Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 18

Morgunblaðið - 06.01.2020, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 ✝ Árni Benedikts-son fæddist á Hofteigi á Jökuldal 30. desember 1928 og ólst þar upp fram til fermingar, en þá fluttist fjöl- skyldan til Reykja- víkur. Hann lést 28. desember 2019. Foreldrar Árna voru: Benedikt Gíslason 1894-1989, f. á Egilsstöðum í Vopnafirði, bóndi og rithöfundur, þekktur sem Benedikt frá Hofteigi, og kona hans Geirþrúður Bjarna- dóttir húsfreyja 1899-1978, f. á Sólmundarhöfða á Akranesi. For- eldrar Benedikts voru Gísli Helgason, bóndi á Egilsstöðum, og kona hans Jónína Benedikts- dóttir. Foreldrar Geirþrúðar voru Bjarni Gíslason, útvegs- bóndi a Sólmundarhöfða á Akra- nesi og síðar í Hafnarfirði, og kona hans Guðrún Sigurðar- dóttir. Árni lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum 1949. Hann starfaði við sjávarútveg í hálfan læknir. 2) Björg 1957, rithöfund- ur. Hennar börn og fv. eigin- manns, Bjarna Bjarnasonar for- stjóra, eru a) Bogi 1980, athafna- maður. Hans dóttir er Björg Dúfa 2013, b) Ásgeir 1983, tölvu- maður, c) Brynja 1991, sviðs- listamaður. Sambýlismaður hennar er Baldur Brynjarsson efnafræðingur. 3) Benedikt, f. 1966, skrifstofustjóri í forsætis- ráðuneytinu. Kona hans er Auð- ur Freyja Kjartansdóttir 1966, rafmagnsverkfræðingur. Þeirra börn eru a) Laufey 1993, verk- fræðingur, b) Sóley 1995, há- skólanemi og menntaskóla- kennari. Sambýlismaður hennar er Kristófer Ásgeirsson há- skólanemi, c) Árni 2008, nemi. Systkini Árna eru: Bjarni, 1922-1968, rithöfundur, Hildur, 1923-2012, ljósmóðir. Lára Mar- grét, 1925-2013, skrifstofumað- ur, Sigríður, 1926-2015, síma- vörður, Bergþóra, 1927-2009, húsfreyja, Guðrún Auður, 1930- 2019, bókari, Hrafn, f. 1933, kaupfélagsstjóri, Gísli Egill, 1936-1967, flugstjóri, Sumarliði Steinarr, 1937-2007, skrifstofu- maður og Einar, 1938-1985, lyf- sali. Útför Árna fer fram í Áskirkju í dag, 6. janúar 2019, kl. 15. fimmta áratug, lengst af sem fram- kvæmdastjóri í fyr- irtækjum tengdum Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Hann sat í stjórn all- margra fyrirtækja og félaga, oft sem stjórnarformaður og einnig í opinber- um stjórnum, ráðum og nefndum og tók m.a. þátt í gerð lagafrumvarpa um stjórn fiskveiða. Árni tók einnig þátt í gerð kjarasamninga og fiskverðsákvarðana í meira en aldarfjórðung. Þá flutti hann fyr- irlestra og skrífaði fjölda blaða- greina um sjávarútvegs- og efna- hagamál, en einnig um íslensk fræði. Árni kvæntist 27. maí 1950 Björgu Dúfu Bogadóttur hús- freyju, f. 31.7. 1929 í Garði í Kelduhverfi. Hún er dóttir Sig- urveigar Einarsdóttur húsfreyju, 1903-1979, og Boga Stef- ánssonar, söðlasmiðs og leik- tjaldasmiðs, 1893-1981. Börn þeirra eru: 1) Margrét 1952, Ellefu systkin ólust upp á bakka straumharðrar jökulár. Þau lærðu að gæta sín og hvert annars. Á fullorðinsárum minnt- ust þau jafnt æskuleikja á árbakk- anum og ógna náttúruaflanna. Pabbi fór á gamals aldri í píla- grímsferð austur að kveðja Jöklu. Hann var miðjubarnið í hópn- um. Lífsbaráttan var hörð í stórri fjölskyldu á Jökuldal millistríðs- og stríðsáranna. Þótt hugur barnanna stæði til menntunar var ekki hægt að senda þau öll í lang- skólanám. Pabbi stundaði ýmsa vinnu en fann fljótt hagnýtt nám sem hentaði honum. Á einu ári lauk hann tveggja ára verslunar- námi frá Samvinnuskólanum en hjálpsöm skólasystir bauðst til að lesa með honum undir utanskóla- prófið. Úr þeim kynnum varð hjónaband. Það var mesta gæfa pabba í lífinu. Foreldrar okkar hefðu átt sjötíu ára brúðkaupsaf- mæli í vor hefði pabba enst aldur. Þau eignuðust okkur þrjú, sex barnabörn og eitt barnabarna- barn. Uppeldið hvíldi eins og títt var mest á mömmu en síðar sáum við pabba njóta sín í hlutverki af- ans. Okkur voru í uppvextinum hvorki lagðar lífsreglurnar né inn- rættar skoðanir. Á heimilið bárust Morgunblaðið, Tíminn, Þjóðvilj- inn og Alþýðublaðið og ólíkur boð- skapurinn var lesinn upp til agna. Hlustað var á alla fréttatíma og fylgst með fréttaskýringum á inn- lendum miðlum sem erlendum. Skilaboðin til okkar voru skýr en þó aldrei klædd í orð: Ráðlegt er að kynna sér allar hliðar mála og hafa það sem sannara reynist. Ekki skorti pabba þó ákveðnar skoðanir sem hann fylgdi eftir af festu í lífi og starfi. Hann starfaði við sjávarútveg í tæpa hálfa öld. Störf hans við stjórnun frystihúsa urðu til þess að fjölskyldan flutti milli þriggja landshluta á sjötta og sjöunda áratugnum. Í áraraðir tók hann þátt í gerð kjarasamninga og mótun fiskveiðistefnu. Þetta voru átakatímar. Sjávarútvegurinn skipti sköpun fyrir þjóðarbúskap- inn og pabbi skrifaði ótal greinar um þróun undirstöðuatvinnuveg- arins. Annað umfjöllunarefni var hon- um kært eins og reyndar föður- fólki okkar flestu; íslenskar forn- bókmenntir. Við munum pabba sískrifandi alveg fram í andlátið. Í sögum sínum og ljóðum ræktaði hann rithöfundinn í sér en í dag- bókunum tókst honum að spegla tíðarandann í frásögnum af lífi sínu og sinna. Í fyrra hóf hann aft- ur að halda dagbók og skrifaði ákaflega athyglisverðar hugleið- ingar manns á tíræðisaldri. Fróð- leiksþorstinn var óslökkvandi og minnið óbrigðult. Sameiginlegan áttu pabbi og mamma áhugann á menningu og listum en pabbi fylgdist auk þess grannt með íþróttum og bestu stundirnar átti hann á síðustu ár- um þegar hann tefldi við yngsta barnabarnið og alnafnann eða horfði með honum á fótbolta. Feg- urðin var pabba þó einnig hugleik- in í íþróttum enda naut hann þess best að horfa á fimleika og list- hlaup á skautum. Pabbi var alla tíð ákaflega heilsuhraustur og við kvöddum hann um jólin eftir stutta sjúk- dómslegu. Við systkinin minnumst pabba með þakklæti og söknuði. Mikill er missir mömmu. Hvíl þú í friði, elsku pabbi. Margrét Árnadóttir, Björg Árnadóttir, Benedikt Árnason. Ég kynntist Árna, tengda- pabba, fyrir ríflega 30 árum þegar við Benedikt byrjuðum saman. Ég fann strax hvað ég var velkomin á heimili tengdaforeldranna og það var einstaklega skemmtilegt að kynnast þeim enda voru þau áhugasöm um allt og ávallt sér- staklega miklar umræðum á heim- ilinu um þjóðfélagsmál, bókmennt- ir og fleira. Þegar Laufey okkar fæddist höfðu Árni og Björg dregið úr vinnu og fékk hún oft að vera hjá ömmu sinni og afa. Þarna fékk Árni tækifæri til að kynnast og umgangst lítið barn, eitthvað sem hann hafði ekki getað leyft sér þegar börnin hans voru lítil. Þessi heimur barnanna heillaði hann svo að hann ákvað fljótlega að skrifa dagbók um Laufeyju og frænku hennar Brynju sem einnig var oft hjá ömmu sinni og afa. Sóley okk- ar bættist síðan í hópinn tveimur árum síðar og dagbókin lengdist með skemmtilegum frásögnum af persónuleika, samskiptum og upp- lifunum þessara þriggja barna- barna Árna. Árni var einstaklega ritfær og tókst frábærlega vel að skrá skemmtileg augnablik í lífi stelpnanna þannig að „Afabók“, eins og dagbókin fékk að heita, varð ótrúlega skemmtileg lesning. Árni var einnig einstaklega greiðvikinn. Honum fannst sjálf- sagt að sækja stelpurnar okkar í skólann og skutla í tónlistarskóla eða ballettæfingar. Fastur puntur var síðan kaffitíminn í Miðleitinu þar sem miklar kræsingar voru bornar fram og setið lengi og spjallað um áhugamál stelpnanna. Árni og Björg tóku óvenju virkan þátt í þessum áhugamálum og settu sig vel inn í þau, hvort sem það voru kvöldvökur frá Ölveri, Grease-myndin eða Idol-keppnin. Árni og Björg keyptu sér sumarbústað um sama leyti og þau fluttust í íbúð í Miðleitinu. Því fylgdi mikil hamingja. Fyrst og fremst voru þau hjónin virkilega glöð með þá fjárfestingu en sú gleði smitaðist einnig til litlu stelpnanna sem nutu þess að gista hjá ömmu og afa í sumarbústaðn- um við Skorradalsvatn. Þar var alltaf nóg að gera og afi og amma óþreytandi í áhuga sínum á öllu því sem stelpunum datt í hug að gera. Þegar Árni okkar fæddist 2008 fékk Árni alnafna sem erfði einnig mikið af áhugamálum afa síns og þá sérstaklega áhugann á fótbolta. Það urðu sem betur fer ófáar sam- verustundir sem þeir nafnarnir áttu horfandi á enska boltann, meistaradeildina, HM eða EM. Árni var einstaklega klár og fylgdist vel með öllu í þjóðfélaginu og lá ekki á skoðunum sínum. Það var því mjög fróðlegt að hlusta á það sem hann setti fram og rök- studdi og lærði ég mikið af hans umræðum. Ekki er annað hægt en að minnast á færni hans í íslensku máli og hversu auðveldlega hann leysti erfiðu krossgátuna í Sunnu- dagsmogganum í hverri viku. Það voru ekki liðnar tvær vikur frá því að hann leysti síðustu krossgátuna þegar hann kvaddi þennan heim. Á síðustu árum var einnig alveg einstakt að sjá hversu vel Árni annaðist eiginkonu sína og passaði upp á að henni liði sem best. Ég kveð Árna með söknuði en geymi og nýt minninganna um yndisleg- an mann. Elsku Björg, megi Guð styðja þig og hughreysta á þessum erfiða tíma. Auður Freyja. Eitt skipti sem ég fékk að gista hjá ykkur ömmu er mér sérstak- lega minnisstætt. Við höfðum farið út í búð til að kaupa nammi fyrir kvöldið, við völdum Smarties og ég hlakkaði mikið til að borða það með Spaugstofunni. Þegar kvölda tók fórst þú niður í geymslu til þess að sækja nammið en þá var innbrotsþjófur í geymslunni. At- burðarásin er örlítið óljós en ég man eftir að hafa verið uppi í hlýj- unni hjá ömmu á meðan þú hand- samaðir bófann, læstir hann inni í geymslu og hringdir á lögregluna. Ég óttaðist ekki í eina sekúndu um að þú hefðir ekki yfirhöndina. Þú varst hetja, það var ekkert sem var þér ofviða. Við barnabörnin eigum líklega öll slíkar sögur af þér sem sýna hversu stórt við lit- um á þig. Önnur saga sem kemur upp í hugann er þegar Bogi bróðir bað þig um að lyfta sér upp á fjallið (án þess að efast um yfirnáttúru- lega krafta þína). Þú varst ekki bara sterkastur og duglegastur heldur varstu einnig allra manna klárastur. Það var ótrúlegt hvað þú varst vel les- inn, hvað þú fylgdist vel með öllum heimsfréttum og hvernig þú mundir bókstaflega allt. Í banaleg- unni varstu enn skýrari í kollinum en flestir og við fjölskyldan spurð- um þig að hlutum sem við mund- um ekki sjálf, þú þurftir aldrei að hugsa þig um og mundir upp á hár hvaða ár þetta eða hitt gerðist. Í heimsóknum mínum til ykkar ömmu var það oft amma sem tal- aði meira. Ég vissi samt að þú elskaðir mig og okkur öll. Ég fann það bara. Breiða brosið sem tók á móti mér í hvert sinn sem ég kom að heimsækja kom upp um þig. Einnig það hvernig þú hélst í höndina á mér síðustu dagana og vildir ekki sleppa. Og það hvernig þú skrifaðir um okkur frænkurnar í Afabók (eða óðinum til ömmu). Lýsingar þínar á samverustund- um eru svo fallegar (sjá má brot í minningargrein Sóleyjar). Sú bók er ómetanleg og ég hlakka til að rifja upp minningar af samveru- stundum með ykkur ömmu allt þar til ég verð sjálf gömul og grá- hærð. Ég mun alltaf muna eftir þér kveðandi vísur og ég heyri rödd- ina þín fara með síðasta erindið í kvæðinu Þá var ég ungur eftir Örn Arnarson: Nú er ég aldinn að árum. Um sig meinin grafa. Senn er sólarlag. Svíður í gömlum sárum. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Er syrtir af nótt, til sængur er mál að ganga, sæt mun hvíldin eftir vegferð stranga, þá vildi ég, móðir mín, að mildin þín svæfði mig svefninum langa. Ég trúi ekki að þú sért farinn en ég geymi í hjarta mér fallegar minningar. Takk fyrir allt, elsku afi. Brynja Bjarnadóttir. Nú færðu loksins að hvílast elsku besti afi minn. Ég mun sakna þín svo mikið en reyni að ylja mér við allar þær góðu minn- ingar sem ég á. Ég þakka fyrir að hafa fengið að hafa þig hjá mér í 26 ár. Hann afi varð eiginlega aldrei veikur, hann var stór og sterkur, kletturinn okkar. Svo var hann svo klár. Hann vissi svo margt og gat oftar en ekki sagt okkur meira um heiminn en námsbækurnar okkar. Það var kannski eingöngu þegar við vorum komnar lengra í stærðfræðinni sem hann minntist á að vera feginn að sleppa því að læra. En söguna kunni hann utan að, mun betur en við og ítarlegar en námsbækurnar. Amma og afi pössuðu mig, Sól- eyju systur og Brynju frænku þegar við vorum litlar. Afi sótti okkur og skutlaði á meðan for- eldrar okkar voru í vinnu. Þegar afi náði í okkur vissum við að okk- ar biði veisluborð að hætti ömmu og notaleg stund með ömmu og afa. Á meðan amma prjónaði las afi stundum upp úr Afabók eða sögur af okkur frænkum sem hann tók saman. Við munum það svo vel hvað við gátum hlegið lengi að öllu því vitlausa sem við gátum sagt og gert í sögunum en vissum náttúrlega ekkert að afi myndi halda áfram að skrifa niður það skemmtilega og sniðuga sem við sögðum þennan daginn. Amma og afi spiluðu mikið við okkur, bæði uppi í sumarbústað og í Miðleit- inu. Við spiluðum okkar spil, eins og til dæmis sjöu, buxur og púkk. Afi var alltaf jafn góður í öllum spilum og hélt oft spilum út af fyr- ir sig svo lengi að hann vann mjög öruggan sigur. Afi hafði mikinn áhuga á öllu mínu námi og starfi. Þegar ég varð eldri fór ég að fara ein í heim- sókn til afa og ömmu. Sátum við oftast á veröndinni í Mörkinni, ég hafði ömmu og afa út af fyrir mig og sagði frá því sem á daga mína hafði drifið. Afi hlustaði vel og lengi á það sem ég hafði að segja og sýndi öllu mikinn áhuga. Hann gat svo stundum spurt mig seinna út í eitthvað sem ég hafði sagt í síðustu heimsókn, en þá hafði hann náð að hugsa út í öll smáat- riði og gaf mér góð ráð. Elsku afi, það er svo erfitt að kveðja. Takk fyrir allar minning- arnar sem ég fæ að geyma í hjarta mínu. Ég sakna þess að hlusta á þig fara með kvæði eða leysa krossgátuna. Takk fyrir allt elsku afi. Laufey Benediktsdóttir. Afi var ofurhetja. Hann var allt- af til staðar og gat allt. Þegar við vorum litlar vorum við vanar að klifra upp þakið á sumarbústað ömmu og afa og renna okkur niður á rassinum. Þakið var bárujárns- þak sem endaði á svölum. Verandi yngst af okkur frænkunum var ég hræddust við að klifra og varð reglulega það hrædd að ég þorði ekki niður aftur. Föst hálfa leið uppi á þaki þurfti ég bara að banka á þakið og afi kom út til að bjarga mér niður. Afi greip mig dauðhrædda og ég hélt utan um hann á meðan hann fór með mig inn. Það var ekkert sem afi gat ekki lagað. Í mörg ár sótti afi okkur frænk- urnar í leikskóla og skóla tvisvar í viku og hann keyrði okkur og sótti á æfingar. Það var alltaf svo gam- an að sjá afa koma því þá átti mað- ur að fara í heimsókn til ömmu og afa. Ekkert var betra en að fá að fara í heimsókn til ömmu og afa. Amma lék meira við okkur frænk- urnar en afi, sem fylgdist aðallega með. Stundum sat afi við tölvuna sína og skrifaði um það sem við höfðum sagt og gert. Þessum sög- um safnaði hann saman í tæplega 500 blaðsíðna bók, Afabók, sem hans nánustu ættingjar fengu að gjöf. Við frænkurnar vissum að afi væri að skrifa en skildum ekki alltaf hvað hann væri að skrifa þrátt fyrir að hann hefði inn á milli lesið upp úr Afabók fyrir okkur. Eitt skiptið þegar afi sat við tölv- una spurði ég hann spurningar sem endaði inni í Afabók: – Afi, hvað ætlarðu að gera við allt þetta sem þú ert að skrifa? – Þegar ég er hættur að skrifa ætla ég að prenta það út og gera úr því bók. Svo ætla ég að gefa ykkur öllum bókina. – Þú gerir aldrei bókina, af því að þú hættir aldrei að skrifa. – Ég hætti að minnsta kosti þegar ég dey. – Þú deyrð ekkert, sagði Sóley af mikilli sannfæringu. – Víst deyr hann einhvern tíma, sagði Laufey, raunsæ eins og venjulega. Það deyja allir. – Þá ætla ég að gráta mikið. Ég ætla að gráta og gráta, sagði Sól- ey. Það rættist, mikið var grátið þegar við misstum afa. En eftir sitja allar yndislegu minningarnar og ást okkar á honum. Afabók sýnir hversu mikið afi elskaði okkur. Dæmin um það eru mörg en hér fylgja tvö – Inn á milli segir hún afi, afi, afi, afi með mjóu röddinni sinni. Í eyrum afa hljómar það eins og herskarar himnanna syngi hó- seanna, hallelúja. – Núna síðustu árin fyrir sjö- tugt byggist lífið ekki lengur á persónulegum löngunum heldur því sem barnabörnin segja og gera. Allt lífið snýst um velferð þeirra. Gleði þeirra og sorgir er gleði okkar ömmu og sorgir. Ég hafði ekki verið nægilega dugleg að heimsækja ömmu og afa á hjúkrunarheimilið þannig að þegar ég heimsótti þau í desem- ber var ég með hnút í maganum yfir því að ég væri ekki að standa mig sem barnabarn. Ég var stressuð þegar ég labbaði inn um dyrnar á herberginu en þegar afi sá mig ljómaði andlitið hans upp. Ég hef sjaldan séð jafn mikla ást og gleði geisla úr andliti neins. Afi elskaði okkur frænkurnar og við elskuðum hann og gerum enn. Afi var klettur í okkar lífi og hefur alltaf verið ofurhetja í okkar aug- um. Söknuðurinn eftir hann er mikill en nú fær hann að vaka yfir okkur á betri stað. Sóley Benediktsdóttir. Árni Benediktsson  Fleiri minningargreinar um Árna Benediktsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær móðir okkar, amma, langamma og langalangamma, ANNA VALGERÐUR GISSURARDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 19. desember. Jarðarför verður frá Kópavogskirkju mánudaginn 13. janúar klukkan 13.00. Jóna Ingvarsdóttir Sigurður I. Grímsson Ingunn Ingvarsdóttir Alan Ford Örn Ingi Ingvarsson Kristjana Ragnarsdóttir Einar Ingvarsson Kristín Rut Haraldsdóttir Hrefna Ingvarsdóttir Þórarinn G. Guðmundsson Ástkær eiginkona mín, ÁSTHILDUR PÁLSDÓTTIR frá Þúfum, lést 31. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. janúar klukkan 13. Blóm og kransar eru vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju, styrktarfélag langveikra barna. Fyrir hönd aðstandenda, Ásgeir Svanbergsson Elsku yndislega móðir okkar, sambýliskona, tengdamóðir og amma, AUÐUR TRYGGVADÓTTIR, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 26. desember. Útför hennar fór fram í kyrrþey 3. janúar að ósk hinnar látnu. Magnús Ketilsson Arnar Ólafsson Harpa Rún Ólafsdóttir Hlynur Ólafsson makar og barnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.