Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.01.2020, Qupperneq 32
Fyrsta bókaspjall á nýju ári í Borgarbókasafninu í Spöng fer fram í dag kl. 17.15. Að þessu sinni verður rætt um bækur sem lesnar voru í jólafríinu og er öllum frjálst að koma og segja frá bók sem þeir hafa nýlega lokið við, mæla með henni við aðra og fá hugmyndir að nýju lesefni. Í bókaspjalli er eitt þema tekið fyrir hverju sinni og fer það fram annan mánudag í mánuði hverjum á 2. hæð í safninu í Spöng. Rætt um bækur sem lesnar voru um jólin MÁNUDAGUR 13. JANÚAR 13. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Komist íslenska karlalandsliðið í handknattleik í milliriðil Evrópu- mótsins liggur nokkurn veginn fyr- ir hverjir mótherjarnir verða. Örugglega Norðmenn og Portú- galar og að öllum líkindum Svíar og Slóvenar. Íslenska liðið mætir Rússum í dag og verður að vinna til að vera áfram í góðri stöðu með að komast áfram. »26-27 Mótherjarnir í milliriðli eru nánast á hreinu ÍÞRÓTTIR MENNING Sergio Agüero varð í gær marka- hæsti erlendi leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu þegar hann skoraði þrennu í yfirburðasigri Manchester City á Aston Villa, 6:1, á útivelli. Argent- ínumaðurinn leikur níunda tímabil sitt með City og hefur nú skorað 177 mörk fyrir liðið í deildinni. City er komið í annað sætið en er fjórtán stigum á eftir toppliði Liverpool, sem að auki á leik til góða. »26 Þrenna og markahæst- ur erlendra leikmanna fljótlega nálægt því að gefast upp, var þarna ein 25 ára með 40 til 75 ára mönnum og fannst ég ekkert eiga sameiginlegt með þeim. Mér þótti þetta leiðinlegt og ætlaði að hætta, en þeir töluðu mig til, lögðu áherslu á að ég hjálpaði þeim að byggja félagið upp. Þegar ég mætti næst á fund höfðu aðrar konur bæst í stjórnina, fleiri lögðust á árar, mér fannst þetta gaman og þetta fólk er miklir vinir mínir.“ Eftir margra áratuga stjórnarsetu er Jana orðin vel hagvön. Hún rifjar upp að félagið hafi ekkert átt þegar hún byrjaði en standi nú vel, hafi keypt aðstöðu hjá Scandinavian Centre eða Norræna félaginu og sé með duglegt fólk í stjórn. „Áður fyrr vorum við með alla fundi í kjallara ís- lenska elliheimilisins og síðan keypt- um við hús í New Westminster. Það var mikið ævintýri og mikið sem þurfti að gera. Við tókum þátt í endurbótunum með fjölda manns og hjálpuðumst að við allt sem þurfti að gera í sjálfboðavinnu, hvort sem það var að sanda, mála eða taka garðinn í gegn. Óðinn endurlagði rafmagns- leiðslur og við vorum þarna um helg- ar og alla frídaga í um ár.“ Jana var fyrst formaður í fimm ár og tók aftur við í mars í fyrra eftir þriggja ára hlé sem slík. Óðinn hefur líka verið verið virkur félagsmaður. Jana segist einu sinni hafa hlaupið í skarðið þegar félagið vantaði kenn- ara, en hann hafi fljótlega tekið við kennslunni og séð um hana í fimm ár. Hann hefur stjórnað þorrablótum og verið jólasveinn á barnajólaböllum auk annarra verka. „Það eru ekki margir jólasveinar sem tala íslensku í Kanada og íslensku börnin kunna vel að meta það auk þess sem við syngjum jólalögin á íslensku og döns- um í kringum jólatré. Mikill kraftur er í félaginu og samkvæmt skráningu erum við fjölmennasta félagið í Þjóð- ræknisfélaginu.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fólk af íslenskum ættum velst eðli- lega í forystu í Íslendingafélögum vestanhafs og stundum eru Íslend- ingar sem hafa flutt vestur kallaðir í brúna. Kristjana Jónsdóttir (Jana Helgason) er í þeim hópi og er nú formaður Íslendingafélagsins í Van- couver í Kanada (The Icelandic Canadian Club of British Columbia eða Íslendingar í Vancouver á fés- bókinni). „Við fluttum vestur fyrir nær 35 árum, gengum fljótlega í félagið, ég fór strax í stjórn og hef verið þar síðan,“ segir Jana. Óðinn Helgason, eiginmaður hennar, er kanadískur í móðurætt og fæddist í Kanada. Hann bjó til skiptis þar og á Íslandi, en svo fór að þau Jana ákváðu að flytja til Vancouver með þrjú ung börn, fjög- urra mánaða, 18 mánaða og þriggja og hálfs árs. „Hann fór í skóla og við ætluðum bara að vera í fjögur ár, en það hefur tognað úr þeim,“ segir hún. Ævintýri á ævintýri ofan Nokkrum árum eftir að Óðinn út- skrifaðist sem rafvirki ákvað hann að reyna fyrir sér í þaksmíði og -við- haldi með nágranna þeirra, sem átti fyrirtæki á því sviði. Þeir stofnuðu fyrirtækið Franklin Roofing og í fyrstu einblíndu þeir á fyrirtæki í timburiðnaði en þjónustan hefur aukist og gangurinn er góður, að sögn Jönu. Árið 2000 skiptu þau fyrirtækinu í tvennt. Nágranninn hefur síðan séð um þökin en þau um þjónustuna við timburiðnaðinn. Fyrirtæki þeirra heitir Franklin Coatings, Óðinn er framkvæmda- stjóri og hún sér um bókhaldið. „Mest er að gera hjá okkur á vorin, sumrin og haustin og því tökum við sumarfrí á veturna,“ segir hún. Bæt- ir við að innanhússræktunarklefar, þar sem rækta má gróður, sé nýjung hjá fyrirtækinu og annað ævintýri því í uppsiglingu undir nafninu Franklin Enclosures. Þegar þau voru búin að koma sér fyrir í Vancouver vildu þau hitta Ís- lendinga og gengu því í Íslendinga- félagið. „Ég fór beint í stjórn og var Jana formaður fjöl- mennasta félagsins  Mikill kraftur í Íslendingafélaginu í Vancouver í Kanada Á Þjóðræknisþingi Jana Jónsdóttir og Óðinn Helgason. Gítarar Frábært úrv al Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.