Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.01.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI Sala á tónlist í Bretlandi, þ.e. lögum eða heilum hljómplötum, var meiri í fyrra en hún hefur verið í 13 ár, eða frá árinu 2006. Seldust yfir 150 milljónir platna eða jafngildi þeirra og þá bæði í verslunum og á netinu með niðurhali eða streymi. Segir á vef dagblaðsins Guardian að það megi þakka afar góðu gengi lista- manna á borð við Lewis Capaldi, Billie Eilish og Ariönu Grande á ný- liðnu ári. Ef litið er til allra mögulegra forma sem tónlist er seld á og þá líka hinna föstu forma, þ.e. geisla- diska, vínylplatna og kassetta, seld- ust 154 milljónir platna árið 2019 en árið 2006 voru þær 161,4 milljónir. Capaldi var sá tónlistarmaður sem naut mestra vinsælda í streymisveitum og þá plata hans Divinely Uninspired to a Hellish Extent og lagið „Someone You Lo- ved“. Árið 2006 var það platan Eyes Open með Snow Patrol sem seldist best og lagið „Crazy“ með Gnarls Barkley. Streymisveitur á borð við Spot- ify, Apple, Amazon og Deezer njóta nú vinsælda sem aldrei fyrr en sala á geisladiskum hrundi hins vegar í Bretlandi í fyrra, var 26,5% minni en árið á undan. Á móti jókst streymi á plötum álíka mikið, um 25% milli ára. Hins vegar jókst sala á vínylplötum mikið, tólfta árið í röð. Skoti Söngvarinn Lewis Capaldi. Mesta sala á tón- list frá árinu 2006 AFPMagnús Pálsson hefur áum hálfrar aldar ferlihaft mikil áhrif á ís-lenskt listalíf. Hann hef- ur verið atkvæðamikill á ýmsum svið- um, gert sviðsmyndir í leikhúsi, samið leikverk, gert skúlptúra og bókverk og verið með uppákomur og gjörn- inga og má kalla hann brautryðjanda í íslenskri list. Að auki hefur hann haft ómæld áhrif í gegnum kennslu. Í myndinni Á skjön fáum við að komast í návígi við Magnús frá ýmsum hlið- um. Mikið af efninu er frá Listahátíð 2013 þar sem boðið var upp á yfirlit yfir lifandi verk Magnúsar og sýndir sex gjörningar eftir hann. Magnús segir einnig frá lífi sínu og ferli og ræðir verk sín og listina. Inn í myndina fléttast ökuferð, sem hefst í Reykjavík og liggur út á land. Ekki er ljóst hvert förinni er heitið og virðist bíltúrinn lítið annað en út- úrdúr í myndinni, en svo er þó alls ekki eins og kemur í ljós í myndarlok þegar ýmislegt skýrist, þar á meðal heiti myndarinnar án þess að meira verði gefið upp hér, enda ekki þakk- látt að láta of mikið uppi um óvæntar vendingar í umsögnum. Magnús er mjög blátt áfram þegar hann ræðir list sína og laus við alla stæla og upphafningu. Hann á ekki í samtali við rýmið og lætur vera að setja hlutina í flókið, háfleygt og tor- skilið samhengi, eða gefa til kynna dýpt og ádeilu. Hann auðveldar fólki ekki að skilja, en gerir um leið enga kröfu um skilning. Það getur valdið þeim, sem fjalla um verk hans, ákveðnum erfiðleikum, en hann sýnir því skilning. Og það gefur einnig til kynna ákveðið umburðarlyndi af hálfu listarinnar, sem auðveldar líka aðkomu að verkum hans. Það er hægt að njóta þeirra án þess að setja sig í stellingar rétt eins og hægt er að njóta tónlistar á eigin forsendum. Aðrir sjái oft ýmislegt í verkunum, segir hann í myndinni, sem jafnvel hafi aldrei hvarflað að honum þótt það geti verið „eins satt og hvað ann- að“. Þetta samtal kemur oftar en einu sinni í myndinni. „Veit maður hvers vegna maður er að gera hluti,“ spyr hann á einum stað og bætir við, „maður veit ekki neitt“ og nokkrum orðum síðar að sér standi jafnvel á „fjandans sama“ um það. Á öðrum stað segir hann að á bak við verk sín séu „engar pælingar“ og bætir við að hann „pæli aldrei neitt“. Það henti mörgum og sé ágætt, en hafi ekki verið sín leið. Oft lesi hann „hvernig hlutir snerti aðra“ og það sé sér „gjörsamlega framandi“, þótt það sé „samt ekki ósatt“. Og hvað knýr listamanninn? Magn- ús talar um þörfina „til að mikla sjálf- an sig … maður er hégómavera“. Sér finnist gott að vera latur, en alltaf fari hann aftur að gera eitthvað. Verk Magnúsar eru fjölbreytt og það kemur rækilega fram í myndinni. Þar eru ekki bara skúlptúrar. Ræki- lega er lýst uppsetningu á gjörn- ingnum Kross, sem hófst með athöfn í Fríkirkjunni og var síðan gengið yfir í Hafnarhúsið. Einnig er sýnt frá tilurð og flutningi tónlistargjörningsins Kúakyn í hættu með Sinfóníunni. Magnús hefur unnið mikið með gifs og í myndinni sjáum við uppsetningu á gjörningnum „Einsemd: Steypa“ sem fram fór í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu 2013 þar sem tón- leikar þungarokksveitarinnar Muck eru steyptir í gifs. Önnur gifsverk koma einnig fyrir og má nefna „Ást í sundlaug“ þar sem afsteypur af tveimur andlitum eru sín hvorum megin í gifsklumpi, fallegt verk og lýsandi fyrir þann húmor, sem oft og iðulega er að finna í verk- um hans. Gifsverkin verða að gjörningum þegar hann reynir að festa í gifsmót þegar sjórinn mætir fjörunni í flæð- armálinu eða frysta tímann með gifs- afsteypu af hjólum Sikorsky-þyrlu sekúndubroti fyrir lendingu. Við sjáum Magnús vinna með gifs- ið, blanda það vatni og móta um leið og hann lýsir þeirri ánægju, sem gifs- ið veiti, kallar það „dásamlegt sull“, sem allir ættu að prófa. Reyndar mætti yfirfæra þessi orð á margt ann- að í verkum Magnúsar án þess að þar sé í nokkru hallað á brautryðjanda- hlutverk hans með áherslu á það dásamlega, sem úr verður þegar hann fer af stað. Myndin Á skjön er sýnd í Bíó Para- dís og fer sýningum því miður fækk- andi. Hún er vel unnin og skemmti- leg. Magnús fær að njóta sín vel í myndinni og hreinskilni hans og áreynsluleysi í frásögn gerir að verk- um að hún verður annað og meira en upptalning á verkum og þurr feril- skrá. Áhorfandinn fær að kynnast listamanninum og lifa sig inn í verk hans. Myndin er um leið ómissandi heimild um mikilvæg verk, sem eðli sínu samkvæmt eru hverful, hvort sem það eru gjörningar, sem eru horfnir um leið og þeir hafa verið framdir, eða verk unnin úr for- gengilegum efnum, sem listamað- urinn notar vísvitandi. Morgunblaðið/Einar Falur Brautryðjandi Á skjön um Magnús Pálsson er góð heimild um mikilvægan listamann. Myndin er úr safni blaðsins. Bíó Paradís Á skjön - verk og dagar Magnúsar Pálssonar bbbbn Leikstjóri: Steinþór Birgisson. Handrit: Steinþór Birgisson og Sigurður Ingólfs- son. Lengd: 80 mín. Tungumál: Íslenska og enska. Ísland, 2019. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR „Dásamlegt sull“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.