Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Blue-höllin: Keflavík – Tindastóll ....... 19.15 1. deild karla: Hveragerði: Hamar – Vestri ............... 19.15 Ice Lagoon-höll: Sindri – Breiðablik ....... 20 Í KVÖLD!  Stórleikur Birnu Berg Haralds- dóttur fyrir þýska handknattleiksliðið Neckarsulmer dugði ekki til þegar liðið tapaði 37:33-fyrir Bensheim í þýsku 1. deildinni á laugardaginn. Birna var markahæst í liði Neckarsulmer með átta mörk en sjö þeirra komu af víta- línunni. Þá gaf Birna Berg þrjár stoð- sendingar í leiknum en Neckarsulmer er í ellefta sæti af fjórtán liðum með sex stig eftir tíu leiki.  Víkingur Ólafsvík er Íslandsmeistari karla í innanhússknattspyrnu eftir 6:4-sigur gegn Ísbirninum í fram- lengdum leik í Laugardalshöll í gær. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 3:3 en Ólafsvíkingar reyndust sterkari aðilinn í framlenginunni þar sem þeir skoruðu þrjú mörk gegn engu. Her- mann Geir Þórisson skoraði tvö mörk fyrir Víking Ólafsvík og þeir Bjartur Bjarmi Barkarson, Anel Crnac, Brynj- ar Vilhjálmsson og Emir Dokara skor- uðu sitt markið hver. Ricardo Dias, Orats Garcia, Mateusz Tomasz og Rui Pereira skoruðu mörk Ísbjarnarins.  Sundkonan Tanya Ýr Jóhannsdóttir hampaði Sjómannabikarnum annað árið í röð á Nýárssundmóti fatlaðra barna og unglinga sem fram fór í Laugardalslaug um helgina. Tanya, sem keppir í fötlunarflokki S7 (hreyfi- hamlaðir), hlaut 552 stig fyrir sund sitt í 50 metra skriðsundi. Það skilaði henni Sjómannabikarnum annað árið í röð en bikarinn hlýtur sá sem vinnur besta afrek mótsins.  Knattspyrnukonan Cloé Lacasse heldur áfram að gera það gott með portúgalska 1. deildar liðinu SL Ben- fica. Cloé skoraði tvívegis fyrir liðið í gær þegar það heimsótti A-dos- Francos í gær en leiknum lauk með 14:0-sigri SL Benfica. Cloé hefur nú skorað 17 mörk í 12 leikjum með liðinu á tímabilinu en SL Benfica er í efsta sæti deildarinnar með 36 stig. Cloé er fædd í Kanada en fékk íslenskan rík- isborgararétt síðasta sumar.  Markmaðurinn Alexander Nübel mun ganga til liðs við þýska knatt- spyrnufélagið Bayern München næsta sumar þegar samningur hans við þýska 1. deildar félagið Schalke rennur út. Þessi 23 ára gamli markmaður ger- ir fimm ára samning við Þýskalands- meistarana en hann hefur verið fyrirliði Schalke á þessari leiktíð. Nübel mun berjast við Manuel Neuer um markmanns- stöðuna hjá Bayern München en Neuer, sem er fyr- irliði Bay- ern, kom einnig til Bæjara frá Schalke árið 2011. Eitt ogannað KÖRFUBOLTI Skúli B. Sigurðsson Jóhann Ingi Hafþórsson Njarðvíkingar hófu nýtt ár í Dom- inos-deild karla í körfubolta líkt og þeir enduðu það gamla, með sigri. Hafa þeir nú unnið sjö leiki í röð. Fórnarlömb þeirra að þessu sinni voru ÍR-ingar sem í raun áttu aldrei möguleika gegn kröftugu liði heima- manna í Njarðtaksgryfjunni, en leik- urinn var liður í 12. umferðinni. Lokatölur urðu 88:64 og þessar tölur segja í raun alla sögu þessa leiks. Bæði lið frumsýndu nýja leik- menn. Robert Kovac, skotbakvörður frá Sviss, er mættur í Breiðholtið og lofar hann góðu þó svo að hann hafi ekki náð að sýna sitt besta í gær. Njarðvíkingar sem losuðu sig við Wayne Martin og Kyle Williams fyr- ir jólafríið bólstruðu svo vel í teiginn hjá sér þegar þeir náðu sér í þá Auri- mas Majauskas og Tevin Falzone. Báðir tveir stórir drengir sem stóðu prýðilega vel við sína samninga í gærkvöldi þó svo að meira hafi farið fyrir þeim fyrrnefnda. Heilt yfir í gær var það sú orka og ákefð sem Njarðvíkingar mættu með til leiks í gær sem gerði útslagið. Einnig virð- ast þessi skipti á leikmönnum hafa fallið vel fyrir þeim. Wayne Martin er vissulega fínn leikmaður en í því fyrirkomulagi sem nú er þar sem Martin og Chaz Willi- ams gátu ekki verið saman á vell- inum þá gerðu þeir vel. ÍR-ingar verða hálfdæmdir af gærkvöldinu. Nýr leikmaður sem vissulega á eftir að láta að sér kveða fyrir þá en það bara vantaði smá kókómjólk í leik- menn þetta kvöldið. Létu hluti sem þeir réðu alls ekki við fara í taug- arnar á sér. Njarðvíkingar sitja áfram í fjórða sæti deildarinnar og sömuleiðis ÍR í sínu 7. sæti. Átta í röð hjá meistaraefnunum Stjarnan vann sinn áttunda sigur í röð er liðið lagði Þór Þorlákshöfn á heimavelli, 84:70. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Stjörnumenn stungu af í seinni hálf- leiknum. Það er ljóst að það er aðeins eitt markmið í Garðabænum og það er að vinna alla þá titla sem í boði eru. Liðið var það besta fyrir áramót og með komu Urald King og Gunn- ars Ólafssonar er liðið enn sterkara. Stjarnan er komin í þá stöðu að litlu skiptir þótt lykilmenn eigi slæma daga, alltaf eru leikmenn til taks sem spila vel. Breiddin er mikil og byrjuðu leikmenn eins og Gunnar Ólafsson, Tómas Þórður Hilmarsson og Arnþór Freyr Guðmundsson á bekknum, en flest lið væru meira en til í að hafa slíka leikmenn í byrj- unarliði sínu. Það voru gríðarleg von- brigði fyrir Stjörnumenn að falla úr leik gegn ÍR í undanúrslitum á síð- ustu leiktíð og núna ætlar liðið sér lengra. Allan stöðuleika hefur vantað í Þórsara, en þeir hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Þar á undan vann liðið þrjá í röð og verður áhugavert að sjá hvort Þórsurum tekst að komast í úrslitakeppnina, en lið eins og Haukar, ÍR, Grindavík og Valur eru í sömu baráttu og að glíma við sömu vandamál, stöð- ugleika. Deildin er gríðarlega sterk í ár, sem gerir liðunum í neðri hlut- anum erfitt með að ná í nokkra sigra í röð. KR kom fram hefndum Íslandsmeistarar KR gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu 94:91- sigur í framlengingu. Sigurinn var býsna sætur, þar sem KR-ingar fengu skell í sama húsi í bikarkeppn- inni fyrir jól. KR-ingar voru auk þess vængbrotnir vegna meiðsla lykilmanna og var liðið aðeins með þrjá leikmenn af bekknum. Jón Arn- ór Stefánsson var einn þeirra, en hann spilaði ekkert vegna meiðsla. KR var því án Jóns, Kristófers Acox, Björns Kristjánssonar og Jak- obs Arnar Sigurðarsonar. Í þeirra fjarveru átti Brynjar Þór Björnsson einn sinn besta leik í vetur til þessa og skoraði 22 stig og gerði sjö þriggja stiga körfur. Þótt KR-ingar hafi oft verið í betri stöðu varðandi leikmenn, er ekki hægt að afskrifa liðið. KR finnur alltaf nýjan gír þeg- ar á reynir og mest er undir. Eftir þrjá sigra í röð hefur Grindavík nú tapað tveimur í röð, en eins og oft áður voru sterkir leikmenn liðsins undir pari. Jamal Olasawere skoraði aðeins átta stig og Ólafur Ólafsson skoraði fjögur. Grindvíkingar sakna Dags Kárs Jónssonar sem er að glíma við meiðsli. Vonin eykst á Akureyri Þór Akureyri vann mikilvægan 92:89-heimasigur á Haukum. Þórs- arar hafa unnið tvo leiki af síðustu þremur eftir átta töp í röð þar á undan. Þórsarar eru enn þá fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni, en síðustu leikir hafa gefið liðinu aukna von um að halda sæti sínu í deildinni, þvert gegn spám nánast allra. Þrír erlendir leikmenn eru í röðum Þórs, sem og Júlíus Orri Ágústsson, sem er gríðarlega efni- legur og er liðið að smella betur og betur saman, eftir erfiða byrjun. Þórsarar fá gott tækifæri strax í næsta leik er liðið mætir Fjölni í nýliðaslag. Með sigri þar geta Þórs- arar komist tveimur stigum frá öruggu sæti. Haukar eru hins vegar eitt af vonbrigðaliðum deildarinnar til þessa og hefur liðið tapað þremur af síðustu fjórum og aldrei komist á flug í vetur. Búist var við miklu af liðinu með komu Israels Martin í þjálfarastólinn og heimkomu Kára Jónssonar. Kári er hins vegar ekki eins sterkur og áður og virðist sem meiðsli hafa tekið toll hjá bakverð- inum unga. Kærkomið hjá Val Valsmenn unnu gríðarlega kær- kominn 92:75-sigur á Fjölni á heima- velli. Sigurinn var sá fyrsti síðan Valsmenn unnu Tindastól þann 24. október, en liðið tapaði sjö síðustu leikjum sínum á síðasta ári. Vals- menn komust í 16:2, en Fjölnismenn neituðu að gefast upp og tókst þeim að jafna í öðrum leikhluta. Valsmenn voru hins vegar miklu sterkari í fjórða leikhlutanum og var sigurinn að lokum sannfærandi. Fjölnismenn eru í botnsætinu með tíu tapleiki í röð og virðist fátt benda til annars en að liðið falli niður um deild. Ákveðið vonleysi virðist hafa tekið yfir í Grafarvoginum og virðast leik- menn ekki hafa mikla trú á að þeir geti unnið leiki. Sú var staðan hjá Val fyrir áramót, en að ná í sigur í fyrsta leik á nýju ári gæti gefið lið- inu byr undir báða vængi. Með smá stöðugleika gætu Valsmenn barist um sæti í úrslitakeppninni, frekar en að vera í bullandi fallbaráttu. Njarðvík og Stjarnan á flugi  Njarðvík vann sinn sjöunda leik í röð  Átta í röð hjá toppliði Stjörnunnar  Vængbrotnir meistarar unnu  Kærkominn sigur Valsmanna á nýliðunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sókn Nikolas Tomsick reyndist sínum gömlu liðsfélögum erfiður og skoraði 15 stig í gær. Tom Brady og liðsfélagar hans í New England Patriots eru úr leik í úr- slitakeppni bandarísku NFL- deildarinnar í ruðningi eftir 20:13- tap gegn Tennesse Titans í New Eng- land á laugardaginn. Patriots eru ríkjandi meistarar í NFL-deildinni og fá því ekki tækifæri til þess að verja titil sinn í febrúar í Miami en Brady hefur sex sinnum fagnað sigri í Ofur- skálarleiknum, oftar en nokkur ann- ar. Þrátt fyrir að vera orðinn 42 ára gamall sagði leikstjórnandinn ólík- legt að hann væri hættur í leikslok. bjarnih@mbl.is Meistararnir óvænt úr leik AFP 9 Tom Brady hefur níu sinnum kom- ist í Ofurskálarleikinn á ferlinum. Hinn 18 ára gamli Curtis Jones reyndist hetja Liverpool þegar liðið vann 1:0-sigur gegn Everton í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Anfield í gær. Jones skoraði sigurmark leiksins á 71. mínútu með stórgæsilegu skoti ut- an teigs sem fór í þverslána og inn. Liverpool fer því áfram í 4. umferð keppninnar, líkt og Manchester City og Chelsea. Manchester Unit- ed og Wolves gerðu jafntefli, líkt og Tottenham og Middlesbrough, og þurfa liðin því að mætast á nýjan leik 14. janúar. bjarnih@mbl.is Táningur skaut Liverpool áfram AFP 1 Curtis Jones skoraði sitt fyrsta aðalliðsmark fyrir Liverpool í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.