Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020 ✝ GuðjónTraustason fæddist í Vest- mannaeyjum 23. apríl 1943. Hann andaðist á líknar- deild Landspít- alans 4. janúar 2020. Foreldrar hans voru Trausti Guð- jónsson frá Skafta- felli í Vestmanna- eyjum, d. 2009, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Gils- fjarðarbrekku, d. 2011. Systkini Guðjóns eru: Halldóra, Korn- elíus Símon, Sólveig (látin), Vörður og Ingveldur. Guðjón kvæntist Guðrúnu Kristínu Erlendsdóttur frá Hamragörðum 23. apríl 1964. Guðrún andaðist 23. desember 2010. Börn þeirra eru: 1) Sig- ríður Heiðrún, f. 1963 gift Ágústi Ólasyni og eiga þau börnin Heiðrúnu, Óla og Hönnu. 2) Trausti, f. 1965, kvæntur Lísu Maríu Karls- dóttur og eiga þau börnin Guð- jón Leví og Brynjar Stein. 3) Erlendur Reynir, f. 1969, kvæntur Guðfinnu Björk Sigvalda- dóttur og eiga þau börnin Jónu Krist- ínu, Dagnýju Lind og Valdísi Evu. Langafabörn Guð- jóns eru fjögur. Síðustu árin deildi Guðjón lífi sínu með Sigríði Sverrisdóttur, f. 1940. Sigríður á Elsu Gunnarsdóttur og hennar börn eru Sigrún og Gunnar. Langömmubörn Sigríðar eru þrjú. Guðjón ólst upp í Hjarðar- holti í Vestmannaeyjum, hann var menntaður vélstjórameist- ari og vann m.a. hjá Magna í Vestmannaeyjum og síðar hjá Ístaki. Fyrst bjó fjölskyldan í Vestmannaeyjum en eftir gos settust þau að á Hlíðarvegi í Kópavogi. Í Hamralundi, Hamragörðum, bjó Guðjón sér og sínum unaðsreit þar sem hann undi hag sínum best. Útför Guðjóns verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag, 13. janúar 2020, klukkan 13. Mig langar með nokkrum orð- um að minnast tengdaföður míns hans Gauja. Við Trausti hófum okkar samband í byrjun árs 1984, þannig að við Gaui höfðum nú þekkst í tæp 36 ár. Gaui elskaði að vera uppi í bú- stað og þar brallaði hann margt. Við eigum skemmtilegar minn- ingar þaðan með honum. Til dæmis þar sem hann var að gefa fiskunum og kveikja í brennum á ættarmótum eða um verslunar- mannahelgar. Einnig vorum við oft saman þar í heyskap og við gróðursetningu trjáa. Gaui var mjög heppin með konurnar í lífi sínu. Fyrst hana Stínu og síðar hana Sísí. Stína hugsaði svo vel um að hann fengi nóg að borða og að heimilið og allt væri í góðu standi eins og börnin þeirra þrjú sem öll eru einstaklega vel af guði gerð. Eins var svo yndislegt að sjá hvað hann og Sísí áttu vel saman og hlýjuna og ástina sem þau sýndu hvort öðru. Sísí stóð sig líka eins og hetja í veikindum Gauja og hugsaði um hans eins og best verður á kosið. Við kunn- um henni bestu þakkir fyrir það. Ég vil þakka Gauja fyrir okk- ar samveru í gegnum árin og sér- staklega fyrir samverustundir hans og Guðjóns Levís en þeir náðu einstaklega vel saman og þá sérstaklega í gegnum ólækn- andi bíla- og tækjadelluna. Svo er gaman að sjá hvað Brynjar er að líkjast þér og hvað þið náðuð vel saman nú síðustu tvö árin. Þið spjölluðuð oft saman í síma og oft um tæknimál. Elsku Gaui, við munum sakna þín. Lísa María Karlsdóttir. 4. janúar sl. kvaddi afi Gaui okkur eftir erfið veikindi. Afi var mjög skemmtilegur karakter og það voru mörg augnablik þar sem maður sá hvaðan maður fékk húmorinn. Undanfarna mánuði er ég búinn að heyra hvað ég er líkur honum þegar hann var á mínum aldri og mun aldrei gleyma glottinu sem kom á hann þegar hann sá það sjálfur og ég er mjög ánægður að ég get haldið minningu hans lifandi þannig. Brynjar Steinn Traustason. Elsku afi minn Guðjón Traustason, afi Gaui eða Nabbni (nafni) eins og hann kallaði mann alltaf, er látinn. Hann hafði líkt og maður sjálfur ólæknandi tækjadellu og vildi helst af öllu vera uppi í sveit að skrúfa í trak- torunum eða öðru sem lá mikið á að gera og síst af öllu hafði hann tíma í að standa í þessum veik- indum. Afi kenndi manni margt og skilur eftir margar góðar minningar, ég mun sakna hans mikið. Nabbni, Guðjón Leví Traustason. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. Nú er komin kveðjustund þeg- ar við kveðjum Guðjón bróður og mág og þökkum honum sam- fylgd og góða vináttu í gegnum árin. Alltaf fyllumst við söknuði og eftirsjá þegar við þurfum að sjá á bak fjölskyldumeðlimum og góðum vinum, en við vitum að hjá því verður ekki komist – svona er lögmál lífsins. Margar góðar minningar tengjast Gauja; heimsóknir hans og fjölskyldunnar til okkar í sveitina í gamla daga. Sérstak- lega er okkur minnisstæð ferð sem við fórum saman sumarið 1978, þá fórum við fjölskyldan saman á landbúnaðarsýningu á Selfossi og ákváðum að fara hina leiðina heim, þ.e.a.s. austur um. Gaui, Stína og börnin þeirra 3 ætluðu að fylgja okkur áleiðis en það endaði með því að þau fylgdu okkur alla leiðina heim í Ketu og dvöldu þá hjá okkur í nokkra daga. Það var svo gaman hjá okkur á leiðinni. Við tókum nokkra daga í ferðalagið, sváfum í tjöldum og elduðum saman á grilli og fengum yndislegt veður. Gaui var mjög laghentur og var ólatur að hjálpa bróður sín- um í sveitinni að dytta að og lag- færa ýmsa hluti sem þess þurftu með. Nú á seinni árum hafa Gaui og Sísí, sambýliskona hans, dval- ið með okkur á Spáni í nokkur skipti ásamt hinum bræðrunum og konum þeirra, svo notaleg og góð samvera fyrir okkur öll og hefur treyst fjölskyldu- og vina- böndin. Ekki gleymum við held- ur Traust-fjölskyldumótunum undanfarin sumur í Hamralundi, þeim frábæra stað, þar sem Gaui og fjölskylda eiga yndislegan sumarbústað. Þar er einstök náttúrufegurð og friðsæld og alltaf jafn gott að koma. Gaui og Sísí hafa alltaf tekið einstaklega vel á móti öllum hópnum. Síðast- liðið sumar vorum við þar og nut- um samverunnar, þá var Gaui orðinn sárlasinn en sótti þó fast að halda fjölskyldumót og grun- ar okkur að hann hafi búist við að hann yrði ekki með okkur oftar. Hann var búinn að glíma við illvígan sjúkdóm í tæplega fjög- ur ár en bar sig alltaf vel og kvartaði ekki. Hann hafði Sísí sína sér við hlið, hún var hans stoð og hjálparhella í veikindun- um. Nú eru tvö farin úr systkina- hópnum til fundar við Drottin sinn og ástvinina sem þar bíða okkar. Guð blessi allar góðu minningarnar. Elsku Gaui, hafðu þökk fyrir alla hjálpsemi þína og kærleika. Elsku Sísí, Sigga, Trausti, Elli og fjölskyldan öll, við biðjum Guð að styrkja ykkur og blessa. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur, Símon og Ingibjörg (Systa) í Ketu. Í dag kveð ég yndislegan bróður minn. Margs er að minn- ast og enn meira að sakna. Við ólumst upp í sjö systkina hópi, hann næstelstur og ég yngst, 11 ár voru á milli okkar. Í minning- unni var hann Gaui bróðir stríð- nasti bróðir í heimi og mér fannst hann þá ekki skemmti- legur. Hann naut þess að pína litlu systur og fá hana til að grenja. Í þá daga var ekki sjón- varp, en við krakkarnir hlustuð- um á barnatímann í útvarpinu. Man ég að við Gaui sátum inni í stofu þegar hann sagði: „Veistu, Inga, að inni í útvarpinu er fólkið sem er að tala.“ Mig langaði að sjá þetta fólk og bað hann um að opna útvarpið svo ég gæti séð fólkið. Hann sagði mér að kíkja bak við tækið og væri fólkið þar, en ég sá ekkert. „Hvað, ertu blind, sérðu ekki fólkið? Þú ert ekki í lagi,“ sagði hann. Þegar Gaui flautaði ákveðinn lagstúf, sem mér var svo illa við, endaði það alltaf með því að ég fór að grenja og klagaði í pabba, sen ég sá að pabbi hafði lúmskt gaman af þessu uppátæki Gaua. Svo liðu árin og Gaui og Stína eignuðust litla stelpu sem ég var svo skotin í og ekki var gleðin minni þegar strákarnir bættust í hópinn. Ég fékk að fara með Stínu í Hamragarða í tvö sumur til að passa og hjálpa til, en Gaui var að vinna. Þegar ég hafði eignast mína fjölskyldu og Gaui og Stína byggt sér sumarbústað og ræktað lund sem þau nefndu Hamralund var ósköp gott og gaman að koma og tjalda hjá þeim á sumrin. Gaui var mjög duglegur að efna til fjölskyldu- hittings í Hamralundi og áttum við ófáar stundirnar þar á sumrin. Gaui var búinn að slá og raka, taka saman timbur í bál- köst og gera allt tilbúið fyrir okkur. Duglegri verkmann og hagleiksmann er vart hægt að hugsa sér. Eftir hann eru marg- ar dráttarvélar uppgerðar og flottar. Hann var alltaf að og hugur hans var alltaf á fleygiferð því hann vissi alltaf hvað hann ætlaði að framkvæma. Eftir að Stína lést og Sísí kom til sögunn- ar var ekki síðra að heimsækja þau hvort sem var heim til þeirra eða í Hamralund. Sísí var og er okkur fjölskyldunni svo afar kær og góður Guð launi henni alla umönnun á Gauja okkar. Það var svo gaman að sjá glampann í augum Gauja þegar Sísi birtist því hann var svo skotinn í henni og hún í honum. Elsku Sísi okkar og fjölskylda, takk fyrir allt og takk fyrir að vera til staðar bæði fyrir okkur og bróður minn. Þú ert einstök kona, elsku mákona mín. Elsku Sigga, Trausti, Elli og fjölskyldur. Elsku Sísi, Elsa, Jakob og fjölskyldur. Góður Guð blessi ykkur og styrki í sorg og söknuði. Guðrún I. Traustadóttir, litla systir. Gaui „bróðir“ er látinn. Hann var aldrei kallaður annað í okkar stóra systkinahópi. Þó var hann ekki bundinn okkur sömu erfða- tengslum og voru á milli „hinna systkinanna“. Pabbi og Gaui kynntust í gegnum rollubrans- ann í Eyjum á seinni hluta sjö- unda áratugarins. Þótt á milli þeirra væru nær 30 ár í aldri fór vel á með þeim félögum. Þessi tengsl þóttu sérstök innan fjöl- skyldunnar; að pabbi, þá á sex- tugsaldri, væri í svo miklum samskiptum við ungan mann á þrítugsaldri sem raunin varð! Gaui var þá á svipuðum aldri og eldri synir hans og því bættist fljótlega við „bróðir“ þegar nafn hans bar á góma! Þannig varð Gaui bróðir einn okkar 9 systk- ina og var aldrei nefndur öðru- vísi innan fjölskyldunnar. Það myndaðist líka sannkallað bræðraþel á milli þeirra félaga. Þeir hjálpuðust að í rollubrans- anum, komu fénu sínu út í Ysta- klett til sumarbeitar og ófáar voru ferðirnar í Klettinn til þess að vitja kindanna um sauðburð- inn á vorin og í rúningar. Allt þetta stúss batt þá félaga, pabba og Gauja bróður, sterkum bönd- um. Þeir voru mikið saman eftir að venjulegum vinnudegi lauk og ekki laust við að okkur hinum bræðrunum þætti nóg um! En svo kom Heimaeyjargosið árið 1973 og allt breyttist í einni svipan, ferðir í Klettinn lögðust af og kindasögur viku fyrir ham- farasögum úr gosinu. Pabbi og Gaui sneru hvorugur aftur til Eyja og settust að á höfuðborg- arsvæðinu og frístundabúskapur þeirra var á enda. En tilveran fann leið til þess að tengja þá aft- ur saman. Sterkur kippur kom í samskiptin þegar Gaui bróðir fór að byggja sumarbústað í landi Hamragarða þar sem Stína, eig- inkona hans, átti rætur, í grennd við Seljalandsfoss. Ófáar voru ferðirnar austur undir Fjöllin til Gauja og Stínu á meðan bústað- urinn var reistur. Fyrr en varði var hann risinn undir hömrunum við fossinn Gljúfrabúa á einstak- lega fallegum stað. Í framhaldinu urðu ferðirnar tíðar austur til þess að hitta Gauja bróður og Stínu. Það þurfti að byggja og bæta og allt- af var gleði og glaumur þegar þeir gömlu frístundabændurnir úr Eyjum hittust. Og við hin systkinin lögðum einnig rækt við staðinn og sjaldan var farið aust- ur nema komið væri við hjá Gauja bróður! Fjórtán ár eru síðan sá eldri féll frá, tengslin rofnuðu, og ferðir austur til Gauja og Stínu lögðust að mestu af. En minning- arnar lifa um ánægjulega daga og sjaldan var ekið fram hjá án þess að hugurinn reikaði til baka og horft væri með söknuði í átt til bústaðarins við Gljúfrabúa. Með Gauja bróður er farinn einn úr okkar hópi og við þökkum honum fyrir samfylgdina, fyrir hans kærkomnu viðbót í fjöl- skylduna, húmor og glaðværð sem smellpassaði eins og hann hefði hvergi annars staðar alið manninn! Fjölskyldumyndir úr stórafmælum þar sem Gaui er auðvitað sá tíundi í hópnum geymast hjá systkinunum og minna á hann, skælbrosandi og alltaf til í fjörið með okkur hinum! Systkinin frá Steinholti í Vest- mannaeyjum senda börnum Gauja, barna- og barnabörnum og venslafólki sínar dýpstu sam- úðarkveðjur. Birgir Þór Baldvinsson. Margs er að minnast, margs er að sakna. Laugardaginn 4. janúar voru óveðursský á himni. Vegir voru víða lokaðir og náttúran minnti okkur á að hún hefur sinn gang óháð vilja mannanna og við get- um enga stjórn haft þar á. Á þessum drungalega degi birtust önnur dökk ský á andlegum himni sem minntu okkur á að líf- ið í þessum heimi er Guðs gjöf, fengið að láni í skamman tíma. Góður drengur kvaddi þennan heim eftir baráttu við illvígan sjúkdóm. Guðjón eða Gaui, eins og hann var oftast kallaður, kom inn í líf okkar fyrir um níu árum þegar hann og Sísí urðu ástvinir og fljótt var ljóst að þar var al- vara á ferð og þeirra vinskapur var djúpur. Þegar við hugsum til baka þá er það fyrsta sem kemur upp í hugann hvað hann varð á skömmum tíma partur af okkar fjölskyldu og innan skamms var eins og hann hefði alltaf verið með okkur. Börnin okkar litu á hann sem afa sinn og barnabörnin kölluðu hann langafa. Hann var einstak- lega ljúfur við börnin okkar og „langafabörnin“ sín. Þau fundu þá hlýju sem geislaði frá honum og gerðu sér far um að umgang- ast hann. Alltaf var hann tilbúinn að rétta hjálparhönd ef á þurfti að halda, alltaf jákvæður og allt- af með lausnir á öllum hlutum. Með Gauja eignaðist Sísí ekki bara ástvin heldur stóra fjöl- skyldu í börnum hans, tengda- börnum, barnabörnum og systk- inum sem reyndust henni vel. Sérstaklega var sambandið við systkini Gauja og þeirra maka frá fyrstu stundu einstaklega hlýtt og áttu þau með þeim góðar samverustundir bæði hérlendis og erlendis. Þar myndaðist ákaf- lega dýrmætur vinskapur sem lifir áfram. Þeim verður seint þakkað hversu ástúðlega þau tóku á móti henni í fjölskylduna. Gaui átti sinn sælureit í Hamralundi og vildi helst hvergi annarstaðar vera. Þar kom í ljós hversu handlaginn hann var og þar var hann búinn að byggja upp yndislegan stað sem gott var að koma á. Synir hans voru óþreytandi við að aðstoða pabba sinn við uppbygginguna og gam- an að sjá hversu náið samband þeirra feðga var. Þar var hann í essinu sínu, kominn í vinnugall- ann sinn og út að vinna hvort sem það var við að smíða, gefa fiskunum eða dytta að bílum eða dráttarvélum (sem hann átti dá- gott safn af). Við hjónin fengum stundum að dvelja þar í hjólhýs- inu og eigum þaðan yndislegar minningar með honum og Sísí. Já, Gaui var alltaf að og fannst ekki gaman að sitja með hendur í skauti. Þegar orkan fór að þverra fór hann oft í „karlar í skúrum“ þar sem hann dundaði við ýmislegt og naut félagsskap- arins. Hann barðist við sjúkdóm sinn af hugrekki, von og trú og aldrei var uppgjöf inni í mynd- inni til síðasta dags. Já margs er að minnast og margs er að sakna. Minningarn- ar um yndislegan mann verma okkur og hann dvelur nú í húsi með margar vistarverur sem Guð hefur lofað þeim sem trúa. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo vinur kæri vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna (Höf. ókunnur) Elsku mamma, tengda- mamma og aðstandendur Gauja. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Meira: mbl.is/andlat Jakob og Elsa. Guðjón Traustason Hjartkær móðir mín, amma og langamma, ELÍN HEIÐDAL, Ljósheimum 18, lést þriðjudaginn 31. desember. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 14. janúar klukkan 13. Helena Jónsdóttir Dagur Benedikt Reynisson Katrín Guðmundsdóttir Jónas Dagur Jónasson Júlíanna Guðmundsdóttir Raghed Saadieh Eiríkur Árni Guðmundsson Ingibjörg Sólrún Ágústsdóttir Davíð Árni Guðmundsson Thelma Rún Matthíasdóttir Steinunn Anna Haraldsdóttir Hallur Árnason langömmubörn og systkini hinnar látnu Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KNÚTUR EYJÓLFSSON frá Hvammi í Landsveit, Stararima 57, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 31. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Edda Halldórsdóttir Aron Knútsson Svava Sól Matthíasdóttir Sigríður Th. Knútsdóttir Valtýr Bergmann Guðrún S. Knútsdóttir Ólafur Jóhannesson og barnabörn Ástkær móðir okkar, uppeldismóðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG INGIMUNDARDÓTTIR, Hrísmóum 7, Garðabæ, sem lést föstudaginn 3. janúar, verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í Garðabæ fimmtudaginn 16. janúar klukkan 13. Agnes Jóhannsdóttir Bessi Þorsteinsson Dagbjört Hansdóttir Sigurbjörn Sveinsson Hermann Hansson Auðbjörg Tómasdóttir Svava Hansdóttir Jóhannes Kristjánsson Hrafn Ingimundarson Elín Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.