Morgunblaðið - 13.01.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
PFAFF • Grensásvegi 13 • Sími: 414 0400 • www.pfaff.is
UpPlIfÐU
HlJÓMiNn
Með SeNnHeIsEr MoMeNtUm IiI
Færri leita nú til ríkisstofnunar-innar Umboðsmaður skuldara
en áður og kemur ekki á óvart.
Stofnuninni var komið á fót í kjöl-
far falls bankanna þegar óvenju-
lega margir ein-
staklingar áttu í
erfiðleikum með
skuldir sínar.
Sú staða hef-ur sem bet-
ur fer gjör-
breyst, en
ríkisstofnunin
lifir áfram.
Samkvæmt
rekstrarreikn-
ingi fyrir 2018,
sem finna má í myndarlegri árs-
skýrslu stofnunarinnar á glæsi-
legum vef hennar, má sjá að skatt-
greiðendur lögðu henni til nærri
280 milljónir króna það ár.
Á sama vef má sjá að ekki færrien 17 ríkisstarfsmenn eru hjá
stofnuninni (allt konur – ætli ráð-
herra jafnréttismála hafi verið
gert viðvart?).
Önnur stofnun sem einnig varðtil eftir fall bankanna er Fjöl-
miðlanefnd. Hún á rætur að rekja
til aðlögunarkröfu Evrópusam-
bandsins í umsóknarferlinu sem
vinstristjórnin þvingaði fram.
Full ástæða er til að vinda ofanaf þeirri aðlögun með því að
leggja niður Fjölmiðlanefnd, sem
gerir ekkert annað en þvælast fyr-
ir frjálsum fjölmiðlum og kosta
skattgreiðendur stórfé.
Þessi tvö dæmi um ríkisstofnanirsem voru ekki til fyrir áratug
og engin þörf er á sýna svo ekki
verður um villst að hægt er að
spara í rekstri ríkisins. Hvers
vegna er það ekki gert?
Má aldrei taka til
í ríkisrekstrinum?
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Capacent fær greidd 80% af mán-
aðarlaunum sem greidd verða fyrir
starf útvarpsstjóra fyrir ráðgjöf og
vinnu tengda ráðningu í starfið.
Hefur ráðgjafarfyrirtækið verið
stjórn Ríkisútvarpsins til ráðgjafar
við ráðningarferlið, en umsóknar-
frestur um starfið rann út 9. desem-
ber sl. Þar sem ekki hefur verið sam-
ið við nýjan útvarpsstjóra um laun er
nákvæm tala ekki komin í ljós. Þetta
staðfestir Margrét Magnúsdóttir,
starfandi útvarpsstjóri. Samkvæmt
ársreikningi Ríkisútvarpsins 2018
námu heildarlaun og þóknanir út-
varpsstjóra 25,9 milljónir króna, eða
um 2,16 milljónum í mánaðarlaun.
Margrét segir í samtali við
Morgunblaðið að stjórn RÚV hafi
leitað tilboða frá bæði Hagvangi og
Capacent en ákveðið að taka tilboði
þess síðarnefnda.
Margrét segir að ráðningarferlið
hafi gengið ágætlega en nokkur töf
hafi orðið vegna jólafría. Hófust
fyrstu viðtöl í síðustu viku og munu
halda áfram í komandi viku. Mun
stjórn RÚV koma saman í framhald-
inu og ákveða næstu skref.
„Þau gerðu ráð fyrir að ljúka
þessu í febrúar og mér sýnist að það
sé að standast,“ segir Margrét.
Greint hefur verið frá því að 41 hafi
sótt um stöðu útvarpsstjóra áður en
umsóknarfrestur rann út í desember
og að kynjahlutfallið hafi verið nokk-
uð jafnt.
Fá 80% af útvarpsstjóralaunum
Útvarpsstjóri var með um 2,16 millj-
ónir á mánuði í laun árið 2018
Morgunblaðið/Eggert
80% RÚV mun greiða Capacent 80%
af launum útvarpsstjóra.
„Þetta er svolítið eins og að vaða bara
inn á þennan vef á skítugum skónum
og taka það sem maður vill,“ segir
Jón Ólafur Björgvinsson greinar-
höfundur á Sigló.is en hann ásakar
bókmenntafræðinginn og blaðamann-
inn Pál Baldvin Baldvinsson um rit-
stuld í bókinni
Síldarárin
1867-1969.
Skrifaði hann
ítarlegan pistil
þess efnis á
Trölla.is í
fyrradag og
færir rök fyrir
því að síldar-
sögur og önnur
skrif eftir hann á Sigló.is hafi verið
notuð í leyfisleysi í bókinni.
„Það hefði verið hægt að komast
hjá þessu ef menn hefðu lagt sig fram
í heimildavinnu og hreinlega hringt í
mig og spurt mig. Ég hefði örugglega
sagt já,“ segir Jón Ólafur í samtali við
Morgunblaðið.
Segist hann vera sérstaklega sorg-
mæddur yfir grein sem birtist í bók
Páls sem Jón segir að byggist á eigin
skrifum sem hann kveðst hafa eytt
100 klukkutímum í sjálfboðavinnu í að
vinna.
„Ég hefði aldrei farið fram á það
við neinn að fá borgað fyrir þetta.
Það skiptir máli að menn séu ekki
bara að vanda sig út af höfunda-
réttarlögum heldur líka af virðingu
við þá sem eru á bak við þetta,“
segir Jón Ólafur.
Páll Baldvin, sem hefur svarað
Jóni í athugasemd undir pistlinum á
Trölla.is, segir það af og frá að rit-
stuldur hafi verið með vilja gerður.
„Þetta eru mistök sem áttu sér
stað. Þau eru viðurkennd. Það er bú-
ið að biðja Jón afsökunar á því að
það skyldi vera gengið á hans sóma,“
segir Páll í samtali við Morgun-
blaðið.
„Það er náttúrulega leiðinlegast
fyrir okkur sem unnum að þessari
bók að þetta skuli hafa farið í gegn-
um síu sem er í fyrsta lagi ég, í öðru
lagi ritstjóri og í þriðja lagi próf-
arkalesarar,“ segir hann.
„Við vonum að þetta sé eina til-
vikið þar sem það er ekki sóma-
samlegur frágangur á heimildavísun
í þessi verk. Reyndar eru þarna
hundruð heimilda og tilvísana. En
svona lagað getur gerst. En þetta er
samt sem áður óafsakanlegt og okk-
ur þykir þetta ákaflega miður,“ segir
Páll. rosa@mbl.is
Sakar Pál Bald-
vin um ritstuld
Páll segir að mistök hafi átt sér stað