Morgunblaðið - 16.01.2020, Page 64
STOFNAÐ 1953Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • Sími: 553 1380
Hreinsum gluggatjöld,
sófaáklæði, ullarteppi og púðaver
Hafðu hreint fyrir
gluggunum
64
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Elva Hrund Ágústsdóttir
elva@mbl.is
Þeir sem ekki þekkja til ættu að
kynna sér Glacier Gin aðeins
nánar. Fyrirtækið var stofnað fyrir
rétt um tveimur árum og hefur
skotist hratt áfram. Enda um ekk-
ert venjulegt gin að ræða. Hér er
allt það besta sem þú færð frá
náttúru landsins í einni flösku.
Undirstaðan er íslenskt vatn í
bland við túnfífil, einiber, sítrónu,
kóríander og ilmappelsínu. Bland-
an er hreint út sagt stórkostleg og
engin furða að Glacier Gin sé eitt
það þekktasta á veitingastöðum
bæjarins í dag og víðar fyrir utan
landsteinana. En ginið er komið á
markað í Þýskalandi, Spáni, Dubai
og nú einnig í Danmörku.
Á bak við gott gin stendur fag-
legt teymi, en Glacier Gin er í eigu
Rúriks Gíslasonar, Fannars Guð-
mundssonar og Haraldar Gísla
Sigfússonar. „Tveir eldklárir frá-
bærir strákar sem hafa sterka sýn
á hlutina buðu mér það tækifæri að
koma inn í fyrirtækið. Þeir búa yf-
ir ákveðnum kostum sem ég hef
ekki og öfugt – þannig myndum við
gott teymi,“ segir Rúrik er við
spurðum hann út í fyrirtækið.
Það er ekki einungis innihaldið
sem fangar bragðlaukana því
flaskan sjálf þykir einstaklega
smart og er mjög myndræn ef svo
má segja. Flaskan er í grunninn
hvít á lit, með mattri áferð. Strák-
arnir höfðu ákveðna sýn í huga
hvað útlitið varðaði og fengu
breskan hönnuð til að setja hug-
myndina niður á blað. Útkoman er
einföld, stílhrein og segir allt sem
segja þarf. Hún laðar svo sannar-
lega augað að og stendur upp úr í
hvaða umhverfi sem er. „Ég vil
stundum segja að flaskan sé eins
og sæt stelpa eða strákur sem stel-
ur athyglinni þinni á ballinu og
þegar þú kynnist innihaldinu betur
þá verður ekki aftur snúið,“ segir
Rúrik og hlær. Við getum fullyrt
að flaskan er í það minnsta eftir-
sóknarverð að mynda og deila ef
marka má síður samfélagsmiðl-
anna.
Samstarfsverkefni
byggt á góðum vinskap
Rúrik segir það hafa staðið til í
einhvern tíma að fá Frederik með
sér til landsins, en þeir kynntust í
gegnum sameiginlegan vin í Kaup-
mannahöfn. „Ég er mikill aðdáandi
kristalsins frá Frederik Bagger og
hef keypt sitt lítið af hverju í gegn-
um árin áður en ég kynntist hon-
um persónulega – hann er frábær
náungi, þægilegur og góður vinur.
Við höfum unnið að þessari
vöruþróun saman og mun afrakst-
urinn verða afhjúpaður í kringum
mánaðamótin febrúar/mars.“
Blaðamanni leikur forvitni á að
vita hvaða vöru þeir félagar ætla
að kynna til leiks en Rúrik heldur
fast í að halda þeim upplýsingum
leyndum, þó að hann sé næstum
búinn að missa það fram á tunguna
nokkrum sinnum í viðtalinu.
Undirrituð getur fullvissað les-
endur um að það sem hér um ræðir
eru fallegustu kristalsvörur síðari
ára, sem spanna heila vörulínu og
meira til. Frederik Bagger er son-
ur hins heimsfræga Eriks Bagger
og á því ekki langt að sækja ræt-
urnar í heimi hönnunar. Frederik
kynnti fyrstu tvær vörurnar sínar,
kristalsglös, á netinu undir lok árs-
ins 2014 og innan tveggja vikna
höfðu honum borist um 300 pant-
anir. Neytendur höfðu talað og
hefur vörumerkið þotið á ógn-
arhraða upp stjörnustigann síðustu
ár. Fyrirtækið selur í dag hágæða
kristal og postulín um alla Evrópu
– þar á meðal hér á landi.
En þetta er líka fyrsta sam-
starfsverkefnið sem Frederik
Bagger fer í með vörurnar sínar,
en hann segist vera varkár um
hvað og hverja hann tengi við
vörumerkið. „Við Rúrik erum góðir
vinir og höfum haft sömu hugsjón
varðandi samstarf af einhverjum
toga. Við vorum sammála um að
það sem við ætluðum að gera ætti
að vera skemmtilegt en líka skyn-
samlegt. Og eftir að hafa rætt hug-
myndina kom ekkert annað til
greina en að taka skrefið lengra og
framkvæma,“ segir Frederik, sem
bætir því við að sjálfbærni og um-
hverfisvænir hlutir spili þar stórt
hlutverk hvernig hann stundi við-
skipti. „Að komast í nálægð við
söguna í kringum Glacier Gin og
íslensku náttúruna, þá varð ekki
aftur snúið. Útkoman er spennandi
samstarf sem við hlökkum til að
deila með ykkur,“ segir Frederik.
Ævintýraferð um Þórsmörk
Þegar kynna á erlendum gesti
land og þjóð í fyrsta sinn er alveg
eins gott að gera það með stæl.
Glacier Gin-teymið leitaði til Mid-
gard Adventure, en þeir skipu-
lögðu ævintýralega ferð sem mun
seint gleymast. Ferðinni var heitið
í Þórsmörk og upp á snævi þakinn
Gígjujökul – landslag sem danskur
ferðamaður er ekki vanur að sjá á
sínum heimaslóðum.
„Ég fékk ótrúlega upplifun af Ís-
landi og það var mikill heiður að fá
að upplifa þessa stórbrotnu nátt-
úru hér á landi. Ég er mjög hrifinn
af Íslendingum í heild sinni og
gestrisni ykkar er yndisleg. Það
hefur alltaf verið draumur hjá mér
að koma til landsins og var þessi
ferð ógleymanleg lífsreynsla,“
segir Frederik. En hugmyndir og
innblástur hljóta að spretta fram
eins og sviti í umhverfi sem þessu?
„Á ferðalögum mínum fæ ég oft
innblástur af sögu og menningu á
hverjum stað fyrir sig. Hér var það
jökullinn sem snerti mig á mjög
sérstakan hátt sem erfitt er að út-
skýra – ég fann fyrir létti, mikil-
leika og innblæstri á alveg nýjan
máta. Þessi upplifun hefur gefið
mér mikla lífsánægju,“ segir
Frederik.
Íslendingar eru smekkfólk
fram í fingurgóma
Við Íslendingar erum hálfgerðir
nautnaseggir og kunnum svo sann-
arlega að gera vel við okkur. Sama
hvort um mat, drykk, klæðnað eða
húsbúnað er að ræða – hjá því
verður ekki komist. Við erum orðin
meðvitaðri um hönnun og þarf-
irnar okkar, og nýtum hvert tæki-
færið sem gefst til að „tríta“ okkur
þegar það á við. Rúrik segist ekki
vera nein undantekning þegar að
þessu kemur og að hann heillist
auðveldlega af fallegri hönnun í
allri sinni mynd.
Frederik var á sama máli og tók
undir; „það leikur enginn vafi á því
að Íslendingar eru smekkfólk fram
í fingurgóma og hafa mikla ástríðu
fyrir skandinavískri hönnun. Vör-
urnar mínar hafa verið til sölu í
þrjú og hálft ár á Íslandi og það er
virkilega ánægjulegt að sjá hversu
vel hefur verið tekið í vörumerkið
okkar hér á landi. Ég fyllist alltaf
stolti þegar ég verð vitni að því að
fólk tali um kristalsvörurnar – það
er ekki annað hægt en að fyllast
þakklæti sem hönnuður. Ísland er
lítill markaður með mikla sál og ég
hef mikla trú á því að Frederik
Bagger geti orðið eitt af þeim
vörumerkjum sem eiga mikla
framtíð á landinu,“ segir Frederik.
Fyrir áhugasama, þá má fylgjast
nánar með samstarfinu inn á In-
stagram – @theglaciergin og
@frederikbaggerdk.
Rúrik í samstarfi við þekktasta
kristalsframleiðanda Danmerkur
Það er ekki á hverjum degi sem tvö fáguð og eftirsóknarverð fyrirtæki taka höndum saman. Glacier Gin í eigu okkar ástsæla lands-
liðsmanns í fótbolta, Rúriks Gíslasonar, hefur hafið samstarf við hinn vinsæla danska kristalsframleiðanda Frederik Bagger, en vör-
urnar hans þykja hámóðins í dag – ekki að ástæðulausu. Það verður áhugavert að sjá hver útkoman verður en búast má við miklu.
Ljósmynd/Stefán John Turner
Í góðum höndum Ein fallegasta ginflaska allra
tíma í fallegustu náttúru Íslands – og í höndunum á
alls ekki ómyndarlegum manni, Rúrik Gíslasyni,
sem er einn af eigendum vörumerkisins Glacier Gin.
Fögur flaska Hönnun flöskunnar
þykir einstaklega vel heppnuð.
Fegurð og fágun Frederik
Bagger og Rúrik skála hér í
kristalsglösum í óspilltri
íslenskri náttúru – rétt eins
og sannir menn gera.