Morgunblaðið - 16.01.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.01.2020, Qupperneq 37
FRÉTTIR 37Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020 Hassan Rouhani, forseti Írans, kallaði eftir því í sjónvörpuðu ávarpi sínu í gær að íranska þjóðin sýndi „samstöðu“ eftir mótmæli síðustu daga. Þá sagði Rouhani nauðsynlegt að gera rót- tækar breytingar á stjórnarfari landsins og að yfirvöld þyrftu að útskýra hvers vegna þau hefðu ekki viðurkennt strax að þau hefðu skotið niður farþegavélina sem hrapaði í nágrenni Teheran í síðustu viku. Hvatti Rouhani kjörstjórn Írans til þess að leyfa öllum sem vildu bjóða sig fram í þingkosningum, sem fram fara í næsta mánuði, en frambjóðendur til þingsins þurfa alla jafna að sleppa í gegnum nálarauga klerkastjórnarinnar til að fá að bjóða sig fram. „Fólkið er herrar okkar og við erum þjónar þess,“ sagði Rouhani og bætti við að landinu gæti ekki verið stjórn- að af einum væng stjórnmálanna. Rouhani hafnaði einnig hugmyndum Borisar Johnson, for- sætisráðherra Bretlands, um að gert yrði nýtt samkomulag um kjarnorkumál Írans, sem að þessu sinni yrði eftir höfði Donalds Trump Bandaríkjaforseta. „Það eina sem Trump hefur gert er að brjóta alþjóðasáttmála og -lög,“ sagði Rouhani í ávarpi sínu. ÍRAN Hvetur Írana til að sýna samstöðu Karamba Diaby, eini svarti þing- maður Þýska- lands, tilkynnti í gær að göt eftir byssukúlur hefðu verið á rúðum skrifstofu sinnar þegar hann mætti til vinnu þar í gær. Diaby, sem situr fyrir þýska Sósíaldemókrataflokkinn, setti mynd af einni rúðunni á Twitter í gær, og sáust þar þrjú kúlnagöt. Þá sagði Diaby að ein rúðan, sem var með áprentuðu andliti hans, hefði verið skotin nokkrum sinnum. Lögreglan rannsakar nú atvikið. Talið er að loftbyssa með mjúkum kúlum hafi verið notuð til verksins, en engin af kúlunum braust alla leið í gegnum tvöfalda glerið í rúð- um skrifstofunnar. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, lýsti yfir á Twitter- síðu sinni að hin grunaða árás væri „ótrúleg, ógeðsleg og heigulsverk“. Diaby var fyrst kjörinn á þing fyrir borgina Halle frá árinu 2013, en hann hefur átt heima í Þýska- landi frá árinu 1980. ÞÝSKALAND Kúlnagöt á skrif- stofu þingmanns Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ríkisstjórn Rússlands sagði óvænt af sér í gær eftir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti nýtti stefnuræðu sína til þess að leggja til breytingar á stjórnarskránni sem eiga að styrkja völd rúss- neska þingsins, Dúmunnar, á kostnað forsetans. Dímítrí Medvedev forsætisráðherra sagði að stjórnarskrárbreytingarnar myndu gjörbreyta valdajafnvægi landsins, hvort sem litið væri til löggjafarvalds, framkvæmdavalds eða dóms- valds, og því væri rétt að ríkisstjórnin stigi til hlið- ar. Pútín útnefndi Míkhaíl Mishústín, yfirmann rússnesku skattstofunnar, til að gegna embætti forsætisráðherra. Medvedev mun hins vegar taka sæti sem varaformaður rússneska þjóðaröryggis- ráðsins, en Pútín er þar í forsæti. Segir Rússa vilja breytingar Á meðal þeirra valda sem færð yrðu til Dúm- unnar eru valdið til að útnefna forsætisráð- herrann og helstu ráðherra, sem nú liggur hjá forsetaembættinu. Þá er lagt til að hlutverk hér- aðsstjóra verði eflt og strangari kröfur gerðar um þjóðerni þeirra sem veljast eiga til að gegna æðstu embættum þjóðarinnar. Pútín sagði í ávarpi sínu að Rússar hefðu sett fram skýrar kröfur um breytingar. Þá lofaði hann því að breytingarnar yrðu bornar undir þjóðina áður en þær tækju gildi. „Við munum bara geta byggt sterkt og farsælt Rússland á grunni virðingar fyrir almenningsálitinu,“ sagði Pútín í ræðu sinni. „Leiðtogi til lífstíðar“ Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní sagði hins vegar öruggt að atkvæða- greiðsla um stjórnarskrárbreytingar yrði aldrei marktæk, og að markmið Pútíns væri að tryggja að hann yrði „leiðtogi til lífstíðar“. Kjörtímabil Pútíns rennur út árið 2024 og er honum samkvæmt núgildandi stjórnarskrá óheimilt að bjóða sig fram til embættisins á ný. Sérfræðingar í málefnum Rússlands litu á tillög- urnar í gær sem vísbendingu um að hann hygð- ist mögulega taka sæti í ríkisráði Rússlands, sem fær aukin völd taki breytingarnar gildi. Vill breyta stjórnarskránni  Ríkisstjórn Rússlands segir óvænt af sér  Pútín leggur til að Dúman verði styrkt á kostnað forseta AFP Rússland Pútín nýtti stefnuræðu sína í gær til að kynna breytingar á stjórnarskránni. Sjálfboðaliðar sjást hér bjarga ungum dreng úr rústum loftárásar sem stjórnarher Sýrlands gerði í gær á borg- ina Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í borgarastríð- inu sem staðið hefur nú yfir í nær átta ár. Að minnsta kosti níu óbreyttir borgarar eru sagðir hafa látist þeg- ar sprengja lenti á grænmetisgötumarkaði í borginni. AFP Borgarastríðið í Sýrlandi geisar enn Gerðu loftárás á óbreytta borgara Nancy Pelosi, leiðtogi demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, út- nefndi í gær sjö þingmenn úr sínum röðum til þess að sækja mál deildar- innar á hendur Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir öldunga- deildinni. Adam Schiff, sem fór fyrir rannsókn fulltrúadeildarinnar, var valinn til þess að leiða teymið en Jerry Nadler, formaður dómsmála- nefndar fulltrúadeildarinnar, var einnig útnefndur. Flestir af þeim sjö þingmönnum sem Pelosi útnefndi eru með reynslu sem saksóknarar í bandaríska réttarkerfinu. Útnefningin var nauðsynlegur undanfari þess að fulltrúadeildin gæti sent ákærur sínar formlega áfram til öldungadeildarinnar, en ekki var búið að því þegar Morgun- blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að réttarhald öldungadeildarinnar hefjist á þriðjudaginn og munnlegur mál- flutningur verði í tvær vikur eftir það. Pelosi út- nefnir sak- sóknara  Adam Schiff leiðir saksóknarateymið Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty ÚTSALA 20-60% AFSLÁTTUR UNDIRFÖT – AÐHALDSFATNAÐUR – SUNDFÖT – NÁTTFÖT Haldari 3.990,- Buxur 1.000,- Haldari 4.990,- Buxur 1.500,- Haldari 5.990,- Buxur 2.000,- Haldari 6.990,- Buxur 2.500,- Haldari 7.990,- Buxur 3.000,- TILBOÐSVERÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.