Morgunblaðið - 13.01.2020, Side 4

Morgunblaðið - 13.01.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a Verð frá kr. 79.995 GranCanaria – fáðumeira út úr fríinu 2fyrir1 22. janúar í 7 nætur Flug frá kr. 39.900 Ámann báðar leiðir m/tösku og handfarangri Stöðvuðu gangandi vegfar- endur á Reykjanesbraut Áður en flug var fellt niður í gær- kvöldi og Reykjanesbraut lokað hafði um þriggja kílómetra löng bílaröð myndast frá Þjóðbraut, sem liggur inni í Keflavík, og upp að flugvelli. Einhverjir gripu til þess ráðs að fara úr bílum sínum og reyna að ganga upp að flugstöð í von um að ná flugi, og sá lögreglan á Suðurnesjum ástæðu til að gefa út tilmæli um að farþegar héldu kyrru fyrir í bílaröðinni. Engar flugferðir væru hvort eð er áformaðar. Farþegar um borð í sex vélum Icelandair þurftu að sitja sem fast- ast í vélunum um nokkurra klukku- stunda skeið eftir lendingu, þar sem ekki þótti óhætt að taka landganga í notkun vegna veðurs. Þá var tveimur vélum, vél Wizz air frá Ríga og vél Icelandair frá Berlín, vísað til Egilsstaða á níunda tímanum þar sem ekki þótti óhætt að lenda í Keflavík. Skömmu síðar var allt flug Icelandair það sem eftir lifði kvölds fellt niður. Var stranda- glópum komið fyrir í fjöldahjálpar- miðstöð Icelandair og Rauða kross- ins í Íþróttahúsi Keflavíkur. Alexander Kristjánsson Lilja Hrund Lúðvíksdóttir Ekkert lát er á lægðagangi og mikl- um vindum sem hrellt hafa lands- menn síðustu vikur. Veðurstofan gerir ráð fyrir gulri viðvörun á nær öllu landinu í dag, ef frá er talið norðaustantil. Að sögn Óla Þórs Árnasonar, veðurfræðings á Veður- stofunni, er búist við miklum vindi sunnan- og vestantil. Úrkoma verði þó mest á Vestfjörðum og á norð- vestanverðu landinu, þar sem élja- gangur verður. Ekkert ferðaveður verður í dag neins staðar á landinu og segir Óli að miðað við vindaspá dagsins megi gera ráð fyrir víðtækum lokunum á þjóðvegum í dag, jafnvel á helstu vegum í kringum höfuðborgar- svæðið. Spáin fyrir þriðjudag er síst skárri, en gert er ráð fyrir að veðrið nái hámarki víðs vegar um land fyrri part þriðjudags með úrkomu norðvestan- og austantil, en þó nán- ast úrkomuleysi á Suðvesturlandi. Flug fellt niður í gær Gul viðvörun gekk í gildi á vestanverðu landinu síðdegis í gær með tilheyrandi röskun á sam- göngum. Grípa þurfti til lokana víða um land í gær vegna veðurs. Þannig var Reykjanesbraut, Hellisheiði, Holta- vörðuheiði, Siglufjarðarvegi og Grindavíkurvegi öllum lokað í gær- kvöldi. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurnesjum Ófært Þriggja kílómetra bílaröð myndaðist á Reykjanesbraut að Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Sátu föst í vélunum í nokkra klukkutíma  Allt flug fellt niður í gærkvöldi  Ekkert lát á óveðri Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson Lokað Búast má við lokunum á þjóðvegum víða um land í dag. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Aðstæður að undanförnu hafa myndað kaupendamarkað, þar sem framboð af eignum er meiri en eftirspurn, segir Óskar Bergsson, lögg. fasteignasali hjá Eignaborg í Kópavogi. Að undanförnu hefur verið ágæt sala á eignum á höfuð- borgarsvæðinu, þá ekki síst 2-4 her- bergja íbúðum í fjölbýlishúsum. Gjarnan eru þær íbúðir á verðbilinu 35 til 50 milljónir króna og seljast yfirleitt mjög fljótt sé verðlagningin rétt og miðað við allar aðstæður. „Markaðurinn kallar á öllum tím- um eftir litlum og meðalstórum eignum. Í dag er unnið að ýmsum nýbyggingarverkefnum og verið að reisa þyrpingar fjölbýlishúsa. Þar er vandinn hins vegar sá að of hátt hlutfall eignanna er einfaldlega of stórt og of dýrt og íbúðirnar sitja eftir óseldar eftir að þær minni eru seldar. Takmarkaður fjöldi bíla- stæða við sum af þessum húsum fælir kaupendur í sumum tilvikum líka frá,“ segir Óskar, sem lýsir markaðnum í dag með þeim al- mennu orðum að hann sé kvikur, lifandi og kauptækifæri góð. Sögu- lega lágir vextir hafi sömuleiðis örv- að viðskipti að undanförnu. Leitar jafnvægis Sveinn Eyland, löggiltur fast- eignasali hjá Landmark, segir mik- ið framboð á nýjum eignum í fjöl- býli áberandi á markaðnum í dag. Víða á höfuðborgarsvæðinu hafi verið reistir stórir blokkaklasar á síðustu árum. Þar séu fjögurra herbergja íbúðir áberandi og þær sumar nokkuð hátt verðlagðar. Markaðurinn sé hins vegar fremur að kalla eftir tveggja til þriggja herbergja íbúðum. Íbúðum í þeim stærðum sem koma í sölu sé hins vegar að fjölga, því margar hafi verið í útleigu til ferðamanna en þar sé eftirspurnin nú minni en var. Sömuleiðis segir Sveinn að nokkurt jafnvægi sé nú að komast á leigumarkaðinn. Kapphlaupið um eignir sem þar bjóðast sé minna en var og fólk sitji lengur á þeim eign- um sem bjóðast til útleigu hverju sinni. Kaupendamarkað- ur er að myndast  Of stórar eignir í nýbyggingu Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fasteignir Kaupendamarkaður er að myndast á höfuðborgarsvæðinu. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Sveitarstjórnar- og samgönguráðu- neytið og Isavia virðast vísa hvort á annað hvað varðar ábyrgð á viðhalds- leysi flugvallarins á Blönduósi. „Isavia forgangsraðar verkefnum innan þess fjárhagsramma sem þeir hafa. Það voru veittir meiri fjármunir í nýjum þjónustusamningi, en þeir fara mestmegnis í að sinna áætlunar- fluginu. Isavia forgangsraðar öllum verkefnum. Ráðuneytið skiptir sér ekki af því hvernig Isavia ráðstafar fjármunum, Isavia sér um flugvell- ina,“ sagði Ingveldur Sæmunds- dóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, þegar gagnrýni á ástand Blönduósflugvallar var borin undir hana. Guðmundur Haukur Jakobsson, formaður byggðaráðs Blönduós- bæjar, gagnrýndi Isavia harðlega í samtali við mbl.is á laugardag fyrir að láta flugvöllinn „drabbast niður“ og sinna ekki nauðsynlegu viðhaldi, enda hafi hann komið að notum þeg- ar þurfti að flytja þrjá með þyrlu til Reykjavíkur eftir að rúta valt á föstu- dag. Benti hann á að um væri að ræða eina flugvöllinn við þjóðveg eitt milli Akureyrar og Reykjavíkur og að um 700 þúsund færu um veginn í landshlutanum á hverju ári. Að ráðum Isavia Þessu svaraði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, og sagði ákvarðanir um viðhaldsmál, þjón- ustustig og uppbyggingu flugvallar- ins á Blönduósi ekki á hendi Isavia heldur samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytisins. „Þeir [Isavia] hafa þekkingu á þessu og veita upplýsingar um það hvað þarf að gera hverju sinni og það er sett í þjónustusamning. […] Ráðu- neytið getur ekki haft skoðun á ein- stökum þáttum á stökum flugvöllum. Fagþekkingin liggur hjá Isavia,“ segir Ingveldur. „Flugvöllurinn er skilgreindur sem lendingarstaður eins og allir aðrir flugvellir á landinu, nema þeir flug- vellir sem flogið er til með áætlunar- flugi. Megnið af fjármagninu fer í að sinna áætlunarflugi og þeim flug- völlum, en þessi Blönduósflugvöllur er í þjónustusamningi sem ráðuneyt- ið gerir við Isavia. Það þýðir að ef það þarf að nýta flugvöllinn, ef það kemur upp neyð eða eitthvað slíkt, er hann í umsjón Isavia. Það eru þeir sem verða að ræsa út mannskap og gera það sem þarf að gera,“ útskýrir hún. Spurð hvort þjónustusamningur- inn kveði ekki á um viðhald, upp- byggingu og þjónustustig segir Ing- veldur svo vera. Hins vegar sé það Isavia að tryggja að hægt sé að nýta flugvellina. „Samkvæmt upplýsingum sem ég fæ frá ráðuneytinu,“ bætir hún við. Ábyrgð á viðhaldi virðist óljós  Ástand Blönduósflugvallar harðlega gagnrýnt  Eini flugvöllurinn við þjóðveg eitt milli Reykjavíkur og Akureyrar  Isavia segir ábyrgðina vera hjá ráðunetinu en ráðuneytið segir hana hjá Isavia

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.