að landi. Vegna hvassviðris
dreifðist olían hraðar en upphaflegar
vonir stóðu til, að því er kemur fram
á vef danska ríkisútvarpsins, DR.
Olíuleki
í dönskum
firði