Morgunblaðið - 13.01.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
VEITINGASTAÐUR
Á BESTA STAÐ Í SMÁRALIND
NÝR OG GLÆSILEGUR
ALLIR LEIKIR · ALLAR DEILDIR · ALLT SPORT Á EINUM STAÐ
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Bæjarstjórn Garðabæjar hefur
samþykkt deiliskipulagsáætlanir
fyrir miðsvæði og suðursvæði
Álftaness. Um er að ræða svæðin
Breiðamýri, Krók, Helguvík og
Kumlamýri. Heildarsvæðið er um
það bil 40 hektarar að stærð.
Í Breiðamýri er gert ráð fyrir
allt að 252 íbúðum í níu fjölbýlis-
húsakjörnum. Í Króki er gert ráð
fyrir allt að 51 íbúð í sjö raðhúsa-
lengjum. Í Helguvík er miðað við
allt að 23 einbýlishús við tvær göt-
ur og í Kumlamýri er gert ráð fyr-
ir allt að 40 íbúðum í 20 parhúsum.
Miðað er við lágreista byggð og að
ekkert húsanna á skipulagssvæð-
unum verði hærra en þrjár hæðir.
Garðabær á Breiðamýri ásamt
Íslandsbanka og er verið að undir-
búa söluferli á lóðum til bygging-
araðila og er það svæði lengst
komið í undirbúningi framkvæmda,
samkvæmt upplýsingum Arin-
bjarnar Vilhjálmssonar, skipulags-
stjóra í Garðabæ. Ásamt sveitar-
félaginu eru fleiri aðilar að landi á
hinum svæðunum og eru þau
skemmra á veg komin í undirbún-
ingi.
Náttúrulegt yfirbragð
Verkefnið á Álftanesi hefur að
leiðarljósi hugtakið „sveit í borg“
sem er í samræmi við áherslur
Garðabæjar í lýsingu samkeppni
sem efnt var til árið 2017. „Hug-
myndin að baki skipulagstillögunni
fyrir Álftanes byggist á nálgun um
að þróa byggð í klösum og dreifa
þeim um opin svæði með náttúru-
legu yfirbragði þannig að menn-
ingarlandslag svæðisins fái að
njóta sín og flæða á milli húsa-
þyrpinganna. Nútímalegt sveita-
þorp með áherslu á samspil íbúða-
byggðar og umhverfis,“ eins og
segir í greinargerð.
Skipulagsstjóri bendir á að nán-
ast allar íbúðir á hinum nýju svæð-
um liggi að opnum grænum svæð-
um sem fikra sig inn í byggðina.
Skipulagsferlið í þessari lotu
skipulagsmála á Álftanesi hefur
tekið um tvö ár, en byggt er á
vinningstillögu í samkeppni um
deiliskipulagið árið 2017. Andersen
& Sigurdsson, arkitektar í Dan-
mörku, báru sigur úr býtum, en
þar eru Þórhallur Sigurðsson og
Ene Cordt Andersen í forsvari og
eru höfundar deiliskipulagsins.
Einnig komu fyrirtækin Landslag,
Verkís og Viaplan að verkefninu í
skipulagsferlinu.
Deiliskipulagið hefur verið aug-
lýst í Stjórnartíðindum og hefur
tekið gildi, en kærufrestur rennur
út í lok mánaðar.
Golfvöllur á norðurnesinu
Samkvæmt nýjum deiliskipu-
lagsáætlunum mun golfvöllurinn
sem hefur verið starfræktur á
opnu svæði við Helguvík og sunn-
an Sviðholts leggjast af. Stefnt er
að uppbyggingu nýs golfvallar á
Norðurnesi á Álftanesi eins og
gert er ráð fyrir í aðalskipulagi
Garðabæjar.
Um 40 hektarar í skipulag
Lágreist byggð á Álftanesi samkvæmt deiliskipulagi Söluferli á lóðum í
Breiðumýri lengst komið „Sveit í borg“ var leiðarljós við skipulagsvinnuna
Tölvumynd/AS arkitektar
Álftanes Skipulagssvæðið tekur til miðsvæðis og suðurhluta Álftaness og á myndinni er horft til suðvesturs. Efst til
vinstri er sjávarlónið Skógtjörn með ós milli Hliðsness og Hliðs.
N
orðurnesvegur
Suðurnesvegur
Suð
urn
esve
gur
Breiðamýri
Álftanesvegur
Be
ss
as
tað
a-
ve
gu
r
Breiðamýri
Helguvík
Helguvík
Kumla-
mýri
Krókur
HOLT
KOT
TÚN
VARIR
SKÓGAR
BREKKUR
Lo
ft
m
yn
di
r e
hf
.
Deiliskipulag á Álftanesi í Garðabæ
Skipulagssvæði fyrir Miðsvæði og Suðurnes
(svæði 1-4)
„Ég er alveg sannfærður um að það
er að takast að endurræsa um-
ræðuna um kvótakerfið,“ segir Ög-
mundur Jónasson, fyrrverandi þing-
maður VG og ráðherra, um fund sem
haldinn var í Þjóðmenningarhúsinu
á laugardag um kvótakerfið. Hann
segir fundinn hafa verið kröftugan
og að færri hafi komist að en vildu.
Gunnar Smári Egilsson, formaður
framkvæmdastjórnar Sósíalista-
flokksins, var frummælandi á fund-
inum og fékk erindi hans miklar
undirtektir, að sögn Ögmundar.
Hann segir tilefni fundarins hafa
verið að kvótakerfið hafi „brotið á ís-
lensku samfélagi, stuðlað að byggða-
röskun, kjaramisrétti og siðspill-
ingu“. Telur hann meðal annars að
fréttaflutningur af starfsemi Sam-
herja í Namibíu hafi minnt þjóðina á
siðspillinguna og að umræðan „sé að
vakna af meiri krafti en nokkru sinni
fyrr“.
Fundurinn var liður í fundaröð
Ögmundar undir heitinu „til rót-
tækrar skoðunar“. Spurður hvort
svo beri að skilja að fyrrverandi ráð-
herra Vinstri-grænna telji sinn
gamla flokk ekki vera nægilega rót-
tækan í málaflokknum svarar Ög-
mundur: „Ég horfi til stjórnmálanna
allra. Menn hafa brugðist í þessu
máli, það er búið að vera ákall um
breytingar í langan tíma. […] Ég
horfi til allra flokka og höfða til
ábyrgðar allra.“ gso@mbl.is
Endurræsa
umræðu um
kvótakerfið
Fullyrðir að kerfið
brjóti á samfélaginu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Róttækni Ögmundur Jónasson
segir stjórnmálin hafa brugðist.
Alexander Gunnar Kristjánsson
agunnar@mbl.is
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lög-
reglustjóri á höfuðborgarsvæðinu,
Páll Winkel fangelsismálastjóri og
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lög-
reglustjóri á Norðurlandi eystra, eru
meðal umsækjenda um stöðu ríkislög-
reglustjóra. Þetta staðfesta þau öll í
samtali við mbl.is. Umsóknarfrestur
rann út um helgina, en listi yfir um-
sækjendur hefur ekki enn verið birt-
ur.
Í bréfi sem Sigríður Björk sendi
samstarfsfólki sínu um helgina segir
hún að meginástæða þess að hún
sæki um sé að hún telji sig hafa víð-
tæka reynslu og þekkingu á störfum
lögreglu, bæði á landsbyggðinni og
höfuðborgarsvæðinu, og vilji leggja
krafta sína í að efla löggæslu í land-
inu.
Þá segist Halla Bergþóra sækjast
eftir embættinu vegna áhuga á lög-
reglumálum og þeirra tækifæra sem
þar eru til að efla enn betur lögreglu
og samheldni.
Haraldur Johannessen tilkynnti í
byrjun desember að hann hygðist láta
af embætti rík-
islögreglustjóra
eftir 22 ára starf.
Í hans stað tók
Kjartan Þorkels-
son, lögreglustjóri
á Suðurlandi, við
starfinu meðan
ráðið er í stöðuna
til frambúðar, en
hann hefur þegar
gefið út að hann
hyggist ekki sækja um. Sömu sögu
er að segja af Ólafi Þór Haukssyni
héraðssaksóknara og Páleyju Borg-
þórsdóttur, lögreglustjóra í Vest-
mannaeyjum, en þau höfðu verið
nefnd sem mögulegir umsækjendur.
Sigríður, Páll og
Halla sækja um
Frestur til að sækja um stöðu ríkis-
lögreglustjóra rann út um helgina
Páll
Winkel
Halla Bergþóra
Björnsdóttir
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir