Morgunblaðið - 06.01.2020, Page 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Pier leðursófi
Fáanlegur 3 lengdum
Verð frá 259.000 kr.
50 ára Unnur býr á
Egilsstöðum og er
fædd þar og uppalin.
Hún er með BS-gráðu í
rekstrarfræði frá Há-
skólanum á Akureyri
og er eigandi bókhalds-
þjónustunnar Ráðgjöf
og lausnir.
Maki: Jóhann Halldór Harðarson, f.
1972.
Synir: Tvíburarnir Dagur Ingi og Hörður
Þór Jóhannssynir, f. 2012.
Foreldrar: Dagur Kristmundsson, f.
1940, fyrrverandi vörubílstjóri, og Þur-
íður Kolbrún Ingólfsdóttir, f. 1947, bókari.
Þau eru búsett á Egilsstöðum.
Unnur Inga Dagsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Mundu bara að það er aldrei of
seint að vinna nýja sigra. Hnýttu saman
lausa þræði og haltu svo áfram för
þinni.
20. apríl - 20. maí
Naut Þér leggst eitt og annað til í pen-
ingamálum. Gefðu þér tíma til að vera
með skemmtilegu fólki. Það er eitthvað
mikið í uppsiglingu í ástarsambandi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ekki láta vandamál í fjölskyld-
unni buga þig. Mundu bara að aðstoð er
eitt og að taka alla stjórn er annað og
það átt þú að varast.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú kannt að þurfa að bregða þér
af bæ með litlum fyrirvara. Þú ert eitt-
hvað utan við þig þessa vikuna.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú ert það sem þú borðar og því
ættir þú að draga úr neyslu á fæðu sem
er ekki holl fyrir þig. Loksins ertu réttum
megin við strikið í heimilisbókhaldinu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þeir eru margir sem bíða í of-
væni eftir að þú segir skoðun þína á
ákveðnu máli. Lofaðu ekki upp í ermina
á þér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Láttu ekki velgengnina stíga þér til
höfuðs, þótt sæt sé. Ef eitthvað er ekki
gaman skaltu sleppa því.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Ekkert er dýrmætara en
heilsan svo þú skalt varast að ofbjóða
líkamanum. Ekki segja já og amen við
öllu þótt börnin suði.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ef aðstæður valda þér
óþægindum skaltu endilega endurskoða
þær og nú með hjartanu en ekki skyn-
seminni. Einhver gefur þér hýrt auga.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Fjarvera þín eða annríki eykur
áhuga einhvers á þér til muna. Ekki tapa
áttum þótt þú svífir um á bleiku skýi.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er ekki hyggilegt að
hleypa málum af stað án þess að reyna
að sjá framvinduna fyrir. Vandaðu því
vel mál þitt svo að ekki þurfi að koma
upp misskilningur að ástæðulausu.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þú ert enn meira aðlaðandi í
augum fólks en venjulega. Margar hend-
ur vinna létt verk og þannig tekst þér að
koma málefninu í höfn.
lengra í námi. Ég hef alla tíð viljað
átta mig á hugsun fólks, bæði með
því að lesa bækur og með því að
skilja spurningar sem nemendur
bera upp. Áhugi minn á heimspeki er
nátengdur þessari viðleitni enda
snýst hún mest um hugarheim
mannanna.“
Atli hefur tekið töluverðan þátt í
Kennsla er alltaf kennsla,“ segir
Atli um muninn á störfunum. „Ég
hef kennt börnum og fullorðnum,
byrjendum og doktorsnemum og
mér finnst ég alltaf vera að gera það
sama sem er að skilja nemendur og
fá þá til að skilja. En óneitanlega
þarf að hafa dýpri þekkingu þegar
maður kennir fólki sem er komið
A
tli Vilhelm Harðarson er
fæddur 6. janúar 1960 í
Reykholti í Biskups-
tungum en ólst upp í
Laugarási í sömu sveit
frá fjögurra ára aldri. „Ég er kominn
af alþýðufólki sem flest hafði rænu á
að lifa svo lítið bæri á. Þó hefur
Bjarni bróðir minn lokkað Kristínu
ömmu okkar, sem og móður hennar
og ömmu, út úr þögninni og gleymsk-
unni með því að rita sögu þeirra í bók
sem heitir Svo skal dansa. Hún var
gefin út af Veröld árið 2009. Aftan á
kápunni stendur að bókin sé ‚hetju-
saga hinna snauðu og ættarsaga
hinna ættlausu‘.
Um þorpið sem fóstraði suma for-
feður mína í móðurætt hefur líka ver-
ið skrifuð saga sem ég hef mætur á.
Hún er í bók eftir Árna Óla sem heit-
ir Þúsund ára sveitaþorp og kom út
hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs árið
1962. Í þessari bók segir frá sam-
félaginu í Þykkvabæ. Þar hjálpaðist
fátækt fólk að. „Vegna þessa,“ segir
Árni Óla (á bls. 95–6) „varð Þykkvi-
bær í augum margra hið fyrirheitna
land. Þar ríkti frelsi og samhjálp, þar
báru menn hver annars byrðar.““
Atli lauk námi í barnaskóla Bisk-
upstungna árið 1974 og landsprófi frá
Skálholtsskóla vorið 1975. Stúdents-
próf tók hann úr eðlisfræðideild
Menntaskólans að Laugarvatni vorið
1979 og lauk BA-prófi í heimspeki og
bókmenntum frá Háskóla Íslands
1982. Hann lauk MA-prófi frá Brown
University 1984 og doktorsprófi frá
Háskóla Íslands 2013.
Atli starfaði sem framhaldsskóla-
kennari við Fjölbrautaskóla Vest-
urlands frá 1986 til 2001 og sem að-
stoðarskólameistari og síðar
skólameistari við sama skóla þar til
hann hóf störf sem kennari við Há-
skóla Íslands haustið 2014. „Ég hef
verið með hugann við mennta- og
skólamál frá því að ég var barn og
hef eiginlega aldrei hætt í skóla, ver-
ið eilífðarstúdent ásamt því að vera í
vinnu. Skömmu eftir að ég lauk dokt-
orsprófinu var auglýst staða við Há-
skóla Íslands á mínu sérsviði og ég
sótti um, fékk hana og hætti sem
skólameistari áður en skipunartím-
inn var liðinn.
störfum fyrir stéttarfélög kennara
og er meðlimur í Rótarýklúbbi Akra-
ness.
Meðal útgefinna verka eftir Atla
eru kennslubækur í forritun og
tölvufræði, bækur um heimspeki,
fjöldi tímaritsgreina og bókarkafla
um heimspeki, bókmenntir, skólamál
og menningu. Hann hefur líka birt
Atli Harðarson, heimspekingur og dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands – 60 ára
Göngutúr Atli á leiðinni upp á Háahnjúk á Akrafjalli, síðastliðið sumar. Akranes í baksýn.
Vill vita hvað fólk er að hugsa
Fjölskyldan Frá vinstri: Vífill, Harpa, Atli og Máni. Hjónin Stödd á Delos í Eyjahafi.
40 ára Katrín er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Fossvoginum en býr á
Háaleitisbraut. Hún er
með BA-gráðu í heim-
speki og MA-gráðu í
blaða- og frétta-
mennsku frá Háskóla
Íslands. Katrín er verkefnisstjóri á rekt-
orsskrifstofu Háskóla Íslands.
Dóttir: Svanfríður, f. 2006. Barnsfaðir
Katrínar er Sveinn Steinarsson, f. 1979,
tölvunarfræðingur. Þau Katrín og Sveinn
halda upp á afmælisdaginn í Skotlandi.
Foreldrar: Ólafur Mixa, f. 1939, læknir, bú-
settur í Reykjavík, og Kristín Þorsteins-
dóttir, f. 1943, d. 2017, grunnskólakennari.
Katrín Mixa
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is