Morgunblaðið - 16.01.2020, Síða 16

Morgunblaðið - 16.01.2020, Síða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Hilmar Elísson hefur verið útnefndur Mosfellingur ársins 2019, en hann bjargaði sundlaugargesti frá drukkn- un í Lágafellslaug á síðasta ári. Hilmar er fastagestur í lauginni og var að synda í lauginni að lokinni æf- ingu 28. janúar í fyrra þegar hann kom auga á mann á botninum og sá strax að ekki var allt með felldu. „Ég kafaði eftir manninum, það tókst ekki í fyrstu tilraun en í annarri til- raun náði ég til hans. Ég kallaði svo á hjálp við að koma manninum upp á bakkann,“ segir Hilmar, sem var svo sannarlega réttur maður á réttum stað, segir í tilkynningu frá Mosfell- ingi – bæjarblaðinu sem stóð fyrir þessari árlegu útnefningu. „Það var heppilegt að á staðnum var maður sem starfað hefur sem slökkviliðsmaður í fjöldamörg ár og kunni vel til verka í svona aðstæðum. Okkur tókst að koma manninum upp á bakkann og þá hófust strax lífg- unartilraunir. Það leið í það minnsta mínúta þar til hann fór að sýna smá lífsmark. Sjúkraflutningamennirnir voru fljótir á staðinn enda gott að vita af þeim í nágrenninu,“ segir Hilmar, sem lýsir viðbrögðum sínum sem ósjálfráðum. Sjokkið hafi hrein- lega komið eftir á. „Þetta er ekki skemmtileg upplifun en það var gott að allt fór vel og allir aðilar sem komu að þessu, starfs- menn og aðrir, stóðu sig með prýði. Ég var bara einn hlekkur í keðju sem vann gott verk,“ segir Hilmar um þetta mikla afrek sitt. sbs@mbl.is Hilmar Elísson var valinn Mosfellingur ársins Réttur maður á réttum stað Ljósmynd/Aðsend Sveitungar Hilmar Gunnarsson frá Mosfellingi, t.v., afhendir nafna sínum Elíssyni viðurkenningu. Sykursýki verður stöðugt al-gengari í heiminum og hérá landi hefur fólki meðsykursýki af tegund 2 fjölg- að um helming á 30 árum. Syk- ursýki veldur ýmsum fylgikvillum en með góðri sjálfsumönnun, mark- vissu eftirliti og meðferð hjá heilbrigðisstarfsfólki er hægt að koma í veg fyrir eða seinka fylgi- kvillum. Fólki með sykursýki er ætl- að að sjá um meðferð við sjúkdómn- um í samvinnu við fagfólk og ber sjálft meginþungann af daglegri umönnun. Sykursýki er efnaskiptasjúkdóm- ur þar sem sykurmagn eykst í blóði. Orsökin er ekki þekkt og er sjúk- dómurinn ólæknandi. Fólk með sykursýki getur þó lært að stjórna meðferðinni sjálft og lifað fullkom- lega eðlilegu lífi. Því er mikilvægt að fólk með sykursýki setji sig vel inn í sjúkdóminn og taki virkan þátt í að ákveða heilsueflingu og meðferð. Helstu einkenni við sykursýki tegund 2 eru:  Tíðari og meiri þvaglát.  Þorsti.  Þreyta og slappleiki.  Sinadráttur, náladofi í fingrum og þrálátar sýkingar í húð. Skert sykurþol er oft undanfari á sykursýki 2 og geta einkenni því verið mismikil og í langan tíma áður en sjúkdómurinn er greindur. Kannist þú við þessi einkenni ættir þú að leita til heilsugæslunnar. Veldur skemmdum á líffærakerfum Besta forvörnin er heilbrigt líf- erni, það er að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og vera sem næst kjörþyngd, en það dugir ekki alltaf til. Sykursýki af tegund 2 er mjög flókinn sjúkdómur sem hegðar sér misjafnlega milli sjúklinga og þróun sjúkdómsins er einnig misjöfn. Of hár blóðsykur í langan tíma veldur skemmdum á líffærakerfum; þess vegna er mikilvægt að ná góðri stjórn á blóðsykrinum. Hreyfing hefur minnkað og kyrrseta aukist gríðarlega á síðustu árum. Regluleg hreyfing er nauðsynleg fyrir and- lega og líkamlega heilsu og vellíðan. Hreyfing er ekki aðeins mikilvæg til að sporna gegn fjölmörgum sjúk- dómum, heldur veitir hún styrk til að takast á við dagleg verkefni og stuðlar að betri svefni og hvíld al- mennt. Þekkt er að hreyfing er öfl- ugt vopn gegn streitu og eykur lífs- ánægju og lífsgæði einstaklinga. Mælt er með því að stunda hreyf- ingu í 30 mínútur á dag, þrisvar til fimm sinnum í viku ef geta er til, annars eins og geta leyfir, allt er betra en ekkert og oft hægt að setja sér markmið um að auka hana skipulega. Góður lífsstíll er mikilvægur í meðferð Fyrsta og mikilvægasta meðferð einstaklinga með sykursýki 2 er lífs- stíllinn og í sumum tilfellum getur hún verið eina meðferðin.  Mataræði – borða hollan mat reglulega yfir daginn í hæfilegum skömmtum.  Hreyfing – hreyfa sig reglu- lega, að minnsta kosti 30 mínútur í senn. Mikilvægt er að finna sér hreyfingu sem veitir ánægju.  Lyfjagjöf ef með þarf, hún get- ur verið misflókin.  Streitustjórnun – mikil streita hefur óæskileg áhrif á blóðsykur- gildi. Það er erfitt að skipuleggja daglegt líf ef streita er mikil.  Góður svefn – grunnur að góð- um degi.  Hætta að reykja. Hreyfing hefur jákvæð almenn heilsufarsleg áhrif. Hún lækkar blóðsykur þar sem insúlínnæmi eykst í vefjunum, þ.e. insúlínið sest frekar á viðtakann sem opnar leið inn í frumuna. Hún hefur einnig áhrif til lækkunar á blóðþrýstingi og blóðfitu og getur minnkað streitu. Ef góð sykurstjórn næst ekki með lífsstílsbreytingu þarf að grípa til lyfja. Meðgöngusykursýki og eftirlit eftir fæðingu Tíðni meðgöngusykursýki á Ís- landi hefur margfaldast undanfarin ár, eða úr 2,4% í 9,6% og um 50% kvenna sem greinast með með- göngusykursýki fá sykursýki 2 inn- an 10 ára. Mjög gott eftirlit er með konum sem greinst hafa með með- göngusykursýki í mæðravernd í heilsugæslunni. Mælt er með að þessar konur komi á heilsugæsluna í skimun á langtímablóðsykri þremur mánuðum eftir barnsburð. Þá er mikilvægt að árétta fræðslu um mataræði, hreyfingu og þörf á auknu eftirliti fyrir og við næstu þungun og til framtíðar. Ráðlagt er að skima fyrir sykursýki 2 á eins til þriggja ára fresti í samráði við heilbrigðisstarfsmenn á heilsugæsl- unni. Við bendum fólki á heilsuvera- .is en þar má sjá góðar leiðbeiningar tengdar sykursýki. Sykursýki 2 er flókinn sjúkdómur Heilsuráð Rut Gunnarsdóttir Heilsugæslunni Hvammi í Kópavogi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Matur Mikilvægt er að fólk sem greinist með sykursýki 2 taki mataræðið í gegn. Þá gefur grænmetið góða raun; úrvalið er mikið og hollustan einnig. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. janúar 2020, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 6. janúar 2020 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 15. janúar 2020, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagns- tekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðar- skattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 16. janúar 2020 Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.