Morgunblaðið - 13.01.2020, Page 29
Konur voru í aðalhlutverki í 40%
hundrað tekjuhæstu kvikmynda árs-
ins 2019 í Bandaríkjunum. Til sam-
anburðar var hlutfallið 31% árið
2018. Í 43% tilvika voru karlar í aðal-
hlutverki og í 17% var hópurinn
blandaður sem skipaði aðalhlut-
verkin, en þegar talað er um aðal-
hlutverk er miðað við þá persónu
sem sagan er sögð út frá. Þetta er
niðurstaða árlegrar rannsóknar sem
unnin var fyrir Miðstöð rannsókna á
konum í sjónvarpi og kvikmyndum í
San Diego í Bandaríkjunum.
Í rannsókn sinni greindi Martha
M. Lauzen þau 2.300 hlutverk sem
birtust í hundrað tekjuhæstu kvik-
myndunum sem sýndar voru í
Bandaríkjunum á nýliðnu ári. Frá
2002, þegar fyrsta úttektin var gerð,
hafa rúmlega 20.000 persónur verið
greindar í um 900 myndum. Fyrsta
árið sem rannsóknin var gerð mæld-
ist hlutfall kvenna í aðalhlutverki
16%, en lægst hefur það farið niður í
11% árið 2011.
Karlar tala tvölfalt meira
Í rannsókninni er skoðað hvar
konur eru líklegastar til að birtast í
aðalhlutverki. Flestar voru þær í
hryllingsmyndum (26%), því næst
dramatískum myndum (24%), gam-
anmyndum (21%), hasarmyndum
(16%), vísindaskáldskaparmyndum
(8%) og teiknimyndum (5%). Fyrir
karla gilti að líklegast var að þeir
birtust í aðalhlutverki í hasar-
myndum (26%), því næst dramat-
ískum myndum (24%), teiknimynd-
um (21%), gamanmyndum (14%),
hryllingsmyndum (12%) og loks
vísindaskáldskaparmyndum (2%).
Þegar rýnt er í talað mál kemur í
ljós að konur voru 34% þeirra per-
sóna á skjánum sem fengu að tala en
karlar 66%, sem þýðir að áhorfendur
voru tvöfalt líklegri til að heyra karl
heldur en konu tala. Sé horft á fjölda
kvenna sem fengu að tala í myndum
má sjá að í 16% mynda voru kon-
urnar 0-4 talsins, þær voru 5-9 í 48%
mynda og 10 eða fleiri í 36% mynda.
Til samanburðar voru 6% mynda að-
eins með 0-4 karla sem fengu að tala,
en 5-9 í 16% mynda og 10 eða fleiri í
77% mynda.
Konur aðeins 26% leiðtoga
Heilt á litið eru konur í kvikmynd-
um yngri en karlar. 17% kvenna
voru yngri en tvítugar, 22% á þrí-
tugsaldri, 31% á fertugsaldri, 16% á
fimmtugsaldri, 8% á fimmtugsaldri
og 6% eldri en sextugar. Til saman-
burðar voru 10% karla undir tví-
tugu, 11% á þrítugsaldri, 32% á fer-
tugsaldri, 26% á fimmtugsaldri, 12%
á sextugsaldri og 9% eldri en sex-
tugt. Mun algengara var að hjúskap-
arstaða kvenna en karla væri upp-
lýst í myndum (46% samanborið við
34%). Aftur á móti var algengara að
upplýst væri um starf karla í aðal-
hlutverki en kvenna (73% saman-
borið við 61%). Samtímis var mun
algengara að sjá karla að störfum en
konur (59% samanborið við 43%).
Í heildina voru 5% persóna í kvik-
myndum leiðtogar hjá fyrirtækjum,
hinu opinbera eða frjálsum félaga-
samtökum. Konur voru sýndar sem
leiðtogar í 26% tilvika en karlar í
74% tilvika.
Eitt af því sem Lauzen skoðar í
rannsókn sinni er fylgni milli kvenna
í aðalhlutverkum og kvennanna bak
við tjöldin. Þannig kemur í ljós að í
kvikmyndum þar sem að minnsta
kosti ein kona er annaðhvort leik-
stjóri eða handritshöfundur eru kon-
ur í 58% aðalhlutverka, en í myndum
þar sem aðeins karlar eru leik-
stjórar og handritshöfundar eru
konur aðeins í 30% aðalhlutverka.
Þar sem konur eru í hópi leikstjóra
og handritshöfunda eru kvenhlut-
verkin stór í 42% tilvika en 32% þeg-
ar aðeins karlar eru í sömu störfum.
Stór hlutverk eru skilgreind sem
persóna sem birtist í fleiri en einni
senu og hefur áhrif á framvindu sög-
unnar. silja@mbl.is
Konum fjölgar á hvíta tjaldinu
Aldrei fleiri
konur í aðalhlut-
verkum síðan
mælingar hófust
Kröftugar Gwyneth Paltrow sem Pepper Potts, Elizabeth Olsen sem Scarlet Witch, Brie Larson sem Captain
Marvel, Pom Klementieff sem Mantis og Letitia Wright sem Shuri í ofurhetjumyndinni Avengers: Endgame.
Fleyg Angelina Jolie fer með titilhlutverkið í litríku
ævintýramyndinni Maleficent: Mistress of Evil.
Skilnaður Adam Driver og Scarlett Johansson leika
hjón í dramatísku skilnaðarmyndinni Marriage Story.
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 2020
Í fyrsta sinn í 16
ára sögu kvik-
myndahátíð-
arinnar í Glas-
gow er bæði
opnunar- og
lokamynd hátíð-
arinnar leikstýrt
af konu. Hátíðin
hefst 26. febrúar
með sýningu á
Proxima í leik-
stjórn Alice Winocour þar sem Eva
Green leikur geimfara sem undir-
býr ársdvöl í geimnum á sama tíma
og hún reynir að sinna móðurhlut-
verkinu. Hátíðinni lýkur 8. mars
með sýningu á How to Build a Girl í
leikstjórn Coky Giedroyc eftir
handriti Caitlin Moran, en myndin
byggist á skáldævisögu hennar.
Meðal leikara eru Paddy Considine,
Alfie Allen og Emma Thompson.
Myndir í leikstjórn
kvenna í Glasgow
Móðir Eva Green í
myndinni Proxima.
Enginn mun
kynna Óskars-
verðlaunin form-
lega þegar þau
verða afhent 24.
febrúar. Þetta
upplýsa skipu-
leggjendur í tísti
á twittersíðu
verðlaunanna. Í
staðinn lofa þeir
stjörnum, tónlistaratriðum og
óvæntum uppákomum. Í fyrra
hætti Kevin Hart við að kynna verð-
launin á síðustu stundu og hlupu
Tina Fey, Amy Poehler og Maya
Rudolph þá í skarðið. Karey Burke,
sem skipuleggur verðlaunaútsend-
inguna fyrir ABC-stjónvarpsstöð-
ina, staðfestir að það „verði enginn
hefðbundinn kynnir í ár“ þar sem
ABC hafi verið „mjög ánægt með“
útfærslu verðlaunaafhendingar-
innar í fyrra.
Óskarsverðlaunin
ekki með kynni í ár
Tina Fey
ICQC 2020-2022
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI
F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L
TILNEFNINGAR TIL
BAFTA VERÐLAUNA9