Morgunblaðið - 22.01.2020, Side 1
Morgunblaðið/Eggert
Við Hörpu Kólnun er á byggingarmarkaði.
„Eftir að WOW air féll hef ég
reglulega lagt fram minnisblað hjá
ríkisstjórn varðandi vinnumark-
aðinn og atvinnuleysið. Þetta var
hluti af því,“ segir Ásmundur Einar
Daðason, félags- og barnamála-
ráðherra, um nýja greiningu
Vinnumálastofnunar á stöðunni.
„Við höfum talið að ekki sé
ástæða til að fara út í sértækar að-
gerðir að svo komnu máli heldur
teljum við rétt að fylgjast með því
hvernig hagsveiflan þróast og hag-
vöxturinn fer af stað á vormán-
uðum og hvaða áhrif það hefur á at-
vinnuleysið. Að svo stöddu er það
mat bæði míns ráðuneytis og ríkis-
stjórnarinnar að ekki sé ástæða til
að fara af stað með sértækar að-
gerðir eins og gert var eftir efna-
hagshrunið eða eitthvað slíkt,“
segir Ásmundur Einar.
Samkvæmt spá Vinnumálastofn-
unar mun atvinnuleysi halda áfram
að aukast fram á næsta ár. »14
Bíða og sjá hvernig
atvinnuleysi þróast
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Greiðslur Sjúkratrygginga Íslands
vegna læknismeðferða Íslendinga er-
lendis fóru í fyrsta sinn yfir tvo millj-
arða króna á síðasta ári. Þó að árið hafi
enn ekki verið gert upp að fullu er ljóst
að þessar greiðslur námu minnst 2,1
milljarði króna. Tölur yfir stærstu
málaflokka, sem teknar voru saman
fyrir Morgunblaðið, ná aðeins yfir
fyrstu tíu mánuði ársins svo ljóst má
vera að þessi tala verður talsvert hærri.
Samkvæmt upplýsingum frá Höllu Er-
lendsdóttur, deildarstjóra hjá Sjúkra-
tryggingum Íslands, á enn eftir að skrá
„töluverðan málafjölda“ frá 2019.
Tölur SÍ sýna að alls leituðu 1.476 Ís-
lendingar sér læknismeðferðar erlend-
is fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Það er
meira en allt árið þar á undan sem þó
var metár. Aukin sókn í læknis-
meðferðir síðustu misseri er að lík-
indum vegna tannlækninga þó að það
hafi ekki fengist staðfest hjá Sjúkra-
tryggingum. Fjölmargir Íslendingar
hafa sömuleiðis farið í liðskiptaaðgerðir
í útlöndum á liðnum árum.
Alger sprenging hefur orðið í sókn
Íslendinga í læknismeðferðir ytra á
liðnum árum. Árið 2016 fóru 606 ein-
staklingar utan í þeim tilgangi, árið
2017 voru þeir 793 en árið 2018 voru
þeir 1.422. Enn eitt metárið er nú að
baki. »6
Greiddu rúma 2 milljarða
Metár hjá SÍ vegna læknismeðferða Íslendinga erlendis
Lækniskostnaður
erlendis 2016-2019
Heildarkostnaður Sjúkratrygginga
2,5
2,0
1,5
1,0
2,1*
2,0
1,5
Milljarðar kr.
2017 2018 2019
Heimild: Sjúkra-
tryggingar Íslands
*Jan.-okt. 2019
Leikskólabörnin á Nóaborg í Reykjavík brostu
sínu breiðasta og nutu þess að leika sér úti í gær
þegar nokkuð hlýnaði í veðri eftir kuldatíð.
Áfram verður tiltölulega hlýtt fram eftir degi en
síðan byrjar að kólna og líklega verður hefð-
bundið vetrarveður komið aftur um helgina.
Morgunblaðið/Eggert
Brostu breitt
í blíðviðrinu
M I Ð V I K U D A G U R 22. J A N Ú A R 2020
Stofnað 1913 18. tölublað 108. árgangur
VINNUR MEÐ
NÁTTÚRULEG
FYRIRBÆRI
SVEFNINN
ÞARF AÐ
VERA Í LAGI
BÖRNUM KENNT
AÐ RÓA
HUGANN
VIÐSKIPTAMOGGINN DAGLEGT LÍF 11SÝNIR Í BERLÍN 29
A
ct
av
is
91
10
13
Omeprazol
Actavis
20mg, 14 og 28 stk.
Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til
skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis
(t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu
lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á
fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á
umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á
frekari upplýsingum um áhættu og auka-
verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á
www.serlyfjaskra.is
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Ég sé einfaldlega ekki hver þörfin
er á að keyra þetta svona hratt
áfram,“ segir Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar, um þær fyrir-
ætlanir umhverfis- og auðlindaráð-
herra að stofna nýjan miðhálendis-
þjóðgarð sem þekja mun um
þriðjung landsins. Segir hann að
vanda þurfi til verka við þetta verk-
efni sem hann segir mjög áhuga-
verða hugmynd.
„Um þessar mundir er verið að
móta orkustefnu og orkuöryggis-
stefnu. Það er verið að skoða hvað
við þurfum að gera í innviðaupp-
byggingu og loftslagsmálum og
þetta eru allt atriði sem þarf að taka
með í reikninginn.“ Bendir hann á að
orkuframleiðsla og þær aðferðir sem
beitt verður við hana muni leika lyk-
ilhlutverk í baráttunni við loftslags-
breytingar á komandi áratugum.
Í viðtali við ViðskiptaMoggann í
dag segir Hörður að innan eins til
tveggja ára geti Landsvirkjun tekið
að greiða ríkissjóði 10 til 20 milljarða
árlega í arðgreiðslur af starfseminni.
Þar skipti lykilmáli nýir orkusölu-
samningar sem séu mun hagstæðari
fyrir íslenskt þjóðarbú en eldri
samningar.
Unnið á of miklum hraða
Forstjóri Landsvirkjunar segir of hratt unnið að stofnun miðhálendisþjóðgarðs
Skoða þurfi áhrif af stofnun hans í víðara samhengi, m.a. loftslagsbreytingar
M »ViðskiptaMogginn & 4
Skiptastjórar WOW air gripu í
tómt þegar óskað var kyrrsetn-
ingar á eignum Títans fjárfestinga-
félags ehf. í liðinni viku. Þær eignir
sem fundust í félaginu eru allar
veðsettar Arion banka.
Því var um árangurslausa kyrr-
setningu að ræða en til hennar var
gripið vegna millifærslu milli WOW
air og Títans, sem var móðurfélag
flugfélagsins, sem framkvæmd var
í febrúar 2019. Þar greiddi WOW
air Títan tæpar 108 milljónir króna
sem slitabú WOW air vill láta rifta.
Slitabúinu hefur ekki tekist að afla
upplýsinga um afdrif fjármunanna
sem voru hluti af fullnaðargreiðslu
fyrir hlut Títans í félaginu Cargo
Express.
Heimildir ViðskiptaMoggans
herma að þess verði ekki langt að
bíða að gjaldþrotaskipta verði ósk-
að á Títan fjárfestingafélagi en það
heldur m.a. utan um tæplega 10%
hlut Skúla Mogensen í Carbon
Recycling International.
»ViðskiptaMogginn
Morgunblaðið/Hari
Gjaldþrot WOW air hætti starfsemi 28.
mars í fyrra eftir mikla rekstrarerfiðleika.
Ekkert fannst til að
kyrrsetja hjá Títan