Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.2020, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Forsætisnefnd borgarstjórnar Reykjavíkur samþykkti á síðasta fundi sínum tillögu þess efnis að al- menningur geti leigt út herbergin Turn og Tjarnarbúð í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir athafnir á borð við hjónavígslur á föstum tímum tvisvar til þrisvar í viku. Í umsögn viðburðastjórnar Ráð- hússins er lagt til að hægt verði að leigja umrædd rými á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 10.00-15.00, að hámarki í eina klukkustund. Verð yrði 20.000 krón- ur að viðbættum virðisaukaskatti og starfsmaður Ráðhúss þyrfti ætíð að vera viðstaddur. Leyfilegt væri að skála að athöfn lokinni en ekki verði leyfilegt að vera með hrísgrjón, sápukúlur, glitpappír og þess háttar. Í samþykkt forsætisnefndar er til- tekið að þess skuli gætt skal að at- hafnirnar rekist ekki á við önnur fundarhöld. Viðburðarstjórn Ráð- hússins er falið að sjá um að semja reglur og annast útleiguna í sam- ræmi við umsögn hennar frá 14. jan- úar sl. Meta skal reynslu af verkefn- inu að ári liðnu, í janúar 2021. Tillagan er upphaflega komin frá Pawel Bartoszek, foseta borg- arstjórnar. Í greinargerð segir Pawel að rík hefð sé fyrir því í öðr- um löndum á borgaralegar athafnir, á borð við hjónavígslur og nafngiftir, fari fram í ráðhúsum borga, þá jafnvel þannig að starfsfólk sveitarfélagsins eða í einhverjum til- fellum bæjarstjórar gefi saman brúðhjón. „Hér á landi er lagaum- gjörðin önnur en engu að síður er að mati tillöguflytjenda eftirspurn eftir hátíðlegu rými í Reykjavík sem hef- ur skírskotun í borgaraleg, ver- aldleg og lýðræðisleg gildi þar sem þau sem það kjósa geti varðað mik- ilvæga áfanga í lífinu í umhverfi sem ekki er tengt einstaka trú- eða lífs- skoðunarfélagi,“ segir Pawel m.a. í greinargerðinni. Kolbrún Baldursdóttir, áheyrn- arfulltrúi Flokks fólksins, bókaði að hún vildi að borgarstjórnarsalurinn yrði meðal möguleika til að halda slíkar athafnir. Fulltrúar meirihlut- ans gagnbókuðu að rétt væri að gera tilraun með að leigja út fyrrnefnda sali áður en opnað er fyrir fleiri möguleika. Giftingar leyfðar í Ráðhúsinu  Tilraunaverkefni í tveimur herbergjum  Klukkutíminn kostar 20 þúsund  Heimilt verður að skála í víni en hrísgrjón og sápukúlur eru á bannlista Morgunblaðið/Ómar Ráðhúsið Hjónavígslur verða heimilaðar í tveimur herbergjum hússins. Þetta er tilraunaverkefni til eins árs. Hverjir sóttu kvöldverð sem útsvars- greiðendur greiddu fyrir rúma hálfa milljón þann 1. nóvember sl. í Höfða í tilefni af samgöngusáttmála? Hver tók ákvörðun um þessa móttöku? Þannig hljóðaði fyrirspurn sem áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lagði fram ásamt fulltrúum Sjálfstæðis- flokksins og áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í forsætisnefnd borgarstjórn- ar á föstudaginn. Fyrispurninni var vísað til umsagnar skrifstofu borgar- stjóra og borgarritara. Fyrirspurnin er tilkomin vegna yfirlits yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar, sem lagt var fram á sama fundi. Þar kemur fram að áætlaður kostnaður við þessa til- teknu móttöku væri 506.544 krónur. Í yfirlitinu, sem nær frá 11. ágúst 2019 til dagsins í dag, kemur fram að borgin hélt níu móttökur á þessu tímabili, sem kostnaður hlaust af. Samtals nam hann rúmum 3,3 millj- ónum króna. Dýrasta móttakan var vegna stjórnendadags starfsfólks Reykja- víkurborgar, kr. 914.795. Næstdýrust var móttaka Reykjavík forum vegna heimsþings kvenleiðtoga, 800 þúsund. Þá kemur fram að hafnað var beiðni um móttökur vegna tveggja viðburða. Í fyrsta lagi var hafnað að taka á móti 800-1.000 manns vegna norræns lög- fræðiþings, enda rúmi Tjarnarsalur ekki fleiri en 600 manns. Einnig var hafnað að taka á móti fyrrverandi þingmönnum fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings en þeim boðin í staðinn leiðsögn í Höfða. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins bókaði að honum þætti þetta mikill peningur og gerði enn og aftur kröfu um að sjá allan kostnað við móttökur sundurliðaðan. sisi@mbl.is Vilja vita hverjir sátu kvöldverð  Móttaka í Höfða til að fagna sam- göngusáttmála kostaði hálfa milljón Morgunblaðið/Ómar Höfði Móttökuhús borgarinnar. Karlmaður á sjötugsaldri krefst 2,7 milljóna króna í bætur auk vaxta vegna „frelsissviptingar, niðurlægjandi meðferðar, harð- ræðis og ofbeldis,“ sem hann seg- ist hafa verið beittur af hálfu lög- regluþjóns. Þá hefur héraðs- saksóknari gefið út ákæru á hendur lögreglumanninum vegna sama máls. Umrætt atvik átti sér stað við skemmtistaðinn Irishman Pub í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt 18. mars í fyrra. Lögregluþjónninn er ákærður fyrir líkamsárás og brot í opin- beru starfi með því að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra að- ferða við handtöku mannsins. Fram kemur í ákæru að lög- regluþjónninn hafi slegið manninn aftan í höfuðið við að setja hann inn í lögreglubifreið, slegið hann tveimur höggum í andlit, þrýst hné í háls og höfuð hans og þving- að handjárnaða handleggi hans ítrekað í sársaukastöðu fyrir aftan bak þar sem maðurinn lá á gólfi lögreglubifreiðar á Hverfisgötu, með þeim afleiðingum að mað- urinn tognaði og hlaut ofreynslu á hálshrygg. Lögreglumaður ákærður fyrir líkamsárás Borgarráð hefur heimilað nokkrum sportbörum í borginni tímabundið leyfi til áfengisveitinga aðfaranótt mánudagsins 3. febrúar nk. Eru leyfin veitt vegna beinnar sjónvarpsútsendingar á úrslitaleik Ofuskálarinnar í ruðningi, Super- bowl 2020, í Bandaríkjunum. Slík leyfi hafa verið veitt nokkur und- anfarin ár vegna mikils áhuga á íþróttinni meðal Íslendinga. Að þessu sinni fer leikurinn fram í Miami í Flórída. Sportbarir sem fá leyfi eru: Am- erican Bar, Austurstræti 8-10, til klukkan 3.30, Gummi Ben bar, Tryggvagötu 22 til klukkan 4.30 og Sportbarinn Ölver, Álfheimum 74 til klukkan 4.30. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar um- sagnir séu einnig jákvæðar. sisi@mbl.is AFP Opið lengur vegna Ofurskálar Fulltrúar launamanna í stjórn Birtu lífeyrissjóðs Valnefnd Birtu lífeyrissjóðs auglýsir eftir frambjóðendum til þess að taka sæti í stjórn sjóðsins kjörtímabilið 2020 til 2022. Samkvæmt samþykktum Birtu lífeyrissjóðs (gr. 5.9) hefur valnefnd m.a. þann yfirlýsta tilgang að tryggja að stjórn sjóðsins endurspegli fjölbreytni og breidd í hæfni, reynslu og þekkingu stjórnarmanna sem og að tryggja gagnsæi í málum um tilnefningu stjórnarmanna. Fulltrúaráð launamanna Birtu kýs tvo stjórnarmenn og einn varamann til tveggja ára í stjórn sjóðsins. Áhugasamir geta gefið kost á sér með því að senda inn framboð á útfylltu framboðseyðublaði, sem er að finna á vefnum birta.is, á netfangið valnefnd@birta.is fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 13. febrúar 2020. • vera launamenn sem greiða iðgjald í Birtu lífeyrissjóð. • ekki vera sjálfstætt starfandi atvinnurekendur/einyrkjar. • vera fjárhagslega sjálfstæðir og búa yfir nægilegri þekkingu og starfsreynslu skv. 31. gr. laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 6. gr. reglna FME nr. 180/2013 og fullnægja að öðru leyti þeim kröfum sem gerðar eru um hæfi og hæfni stjórnarmanna skv. framangreindum lögum, reglum FME, samþykktum sjóðsins og starfsreglum valnefndar. • Skila inn útfylltu framboðseyðublaði með drengskaparyfirlýsingu um að þeir uppfylli skilyrði til slíkrar stjórnarsetu. Allar nánari upplýsingar um stjórnarkjörið, framboðseyðublaðið/yfirlýsinguna og sjóðinn má finna á vefnum birta.is ÞEIR SEM GEFA KOST Á SÉR SKULU Birta lífeyrissjóður I Sundagörðum 2 I 104 Reykjavík I 480 7000 I birta@birta.is I birta.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.