Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sameining sveitarfélaga þarf að skapa byggðunum ný tækifæri til vaxtar og sóknar,“ segir Halldór Gunnar Ólafsson, oddviti á Skaga- strönd. „Eðlilega eru íbúar á hverjum stað sérfræðingar í sínu nærumhverfi og verða að geta ráðið sínum málum sjálfir. Í víð- feðmum sveitarfélögum er alltaf hætta á að möguleikarnir á slíku skerðist og þá verður útkoman aldrei góð. Í óveðrinu hér á Norðurlandi sem gekk yfir um miðjan desember sáum við vel hve miklu skiptir að stjórn mála sé í heimabyggð, þar sem allir innviðir eru til staðar. Smæð sveitarfélaga getur falið í sér styrk ef öll ytri starfsskilyrði eru eðlileg.“ Aflsmunum var beitt Í nýlegri bókun sveitar- stjórnar Skagastrandar er Alþingi hvatt til þess að hafna tillögu Sig- urðar Inga Jóhannssonar sveitar- stjórarráðherra um það sem er kallað lögþvinguð sameining sveitarfélaga. Skagstrendingar segja að á aukaþingi Sambands ís- lenskra sveitarfélaga síðasta haust hafi fulltrúar stærri sveitar- félaga – sem voru í meirihluta – beitt aflsmuum til þess að styðja þá tillögu ráðherrans að ekkert sveitarfélag verði fámennara en 250 íbúar eftir sveitarstjórnar- kosningar árið 2022 og 1.000 íbúar árið 2026. Stór hluti fulltrúa fá- mennari sveitarfélaga sé þessu mótfallinn. „Enginn sérfræðingur er þess umkominn að skera úr um hver sé hagkvæmasta stærð sveitarfé- laga,“ segir Halldór Gunnarsson. „Ekki er heldur hægt að veifa gul- rótum til þess að liðka fyrir sam- einingu því ekki á að auka við framlög í Jöfnunarsjóð sveitar- félaga. Það hefur aldrei hefur ver- ið hægt að nota sömu peningana tvisvar. Íbúarnir sjálfir verða að ráða för í sameiningarmálum. Engin málefnaleg rök liggja fyrir því að rekstur sveitarfélaga verði til muna skilvirkari eða þjónusta betri séu íbúarnir 1.000 eða fleiri. Sumir segja að hagkvæmnin náist fyrst þegar íbúar eru orðnir 8.000.“ Lausnin er ekki algild Sameining fjögurra sveitarfé- laga í Austur-Húnavatnssýslu hef- ur verið í deiglu síðan fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Þar er undir svæðið frá Gljúfurá í Þingi að Vatnsskarði og Skagatá í austri; Húnavatnshreppur, Blönduós, Skagaströnd og Skaga- byggð með um 1.850 íbúa. Svo er það Norðurland vestra sem nær frá Hrútafirði í Fljót. Þarna búa í dag 7.000 manns og hefur fólk fækkað um 30% frá 1990. „Sveitarfélög á svæðinu hafa verið sameinuð á þessum tíma sem hefur ekki komið í veg fyrir undanhaldið, svo að sú lausn ein og sér ekki algild,“ segir Halldór Gunnar. „Hér á Skagaströnd tap- aðist eignarhald á Skagstrendingi hf. árið 2004 svo leita þurfti nýrra leiða í atvinnumálum. Starfsemi greiðslustofu Vinnumálastofnunar var flutt og er gott dæmi um að vel getur tekist til við flutning á opin- berum stöfum. Hér var einnig veðjað á nýsköpun, líftæki og Nes listamiðstöð sett á lagginar fyrir tilstilli sveitarfélagsins og Byggðastofnunar. Voru það til- raunir til þess að skapa ný störf og tækifæri fyrir ungt og menntað fólk. Í stóra samhenginu hafa mál hér á Skagaströnd þó alltaf sveifl- ast með takti sjávarútvegs.“ Sterkir innviðir Á Skagaströnd búa í dag um 460 manns, en um aldamót voru þeir 620. Breytingin er því mikil á ekki löngum tíma. „Hér eru skól- ar, íþróttamannvirki og fleira slíkt sem dugað hefur um 700 manna samfélagi. Við erum vel sett með alla innviði,“ segir oddvitinn og rifjar upp að fyrir 70 árum eða svo hafi nýsköpunaráætlun stjórn- valda gert ráð fyrir Skagaströnd sem kaupstað með þúsundum íbúa, stórum byggingum og breið- strætum. Þá var stólað á síldina, silfur hafsins, sem hvarf. „Ég er ekki á móti samein- ingu sveitarfélaga ef hún er á for- sendum íbúanna sjálfra. Sú stað- reynd að nú búa einungis 16% íbúa landsins utan áhrifasvæðis höfuð- borgarsvæðisins segir okkur að sú byggðastefna sem rekin hefur ver- ið í landinu virkar ekki,“ segir Halldór Gunnar að síðustu. Skagstrendingar mótfallnir skyldugri sameiningu sveitarfélaga Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Skagaströnd Sú byggðastefna sem rekin hefur verið í landinu virkar ekki, segir Halldór Gunnar Ólafsson. Íbúar verða að ráða för  Halldór Gunnar Ólafsson fæddist 1972. Stúdent frá MA og sjávarútvegsfræðingur frá HA. Fyrr á árum stjórnandi hjá Skagstrendingi hf., HR- Seaproducts í Norður-Noregi og Fisk Seafood. Fram- kvæmdastjóri sjávarlíftækni- setursins BioPol ehf. frá 2007.  Hefur setið í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skaga- strandar frá árinu 2006 og oddviti frá 2018. Hver er hann? Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Afurðaverð á laxi á heimsmarkaði er nú í sögulegu hámarki, nærri tvöfalt hærra en það var í haust þegar það var í sögulegu lágmarki. Fram- kvæmdastjóri hjá fiskeldisfyrirtæk- inu Arctic Fish á Vestfjörðum segir ánægjulegt að slátra fiski við þessar aðstæður en vandi sé að koma afurð- unum á markað vegna veðurs og færðar. Verð fyrir norskan lax var 78 norskar krónur í síðustu viku og hafði hækkað um eina krónu frá vik- unni á undan. Það svarar til nærri 1.100 króna íslenskra. Fyrir fimm kílóa lax fást því rúmar fimm þúsund krónur. Verðið hefur aldrei verið jafn hátt. Á sama tíma í fyrra stóð það í um 64 krónum og 55 krónum fyrir tveimur árum. Breytingin er enn meiri ef litið er til botnsins í haust þegar verðið fór niður í 40 krónur norskar, sem var söguleg lægð. Verðið tók kippinn upp á við í desember. Óvenjulega mikil sveifla Sigurður Pétursson, fram- kvæmdastjóri hjá Arctic Fish, segir að verðið hækki alltaf fyrir hátíðirn- ar og sé venjulega hátt fram undir páska en lækki á sumrin þegar eftir- spurn eftir fiski minnkar. Hann segir sveiflurnar núna þó óvenjulega mikl- ar. Ástæðuna rekur hann meðal ann- ars til þess að Norðmenn, sem eru umsvifamestu framleiðendur á laxi í heiminum, hafi lent í erfiðleikum í vetur með slátrun og flutninga á markað, eins og íslensku fyrir- tækin. Því hafi framboð af laxi á heimsmarkaði verið minna en reiknað var með. Fimm þúsund krónur fást fyrir lax  Verð á laxi hefur tvöfaldast  Kílóverðið komið í 78 krónur norskar Patreksfjörður Arctic Fish er með eldi í nokkrum fjörðum Vestfjarða. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason „Vikan var strembin en við komum öllu frá okkur, þegar við ætluðum, nema þegar veðrið var sem vitlaus- ast. Þá var ekkert hægt að gera,“ segir Egill Ólafsson, umsjónar- maður þjónustu hjá Arctic Fish. Slátrun og pökkun féll niður hjá fyrirtækinu tvo daga í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að koma afurðunum á markað. Flókið verkefni er að skipuleggja slátrun og flutninga á markað, sér- staklega þegar veður er slæmt. Slátrað var fyrir Arctic Fish í sláturhúsi Arnarlax á Bíldudal á föstudag og tókst að koma fiskinum á markað. Næsta sending fer í Akranes, skip Smyril Line, sem fer í fyrstu ferð sína frá Þorlákshöfn í kvöld. Flókið að skipu- leggja flutninga Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Magnús Rafnsson, sagnfræðingur í stjórn Strandagaldurs, sem stendur á bak við rekstur Galdrasýninga á Ströndum, telur ólíklegt að hægt sé að rekja galdraofsóknir hér á landi til eitrunar vegna korndrjóla, svepps sem finnst í korni og rúgi og getur valdið ofskynjunum og rang- hugmyndum, þó að hugsanlegt sé að sveppurinn hafi haft áhrif í ein- hverjum tilfellum. Magnús Jóhannsson, læknir og prófessor emeritus, greindi frá því í viðtali í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins að sveppurinn væri talinn uppspretta galdraásakana víða í Evrópu vegna ergótismaeitrunar af völdum hans. Margar kenningar á kreiki Magnús Rafnsson segist ekki vita til þess að sveppurinn sé nefndur í neinum heimildum og telur ótrúlegt að hann hafi haft mikil áhrif á galdrafárið. Þó segir hann að til séu kenningar sem bendi til þess að hægt sé að rekja eitt fyrsta stóra galdramálið hér á landi, í Árnes- hreppi frá því um miðja 17. öld, til sveppsins. Þá voru þrír brenndir á báli fyrir galdra eftir að undarlegur faraldur lagðist á konur í sveitinni þegar þær sóttu kirkju. Áttu kon- urnar að hafa sýnt einkenni hysteríu og trufluðu messur með mási og froðufalli þannig að bera þurfti þær út úr kirkjunni vegna hávaða. Segir Magnús að margar fleiri kenningar séu til um það hvers vegna konurnar hafi sýnt þessi ein- kenni sem sumir vilji líkja við ein- kenni sem korndrjóli geti valdið. Vill hann taka slíkum kenningum með fyrirvara. „Það eru til fleiri kenningar um hvað átti sér stað þarna en það má alveg hugsa sér þetta. En af hverju voru þetta aðallega ungar konur, samkvæmt heimildum, sem þarna fengu „móðursýkiskast“? Það geng- ur ekki upp yfir galdramál almennt að mér finnst,“ segir Magnús Rafns- son í samtali við Morgunblaðið. Segir hann algengt að galdramál hafi komið upp í tengslum við veik- indi fólks þar sem einhverjum í ná- grenninu var kennt um þau. „Það er miklu algengara en eitt- hvað svona. Það er hvergi annars staðar minnst á svona „hysteríu“ eins og þarna í kirkjunni,“ segir Magnús. „Ég held að þetta sé meira sam- félagsmál en nokkuð annað.“ Óvissa um þátt svepps í fári  Kenningar um sök korndrjóla Morgunblaðið/Ómar Galdrabrennur Ýmsar kenningar eru á kreiki um hvað olli galdrafárinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.