Morgunblaðið - 16.01.2020, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 2020
VIÐ LEITUM AÐ
LISTAVERKUM
ERUM AÐ TAKA Á MÓTI VERKUM Á NÆSTA LISTMUNAUPPBOÐ
Vefuppboð
nr. 462
Grafík, prent og ljósmyndir
lýkur 22. janúar
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í dag, 16. janúar, er liðinn réttur
aldarfjórðungur frá því snjóflóð féll á
byggðina í Súðavík sem tók með sér
fjórtán mannslíf. Ætla má að öllum
sem fylgdust með fregnum af þess-
um atburðum séu þeir í fersku minni,
en snjóflóðin tvö á Vestfjörðum árið
1995 eru einn mesti harmleikur sem
orðið hefur í íslensku þjóðlífi. At-
burðurinn er af þeirri stærðargráðu
að flestir muna efalaust hvar þeir
voru staddir þegar fréttin barst; and-
rúm stundarinnar lifir í vitundinni.
„Það versta gerðist“
Snjóflóðið í Súðavík sem var um
það bil 200 metra breitt féll kl. 6.25
að morgni á mitt kauptúnið, sem þó
hafði ekki verið talið snjóhættu-
svæði. Fyrr um nóttina höfðu hús
innar í þorpinu verið rýmd í varúðar-
skyni. Þar heitir Traðargil og þar átti
snjóflóð eftir að falla síðar á þessum
degi og falla á hús, sem þá höfðu ver-
ið rýmd. Húsin sem snjóflóðið mikla
féll á voru við Túngötu, Nesveg og
Njarðarbraut. Í þeim voru 26 manns
og fórust 14 þeirra. Þar af voru átta
börn og þrjú þeirra systkini. Tólf
manns var bjargað, en síðastur
fannst á lífi tólf ára drengur 23
klukkutímum eftir að snjóflóðið féll.
Leit var lokið að kvöldi 17. janúar, en
þá fannst tveggja ára drengur látinn.
„Við erum öll mjög hljóð og döpur.
Áfallið kemur sjálfsagt síðar … Og
það versta gerðist sem getur gerst í
svona. Börn misstu foreldra sína og
foreldrar misstu börn,“ sagði Sigríð-
ur Hrönn Elíasdóttir, sveitarstjóri í
Súðavík, í samtali við Morgunblaðið,
17. janúar.
Umfangsmiklar
björgunaraðgerðir
Hamförum þessum olli óvenjulega
mikil ofankoma í norðvestlægri átt
svo snjó kyngdi niður í fjallshlíðinni.
Staðkunnugum var ljóst að hættan
var til staðar en bíða átti birtingar á
hinni köldu janúarnótt og sjá hvort
rýma þyrfti hús, sem reyndist um
seinan.
Líkt og kemur fram hér til hliðar
hófust aðgerðir heimamanna við leit
nokkrum mínútum eftir að flóðið féll
og þungi þeirra varð meiri þegar
björgunarsveitarmenn, læknar,
hjúkrunarfræðingar og lögregla frá
Ísafirði náðu á staðinn. Í hjálparliði
þessu voru meðal annars menn með
sérþjálfaða leitarhunda og er talið að
þeir hafi skipt sköpum við aðgerðir
og bjargað lífi nokkurra. Alls á fjórða
hundrað manns víða af landinu komu
að þessum umfangsmiklu björgunar-
aðgerðum, meðal annars fjölmennt
lið sem varðskipið Týr flutti, læknar,
hjúkrunarfólk, björgunarsveitar-
menn og hjálpargögn. Skipið fór
vestur í kröppum sjó og foráttuveði
og hafa margir þeir sem voru um
borð lýst því hve erfið ferðin var
þeim.
Íbúum í þorpinu fækkaði
Hættuástandi í Súðavík var aflýst
fyrst fjórum dögum eftir flóðið.
Fáum dögum efir snjóflóðið var
farið að huga að nýrri framtíð í Súða-
vík. Á útmánuðum voru smáhýsi eða
sumarhús flutt vestur og þar gat fólk
komið sér fyrir til bráðabirgða. Síðar
á árinu 1995 hófust svo fram-
kvæmdir við nýja íbúðabyggð í þorp-
inu, það er á svokölluðu Eyrardals-
svæði innar við Álftafjörð á svæði
utan snjóflóðahættu. Fólki sem átti
hús á skilgreindu hættusvæði bauðst
að fá þau greidd út fyrir opinbert fé –
og voru alls 55 hús keypt upp. Einnig
munaði mikið um aðstoð almennings
en í landssöfnuninni Samhugur í
verki strax í kjölfar flóðanna söfn-
uðust um 290 millj. kr. – um 800
millj. kr. reiknað til núvirðis. Þá
veitti ríkisstjórnin framlag til upp-
byggingar á staðnum sem svarar til
440 millj. kr. á verðlagi líðandi
stundar.
Þegar snjóflóðið féll fyrir ald-
arfjórðungi bjuggu 228 manns í
Súðavík em 204 núna. Hamförunum
verður ekki einum kennt um und-
anhald byggðarinnar. Þar koma til
fleiri þættir, svo sem breytingar í
sjávarútvegi, en fólksfækkunin varð
þó efalaust hraðari sakir þess hvað
gerst hafði.
Fjórtán fórust
í snjóflóðinu
fyrir 25 árum
Harmleikur í Súðavík Tólf varð
bjargað Á fjórða hundrað sinntu
björgunarstarfi Samhugur í verki
Morgunblaðið/RAX
Morgunblaðið/RAX
Rústir Brak úr húsunum sem lentu undir flóðinu dreifðist yfir stórt svæði.
Moggi Forsíða Morgunblaðsins 18.
janúar 1995 er mörgum enn í minni.
Flugsýn Stór hluti Súðavíkurþorps var í
rúst eftir snjóflóðið sem kom úr Traðargili.
Byggð var í framhaldinu reist á nýjum stað.
Morgunblaðið/RAX
Hlé Örþreyttir björgunarmenn hvíla lúin bein í frystihúsi Frosta á Súðavík.
Morgunblaðið/RAX
Samhugur Á Ísafirði var flaggað í hálfa stöng. Þar gilti ferðabann sem í
raun setti sig sjálft, því ófært var í því aftakaveðri sem var þessa daga.
Aldarfjórðungur frá snjóflóðunum í Súðavík og á Flateyri