Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
Fjölskylda
Maki Jóhanns er Elsa Lind Aust-
fjörð, f. 22.6. 1993, móðir. Foreldrar
hennar eru Harpa Brynjarsdóttir, f.
5.11. 1957, leikskólastjóri, býr í
Grafarholti, og Ævar Austfjörð, f.
15.11. 1968, matartæknir, kjöt-
iðnaðarmaður, kokkur og áhrifavald-
ur, býr á Selfossi. Þau eru skilin.
Sonur Jóhanns og Elsu eru Baltas-
ar Emil Jóhannsson Austfjörð, f. 7.4.
2019, og stjúpdóttir Jóhanns er
Harpa Lind Ingólfsdóttir Austfjörð,
f. 1.9. 2014.
Hálfsystkini samfeðra eru Friðrik
Sæmundur Jóhannsson, f. 20.2. 1970,
trillusjómaður, býr á Húsavík; Helgi
Jóhann Hilmarsson, f. 13.6. 1974,
smiður, býr í Reykjavik; Valur Ein-
arsson, f. 5.11. 1975, skipstjóri á verk-
smiðjuskipi í Afríku, býr á Akureyri;
Árni Björn Jóhannsson, f. 25.11. 1980,
starfsmaður hjá Krónunni, býr í
Reykjavík; Þorsteinn Stefán Jó-
hannsson, f. 28.12. 1982, sjómaður á
Gnúpi GK hjá Þorbirni, býr í Reykja-
vík; Dagur Már Jóhannsson, f. 8.11.
1985, öryrki og tvöfaldur Íslands-
meistari í sundi fatlaðra og hefur
keppt á ólympíuleikum fatlaðra í
sundi, býr á Húsavík. Hálfsystkini
Jóhanns sammæðra eru Svava Björg
Mörk, f. 28.6. 1971, doktorsnemi,
kennari og móðir, býr í Hafnarfirði;
Eydís Hentze, f. 20.10. 1979, sál-
fræðinemi og móðir, býr í Keflavík;
Marin Hentze, f. 5.3. 1981, ferða-
málafræðingur, býr í Færeyjum.
Foreldrar Jóhanns: Hjónin Pálína
Valsdóttir, f. 30.9. 1952, kennari, býr í
Hirtshals í Danmörku, og Jóhann
Guðni Sigvaldason, f. 21.7. 1946, d.
17.8. 2005, sjómaður, bóndi og bif-
vélavirki. Þau bjuggu lengst af á
Raufarhöfn.
Jóhann Guðni
Jóhannsson
Sigurveig Sigvaldadóttir
húsmóðir í Svalbarðsseli og
á Raufarhöfn, úr Öxarfi rði
Halldór Kristjánsson
bóndi í Svalbarðsseli, síðast bús. á Raufarhöfn, úr Þistilfi rði
Sigvaldi Eiríkur Halldórsson
bóndi í Svalbarðsseli í Þistilfi rði
og verkamaður á Raufarhöfn
Guðný Soffía Þorsteinsdóttir
húsmóðir í Svalbarðsseli og
fi skverkakona á Raufarhöfn
Jóhann Sigvaldason
sjómaður og bóndi,
síðast bús. á Raufarhöfn
Jóhanna Sigfúsdóttir
húsmóðir í Brekknakoti og
á Raufarhöfn, frá Tjörnesi
Þorsteinn Stefánsson
bóndi í Brekknakoti í Þistilfi rði og verkamaður
á Raufarhöfn, frá Kollavík í Þistilfi rði
Ninna Sif
Svavarsdóttir
sóknarprestur í
Hveragerði
Hjalti Einarsson
mjólkurfræðingur í Rvík
Hjördís Hjaltadóttir fv.
leikskólastjóri á Akranesi og í Rvík
Sigurveig María
Sigvaldadóttir húsmóðir
á Akureyri
Halldór Jóhann
Sigfússon
handboltaþjálfari
í Þýskalandi, fv,
Íslandsmeistari í
handbolta með KA
og Íslandsmeistari
sem þjálfari með
FH
Pálína Benediktsdóttir
húsmóðir í Einholti og á
Gljúfri, frá Einholti
Einar Sigurðsson
bóndi í Einholti á Mýrum, A-Skaft. og á Gljúfri í Ölfusi, frá Slindurholti á Mýrum
Valur Einarsson
bifreiðarstjóri í Hveragerði
Olga Mörk
verkakona í Hirtshals á Norður-Jótlandi
Magdalena Mörk
húsmóðir í Þórshöfn
Mortan Mörk
sjómaður í Þórshöfn í Færeyjum
Úr frændgarði Jóhanns Guðna Jóhannssonar
Pálína Valsdóttir
kennari, bús. í Hirtshals
Davíð Hjálmar í Davíðshaga ortiá miðvikudag:
Þótt sjaldan ég gangi af göflunum
og geipi af stórhríðarköflunum
er nýjabrum hér
að nefið á mér
er stöðugt að stíflast í sköflunum.
Sigurlín Hermannsdóttir hefur
orð á því að menn hamist nú við að
yrkja um vont veður. Eins gott að
láta ekki sitt eftir liggja:
Sigurður Sævar frá Vatnskoti
sagði við McEnro: „Assgoti“,
er þeir fuku út á sæinn
í fárviðri um daginn,
„mikið helvíti er ’ann nú hvass, Skoti“.
Á þriðjudaginn sagði Jón Giss-
urarson þær fréttir úr Skagafirði
að undanfarna daga hefði verið um-
hleypingatíð og um fimmleytið
skollið á suðvestanstormur með
stórhríð. Þannig veðri væri spáð
næstu tvo daga:
Engin þíða yljar líð
eða blíðar nætur.
Úti hríð og hryssings tíð
hreggi víða grætur.
„Hér er snjókoma og nokkuð
hvasst,“ bætti Ingólfur Ómar við:
Stríðar kyljur vinna völd
vefur hrímið skjáinn,
hríðar lemur krumla köld
klakahjúpuð stráin.
Sama hljóð var í Pétri Stefáns-
syni:
Römm er tíðin, rösk og stríð.
Raunir líð ég harðar.
Þessi gríðar hörkuhríð
hylur prýði jarðar.
Friðrik Steingrímsson svaraði:
Slær nú vetur margföld met
mannsins leti hvetur,
fráleitt getur færst um set
fyrir hreti Pétur.
„Síðbúin uppgötvun“ segir Helgi
R. Einarsson:
Er leiður í sófanum lá ég
í ljósi nýju allt sá ég.
Í auðmýkt mig beygi
og einlægur segi:
„Allt sem ég girntist víst á ég.“
Þessi staka Benedikts Jónssonar
Gröndals er aldrei of oft rifjuð upp:
Spennti ég miðja spjalda-gná,
spriklaði sál á vörum;
stillingin sem oss er á
ætlaði að vera á förum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Meiri snjór og
stífla í sköflunum
„ÉG HEF VERIÐ TALANDI Í TALSVERÐAN
TÍMA. ÉG VAR BARA EKKI VISS UM ÞAÐ
HVORT ÞÉR VÆRI TREYSTANDI.”
„VIÐ GETUM EKKI LIFAÐ AF
VASAPENINGUM SONAR ÞÍNS.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sækja fötin úr
hreinsun fyrir hana.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VIÐ ERUM SVAKA-
GÓÐIR Í ÞESSU
JÆJA, FÉLAGAR, NÚ ER
TÍMI TIL KOMINN AÐ VERA
GALLHARÐIR OG GRIMMIR!
ÞIÐ ÞARNA Í KASTALANUM ERUÐ
ÉG MEINTI NÚ EKKI AÐ
VIÐ ÆTTUM AÐ VERA MEÐ
ANDLEGT OFBELDI!