Morgunblaðið - 16.01.2020, Qupperneq 31
31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
Töfrar eldamennskunnar
byrja með Eirvík
Eldhúsið er ekki bara
herbergi, heldur upplifun
Við hjá Eirvík trúum því að eldhúsið sé hjarta heimilisins.
Innanhússarkítektar og sérfræðingar í heimilistækjum
keppast við að hanna hágæða eldhús sem standast
tímans tönn, með virkni, gæði og sveigjanleika að
leiðarljósi. Eldhúsið er fjárfesting til framtíðar
– tryggðu þér raunveruleg gæði á hagstæðu verði.
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15
málið. Björg Thorarensen lagapró-
fessor og fjöldi annarra sérfræðinga
kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlits-
nefnd. Eftir þvílíka ítarlega skoðun á
málinu tók þingið þá ákvörðun að
samþykkja mínar tillögur. Það hefði
vel getað gert eitthvað annað, sam-
þykkt sumar tillögurnar eða enga
þeirra.
Þannig að þingið rannsakaði málið
líka. Það er því ekki rétt af Hæsta-
rétti að segja að ég hafi brotið rann-
sóknarregluna og þingið ekki bætt úr
því,“ segir Sigríður.
Í dómi undirréttar Mannréttinda-
dómstóls Evrópu sagði að sú ákvörð-
un að láta alþingismenn ekki greiða
atkvæði um hverja og eina dómara-
stöðu, heldur samþykkja allar tillög-
urnar 15 í einu lagi, hefði dregið úr
Sigríður Á. Andersen, fv. dómsmála-
ráðherra, segir meirihluta þing-
manna ekki hafa fallist á lista hæfnis-
nefndarinnar. Þá fyrst og fremst út af
kynjasjónarmiðum. Hallað hafi á
konur. Til upprifjunar mynduðu
Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og
Björt framtíð ríkisstjórn þegar skip-
að var í nýjan Landsrétt vorið 2017.
Sigríður segir aðspurð að þessi
sjónarmið hafi heyrst jafnt frá báðum
kynjum í liði þingmanna.
„Ég átti einkafundi með formönn-
um allra flokkanna í stjórn og stjórn-
arandstöðu. Þeir sögðu að listinn færi
ekki svona í gegnum þingið. Sumir
formennirnir lögðu til að ég tæki karl,
bara einhvern karl, af listanum og
setti inn konu í staðinn. Þá spurði ég
á móti: Finnst þér málefnalegt að
fjarlægja karl af listanum? Þá var fátt
um svör.“
Vitnisburður fyrir héraðsdómi
Sigríður rifjar svo upp vitnisburð
Hönnu Katrínar Friðriksson, þing-
flokksformanns Viðreisnar, fyrir hér-
aðsdómi í skaðabótamáli tveggja um-
sækjenda sem ekki voru skipaðir.
Hanna Katrín hefði þá staðfest að
Viðreisn hefði ekki samþykkt lista
hæfnisnefndarinnar óbreyttan.
Sigríður rifjar jafnframt upp að
Gunnlaugur Claessen, formaður
hæfnisnefndarinnar, hafi ekki viljað
afhenda skorblaðið þar sem umsækj-
endum var raðað í hæfnisröð með ná-
kvæmni – aðeins 0,03 munaði á þeim
sem urðu í sætum 15 og 16.
Sigríður kveðst hafa óskað eftir því
að sjá skjalið á rafrænu formi til að
sjá mætti forsendur útreikninga.
Gunnlaugur hafi hins vegar aðeins
fallist á að afhenda pappírsútgáfuna.
Því hafi þurft að slá inn tölurnar til
að átta sig á niðurröðuninni. Þá hafi
hún rekið augun í að samtala allra
matsþáttanna 12 hafi verið 105%.
Sendi þingmönnum bréf
Sigríður kveðst hafa kynnt skor-
blaðið fyrir stjórnskipunar- og eftir-
litsnefnd. Eftir að hún lagði sem ráð-
herra fram tillögu að nýjum hæfnis-
lista með fjórum nýjum nöfnum hafi
þinginu borist harðorð mótmæli.
M.a. hafi Ástráður Haraldsson,
einn umsækjenda, sent öllum þing-
mönnum tölvubréf sama dag og full-
yrt að ráðherrann væri að brjóta lög.
„Þingið fékk til sín gesti til að ræða
heilindum (e. integrity) dómara-
valsins.
Sigríður segir þetta misskilning.
Það segi í íslenskum lögum að við
fyrstu skipun dómara í Landsrétt
hafi borið að leggja fram tillögu um
hvern og einn dómara fyrir þingið.
„Það var gert. Ég skrifaði 15 til-
lögur á 15 mismunandi blöð, hvert og
eitt nafn, sem ég sendi til Alþingis
með rökstuðningi. Svo hafði ég ekki
afskipti af málinu í þinginu. Þingið fór
alfarið sjálft með málið eftir það.
Þetta var óvenjulegt þingmál. Hvorki
lög né þingsályktunartillaga heldur
einstakt mál sem kveðið er á um í lög-
um að þingið þurfti að afgreiða,“ seg-
ir Sigríður.
Var vandlega athugað
„Skrifstofa Alþingis rannsakaði
málið mjög vel og hvernig ætti að
meðhöndla þetta. Tillögurnar 15 fóru
fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
sem útbjó svo nefndarálit; lagði til að
þingið samþykkti þessar 15 tillögur
mínar. Svo koma nöfnin í númeraðri
röð, frá 1 til 15, og þá segir forseti
þingsins að greiða eigi atkvæði um 15
tillögur. Hann leggi hins vegar til að
greidd séu atkvæði um þær í einu lagi
nema einhver þingmaður óski þess að
greidd verði atkvæði um hvert og eitt
dómaraefni sérstaklega. Það óskaði
enginn eftir því. Þetta er alvanalegt.
Aðdragandinn var að forseti, með at-
beina þingskrifstofu, kynnti áform
sín og möguleika í stöðunni vel fyrir
þingflokksformönnum. Allir á þeim
fundi voru sáttir með fyrirhugað
fyrirkomulag og enginn ágreiningur
um fyrirkomulag atkvæðagreiðsl-
unnar.
Ég lagðist reyndar eindregið gegn
því að greidd yrðu atkvæði um þetta í
einu lagi og tjáði þingflokksformanni
mínum að ég teldi rétt að þingmenn
yrðu látnir standa frammi fyrir valinu
á hverju dómaraefni fyrir sig. En það
var ekki hlustað á mig.“
Ekki hlutverk dómstólanna
Sigríður lýsir sig hins vegar sam-
mála forseta Alþingis og skrif-
stofustjóra Alþingis sem hafi útbúið
minnisblað í kjölfar dóms MDE. Þar
segi að þinginu sé í sjálfsvald sett
hvernig það hagar atkvæða-
greiðslum. Það sé ekki hlutverk dóm-
stóla að ganga inn á svið löggjafans
með afskiptum af því hvernig at-
kvæðagreiðslur á þinginu fara fram.
„Það gilda þingskaparlög um
starfshætti Alþingis, hefðir og venjur
í þinghúsinu, sem dómstólarnir sem
ein grein ríkisins á ekki að skipta sér
af, og hvað þá erlendur dómstóll,“
segir Sigríður. Hún segir aðspurð að
ef dómurinn verði staðfestur í efri
deild MDE í febrúar muni það að sínu
mati ekki hafa neinar afleiðingar.
„Þá hlýtur Hæstiréttur að árétta
það sem hann hefur margsagt að
dómarar við Landsrétt eru löglega
skipaðir samkvæmt íslenskri stjórn-
skipan. Eitthvert álit frá Strassborg
mun ekki breyta neinu um það þótt
vissulega megi líta á það sem hvatn-
ingu til þess að endurskoða reglur og
vinnubrögð um skipan dómara,“ segir
Sigríður Á. Andersen.
baldura@mbl.is
Þingmenn höfnuðu hæfnisröðinni
Fyrrverandi dómsmálaráðherra segir stjórn og stjórnarandstöðu hafa krafist breytinga á listanum
Gagnrýni MDE á atkvæðagreiðslu um dómara lýsi grundvallarmisskilningi á ferli málsins í þinginu
Morgunblaðið/Ómar
Alþingishúsið Ekki var einhugur um tillögur hæfnisnefndarinnar.