Morgunblaðið - 13.01.2020, Side 20

Morgunblaðið - 13.01.2020, Side 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020 ✝ SigurlínaHólmfríður Ingimarsdóttir (Lína) fæddist á Akureyri 1. apríl 1920. Hún lést eftir stutt veikindi á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 12. desember 2019 Foreldrar henn- ar voru Ingimar Jónsson, f. 18. júlí 1882, d. 31. júlí 1945, og María Kristjánsdóttir, f. 8. ágúst 1887, d. 19. apríl 1979. Lína var sjötta í röðinni í hópi níu systkina, sem öll eru látin. Systkini Línu voru Hulda, f. 30. apríl 1911, Jón Kristján Hólm, f. 6. febrúar 1913, Adolf, f. 19. mars 1914, Sigríður Ingibjörg, f. 29. maí 1916, Ólöf Kristjana, f. 12. júní 1918, Hermann Hólm, f. 11. mars 1923, Rut Sigurrós, f. 20. júlí 1928 og Hermann, f. 17. mars 1931. Eiginmaður Línu var Þór- eldrum sínum og systkinum. Þrettán ára flutti hún til Akur- eyrar og byrjaði að vinna á ullarverksmiðjunni Gefjun, þar sem hún vann allan sinn starfs- aldur. Þegar Lína var rúmlega tvítug kynntist hún Tóta, sem einnig vann í ullarverksmiðj- unni. Lína og Tóti bjuggu til að byrja með í Brekkugötu hjá tengdaforeldrum hennar áður en þau fluttu í braggana á Gler- áreyrum. Árið 1942 eignuðust Lína og Tóti sitt fyrsta og eina barn, Birgi Hólm. Barnabörnum og langömmubörnum fjölgaði þó jafnt og þétt yfir árin og eru afkomendur Línu 31 talsins í dag. Árið 1964 fluttu Lína og Tóti í Miðholt 4 á Akureyri þar sem þau bjuggu lengst af. Tóti hafði mikinn áhuga á fótbolta og lék með KA á sínum yngri árum. Oftar en ekki voru fjör- ugar umræður um boltann á heimilinu. Upp úr 1990 veiktist Tóti af alzheimer og annaðist Lína hann bróðurpartinn af hans veikindum, en hann lést 20. mars 1994. Um svipað leyti flutti Lína í Lindasíðu 2 á Akur- eyri þar sem hún bjó síðustu árin. Þaðan eiga vinir og af- komendur margar góðar minn- ingar. Útför Sigurlínu hefur farið fram í kyrrþey. hallur Guðlaugsson (Tóti), f. 4. júní 1914, d. 20. mars 1994. Foreldrar hans voru Guð- laugur Stefánsson, f. 17. janúar 1893, d. 6. desember 1978 og Halldóra Sófus- dóttir, f. 9. nóvem- ber 1888. Lína og Tóti eignuðust einn son, Birgi Hólm Þórhallsson, f. 2. júlí 1943. Eiginkona Birgis er Unnur Guð- mundsdóttir, f. 19. ágúst 1942. Börn þeirra eru Þórhallur Hólm Birgisson, f. 30. desember 1962, Sigurlín Hólm Birgisdóttir, f. 28. mars 1964 og Árni Örn Hólm Birgisson, f. 8. ágúst 1967. Lína eins og hún var alltaf kölluð ólst upp hjá móðursystur sinni, Sigurlínu Kristjánsdóttur, og bjuggu þær í Sandhólum í gamla Saurbæjarhreppi fyrstu níu æviár Línu. Um níu ára ald- urinn kynntist Lína blóðfor- Nú hefur elsku Lína amma mín flutt sig á milli heima og er sest að í Sumarlandinu. Það eru forréttindi að eiga ömmu, sér í lagi þegar maður er sjálfur kominn á sextugsaldur. Amma var mikil kona í mínu lífi. Hún hafði að sjálfsögðu bæði kosti og galla eins og við öll. Við systkinin vorum svo heppin að Tóti afi og Lína amma bjuggu í kjallaranum hjá okkur þegar við vorum að alast upp í Miðholtinu. Alltaf var amma búin að baka pönnukökur og rúlla upp með sykri á sunnudagsmorgnum. Síð- ar meir urðu pönnukökurnar svo að vöfflum þegar hún var flutt í Lindasíðuna. Það var alltaf nota- legt að koma til ömmu, fyrst með börnin sín og síðan barnabörn og ekki var amma ánægð fyrr en sjö til átta sortir af brauði voru á borðum. Amma kendi mér eitt og ann- að, t.d. að prjóna, spila og leggja kapal. Hún hjálpaði mér að sauma mín fyrstu hvítu jólarúm- föt með milliverki sem hún hafði heklað og margt fleira. Amma prjónaði mikið í seinni tíð, að- allega sokka sem margir hafa notið góðs af. Amma var alltaf dugleg að hreyfa sig og á meðan heilsan leyfði fór hún í reglulega göngu- túra með vinkonum sínum. Þær voru árrisular og kom fyrir að þær voru mættar í Bakaríið við Brúna klukkan sjö að morgni til að fá sér kaffi og með því. Eftir að amma flutti í Lindasíðuna var ævinlega kaffi á laugardags- og sunnudagsmorgnum og var oft margt um manninn þar. Við amma höfum átt margar gæða- stundir saman yfir kaffibolla, heima jafnt og á kaffihúsum. Hvíl í friði, elsku amma. Sigurlín og fjölskylda. Hinn 20. desember 2019 geng- um við síðasta spölinn með þér, elsku Lína amma, en 12. desem- ber lagðir þú aftur augun og hvarfst á vit ævintýranna á himnum. Við vitum að löngu horfnir vin- ir og ættingjar hafa tekið vel á móti þér í Sumarlandinu og ef- umst ekki eitt andartak um að þar ríkir mikið fjör þessa dag- ana. Við hin sitjum eftir og yljum okkur við góðar minningar um þig. Kaffi og kræsingar á laugar- dags- og sunnudagsmorgnum verða ekki hjá þér að sinni en þegar við mætum í Sumarlandið vitum við að þú tekur á móti okk- ur með nóg af kaffi og stórt borð af kræsingum. Þó að dvöl þinni í okkar heim- kynnum sé lokið að sinni hugsum við hlýtt til þín og erum þakklát fyrir þann tíma sem við vorum samferða þér í gegnum lífið á jörðinni. Hinn 1. apríl 2020 hefðir þú orðið 100 ára og munum við minnast þín með ást, kærleika og gleði í hjarta. Elsku Lína amma, hvíl í friði. Þórhallur, Gróa, börn, tengdadóttir og barnabörn. Sigurlína Hólmfríður Ingimarsdóttir Fallin er frá kær félagskona og vinkona í Thor- valdsensfélaginu. Hún gekk til liðs við okkur árið 1995 og var virkur félagi allt þangað til á þessu ári að veikindi hennar komu í veg fyrir að hún gæti starfað við afgreiðslu í verslun- inni okkar, Thorvaldsens- bazarnum. Hún sinnti mörgum trún- aðarstörfum fyrir félagið. Hún var í stjórn Barnauppeldissjóðs og í stjórn félagsins, einnig starfaði hún í nefnd innan Bandalags kvenna í Reykjavík. Hvar sem hún var og starfaði var brosið og jákvæðnin henn- ar aðalsmerki. Þegar ég kynnt- ist henni fyrst árið 2001 sá ég Álfheiður Sylvia Briem ✝ ÁlfheiðurSylvia Brighid Victoria Helgadótt- ir Briem, jafnan kölluð Sylvia, var fædd 17. janúar 1942. Hún lést 3. desember 2019. Útför Sylviu fór fram 30. desember 2019. að þar fór heims- kona sem talaði mörg tungumál og kunni svo sannar- lega að láta fólki líða vel. Við störf- uðum saman öðru hverju við af- greiðslu á Bazarn- um okkar og alltaf var gaman að hitt- ast og spjalla og hlusta á hana skipta yfir í það tungumál sem viðkomandi viðskiptavinur vildi tala. Það fór ekki fram hjá okk- ur hvað mikið hún saknaði Magnúsar síns en alltaf var samt sagt já þegar hún var beðin að vinna með okkur. Við viljum þakka Sylvíu hennar góðu störf í þágu Thorvald- sensfélagsins. Við sem störfuð- um með henni þökkum henni samstarf og vináttu liðinna ára, börnum hennar og fjölskyldum þeirra vottum við okkar inni- legustu samúð. F.h. Thorvaldsensfélagsins, Kristín Ruth Fjólmundsdóttir formaður. Mig langar að minnast míns ást- kæra tengdaföður, Einars Kjartansson- ar, fyrrverandi bónda í Þórisholti í Mýrdal, er lést aðfaranótt að- fangadags. Ég kynntist Einari og Sigurbjörgu konu hans nokkr- um árum eftir að þau hættu bú- skap. Mér er minnisstætt er ég sá Einar fyrst í Djúpaleiti árið 2003, veðurbarinn en hnarreistan á sinn hátt þótt lotinn væri orðinn í baki af mikilli vinnu en höfðing- legur á sinn yfirvegaða hátt. Sterkur svipur sem lýsti festu og þrauseigju og dirfska í bláum augunum sem ekki léti undan neinu léttu hlassi. Mér fannst hann geta verið holdgervingur landnámsmanna fyrr á öldum enda var hann látinn leika vík- ingaprest í myndinni um Bjólfs- kviðu sem tekin var á Íslandi. Ég hef stundum velt þeirri hugsun fyrir mér að slíkir menn hafi ein- mitt með styrk og úthaldi og óbugandi trú á landið haldið þessari þjóð gangandi í gegnum aldirnar. Menn með slíkan þrótt hafi átt sinn þátt í því að við lifð- um af sem þjóð á erfiðum tímum. Ég minnist margra stunda er við spjölluðum saman um lands- ins gagn og nauðsynjar. Einar hafði mikinn áhuga á búskap og atvinnulífinu almennt, öllu því sem til framfara mátti horfa. Enda var hann sjálfur frum- kvöðull á sínu sviði, í nýjum bú- skaparháttum. Þegar talið barst að pólitík var alltaf ákveðinn Einar Kjartansson ✝ Einar Kjart-ansson fæddist 3. desember 1930. Hann lést 24. desember 2019. Útför Einars fór fram 5. janúar 2020. þungi í orðum hans, orðfár var hann oftar en ekki en beinskeyttur og oft gat maður skynjað dýpri merkingu í því sem sagt eða ósagt var um menn og mál- efni í svip hans og tón. Einar hafði yfirleitt alltaf ákveðna skoðun á flestum hlutum sem skiptu máli. Það yrði líkast til seint sagt að eitthvert hálfkák einkenndi þennan eftirminnilega heiðurs- mann. Hálfkveðnar vísur voru ekki hans. Ég hafði gaman af dálæti Ein- ars á fjölskyldu sinni og öllum þeim afkomendum sem hann sá vaxa úr grasi á liðnum áratugum. Fjölskyldan var honum greini- lega mjög mikilvæg og jafnframt uppspretta gleði og ánægju við fjölmörg tækifæri. Enda skírðum við yngsta son okkar í höfuðið á honum frekar en sjálfum mér eins og sumir myndu kannski halda. Ég hef reynt að ímynda mér þig ungan Einar: snaggaralegan og þindarlausan með óbilandi kjark glímandi við erfiðar að- stæður. Það hefði verið gaman að hitta þig ungan, fullan af æsku- fjöri og þori. Mig grunar að elja þín og fórnfýsi fyrir fjölskylduna hafi haldið þér gangandi alla tíð - ekki hefur líklega oft þurft að brýna þig til dáða. Einar var heilsteyptur maður, staðfastur og hjálpfús. Fyrir- mynd margra í sinni fjölskyldu, í sinni sveit. Ættingjar og vinir kveðja hann með djúpum sökn- uði og trega. Ég vil kveðja þig í bili með þessu ljóði sem varð til síðustu nóttina stuttu fyrir dauðastund- ina. Að uppsölum Dregur til tíða sólarhimins sendir dóttir deginum síðasta næturskugga Dregur til hvíldar hinstu rekkju sefur faðir þrautseigur Þórisholts þungra verka Dregur til farar hófdynur knýr fylgd úr hlaði eilíf kvik fótspor þín að Uppsölum Einar Svansson. Ég er ótrúlega heppin að hafa haft hann sem hluta af lífi mínu frá fæðingu. Afi Einar var bróðir pabba en frá því að ég fór að tala kallaði ég hann aldrei annað en afa og alltaf svaraði hann. Þegar ég varð eldri og fattaði að þetta passaði ekki gerði ég heiðarlega tilraun til að breyta og kalla hann Einar eða frænda en hann ein- faldlega svaraði ekki og afi varð það og við bæði ánægð með það. Að alasat upp í aðeins nokkurra kílómetra fjarlægð frá sveitinni eru algjör forréttindi og hafa ömmu Þorgerði, afa Einar. Silla og krakkarnir í Þórisholti eru svo stór hluti af minni ævi, mín- um heimi, að ég held stundum að ég sé ein af þeim systkinum (lík- lega alveg passlega brjáluð út í þetta stelpugerpi sem taldi að hún ætti algjörlega að fá alla at- hygli). Afi Einar var með það mesta og besta jafnaðargeð sem ég hef kynnst, hann þurfti aldrei að hvessa sig við okkur, það sem afi sagði það var bara. Hann hafði okkur í eftirdragi allan dag- inn við störf sín og hafði út úr því mismikla aðstoð af okkar hálfu en alltaf hafði hann tíma til að segja okkur til, kenna okkur og fræða um allt sem landið og nátt- úran gaf af sér. Að hlusta á afa segja sögur af fyrri tíð var hreinn unaður, þær urðu svo lif- andi að það var eins og maður yrði hluti af þeim. „Ég er með flís, við þurfum að fara til afa!“ Það var margt sem afi Einar mátti gera og segja en enginn annar og þá þurfti að brenna með mig í sveitina til að sinna þessu. Að skríða upp í fangið á honum var yndislegt, hann nýtti tæki- færið og kitlaði mann með skegg- inu og uppskar mikinn hlátur. Á jóladegi var byrjað á að fara í jólamessu í Reyniskirkju og svo í kaffi, spil og mat í Þórisholt. Þar spiluðu allir aldurshópar vist á mörgum borðum með mikilli gleði og maður var ekki mjög gamall þegar maður var farinn að kunna vist og spilaði með klár- lega einn af demöntunum í mínu lífi. Þegar ég fór loksins að gera eitthvert „gagn“ í sveitinni naut ég sauðburðartímans alltaf best, þó að verkin væru fleiri. Sauð- burður með afa þegar kom að ám sem áttu erfitt með burð var reynsla sem gleymist aldrei. Sambandið og skilningurinn á skepnunum var svo einstakur. Þegar þú þurftir smærri hendur og fékkst mig til að aðstoða ána með þinni tilsögn. Þessar minn- ingar eru mér svo kærar. Þú kenndir mér svo margt og hvatt- ir áfram með þínum hætti og það hefur svo sannarlega hjálpað mér síðustu árin. Að tileinka sér æðruleysi og eins og þú orðaðir það: „Jú sjáðu, það þarf stundum að fara aðra leið að þessu eða gera þetta á annan máta“ og „sumt verður að fá að hafa sinn gang þó að við séum ekki sátt við það“. Börnin mín voru svo hepp- in að kynnast afa og ömmu Sillu vel þegar við bjuggum í Vík í rúm tvö ár og kölluðu hann að sjálfsögðu afa. Þau nutu þess að koma við á Árbrautinni og fá gæðastund, klifra í trjánum og spila við afa. Seinustu árin bjugguð þið á Selfossi og það var alltaf komið við í kaffi, annað var ekki í boði og það verður svo sannarlega gert áfram. Sigríður Sveinbjörg Kjartansdóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG BERGS Löngulínu 18, Garðabæ, lést fimmtudaginn 9. janúar Útförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 17. janúar kl. 15. Viðar Gunnarsson Gunnar Bjarni Viðarsson Inga Lára Ólafsdóttir Kolbrún Lís Viðarsdóttir Baldur Þór Jack og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, STEINDÓR SVERRISSON Álfhólum 5, Selfossi, lést í faðmi fjölskyldunnar þriðjudaginn 7.janúar. Útförin fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 15. janúar klukkan 13.30. Hjördís Ásgeirsdóttir Andrea Skúladóttir Sveinn Ingi Sveinbjörnsson Bára Steindórsdóttir Sverrir Steindórsson og barnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GÚSTAFSSON vélvirki, Skeiðarvogi 39, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni miðvikudaginn 8. janúar. Margrét Árnadóttir Árni Guðmundsson Ingiríður Óðinsdóttir Helga Guðmundsdóttir Óttar Víðir Hallsteinsson Guðmundur Páll Guðmunds Hjördís Gunnarsdóttir Alexander Þ. Guðmundsson Gústaf Guðmundsson Maria de la Rosa Rodenas barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.