Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 72

Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 72
VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Rokksveitin HAM heldur tónleika í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi 24. janúar og á Græna hattinum á Akureyri degi síðar. Daginn fyrir tónleikana í safninu verður þar opn- uð sýningin Chromo Sapiens en hún var framlag Íslands á Feneyjatvíær- ingnum í fyrra, umfangsmikil og flókin innsetning eftir Hrafnhildi Arnardóttur, sem gengur undir listamannsnafninu Shoplifter, unnin úr litríku hári. Hljóðinnsetning er hluti af verk- inu og leitaði Hrafnhildur til rokk- sveitarinnar HAM um gerð hennar enda er hún eldheitur aðdáandi sveitarinnar. Frá og með 23. janúar gefst gestum Listasafns Reykjavík- ur því kostur á að upplifa þetta heillandi og rómaða verk Shoplifter og þann magnaða hljóðheim sem HAM skapaði við verkið, í samvinnu við bassaleikarann og tónskáldið Skúla Sverrisson. Blaðamaður ræddi við tvo liðs- menn HAM, þá Óttar Proppé og Sigurjón Kjartansson, um þessa merku tónsmíð sem kemur nú út á breiðskífu en skífan sú hefur einnig að geyma tvö ný lög. Blaðamaður spurði þá fyrst hvort verkið væri ekki býsna fjarri öðru sem HAM hefði áður gert. „Þetta er ein sessjón, skulum við segja, sem við tókum upp af þessu tilefni. Þetta er í raun tvíþætt, ann- ars vegar verkið sem er unnið upp úr hráefninu sem við sömdum fyrir inn- setningu Hrafnhildar, fyrir sýning- una sem er þar eins og „soundtrack“ inni í þremur samliggjandi hellum,“ svarar Óttarr og Sigurjón skýtur inn í: „Já, þetta er dálítið eins og „score“ að kvikmynd.“ Óttarr heldur áfram. „Og það efni er mjög, getum við kallað, drón- og draumkennt, það eru drunur, ryþm- inn er aðallega í gíturunum, sumsé ekki trommuryþmi í gegn eins og vaninn er í okkar rokkarastöffi.“ Með „Eye of the Tiger“ í huga Sigurjón segir tónlistina ekki beinlínis ryþmíska og Óttarr tekur undir það en segir ryþma þó að finna í tónlistinni, „swoon“ og þess háttar. „Það unnum við í samvinnu við Skúla Sverrisson drónmeistara og hann spilar með okkur í þeim hluta, á sex strengja drunubassa sem er rosalegt tæki. Sá hluti plötunnar er í þremur köflum sem við útsettum út úr stóra verkinu. Síðan eru tvö hefðbundnari lög, annars vegar síngullinn „Haf trú“ sem kominn er út og hins vegar „Chromo Sapiens“ sem er einhvers konar anthem eða viðhafnarsöngur sem við hugsuðum sem titillag kvik- myndarinnar Chromo Sapiens þegar við vorum að semja sándtrakkið. Það er mikill ópus sem ég hef heyrt menn segja vera þeirra lykilverk í tónlist. Ekki satt, Sigurjón?“ segir Óttarr og sendir boltann á félaga sinn sem hlustað hefur íbygginn á útskýring- arnar og kinkað kolli til samþykkis. „Jú, nákvæmlega, lykilverk,“ segir Sigurjón með áherslu á síðasta orðið. „Þetta er mikið „anthem“ og við getum sagt að ég hafi haft „Eye of the Tiger“ aðeins í huga þegar við vorum að vinna í því hvernig við ætl- uðum að koma að textanum,“ segir Óttarr en undirstrikar að öll vinnan hafi farið fram með verk Hrafnhildar í huga og endurspeglað þann hugar- heim sem í verkinu má finna. Út fyrir þægindarammann Sigurjón segir HAM-hluta verksins kallast vel á við hljóðheim hljómsveitarinnar. „Og það var ein- mitt það sem hún var að sækjast eftir, Hrafnhildur, en samt vorum við að fara mjög mikið út fyrir þæg- indaramma okkar og samstarfið við Skúla Sverrisson var mjög skemmti- legt. Hann tók okkur út úr þessum þægindaramma og við leyfðum okk- ur einmitt að vera dálítið á valdi hans,“ segir Sigurjón. Óttarr segir dramatískan hljóð- heim verksins tengjast öllu því sem sveitin hafi gert frá upphafi. „Við höfum verið vinir Hrafnhild- ar alveg frá unglingsárum þannig að hún hefur þekkt okkur frá því við vorum að byrja. Síðan hefur Skúli auðvitað verið að vinna mikið í drón- tónlist og var að vinna mikið með Jó- hanni Jóhannssyni í hans verkum. Fyrsta samstarfsverkefni okkar og Skúla var þegar við tókum að okkur, með Ben Frost, að spila okkar út- gáfu af tónlistinni hans Jóa við kvik- myndina Arrival, á minningartón- leikum um hann í Iðnó í október 2018,“ segir Óttarr. „Það er með allra dýpstu laugum sem við höfum farið í.“ Eno í formi Skúla – Er þetta ekki holl tilbreyting fyrir hljómsveitina eftir svona langt samstarf? „Jú, jú, mjög fín, ekki spurning,“ svarar Sigurjón og Óttarr tekur und- ir það. „Og líka kannski að stilla okk- ur aðeins út úr þessu fjögurra til fimm mínútna rokklagi sem við höf- um verið dálítið fastir í og vorum orðnir, satt að segja, dálítið þreyttir á. Við komum til baka og gefum út plötu 2011, erum svo að spila mjög reglulega og mikið á öllum hátíðum, hægri og vinstri. Erum að spila endalaust rokkslagara og rokklögin okkar. Svo gefum við út aðra plötu 2017 og eftir það vorum við dálítið búnir með þann brunn, orðnir þreyttir,“ segir Óttarr. „Okkur var farið að líða dálítið eins og Ramones,“ segir Sigurjón íbygginn, „og þá kom Brian Eno í formi Skúla Sverrissonar.“ „Já, og þetta tækifæri að spila fyr- ir annan vettvang,“ bætir Óttarr við. HAM tók verkið upp í Echo Canyon West-studíóinu í mafíósa- hverfinu Hoboken í New Jersey og vann þar með upptökumanninum Timothy Glasgow sem Óttarr og Sigurjón bera vel söguna. Eigandi stúdíósins, Lee Ranaldo, stofnandi Sonic Youth, var þeim einnig innan handar. HAM var tvær vikur þar að taka upp tónlistina og vinna hana. „Síðustu plötur hafa verið teknar upp á þremur, fjórum dögum,“ bendir Óttarr á og Sigurjón hlær að því. „Já, þetta var óvenjulangt í þetta sinn,“ segir hann og Óttarr segir að upptökurnar hafi líka verið óvenjulangar þar sem þeir hafi þurft mikið efni, bæði fyrir Feneyjatvíær- inginn og plötuna. „Á plötunni er annað mix en í sýn- ingunni og önnur pæling, þetta er meira hin heilsteypta plata Chromo Sapiens,“ segir Sigurjón og Óttarr útskýrir frekar að platan sé í raun þriðja mixið. „Við mixuðum þetta mjög hrátt niður á tvær rásir fyrir sýningarskrána, svo er þetta mixað í 24 rása „surround“-kerfi fyrir sýn- inguna og svo aftur tekið niður og mixað í tvær rásir. Við fengum líka félaga okkur í Ameríku til að mast- era þetta, Howie Weinberg. Hann er mikill masteringameistari,“ segir Óttarr. Platan kemur út á vínyl og segist Óttarr gera ráð fyrir að hún fari síð- ar á streymisveitur, eins og gengur og gerist. HAM gefur plötuna út sjálf en óformlegt útgáfufélag sveit- arinnar hefur stundum verið nefnt Nordisk musikdisk, að sögn Óttars. Tónlistin bjartari eftir því sem birtir til Hljóðinnsetning HAM fyrir verk Hrafnhildar er í 24 rásum og þeir fé- lagar eru spurðir hvort það hafi ekki skipt máli við gerð verksins. „Jú, að einhverju leyti,“ segir Sigurjón, „þetta var bara flæði sem við vorum með ákveðinn strúktúr yfir. En svo þegar Skúli og Tim (Timothy Glas- gow) fóru með þetta til Feneyja var upplifunin í raun alveg einstök. Að fara í gegnum þessa hella er önnur upplifun en á plötunni þótt músíkin sé í raun sú sama. Hún flæðir og þetta lúppast endalaust.“ Hellarnir sem gestir ganga í gegnum eru þrír og hver hellir hefur sína músík og sinn anda, útskýrir Sigurjón. Eftir því sem birti verði tónlistin bjartari. Bannað að brosa! –Hvernig finnst ykkur HAM hafa þróast með aldrinum? „Illa,“ svarar Sigurjón glottandi og Óttarr bætir í: „Hryllilega!“ „Einhver sagði þegar við vorum tvítugir að við værum að eldast upp í tónlistina sem við spiluðum, við vor- um alltaf svo stórkarlalegir að fólk hélt að við værum fimmtugir. Nú er- um við orðnir fimmtugir,“ bætir Sigurjón við og Óttarr bendir á að HAM hafi í upphafi verið undir áhrifum frá póst-pönki, dramatískri póst-indústríal tónlist og dramat- ískri klassík, Tsjækofskíj og fleiri þess háttar tónskáldum. „Við vorum lítið fyrir glys, liti og gleði sem var „in“ á þeim tíma,“ segir Óttarr og Sigurjón bendir á að liðsmönnum HAM hafi verið bannað að brosa. Stranglega bannað! „Það var stundum dálítið erfitt að vera í bandinu af því við vorum mjög stífir hver gagnvart öðrum, það var mikill agi. Við höfum kannski vanist þessum aga, hægt og rólega. Þrosk- ast og kannski bara náð betri skiln- ingi á því sem við höfum alltaf verið að gera. Og núna þegar við erum að undirbúa svona tónleika þá hittumst við, stillum saman strengi og rifjum upp lög, veljum úr lífsverkinu hvað við ætlum að leggja til. Þá eru það oft ekki síður lögin frá því við vorum ungir og hefðum átt að vera galgopa- legir sem okkur finnst standast tím- ans tönn. Þau eru ekkert meira „dated“ en þau sem við sömdum fyr- ir nokkrum árum,“ segir Óttarr. Skúli mun leika með HAM í Chromo Sapiens-hluta tónleikanna í Hafnarhúsi og Sigurjón segir líklegt að tónleikarnir verði af gerðinni „ultimate HAM“ en nokkuð langt er um liðið frá síðustu tónleikum sveitarinnar hér á landi. Má búast við miklum HAM-agangi. Hefur öðlast dýpri skilning á myndlistarmönnum HAM dvaldi í viku í Feneyjum og segir Óttarr að þeir félagar hafi sós- að sig endanlega í verkinu og stemn- ingunni í borginni. „Listaheimurinn er svo sérstakur að þegar kemur ein- hver svona hljómsveit frá Íslandi verðum við svona dúllur, við erum dúllulegir í augum þeirra,“ segir Sigurjón. „Þegar við komum til Fen- eyja var fullt af fólki en það var allt svona listafólk, mjög margar eldri, fjörgamlar konur með hvítt hár í skrítnum fötum. Það var voða gaman að vera svona dúllur í allt öðru um- hverfi,“ segir Óttarr. Sigurjón segist oft hafa litið myndlistarmenn hornauga og Óttarr segir þá brosa allt of mikið. „Ég velti stundum fyrir mér hvort þeir taki ekkert alvarlega en núna eftir Fen- eyjatvíæringinn hef ég kannski dýpri skilning og veit að þetta snýst ekki um það. Þeir hafa annað per- spektíf, horfa öðruvísi á allt,“ segir Sigurjón. Óttarr segir að líklega sé rokk- sveitin HAM alin upp við annað per- spektíf, sjónarhorn rokksins, en sveitin kom fram á sjónarsviðið und- ir lok níunda áratugarins. „Og það er dálítið gaman að koma að þessu öllu sem bara list, listrænni tjáningu en ekki einhverjum bransa. Við erum ekki að gefa þessa plötu út af ein- hverjum bransahvötum,“ útskýrir hann. Sveitin sé einfaldlega að búa til list og koma henni frá sér. Sigurjón tekur undir þetta og seg- ir hljómsveitina eiga Hrafnhildi mik- ið að þakka. Hún hafi víkkað sjón- deildarhring HAM og örvað þær dúllur til frekari listsköpunar. Miðasala á tónleikana fer fram á tix.is. Dúllur í allt öðru umhverfi  HAM flytur tónverk sitt við litskrúðuga og loðna innsetningu Hrafnhildar „Shoplifter“, Chromo Sapiens, í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi  Hrafnhildur víkkaði sjóndeildarhring sveitarinnar Ljósmynd/Frosti Gnarr Feneyjafarar Rokksveitin HAM með Hrafnhildi „Shoplifter“ Arnardóttur á sýningu hennar í Feneyjum í fyrra. 72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is | Opið alla virka daga kl. 10-17 Góð passamynd skiptir máli Skjót og hröð þjónust a

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.