Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 15
15 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020 Baráttan um brauðið Andapollurinn á Akureyri er athvarf fjölda fugla, eins og nafnið bendir til. Þessir fiðruðu félagar mannanna fjölfygla jafnan þegar brauð er í boði, ekki síst í stórhríð. Þorgeir Baldursson Erlendir gagnrýn- endur Receps Tayyips Erdogans Tyrklands- forseta lýsa honum sem einræðissinna með mikilmennsku- brjálæði. En Erdogan – sem var forsætisráð- herra Tyrklands í ell- efu ár áður en hann var kosinn forseti árið 2014 – er nú einnig reglulega farinn að taka yfirdrifna áhættu. Brátt munu Tyrkir senda herlið til Líbíu að beiðni þess sem kallast Ríkisstjórn um þjóðarsátt (e. Government of National Accord, GNA) og er studd af Sameinuðu þjóðunum en hefur verið í herkví í Trípólí undanfarna átta mánuði, umsetin af herafla Líb- íska þjóðarhersins (e. Libyan Nat- ional Army, LNA) undir stjórn Khalifa Haftars marskálks. Þetta verða hernaðarleg og dipló- matísk mistök. Erdogan þekkir nú þegar skelfilegar afleiðingar stríðs- ins í Sýrlandi, sem er í nágrenni Tyrklands. Ímyndar hann sér í al- vöru að aðkoma nokkur hundruð – eða jafnvel mörg þúsund – tyrk- neskra hermann til hjálpar GNA muni einhvern veginn leysa úr hörmulegu og blóðugu öngþveitinu í Líbíu, sem má rekja til íhlutunar er- lendra ríkja árið 2011 sem steypti stjórn Muammars el-Qaddafis ofursta? Ef Erdogan gerir ráð fyrir annaðhvort sigri GNA eða að friður komist skjótlega á er hann að blekkja sjálfan sig. Undir stjórn Haft- ars er LNA vel vopn- um búið og nýtur stuðnings Egypta- lands, Sameinuðu ar- abísku furstadæm- anna, Sádi-Arabíu, Rússlands og (í það minnsta bak við tjöld- in) Frakklands. Auk þess hefur Haftar málaliða frá Rússlandi og Súdan í liði sínu og hlýtur því að hafa betri vonir um sigur en Fayez al-Sarraj, forsætis- ráðherra GNA. Stuðningur við GNA frá Tyrklandi og Katar, ásamt hinni lítilvægu viðurkenningu SÞ, vegur töluvert minna hernaðarlega séð. Hver er þá ástæðan fyrir því að Tyrkir verði enn einn aðilinn sem blandar sér í þetta hræðilega stríð í Líbíu? Einn þáttur, sem utanað- komandi átta sig oft illa á, er hug- myndafræðileg og pólitísk áhrif Bræðralags múslima Í Mið-Austur- löndum – eða í það minnsta þar sem súnnímúslimar eru í meirihluta. Bræðralagið, sem var stofnað í Egyptalandi fyrir rétt tæpri öld, er fylgjandi skiptingu (friðsamlegri, að því er sagt er) yfir í trúarlegar áherslur í stjórnun ríkja. Slagorð þess er: „Íslam er lausnin.“ Þetta er vandamál fyrir fjölskyld- urnar sem stjórna í Sádi-Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæm- unum og Barein, sem líta allar á Bræðralagið sem hryðjuverka- samtök sem ógni valdi þeirra. Það er einnig afstaða kúgunarstjórnar Abdels Fattahs el-Sisi Egyptalands- forseta, sem stóð fyrir valdaráninu árið 2013 sem batt enda á hörmung- arárið þegar Bræðralagið réð ríkj- um í fjölmennasta landi araba- heimsins. Einungis Tyrkland – nánar tiltekið flokkur Erdogans, Réttlæti og þróun (AKP) – og smá- ríkið Katar (sem gengur algjörlega úr takt við nágrannann Sádi- Arabíu) eru áhugasöm frekar en óttaslegin yfir áhrifum Bræðralags- ins. Á þeirri aumu forsendu að óvin- ur óvinar sé vinur er stuðningur Sádi-Arabíu, Furstadæmanna og Egyptalands við Haftar næg ástæða fyrir Tyrkland og Katar til að styðja Sarraj og GNA. Veigameiri ástæðan fyrir ævin- týramennsku Erdogans í Líbíu er hins vegar löngun hans til þess að Tyrkland leiki stórt hlutverk í þess- um heimshluta í fyrsta sinn síðan heimsveldi Ottómana (sem Líbía var eitt sinn hluti af) leið undir lok. Fljótt á litið virðist sá metnaður kannski ekki svo galinn. Tyrkir eru meira en 80 milljónir, með annan fjölmennasta herafla NATO-ríkja og tiltölulega þróað efnahagskerfi. Tyrkland á skilið virðingu – sem er ástæða þess að augljós tregða Evr- ópusambandsins til að veita Tyrkj- um inngöngu særir stolt þjóðar- innar. En Þegar AKP komst til valda í Tyrklandi fyrir nær tveimur áratug- um var lærifaðir Erdogans Ahmet Davutoglu, fræðimaður sem varð utanríkisráðherra og síðar forsætis- ráðherra. Davutoglu var áfram um að auka erlend áhrif Tyrklands, en undir slagorðinu: „Engar deilur við granna okkar.“ Því er það kaldhæðnislegt að Er- dogan hefur skapað deilur við nán- ast alla granna sína. ESB getur ekki sætt sig við afleitt ástand mannréttindamála í Tyrklandi, sér- staklega í kjölfar misheppnaðs valdaráns hersins árið 2016. Ísrael þolir ekki stuðning Tyrkja við Ha- mas (sem tengist Bræðralagi músl- ima) á Gaza. Og nánast allir eru ör- vilnaðir yfir stefnu Tyrkja í Sýr- landi, sem felur í sér árásir á Kúrda – sem hafa reynst öflugustu bar- dagamennirnir gegn Ríki íslams – og kæruleysi gagnvart fjölda skæruliðahreyfinga sem trúa á heil- agt stríð. Það segir sína sögu að Davutoglu hefur sagt skilið við Er- dogan og stofnað sinn eigin stjórn- málaflokk. Vissulega geta stuðningsmenn Erdogans haldið því fram með nokkrum rétti að Tyrkland sé orðið mikilvægt veldi í sínum heimshluta. ESB verður að leggja mikið fé af mörkum til að koma í veg fyrir að Tyrkir láti hundruð þúsunda Sýr- lendinga og annarra flæða inn í Evrópu á flótta undan stríði og fá- tækt. Rússland og Íran, sem bæði styðja stjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta, vita að til að stilla til friðar þarf hjálp Tyrkja og því halda áfram þríhliða friðarviðræður sem hófust fyrir þremur árum í Ast- ana í Kasakstan. Jafnvel Bandaríkin undir stjórn Donalds Trumps for- seta hafa þurft að sýna lítillæti; þrátt fyrir þátttöku í NATO og hót- anir Bandaríkjamanna um efna- hagsþvinganir standa Tyrkir við þá ákvörðun sína að kaupa rússneskt loftvarnakerfi. En þetta Líbíuævintýri kann að vera of stór biti. Tyrklandsþing staðfesti 5. desember síðastliðinn samkomulag milli Erdogans og Sar- rajs sem skilgreinir landhelgismörk ríkjanna tveggja. Þetta samkomu- lag milli Tyrklands og Líbíu er í trássi við alþjóðalög – eins og ESB, Kýpverjar, Grikkir og Egyptar hafa bent á. Landafræðin setur einnig strik í reikninginn, þar sem gríska eyjan Krít er mitt á milli landanna tveggja. Enn fremur ógnar sam- komulagið samningi milli Egypta- lands, Ísraels, Grikklands, Kýpur, Ítalíu, Jórdaníu og heimastjórnar Palestínu frá janúar 2019 um nýt- ingu gasauðlinda í austurhluta Mið- jarðarhafs. Erdogan er hinn dæmigerði harð- neskjulegi stjórnmálaleiðtogi nú- tímans. En þegar Líbíuævintýri hans fer á verri veg, sem mun ger- ast fyrr eða síðar, mun hann standa uppi vinalaus. Eftir John Andrews » Tyrkir hafa greitt metnað sinn til for- ystu í Mið-Austurlönd- um dýru verði. John Andrews John Andrews er fyrrverandi ritstjóri og erlendur fréttaritari The Econom- ist. Hann er höfundur The World in Conflict: Understanding the World’s Troublespots. Erdogan veður út í fúafen Líbíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.