Morgunblaðið - 06.01.2020, Page 15

Morgunblaðið - 06.01.2020, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 Kjarakaup Þó að verslanir og fyrirtæki bjóði afslætti meira og minna allt árið eru janúarútsölurnar árlegt fyrirbæri. Sumir láta þær framhjá sér fara eins og lauf í vindi. Árni Sæberg Nýtt ár mætir okk- ur með sínum tæki- færum og áskorunum. Eftir langt hagvaxt- arskeið gefur nú á bátinn, atvinnuleysi hefur aukist og fyrir- tæki leita allra leiða til að hagræða í rekstri. Samkeppn- ishæfni landsins þarf að efla og er nýsköp- un þar í burðar- hlutverki. Fyrir lítið hagkerfi eins og Ísland er gríðarlega mikilvægt að byggja enn fleiri stoðir undir íslenskt atvinnulíf. Við viljum að Ísland sé þekkingarsamfélagið þar sem er ýtt og stutt við nýsköpun og frumkvöðlahugsun. Við viljum styðja við og hlúa að ein- staklingum með hugmyndir og gefa þeim tækifæri til vaxtar. Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til að efla hér at- vinnulíf og velsæld. Liður í því er að helga árið 2020 nýsköpun í sín- um víðasta skilningi. Nýsköpun og þróun á sér stað jafnt í nýjum sem grónum fyrirtækjum og með því að styðja við það eflum við sam- keppnishæfni landsins til fram- tíðar. Tækifæri til nýsköpunar liggja á öllum sviðum atvinnulífsins. Ný- sköpun leiðir til nýrra starfa og aukinna verðmæta. Enn- fremur stuðlar ný- sköpun að lausnum á samfélagslega mik- ilvægum áskorunum. Nú um stundir er um fátt meira rætt en áhrif loftslagsbreyt- inga og breytinga á vistkerfi okkar. Ís- lensk fyrirtæki hafa sannarlega margt fram að færa í þeim efnum með þekkingu á grænni orku og öðrum grænum lausnum. Ég er sannfærð um að íslensk fyrirtæki eiga frekari möguleika til að takast á við hlýn- un jarðar og stuðla að sjálfbærri þróun. Lausnirnar munu koma frá atvinnulífinu og þar mun nýsköp- un og þróun gegna lykilhlutverki. Stofnun Grænvangs, samstarfs- vettvangs stjórnvalda og atvinnu- lífs um grænar lausnir, sýnir skýrt áhuga atvinnulífsins á þess- um málum sem og metnað og vilja til að gera enn betur og meira. Ísland 2020 – sókn fyrir at- vinnulíf og samfélag – með þekk- ingu, sjálfbærni og velferð að leið- arljósi. Þetta er titill skýrslu sem forsætisráðuneytið lét vinna og gefin var út árið 2010. Nú í upp- hafi árs 2020 er tilvalið að rýna aðeins í þá stefnumótun sem þar var sett fram og velta árangrinum fyrir sér. Skýrslan var unnin í kjöl- far efnahagslegra hamfara hér á landi og ljóst að mikill vilji var til þess að endurreisa Ísland með metnaðarfullum hætti. Meðal markmiða var meðal annars að:  Lækka hlutfall íbúa með 75% örorkumat á aldrinum 18-66 ára úr 7,3% í 5,7% árið 2020. Því miður höfum séð gríðarlega fjölgun öryrkja á síðustu 10 ár- um og er það fámennri þjóð mikið áhyggjuefni.  Lækka hlutfall atvinnulausra úr 7% árið 2010 í 3% af heildar- vinnuafli árið 2020. Þessu markmiði náðum við en þó höfum við séð fjölgun at- vinnulausra á árinu 2019 sem tengja má dýfu í efnahagslífinu.  Bæta stöðu jafnréttismála þann- ig að gildi jafnréttisvísitölunnar global gender gap index verði nálægt 0,9 árið 2020. Hér erum við nálægt markmið- inu en árið 2018 vorum við með einkunnina 0,858.  4% af landsframleiðslu sé varið til rannsókna, þróunar og ný- sköpunar. Hér erum við í rúmum 2% og betur má ef duga skal.  Árið 2020 verði færni íslenskra grunnskólanemenda sambærileg við 10 efstu þjóðir samkvæmt OECD PISA-rannsókninni á lesskilningi og læsi á stærðfræði og raungreinar. Okkur hefur hrakað samkvæmt nýjustu PISA-rannsókninni og sérstaklega er lestrarkunnáttu ábótavant sem er áhyggjuefni. En lítum þá til efnahags- og þró- unarmarkmiðanna:  Að opinberar skuldir verði ekki hærri en 60% af landsfram- leiðslu árið 2020. Nú eru heildarskuldir ríkissjóðs rúmlega 23% og eru með því lægsta innan OECD-ríkjanna.  Að verðbólga árið 2020 verði ekki yfir verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands, þ.e. nú ekki hærri en 2,5%. Við höfum verið við verðbólgu- markmiðin frá árinu 2014 og fram á árið 2019 er verðbólga tók að hækka en það er viðbúið að verðbólgan færist nær mark- miðinu á nýjan leik.  Vextir (langtímavextir) verði ár- ið 2020 ekki hærri en tvö pró- sentustig umfram vexti í þeim þremur ríkjum ESB þar sem vextir eru lægstir. Vextir hafa verið að lækka hér á landi undanfarið og eru nú í sögulegu lágmarki. Það er fátt sem bendir til annars en að vextir muni halda áfram að lækka enda er það eitt af mark- miðum lífskjarasamninganna. Eins og sjá má á þessari upp- talningu, sem þó er ekki tæmandi, þá höfum við á undanförnum ára- tug náð markverðum og eftirtekt- arverðum árangri í samfélagi okk- ar. Endurreisn efnahagskerfis okkar hefur gengið vonum framar og ekkert sem bendir til annars en að við séum á góðri leið. Leið til framfara og frekari uppbygg- ingar. Ég lít björtum augum til ársins 2020. Sannfærð um að við eigum eftir að feta okkur áfram veginn til farsældar fyrir íslenska þjóð rétt eins og við höfum gert síðasta áratuginn. Það gerist hins vegar ekki af sjálfu sér og efla þarf sam- keppnishæfni landsins með mark- vissum hætti eigi Ísland ekki að verða eftirbátur annarra ríkja. Lykilspurningin er sú hvað drífi vöxt framtíðar. Nýsköpun leikur þar stórt hlutverk. Tækifæri okkar liggja á öllum sviðum atvinnulífsins og það er okkar að grípa þau! Ég óska ykkur öllum farsældar á árinu 2020. Eftir Guðrúnu Hafsteinsdóttur » Samkeppnishæfni landsins þarf að efla og er nýsköpun þar í burðarhlutverki. Guðrún Hafsteinsdóttir Höfundur er formaður Samtakaiðnaðarins. Ár nýsköpunar 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.