Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 17

Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 17
systurnar dáleiddar. Þú ert kom- inn og við erum fullkomnuð, sjö saman, fjölskyldan. Þú ert bara smápatti, stór mó- leit augu og mjúkar kinnar. Þú sýnir mér nýjustu bygginguna þína, ert mikill grúskari. Flókið mannvirki úr alls kyns hlutum sem allir eru með virkni … ef þú ýtir á þennan takka, þá dettur kraninn og sækir þetta og það fer þangað. Sjáðu, sjáðu. Þú ert krakki, kannski sjö eða átta ára. Kakómalt og rigning úti. Skólinn er búinn, við förum upp í ris og höfum okkar kósí. Skipt- umst á að spila Super Mario þang- að til mamma kallar á okkur í mat. Þú nálgast gelgjuárin. Selfoss, þú að kenna okkur stóru systrun- um á irkið, eigum við að teikna saman? Sjáðu eðluna mína. Ég skal veðja við ykkur upp á 500-kall að ég get borðað þennan bolla af tómatsósu. Getum við horft á körfuboltann í nótt? Þú ert unglingur, víð föt, rapp, taktar, takkar og tölvur. Við stóru systurnar að reyna að vera ekki square, flestar orðnar mömmur. Þú móðurbróðir. Guðfaðir. Þú ert ungur maður, afkvæmi guðanna. Þú ert með fullkomnun- aráráttu. Allir taktar þurfa að eiga sinn nákvæma stað í hellinum – drekinn er fæddur. Drekinn sem skilur eftir sig svo stóra arfleifð. Drekinn sem fór víðar en við gerð- um okkur grein fyrir. Þú ert fullorðinn, umvafinn systrabörnum sem dýrka þig. Þú sérð þegar einhverju þeirra líður illa. Þú huggar, sýnir þolinmæði, skilning og kærleik. Þú ert stoltur af þeim, þau eru líka arfleifð þín. Þú ert farinn, fallegi litli bróðir minn, eftir aðeins 35 ár. Sorgin nístir eins og kaldur rýtingur. Þú ert farinn en við erum sameinuð í sorginni, sjö saman að eilífu, fjöl- skyldan. Ég elska þig alltaf. Þín systir, Selma.  Fleiri minningargreinar um Pál Þorsteinsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 ✝ AngantýrEinarsson fæddist á Her- mundarfelli í Þistil- firði 28. apríl 1938. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Hlíð á Akureyri 24. desember 2019. Foreldrar hans voru Guðrún Krist- jánsdóttir frá Holti í Þistilfirði, f. 16.8. 1917, d. 5.7. 2017, og Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli, f. 26.10. 1911, d. 6.7. 1996. Systkini Angantýs eru Óttar, f. 3.10. 1940, d. 7.2. 2013, Berg- þóra, f. 21.3. 1944, Hildigunnur, f. 17.6. 1947, d. 27.5. 1987, og Einar Kristján, f. 12.11. 1956, d. 8.5. 2002. Eftirlifandi eiginkona Angan- týs er Auður Ásgrímsdóttir, f. 15. janúar 1946. Foreldrar hennar voru Ásgrímur Hólm Kristjánsson frá Skoruvík á Langanesi, f. 25.3. 1913, d. 6.7. 1987, og Helga Margrét Har- aldsdóttir, f. á Skálum 26.6. 1926, d. 28.6. 2002. Angantýr og Auður eignuðust fjögur börn. 1) Halla, f. 8.11. 1964. Börn hennar eru Einar Höllu Guðmundsson, Þórhalla Ásgeirsdóttir og Angantýr Ómar Ásgeirsson. 2) afleysingum þar í nokkur ár eft- ir það. Á löngum starfsferli kenndi hann raungreinar, ís- lensku, erlend mál, samfélags- greinar, íþróttir og tónmennt. Hann var ritari fjárveitinga- nefndar Alþingis 1958-59, erind- reki hjá Alþýðusambandi Norðurlands 1967-68 og tölvu- forritari hjá ACO 1978-79. Auk þess stundaði hann margvísleg störf á sumrin, m.a. handfæra- veiðar, grenjavinnslu og verk- stjórn erlendra sjálfboðaliða. Angantýr sat í hreppsnefnd Raufarhafnarhrepps 1970-78 og 1990-94 og var þá oddviti og for- maður stjórnar Fiskiðju Raufar- hafnar, sat í sýslunefnd 1966-70, gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið og sinnti fjöl- mörgum öðrum félagsstörfum. Angantýr lék á píanó, gítar og harmonikku og hafði mikinn áhuga á útivist og veiðiskap, skák, bridge, ættfræði, íslensku máli og bókmenntum. Hann lærði líka spænsku og esperantó á fullorðinsárum. Þá er ónefnd- ur skógurinn sem hann ræktaði á fæðingarstað sínum, Her- mundarfelli. Útför Angantýs verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 6. janúar 2020, kl. 10.30. Hlynur, f. 7.6. 1967, í sambúð með Ölmu- Dís Kristinsdóttur. Börn hans eru Auður Tinna, Íris Ösp, Elm- ar Blær og Margrét Bylgja. AlmaDís á tvö börn, Sindra Þór og Diljá Nönnu. 3) Ásgrímur, f. 3.8. 1972, unnusta Harpa Heimisdóttir. Dætur hans eru Auður og Björk. 4) Einar, f. 21.9. 1974, d. 29.5. 1979. Barnabarnabörn Angantýs og Auðar eru níu talsins. Angantýr ólst upp á Her- mundarfelli til átta ára aldurs en flutti þá til Akureyrar. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1958, var við nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands 1958-61, tók kennarapróf frá Kennaraskóla Íslands 1962 og stundaði stærð- fræðinám við sama skóla 1971- 72. Angantýr var kennari á Þórshöfn 1960-61, 1962-63 og 1964-67, skólastjóri í Skúlagarði í Kelduneshreppi 1963-64, og við Grunnskólann á Raufarhöfn 1968-78, kennari þar 1979-94, skólastjóri við Litlu-Laugaskóla 1994-99, kennari við Grunnskól- ann á Þórshöfn 1999-2001 og í Þegar Angantýr föðurbróðir okkar er fallinn frá er stórt skarð höggvið í ættbogann okkar. Aggi og pabbi voru afar nánir bræður, þóttu svo líkir í útliti að margir héldu að þeir væru tvíburar. Bræðurnir áttu fleira sameigin- legt, voru báðir vel greindir og fróðir um land og sögu, bók- hneigðir mjög og góðir í tungu- málum, léku á hljóðfæri og höfðu létta lund. Þeir höfðu ríka réttlæt- iskennd og sósíalíska hugsun, störfuðu með Allaböllum og her- stöðvaandstæðingum og létu sig landsmálin varða. En pabbi var værukærari, það var svo mikill kraftur í Agga sem var íþrótta- maður í eðli sínu og lét ekkert hindra sig. Hann gekk á fjöll, fór á skíðum milli landshluta, lá á grenjum og vann ötult starf við að hreinsa fjörur landsins. Barnaskólafjölskyldan eins og hún var kölluð á Akureyri, afi, amma og börnin fimm, var afar samrýnd og kærleiksrík. Nýlega söfnuðumst við frændsystkinin saman hjá Bekku föðursystur þar sem m.a. var lesið upp úr bréfi sem sent var til Agga úr Barna- skólanum forðum og skein kær- leikurinn og húmorinn af þeim. Systkinin voru öll svo hnyttin og skemmtileg og full af ást og um- hyggju. Það er sárt að kveðja góðan frænda en hann hafði þjáðst nóg undanfarið og í blómabrekkunni hinum megin bíða margir sem voru honum svo kærir; amma okkar og afi, Óttar faðir okkar, Einar Kristján, Hildigunnur og Einar litli Angantýsson sem lést aðeins fimm ára gamall; öll hafa þau tekið vel á móti honum ef eitt- hvað er að marka framhaldslífið. Megi allar góðar vættir vaka yfir Auði, Höllu, Hlyni, Ásgrími og fjölskyldum þeirra. Með vísu sem Óttar Einarsson orti ungur að árum og er nú áletrun á leg- steini hans kveðjum við systur kæran frænda með þökk fyrir allt og allt. Vor í lofti, vindblær hlýr um vanga strýkur burt er kuldi vetrar víkur verð ég aftur sæll og ríkur. Ég geng hér einn og glöð mig faðmar græna jörðin. Ljúffengt anga lambaspörðin, langar mig heim í Þistilfjörðinn. Steinunn Inga, Guðrún Arnbjörg og Þuríður Óttarsdætur. Frændi minn og félagi til ára- tuga, Angantýr Einarsson, lést nú á aðfangadag jóla eftir erfið veik- indi. Angantýr, eða Aggi eins og hann var jafnan kallaður, var eft- irminnilega fjölhæfur hugsjóna- maður, eldhugi og með al- skemmtilegustu mönnum með að vera þegar sá gállinn var á honum. Fyrstu kynni okkar svo ég muni voru í fjárhúsinu hjá Óla frænda okkar Halldórssyni á Gunnarsstöðum. Ég var þar strákpjakkurinn eitthvað að snú- ast með Óla í fjárhúsinu þegar þá bar að garði, ásamt einhverjum fleirum, Angantý og Óttar Einars- syni. Þeir voru þá báðir að kenna á Þórshöfn ef ég veit rétt og tóku hús, reyndar fjárhús, á frænda sínum Óla. Og enn man ég fjörið, hlátrasköllin og hávaðann sem ómaði um fjárhúsið og vart þarf að taka fram að mjög teygðist á kvöldgjöfinni. Seinna lá leið okkar saman gegnum pólitíkina. Þá var Angan- týr betri en enginn og taldi ekki eftir sér að uppfræða ungan frænda sinn sem var að stíga sín fyrstu spor á þeim vettvangi í kosningum 1978 og 1979. Eftir- minnilegt var að heimsækja fé- lagana á Raufarhöfn, sem þá var einn rauðasti bær á landinu. Aggi og Auður, Gvendur Lúlla og Líney, Steini Hall og þannig mætti áfram telja. Raufarhöfn var á þessum árum ekki aðeins mjög rauðlitaður bær heldur einnig ótrúlega kraftmikið samfélag þar sem öflugt félags- og menningarlíf blómstraði og þar munaði um frænda með sína miklu atorku og hæfileika. Angantýr var skóla- og félags- málamaður fram í fingurgóma og lagði svo sannarlega sitt af mörk- um sem sveitarstjórnarmaður og oddviti á Raufarhöfn, skólastjóri og kennari þar og víðar í Þing- eyjarsýslum. Í verkalýðs- og stjórnmálabaráttu var hann eld- hugi og taldi ekki eftir sér fundi og ferðalög í því sambandi. Er mér sérstaklega minnisstætt hve for- veri minn í þingmennsku í Norðurlandskjördæmi eystra, Stefán Jónsson, talaði af mikilli virðingu og með hlýhug um Agga. Í eftirminnilegri sumarferð Al- þýðubandalagsins til Grímseyjar tókst þannig til að stærstur hluti hópsins varð veðurtepptur sökum þoku og tognaði þannig úr ferð- inni um rúman sólarhring. Ekki væsti um okkur í félagsheimilinu Múla og þegar búið var að útvega harmonikku spilaði Aggi fyrir söng og dansi klukkutímum saman. En öllu er afmarkaður tími og nú er veiði- og útivistarmaðurinn Angantýr Einarsson, sem lét sig ekki muna um að ganga þvera Melrakkasléttu á gönguskíðum og mæta á fund um kvöldið, lagður upp í sína hinstu ferð. Ég votta Auði, börnum þeirra og fjölskyldu allri samúð mína og fjölskyldu minnar og kveð mætan mann með virðingu og þakklæti efst í huga. Steingrímur J. Sigfússon. Angantýr Einarsson tekin frá okkur. Lífið er ekki alltaf sanngjarnt og þetta er staðfesting á því. Við eigum ótalmargar minning- ar með þér og færist bros á vör við að hugsa til baka. Mikil gleði geisl- aði alltaf af þér og var alltaf stutt í grínið og fíflalætin. Þær minning- ar sem okkur næst standa eru meðal annars þegar þú komst yfir í kaffi til mömmu og vorum við ekki lengi að byrja öll fíflalætin, allt frá Ladda-eftirhermum yfir í að syngja lög með tilheyrandi hljóðum sem við bjuggum til á staðnum. Erfitt er að kyngja því að fá ekki að hitta þig aftur, hlæja með þér, fíflast og dansa, sjá þig alltaf mæta fyrst af öllum í þau boð sem haldin voru heima. Það voru forréttindi að eiga þig að, hjartahlýja og einstaka frænku sem vildi allt fyrir okkur gera. Margt var það sem þú kenndir okkur sem við tökum áfram með okkur inn í lífið, þá einna helst gleðin sem þú færðir öðrum og góð nærvera. Þú varst stór hluti af lífi okkar og átt stóran stað í hjörtum okkar. Sárt verður að sætta sig við þennan missi. Takk fyrir samveruna, elsku Linda. Minningar þínar munu lifa í hug okkar og hjörtum. Allar stundir okkar hér er okkur ljúft að muna. Fyllstu þakkir flytjum þér, takk fyrir samveruna. (HSM) Hvíldu í friði. Þínar frænkur og frændi, Brynja Rós, Þórdís og Gísli.  Fleiri minningargreinar um Jórunni Lindu Jónsdóttur bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Okkar ástkæri, MAGNÚS GRÉTAR FILIPPUSSON, Hjúkrunarheimilinu Fossahlíð, Seyðisfirði, lést á heimili sínu á gamlársdag. Útför hans fer fram frá Seyðisfjarðarkirkju laugardaginn 11. janúar klukkan 14. Sigurður Filippusson Soffía Ívarsdóttir Andrés Filippusson Sunneva Filippusdóttir Torfi Matthíasson Ragnhildur Filippusdóttir Kristján Helgason Steinunn Stefánsdóttir Freysteinn Þórarinsson Árni Jón Sigurðsson Pálína Haraldsdóttir Gissur Sigurðsson Guðrún Árnadóttir Elsku eiginmaðurinn minn og allra besti vinur, faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, ÞORSTEINN SIGURGEIR THEODÓRSSON, lést á Landspítalanum, Fossvogi, 31. desember. Útförin fer fram frá Lágafellskirkju, Mosfellsbæ, 9. janúar klukkan 13. Elsa Helga Sveinsdóttir Ágústa Jóna Þorsteinsdóttir Birna Þorsteinsdóttir Theodóra Þorsteinsdóttir Olgeir Helgi Ragnarsson Þorsteinn Þór Þorsteinsson Guðrún Rúnarsdóttir Sveinn Þór Gíslason Ómar Sævar Gíslason Rakel Løkken Elísabet S. Gísladóttir Jónas Már Hreggviðsson afa- og langafabörn Ástkær sambýlismaður minn, stjúpfaðir, afi, langafi og frændi, JÓN GUÐBJÖRN JÚLÍUSSON frá Arnarstapa, lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu, Nesvöllum í Reykjanesbæ, fimmtudaginn 2. janúar. Útför hans fer fram miðvikudaginn 8. janúar klukkan 14 í Ólafsvíkurkirkju. Okkar innilegustu þakkir til starfsfólksins á Nesvöllum fyrir góða umönnun og hlýju. Sumarrós Fjóla Hansdóttir og ástvinir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐFINNA HELGADÓTTIR, lést hinn 26. desember á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Fosvogskirkju hinn 10. janúar kl. 11. Edda Sigurgeirsdóttir Þórður Kristinsson Helgi Sigurgeirsson Gerður Garðarsdóttir Svanberg Sigurgeirsson Rannveig Ása Reynisdóttir Gunnar Guðjónsson og barnabörn Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á Blindrafélagið. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐMUNDA ÞURÍÐUR WÍUM HANSDÓTTIR, Ólafsbraut 54, 355 Ólafsvík, lést 2. janúar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Útförin fer fram frá Ólafsvíkurkirkju föstudaginn 10. janúar klukkan 14. Sigurður Höskuldsson Guðlaug Sigurðardóttir Sigríður Sigurðardóttir Eygló Sigurðardóttir Jóhannes Axelsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHILDUR ÁRNÝ SIGURJÓNSDÓTTIR framreiðslumaður, lést á Hjúkrunarheimilinu Skjóli sunnudaginn 30. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. janúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarkort Skjóls. Halldór Sigurðsson Páll Sigurðsson Kristjana Jakobsdóttir Edda Antonsdóttir Gunnar Knudsen barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Morgunblaðið birtir minning- argreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birt- ing dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.